Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Page 45
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON helgihrafn@dv.is SKRÝTIÐ 45 Hinn 29. október 1868 lagði hin sex ára gamla banda-ríska stúlka Laura Jerneg-an, og fjölskylda hennar frá New Bedford í Massachusetts- ríki, í leiðangur með hvalveiðiskip- inu Roman. Þetta var á hátindi hval- veiða í heiminum þegar gríðarleg eftirspurn var í heiminum eftir lýsi þessara stóru skepna. Þar sem hval- veiðitúrarnir voru mjög langir í þá daga, stundum voru hvalveiðimenn á sjó í þrjú og hálft ár, ákvað Jared Jernegan skipstjóri að taka unga fjölskyldu sína með í förina. Laura, Helen móðir hennar og litli bróð- ir hennar Prescott gengu til liðs við áhöfn fjölskylduföðurins sem sam- anstóð af 31 hugrökkum sjómönn- um. Skipið stefndi til suðurs, til hins órafjarlæga Hornhöfða á Eldlandi, syðsta anness Suður-Ameríku, sem var eina sjófæra leiðin frá austur- strönd Bandaríkjanna til hins geysistóra og gjöfula Kyrra- hafs. Við vitum af þessari ferð vegna þess að Laura litla hélt dagbók í siglingunni frá 1868 til 1871. Fyrir kraftaverk hef- ur þessi saga varðveist vegna þess hversu samviskusöm þessi kornunga telpa var í dagbókarskrifunum. Fyr- ir vikið er dagbókin frábær heimild um hvalveiðar á þessum tíma. Það er ótrú- legt að upplifa sjóferð á borð við þessa, sem hlýtur að hafa verið gríðarlega erfið, í gegn- um hugsanir sex ára stelpu. Siglingin tók þrjú ár þar sem fjölskyldan ferðaðist alla leið til Hawaii og til baka, áður en Panamaskurðurinn var graf- inn og sigla þurfti skipum um hið úfna haf í kringum Hornhöfða á Eldlandi, en það er talið eitt mesta veðra- víti veraldar. Samtíða Moby Dick Stórvirki rithöfundarins Hermans Melvilles, Moby Dick, hafði komið út aðeins 18 árum áður. Sagan lýsir lífi hvalveiðimanna á þessum tíma sem lögðu sig í miklar hætt- ur á löngum sjóferðum. Það er erf- itt að ímynda sér jafn unga stúlku og Lauru á slíkri siglingunni en hún komst þó heilu og höldnu heim ásamt fjölskyldunni eftir þriggja ára ferð. Úfið og hættulegt haf „Við fórum fram hjá Hornhöfða í dag. Það er mjög stór svartur klettur. Sumir klettar líta út eins og kirkju- turnar. Bless í dag,“ skrifaði Laura í dagbókina í janúar árið 1869 þegar hvalveiðiskipið Roman hafði verið á siglingu í rúma tvo mánuði. Eins og áður segir er hafsvæðið við Horn- höfða afar hættulegt og hefur frá upphafi siglinga verið kallað „sjó- mannakirkjugarður.“ Fjölskyldunni hlýtur því að hafa verið ákaflega létt að hafa komist þessa leið áfallalaust. Á slóðum Róbinsons Krúsó Síðar í þessum mánuði árið 1869 kom skipið við á Juan Fernandez- eyjaklasanum úti fyrir ströndum Chile, en á þeim var Skotinn Alex- ander Selkirk strandaglópur í mörg ár en hin sígilda saga um Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe er byggð á raunum hans. „Þetta var frábær dagur. Pabbi sá hvali með kíkinum. Bless í dag,“ skrifar Laura stuttu síðar þegar fjöl- skyldan var aftur kom- in á fleygiferð. Laura og litli bróðir hennar Presc ott fylgdust löng- um stundum með störf- um hvalveiðimann- anna sem drógu upp gríðarstórar skepnur úr hafinu og verkuðu þær svo með tilheyrandi há- vaða og veseni. Kettlingar á Hawaii „Við erum með 195 tunnur full- ar af lýsi. Þetta er góður dagur. Það er skip í augsýn. Við erum næst- um því komin til Honululu. Pres- cott er úti á dekki. Ég er með lítið sár. Bless í dag,“ skrifar Laura í mars árið 1869 skömmu áður en hún steig fyrst á land á Hawaii. Þetta var í síðasta skipti í bili sem telpan skrif- aði í dagbókina sína. Móðir Lauru og Prescotts dvaldi með þeim í húsi í Honululu. Jerneg- an skipstjóri, pabbi Lauru, fór hins veg- ar til hafsins við Ber- ingsundið, við mörk Kyrrahafsins og Norður-Íshafs. „Ég er í Honolulu. Það er mjög fallegur staður. Mamma er að sauma á mig kjól, pabbi er í norðrinu þar sem er kalt. Hann kem- ur bráðum heim. Ég á tvo kettlinga hér og einn um borð í skipinu. Bless í dag.“ Á þessari síðu gefst ekki meira pláss til að rekja ævintýri hinnar kornungu Lauru dagbókarritara og fjölskyldu hennar. Allir fjölskyldu- meðlimir skiluðu sér heim árið 1872, en áður hafði Jared skipstjóri lent í miklum vandræðum með áhöfn sína þegar nokkrir menn úr henni vildu gera uppreisn á skipinu. En það er önnur saga en sú sem er sögð hér. Árið 1868 ákvað bandaríski hvalveiði- skipstjórinn Jared Jernegan að taka fjölskyldu sína með sér um borð í þriggja ára siglingu um hnöttinn. Laura, sex ára dóttir hans, skrifaði stórskemmti- lega dagbók sem hefur varðveist. Sex ára stúlka á hvalveiðiskipi Mamma er að sauma á mig kjól, pabbi er í norðrinu þar sem er kalt. Hann kemur bráðum heim. Ég á tvo kettlinga hér og einn um borð í skipinu. LAURA LITLA Stúlkan lagði sex ára af stað í geysilanga og erfiða för um Atl- ants- og Kyrrahafið á hvalveiðiskipi. Hún skráði allt sem fyrir augu bar í dagbókina sína. HVALVEIÐISKIPIÐ Teikning skipverja af seglskútunni Roman sem Laura og fjölskylda hennar ferðuðust með. MOBY DICK Skáldsagan sígilda Moby Dick kom út nokkrum árum áður en Laura ferðaðist um á hvalveiðiskipinu og lýsir, líkt og dagbók hennar, lífi bandarískra hvalveiði- manna á þessum tíma. DAGBÓK LAURU Bókin er stórskemmtile g lesning sem gefur innsýn í hugarheim barns sem upplifði ó trúleg ævintýri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.