Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Síða 25
Erlent 25Helgarblað 30. mars–1. apríl 2012 Át fórnarlömbin n Myrti eftir að kærastan yfirgaf hann T uttugu og þriggja ára Rússi, Alexander Bychkov, hefur játað að hafa myrt sex manns og grafið líkin í garði við hús sitt. Bychkov er einnig grunaður um að hafa lagt fórnarlömbin sér til munns og borðað úr þeim hjarta og lifur. Svo virðist vera sem málið hafi komist upp fyrir tilviljun. Að því er fram kemur í frétt Reuters var Bychkov handtekinn fyrir þjófnað úr verslun í heimabæ sínum. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði Bychkov lögreglu að hann hefði grafið lík í garði við heimili sitt í bænum Belinsky sem er 630 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Moskvu. Lögreglan tók fullyrðingar Bychkovs alvarlega og við leit í garðinum fundust sex lík. Lögregla útilokar ekki að fórnarlömb hans séu fleiri. Reuters vísar í umfjöllun rússneska fjölmiðilsins Daily Izvestia þar sem fram kemur að Bychkov hafi haldið dagbók. Í dagbókarfærslum hans kom fram að hann hefði myrt fólkið eftir að kærasta hans fór frá honum af þeirri ástæðu að hann væri „gunga“. „Hún sagði að ég væri gunga, ekki úlfur. Kannski mun hún hætta að kvarta og skilja að ég er einmana úlfur,“ sagði Bychkov í dagbók sinni um ástæður þess að hann myrti fólkið. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi þekkt fórnarlömb sín. Árið 2007 var Alexander Pichushkin dæmdur í lífstíðarfangelsi í Rússlandi fyrir að myrða 48 manns. Pichushkin sagðist ekki sjá eftir neinu. Hann var kallaður taflborðsmorðinginn af þeirri ástæðu að hann ætlaði að myrða 64, einn fyrir hvern ferning á taflborðinu. Var kallaður „gunga“ Alexander Bychkov gerðist morðingi eftir að kærastan yfirgaf hann. Hann játaði að hafa grafið líkin í bakgarði sínum. A ð mínu mati er hugmynd- in um offjölgun mannkyns á misskilningi byggð,“ segir hin 45 ára Michelle Duggar sem á hvorki fleiri né færri en nítján börn með eiginmanni sín- um, Jim Bob Duggar. Duggar-hjón- in eru vel þekkt í Bandaríkjunum enda nýtur raunveruleikaþáttur um líf þeirra töluverðra vinsælda á TLC- sjónvarpsstöðinni. Hjónin, sem eru mjög trúuð, gengu í hjónaband árið 1984 og eignuðust sitt fyrsta barn fjór- um árum síðar, eða árið 1988. Síðan þá hafa átján börn komið í heiminn en þeirra nítjánda barn, Josie Brook- lyn Duggar, fæddist árið 2009. Jarðarbúar ekki of margir Michelle var í viðtali á dögunum við Christian Broadcasting Network þar sem hún svaraði meðal annars gagn- rýni sem beinst hefur að henni og eig- inmanni hennar, meðal annars um meinta sjálfselsku þeirra. Var hún spurð að því hvernig hún gæti réttlætt þennan fjölda þegar heimsbyggðin stendur frammi fyrir skorti og fram- tíðarhorfum um offjölgun mannkyns. Michelle svaraði því til að umræðan um offjölgun mannkyns væri á mis- skilningi byggð. „Í rauninni væri hægt að koma öllum íbúum heims- ins fyrir innan borgarmarka Jackson- ville,“ sagði Michelle en Jacksonville er stærsta borg Flórída-ríkis, bæði hvað varðar flatarmál og mannfjölda, en þar búa 1,3 milljónir íbúa. „Ef þú skoðar það í þessu samhengi fer því fjarri að jarðarbúar séu of margir.“ Fengið hvatningu Michelle sagði einnig í viðtalinu að það væri hreinlega rangt að halda því fram að of mörg börn væru af hinu slæma. Sagði hún að þau hjónin hafi fengið hvatningu frá öðrum þjóðum um að leggja sitt af mörkum til fjölg- unar og viðhalds mannkyni. Án þess að nefna sérstaklega einhver ríki sagði Michelle að dánartíðni í sum- um löndum væri hærri en fæðing- artíðni og það skapi vandamál. Hún tók undir orð móður Teresu, nunnu rómversk- kaþólsku kirkjunnar, og sagði: „Að halda því að fram að það séu of mörg börn er eins og að halda því fram að blómin séu of mörg.“ Missti fóstur Þó svo að Duggar-hjónin hafi notið mikils barnaláns hefur lífið ekki alltaf verið dans á rósum. Michelle var ólétt af sínu tuttugasta barni þegar hún og Jim fóru í ómskoðun í desember. Þá kom í ljós að barnið var ekki með púls. „Við höfðum hlakkað mikið til að sjá hvort þetta yrði strákur eða stelpa. Þegar ég kom í skoðunina áttaði ég mig strax á því að það var ekki allt með felldu. Við vorum í algjöru rusli,“ sagði hún. Ekki er útilokað að hjónin reyni aftur en Jim Bob, sem er árinu eldri en Michelle, hefur áður gefið til kynna að þau vilji ekki hætta á oddatölu. Ekkert að því að eiga nítján börn n Á 19 börn og blæs á gagnrýnisraddir sem segja hana sjálfselska Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Stór fjölskylda Duggar- hjónin njóta mikils barnaláns en þau eiga nítján börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.