Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Qupperneq 45
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2010 UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON helgihrafn@dv.is SKRÝTIÐ 45 Hinn 29. október 1868 lagði hin sex ára gamla banda-ríska stúlka Laura Jerneg-an, og fjölskylda hennar frá New Bedford í Massachusetts- ríki, í leiðangur með hvalveiðiskip- inu Roman. Þetta var á hátindi hval- veiða í heiminum þegar gríðarleg eftirspurn var í heiminum eftir lýsi þessara stóru skepna. Þar sem hval- veiðitúrarnir voru mjög langir í þá daga, stundum voru hvalveiðimenn á sjó í þrjú og hálft ár, ákvað Jared Jernegan skipstjóri að taka unga fjölskyldu sína með í förina. Laura, Helen móðir hennar og litli bróð- ir hennar Prescott gengu til liðs við áhöfn fjölskylduföðurins sem sam- anstóð af 31 hugrökkum sjómönn- um. Skipið stefndi til suðurs, til hins órafjarlæga Hornhöfða á Eldlandi, syðsta anness Suður-Ameríku, sem var eina sjófæra leiðin frá austur- strönd Bandaríkjanna til hins geysistóra og gjöfula Kyrra- hafs. Við vitum af þessari ferð vegna þess að Laura litla hélt dagbók í siglingunni frá 1868 til 1871. Fyrir kraftaverk hef- ur þessi saga varðveist vegna þess hversu samviskusöm þessi kornunga telpa var í dagbókarskrifunum. Fyr- ir vikið er dagbókin frábær heimild um hvalveiðar á þessum tíma. Það er ótrú- legt að upplifa sjóferð á borð við þessa, sem hlýtur að hafa verið gríðarlega erfið, í gegn- um hugsanir sex ára stelpu. Siglingin tók þrjú ár þar sem fjölskyldan ferðaðist alla leið til Hawaii og til baka, áður en Panamaskurðurinn var graf- inn og sigla þurfti skipum um hið úfna haf í kringum Hornhöfða á Eldlandi, en það er talið eitt mesta veðra- víti veraldar. Samtíða Moby Dick Stórvirki rithöfundarins Hermans Melvilles, Moby Dick, hafði komið út aðeins 18 árum áður. Sagan lýsir lífi hvalveiðimanna á þessum tíma sem lögðu sig í miklar hætt- ur á löngum sjóferðum. Það er erf- itt að ímynda sér jafn unga stúlku og Lauru á slíkri siglingunni en hún komst þó heilu og höldnu heim ásamt fjölskyldunni eftir þriggja ára ferð. Úfið og hættulegt haf „Við fórum fram hjá Hornhöfða í dag. Það er mjög stór svartur klettur. Sumir klettar líta út eins og kirkju- turnar. Bless í dag,“ skrifaði Laura í dagbókina í janúar árið 1869 þegar hvalveiðiskipið Roman hafði verið á siglingu í rúma tvo mánuði. Eins og áður segir er hafsvæðið við Horn- höfða afar hættulegt og hefur frá upphafi siglinga verið kallað „sjó- mannakirkjugarður.“ Fjölskyldunni hlýtur því að hafa verið ákaflega létt að hafa komist þessa leið áfallalaust. Á slóðum Róbinsons Krúsó Síðar í þessum mánuði árið 1869 kom skipið við á Juan Fernandez- eyjaklasanum úti fyrir ströndum Chile, en á þeim var Skotinn Alex- ander Selkirk strandaglópur í mörg ár en hin sígilda saga um Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe er byggð á raunum hans. „Þetta var frábær dagur. Pabbi sá hvali með kíkinum. Bless í dag,“ skrifar Laura stuttu síðar þegar fjöl- skyldan var aftur kom- in á fleygiferð. Laura og litli bróðir hennar Presc ott fylgdust löng- um stundum með störf- um hvalveiðimann- anna sem drógu upp gríðarstórar skepnur úr hafinu og verkuðu þær svo með tilheyrandi há- vaða og veseni. Kettlingar á Hawaii „Við erum með 195 tunnur full- ar af lýsi. Þetta er góður dagur. Það er skip í augsýn. Við erum næst- um því komin til Honululu. Pres- cott er úti á dekki. Ég er með lítið sár. Bless í dag,“ skrifar Laura í mars árið 1869 skömmu áður en hún steig fyrst á land á Hawaii. Þetta var í síðasta skipti í bili sem telpan skrif- aði í dagbókina sína. Móðir Lauru og Prescotts dvaldi með þeim í húsi í Honululu. Jerneg- an skipstjóri, pabbi Lauru, fór hins veg- ar til hafsins við Ber- ingsundið, við mörk Kyrrahafsins og Norður-Íshafs. „Ég er í Honolulu. Það er mjög fallegur staður. Mamma er að sauma á mig kjól, pabbi er í norðrinu þar sem er kalt. Hann kem- ur bráðum heim. Ég á tvo kettlinga hér og einn um borð í skipinu. Bless í dag.“ Á þessari síðu gefst ekki meira pláss til að rekja ævintýri hinnar kornungu Lauru dagbókarritara og fjölskyldu hennar. Allir fjölskyldu- meðlimir skiluðu sér heim árið 1872, en áður hafði Jared skipstjóri lent í miklum vandræðum með áhöfn sína þegar nokkrir menn úr henni vildu gera uppreisn á skipinu. En það er önnur saga en sú sem er sögð hér. Árið 1868 ákvað bandaríski hvalveiði- skipstjórinn Jared Jernegan að taka fjölskyldu sína með sér um borð í þriggja ára siglingu um hnöttinn. Laura, sex ára dóttir hans, skrifaði stórskemmti- lega dagbók sem hefur varðveist. Sex ára stúlka á hvalveiðiskipi Mamma er að sauma á mig kjól, pabbi er í norðrinu þar sem er kalt. Hann kemur bráðum heim. Ég á tvo kettlinga hér og einn um borð í skipinu. LAURA LITLA Stúlkan lagði sex ára af stað í geysilanga og erfiða för um Atl- ants- og Kyrrahafið á hvalveiðiskipi. Hún skráði allt sem fyrir augu bar í dagbókina sína. HVALVEIÐISKIPIÐ Teikning skipverja af seglskútunni Roman sem Laura og fjölskylda hennar ferðuðust með. MOBY DICK Skáldsagan sígilda Moby Dick kom út nokkrum árum áður en Laura ferðaðist um á hvalveiðiskipinu og lýsir, líkt og dagbók hennar, lífi bandarískra hvalveiði- manna á þessum tíma. DAGBÓK LAURU Bókin er stórskemmtile g lesning sem gefur innsýn í hugarheim barns sem upplifði ó trúleg ævintýri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.