Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Page 16
Ríkið fengi helming af hagnaðinum 16 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað T uttugu stærstu sjávarút- vegsfyrirtæki landsins, sem samtals eiga um 71 prósent kvótans í landinu, hefðu greitt rúmlega 14,8 milljarða króna í veiðigjald til ís- lenska ríkisins árið 2011 ef frum- varp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða hefði verið orðið að lög- um í fyrra. Þessi tala er miðuð við kvótaeign ársins 2011 og er reikn- uð út frá þeim breytingum á veiði- gjaldinu sem fram koma í frum- varpinu. Heildarveiðigjald allra kvótaeigenda í landinu hefði ver- ið nærri 21 milljarður. Frumvarp- ið mun taka gildi í byrjun næsta fiskiveiðiárs, þann 1. september næstkomandi, ef það verður sam- þykkt á Alþingi. Frumvarpið hefur vakið gríð- arlega hörð viðbrögð meðal út- gerðarmanna í landinu og hafa forsvarsmenn þeirra sagt að verði það að lögum geti það lagt sjávarútvegsfyrirtæki landsins í rúst. Í viðtali við Morgunblað- ið á fimmtudaginn sagði Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar í Grindavík, til dæmis: „Frumvörp ríkisstjórnarinnar, ef þau verða að lögum, eru ekkert annað en dauðadómur yfir stórum hluta sjávarútvegsfyrirtækja í landinu.“ Spurningin sem leita þarf svara við er hvort þessi staðhæfing Ei- ríks, og sambærilegar staðhæfing- ar annarra útgerðarmanna, eigi við rök að styðjast eða ekki. 11,6 milljarðar til ríkisins Til samanburðar má nefna að all- ir kvótaeigendur landsins greiddu samtals 4,5 milljarða króna í veiði- gjald til ríkisins í fyrra miðað við núgildandi lög um stjórn fiskveiða sem sett voru árið 2006. Aukning- in á greiðslum frá útgerðinni til ríkisins hefði því numið meira en 16 milljörðum króna árið 2011 ef frumvarp ríkisstjórnarinnar hefði verið lögbundið fyrir það ár. Þegar hlutdeild 20 stærstu kvótaeigendanna í veiðigjaldinu sem greitt var til ríkisins er reiknað út sést að það nam nærri 3,2 millj- örðum króna fyrir árið 2011. Þetta þýðir að 11,6 milljarðar króna af heildarhagnaði 20 stærstu útgerð- arfyrirtækjanna í landinu hefði runnið frá þeim árið 2011 og í rík- issjóð. Spurningin er hvort slík gjaldtaka hefði, og myndi, ríða þeim að fullu til lengri tíma litið. Plús 30 milljarða króna hagnaður Í tilkynningu frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, í fyrra kom fram að hagnaður sjáv- arútvegarins á Íslandi í heild sinni hefði numið 33 milljörðum króna eftir fjármagnsliði árið 2010. Hagnaðurinn fyrir fjármagnsliði, EBIDTA, nam þá 60 milljörðum króna. Heildarhagnaður sjávarútveg- arins fyrir árið 2011 liggur ekki fyrir, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá LÍÚ. Í svari sam- takanna kom hins vegar fram að heildarhagnaður sjávarútvegar- ins fyrir árið 2011 myndi nema á milli 70 og 75 milljörðum króna. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld, sem nú liggur fyrir á Alþingi, kemur fram að líkur séu á því að EBIDTA-hagnaður sjáv- arútvegarins hafi ekki verið undir 70 milljörðum króna. Hagnaður sjávarútvegarins eftir fjármagns- liði árið 2011 getur því hafa verið á bilinu 38 milljarðar til 41 ef miðað er við að hlutfallið á milli hagnað- ar fyrir fjármagnsliði og eftir hafi verið álíka hátt árið 2010 og 2011. Rúmur helmingur hagnaðar í ríkissjóð Miðað við þessar forsendur og útreikninga er niðurstaðan sú að rúmur helmingur af hagnaði sjáv- arútvegarins eftir fjármagnsliði árið 2011 hefði runnið til íslenska ríkisins í formi umrædds veiði- gjalds ef búið hefði verið að lög- binda það fyrir síðasta ár. Ef miðað er við lægri hagnaðartölu sjávar- útvegarins, 38 milljarða króna fyr- ir árið 2011, sést að hlutfallið sem ríkið hefði fengið af hagnaðinum er nærri 55 prósent. Sé miðað við hærri töluna, 41 milljarð, kemur fram að ríkið hefði fengið um 50,7 prósent af hagnaði sjávarútvegar- ins. Ef miða á útreikningana við hagnað sjávarútvegsfyrirtækjanna fyrir fjármagnsliði er hlutfallið sem íslenska ríkið hefði fengið af hagnaði útgerðarinnar árið 2011 á milli tæplega 28 og 30 prósent. Sú tala er fengin með því að reikna hlutfall veiðigjaldsins sem frum- varpið hefði kveðið á um, um 20,8 milljarða, af EBIDTA-hagnaðin- um, 70 til 75 milljörðum króna. Á milli LÍÚ og Steingríms Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur sagt að frumvörp ríkisstjórnarinnar feli það í sér að ríkið sé í reynd að þjóðnýta 70 prósent af hagnaði útgerðarinn- ar. Á vefsvæði sambandsins sagði í vikunni: „Ríkið tekur yfir 70% af hagnaði útgerðar og fiskvinnslu.“ Miðað við útreikninga DV er sú tala nokkru hærri en kemur fram í niðurstöðum DV, sem sýnir að hlutdeild ríkisvaldsins í hagnaðin- um eftir fjármagnsliði yrði á bilinu 50 til 55 prósent. Reyndar var ekki tekið fram á heimasíðu sam- n hB grandi hefði greitt 2,5 milljarða n Útgerðarmenn segja gjaldið útiloka fjárfestingar Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ólíkar tölur Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, og Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafa mjög ólíkar hugmyndir um áhrif veiðigjaldsins á útgerðarfyrirtæki landsins. LÍU vill meina að í veiðigjaldinu felist að ríkið taki til sín 70 prósent af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja. Útreikningar DV sýna lægri tölu. Mismunandi áhrif Greiðsla á veiðigjaldinu sem kveðið er á um í frumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur mjög misjafnlega niður á útgerðarfyrirtækjum miðað við afkomu þeirra. Myndin er tekin á Reykjanesi fyrr í mánuðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.