Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Blaðsíða 28
28 umræða 5. nóvember 2010 föstudagur Þegar ég var strákur í Mela- skólanum í gamla daga gekk mér ágæt- lega að læra. Ég fékk yfirleitt ljómandi góð- ar einkunnir og var heldur ekki til neinna sérstakra vand- ræða í skól- anum. Ég var sem sagt fyrirmyndarnemandi, eða svona því sem næst. Að minnsta kosti var ég nógu góður til að vera skipað í einn af „bestu bekkjunum“ í Melaskólanum. „Bestu bekkirnir“ hafa löngu verið aflagðir. Þá var lenska í skóla- kerfinu að skipta nemendum í bekki eftir einkunnum og hegðun, þannig að þeir sem höfðu svo og svo góðar einkunnir og þóttu hegða sér vel voru settir saman í bekk – eða bekki. Í Melaskólanum voru þó nokkrir „bestu bekkir“, enda var þetta stór skóli og fjölmennur – ég man ekki hvort þeir voru 4 eða 6. GRIMM SAMKEPPNI Grimm samkeppni ríkti milli „bestu bekkjanna“ um einkunnir og aðra veraldlega mælikvarða, en keppnin var þó kannski meira milli kennaranna en barnanna sjálfra. Það var æðsta markmið sérhvers umsjónarkennara eins „bestu bekkjanna“ að ná hæstu meðal- einkunninni á fullnaðarprófinu, sem við tókum 12 ára – áður en við héldum í gagnfræðaskóla. Í Mela- skólanum var enginn jafnoki afa- bróður míns Axels Kristjónssonar í þeirri keppni. Hann slípaði bekk- inn og fágaði af mikilli hind árum saman, áður en kom að uppgjörinu í 12 ára bekk, og þegar þangað kom má segja að við höfum verið orð- in litlar námsvélar. Stöðug skyndi- próf höfðu þjálfað okkur svo vel að þó ég fengi til dæmis hvorki meira né minna en 9,20 í aðaleinkunn á fullnaðarprófinu, þá var það ekkert sérlega há einkunn í þessum Axels- bekk. Nei, ég var bara meðalmað- ur – mig minnir að allar stelpurnar í bekknum hafi verið með yfir 9,00 og þær hæstu með 9,80 eða eitt- hvað þaðan af hærra. Einkunnasamkeppnin var svo hörð og eindregin að eftir á hljómar þetta allt saman giska fáránlega. En þá töldum við þetta bara eðlilegan hlut og puðuðum við okkar skyndi- próf og heimalærdóm eins og lífið lægi við. Og hvarflaði ekki að okk- ur að efast um neitt sem Axel setti okkur fyrir. „IT´S A LONG WAY TO TIPPERARY” Það verður reyndar að koma fram að þó Axel væri firna strang- ur kennari, þá var hann þó um leið bæði ljúfur og skemmtilegur. Hann var oft allra manna kátast- ur og kenndi okkur alls konar vit- leysu líka, í viðbót við lærdóminn – eins og að syngja „It´s a long way to Tipperary” og þess háttar. Það var bara álitinn eðlilegur hlutur að svona skyldi kennslan fara fram – með því að troða í okkur sem mestu af fróðleik og búa okkur undir að spýja því öllu upp á fullnaðarpróf- inu. Og okkur var vel við Axel og töldum okkur vel búin undir lífið með hans aðferð við kennsluna. Á undanförnum árum, þegar fréttir hafa borist af því að íslensk- ir skólanemendur séu ansi mikl- ir eftirbátar jafnaldra sinna víða annars staðar í veröldinni, þá hef- ur mér oft orðið hugsað til Axels og hvort aðferðir hans hafi þrátt fyrir allt kannski verið réttar. Því þá vor- um við öll sannfærð um að íslenskt skólakerfi væri það allra besta í heimi, og engir nemendur nokkurs staðar gætu verið betur undirbún- ir en við. En það var reyndar aldrei mælt á þeim tíma hvernig við hefð- um staðið okkur í samanburði við önnur lönd. Nokkrum árum eftir að ég kláraði barnaskólann og gagn- fræðaskólann, þá var hugmynda- fræði „bestu bekkjanna“ lögð á hilluna. Eftirleiðis skyldi ekki lögð áhersla á að safna saman í bekk þeim nemendum sem höfðu hæst- ar einkunnir og áttu ekki við nein sérstök vandamál að stríða. Eftir bestu getu skyldi öllum börnum raðað saman í bekki, óháð náms- getu. Annað væri ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem slakar hefðu staðið sig fram að þessu. SKUGGAHLIÐ „BESTU BEKKJANNA“ Því það var skuggahlið á „bestu bekkjunum“. Það voru „tossabekk- irnir“. Í „tossabekkina“ (já, þeir voru alveg blygðunarlaus kallað- ir „tossabekkir“ í daglegu tali) var þeim safnað saman sem af ýmsum ástæðum höfðu fremur slakar ein- kunnir á einhverjum tímapunkti skólagöngunnar, eða rákust illa í venjulegum bekkjum af ýmsum ástæðum. Nú myndu sumir vafa- laust vera greindir misþroska af einhverju tagi, en í þá daga voru þeir bara afgreiddir sem „tossar“ sem fátt væri hægt að gera fyrir. „Tossabekkirnir“ í Melaskólan- um voru nokkrir, ég vissi satt að segja aldrei hvað þeir voru margir. Þeir voru hafðir uppi á efstu hæð og okkur dekurdýrunum í „bestu bekkjunum“ fannst að þar uppi ríkti alltaf drungalegt myrkur. En við komum helst aldrei þangað því þar réðu hinir skelfilegu „toss- ar“ ríkjum og án þess að nokkur segði okkur það beinlínis, þá viss- um við að það gæti reynst hættu- legt að hafa of mikið saman við „tossa“ að sælda. Einn og einn nemandi úr Axelsbekk, sem stóð ekki undir væntingum kennarans, hvarf úr bekknum einhvers stað- ar á leiðinni og var sendur upp í „tossabekkina“ til að hífa ekki niður meðaleinkunnina mikil- vægu, og það var undir hælinn lagt hvort við sáum „tossann“ nokkurn tíma framar. Hann hvarf inn í sína dimmu og drungalegu veröld, og þetta „apartheid“ í Melaskólan- um var svo algjört að mér finnst í minningunni að við höfum ekki einu sinni séð „tossana“ úti í frí- mínútum – nema helst sem ein- hverjar þokukenndar niðurlútar verur sem réttast væri að passa sig á. Og svo gufuðu þeir upp og við í „bestu bekkjunum“ vissum ekkert hvað um þá varð. SÆMILEGUR FRIÐUR? Seinna fór ég að skammast mín ósegjanlega fyrir að hafa ekki áttað mig á að auðvitað var þetta forkast- anleg aðskilnaðarstefna sem við börnin tókum þátt í með því að láta gott heita að fullorðna fólkið skildi okkur börnin að á grundvelli svo fáfengilegs hlutar sem einkunna. Og reyndar hegðunar líka. En alltaf síðan þegar ég heyri sögur um að núna þurfi að end- urvekja að minnsta kosti hluta af hugmyndafræði „bestu bekkj- anna“, vegna barna sem eiga við raunveruleg vandamál að stríða og trufla óspart aðra krakka í bekkn- um, þá hef ég vissulega samúð með því sjónarmiði – vegna þess að auðvitað eiga börn rétt á að það sé sæmilegur friður í bekknum – en samt vil ég flest til vinna að ekki rísi aftur sami tími og var þegar ég gekk í skóla og „tossabekkirnir“ voru uppi á hanabjálka í dimmu og loftleysi og við vissum ekki einu sinni hvað „tossarnir“ hétu, og héldum að þannig að ætti það að vera. H ann sonur minn þarf ekki að hitta neinn fjandans skottulækni,“ sagði ég af ákveðni við konu mína og barnsmóður. „Já, en ég veit um marga sem hafa prófað höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, það virkar.“ „Á Barnalandi, já!“ skaut ég inn í. „Af hverju þarftu að vera svona þröng- sýnn?“ spurði konan með þjósti á móti og tók annað brjóstið út. „Komdu með hann, sjá- um hvort hann vill borða,“ sagði hún og muldraði eitthvað á þá leið að höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð væru engar skottulækningar. Þ etta var í lok ágúst eða snemma í september, tveimur mánuðum eftir að við höfðum eignast okkar fyrsta barn. Litli gullmolinn okkar var óhuggandi og við vorum bæði orðin þreytt. Sá stutti tók nefnilega ekki annað í mál en að við gengjum með hann um gólf í þrjá til fjóra tíma hvert einasta kvöld. Þegar klukkan sló sjö breyttist draumabarnið í óalandi og óferjandi óargadýr, eða því sem næst. Á daginn var hann hins vegar hvers manns hugljúfi, hjalaði, drakk og svaf fram að kvöldmat þegar hann skipti um ham. Þegar þolinmæði foreldr- anna var á þrotum, venjulega undir miðnætti, sofnaði hann eins og unga- barn, en ekki hvað? Þegar hann vakn- aði var eins og ekkert hefði í skorist og hann lék við hvurn sinn fingur fram eftir degi. umrætt kvöld lögðumst við dauðþreytt á beddann eft-ir að hann hafði drukkið nægju sína og sofnað. Við rökræddum um skottulækningar, hómópata, spákonur og miðla. Ég er efahyggjumaður að upplagi og treysti engu sem ekki hefur verið sannað af vísindasamfélaginu. Ég vil ekki sjá náttúrulyf sem ekki eru seld í apóteki og hef enga trú á lækn- ingamætti jurta, grasa eða seyða sem ekki hafa hlotið viðurkennd- an stimpil læknasamfélagsins. Þess vegna hafði ég enga trú á höfuð- beina- og spjaldhryggsmeðferðinni sem konan mín vildi setja barnið okkar í. Ég veit ekki einu sinni hvað höfuðbein er og spjaldhrygginn gæti ég ekki bent á þótt líf mitt lægi við. „En hvað er það sem gert verður við barnið?“ spurði ég fullur efasemda og augnlokin voru farin að þyngjast verulega. „Sko, ein sem skrifaði á Barnaland sagði að...“ Ég datt út en náði þó lokaorðunum: „Ég skal bara fara með hann og þú getur þá sofið út á meðan.“ Við þessar aðstæður hljómaði þetta ótrúlega vel og ég samþykkti. Innan fárra daga átti snáðinn okkar tíma hjá höfuðbeina- og spjald-hryggssérfræðingi (svo- nefndum). Ég naut þess að sofa út og svaf fast. Þau mæðginin komu heim undir hádegi. Ég tók upp strákinn minn og skoðaði hann á alla kanta. Hann var nokkrun veginn eins svo ég spurði frétta. „Þetta var eiginlega svolítið skrýtið,“ sagði konan og reyndi að útskýra hvað sérfræðingurinn hefði gert. Hún gat það illa enda var hún ekki alveg viss um hvað hann gerði í raun og veru við barnið. Eftir því sem ég komst næst potaði hann eitthvað í barnið og nuddaði einhver svæði. Þ egar klukkan sló sjö að kvöldi rann stund sannleik-ans upp. Við biðum í ofvæni eftir því hvernig barnið yrði. Það var eins og við manninn mælt, gráturinn hófst og við jólasveinarn- ir máttum ganga um gólf eins og við höfðum gert á hverju kvöldi í um mánuð. „Jæja, þetta kostaði bara örfá þúsund,“ sagði ég og glotti út í annað þegar hún sá ekki til. Ég viðurkenni að ég var ofurlítið ánægður með að hafa haft rétt fyrir mér með „skottu- lækningarnar“ en gráturinn skyggði þó fljótt á þann sigur. Við ákváðum að gleyma öllum spjaldhryggsmeðferðum um sinn og dagurinn leið. Næsti dásemdardagur rann upp og allt virtist eins. Klukk- an sló sjö og við horfðum á kvöld- fréttirnar, sem við höfðum ekki getað lengi. Þegar þær voru búnar og Kast- ljós líka horfðum við hvort á annað og svo á barnið. Enginn grátur? Engin magakveisa? Ekkert bakflæði? Engin formjólkurkveisa? É g get sagt ykkur það að tveimur dögum eftir að barnið fór til höfuðbeina- og spjaldhryggssérfræð- ings hætti það að gráta á kvöldin. Síðan eru liðnir um tveir mánuðir. Konan er heima í fæðingarorlofi og á reyndar allt heimsins hrós skilið fyrir það hvernig hún sinnir móðurhlut- verkinu. Án þess að gera lítið úr því vanþakkláta starfi verður ekki annað sagt en að barnið sé eins og hugur okkar. Hann sofnar saddur og glaður klukkan hálftíu á kvöldin og vaknar hjalandi og úthvíldur, eins og við, rétt fyrir klukkan níu á morgnana. Hann sefur hiklaust í 11 til 12 tíma á nóttu og leggur sig svo bæði fyrir og eftir hádegi, já og rétt á meðan fréttirnar eru í sjónvarpinu. Hann er hið full- komna barn. Útsofinn viðurkenni ég tregalaust að þessi höfuðbeina- og spjald- hryggssérfræðingur er þyngdar sinn- ar virði í gulli. Sjö, níu, þrettán. Hið full- komna barn trésmiðja illugi jökulsson rithöfundur skrifar HELGarPistiLL baldur guðmundsson blaðamaður skrifar Illugi Jökulsson rifjar upp skólakerfið sem hann ólst upp við þegar börnum var skipt í bekki eftir einkunnum og hegðun.Brosandi og sæll Sonurinn með pabba sínum á góðri stund. MYNd ÚR EINKASAFNI „Tossarnir”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.