Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Side 50
50 Lífsstíll 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað
Gullæði í sumar
n Í sumar verða gylltir tónar ráðandi
Í
sumar verða
gylltir tón-
ar ráðandi,
í fatnaði,
skarti og til
heimilisins.
Einhverjum
þykir þetta til
marks um að
kreppunni sé
lokið, öðrum
þykir gullið
einkennandi
fyrir kreppu,
enda missir
gull aldrei
gildi sitt og er
öruggt í verð-
mæti. Hér eru
nokkrir hlutir
sem gefa tón-
inn í sumar.
Vandaðir álsólskálar
og glerhýsi
Beikon-
bollakökur
Bollakökuæðinu sem gripið
hefur landann virðast engin
takmörk sett. Þeir sem vilja
reyna eitthvað aðeins karl-
mannlegra geta búið til
þessar girnilegu beikon-
bollakökur og borið fram í
góðum brönsi. Gæðabeikon
er skorið til og bollaköku-
form úr áli fóðruð að innan
með beikoni og síðan sett
í ofn. Þegar beikonið hefur
bakast er eggi hellt ofan í og
látið bakast ofan í beikon-
bollanum. Takið varlega úr
mótinu og berið fram.
Heimþrá og hreinræktuð
norræn karlmennska
Um helgina skellur á stærsti tískuviðburður ársins, Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin er nú haldin þriðja árið í röð
og ellefu hönnuðir kynna fatalínur sínar. Þau Guðmundur Jörundsson hjá Kormáki og Skildi og Borghildur
Gunnarsdóttir, hönnuður Millu Snorrason, taka þátt í fyrsta skipti.
B
orghildur Gunnars-
dóttir er fatahönnuð-
urinn á bak við merk-
ið Milla Snorrason.
Í ár hannar hún litla
línu auk fylgihluta svo sem
sokka og eyrnalokka. Borg-
hildur, eða Hilda eins og hún
er jafnan kölluð, lærði fata-
hönnun í Listaháskóla Ís-
lands en hefur mikið starfað
í London, meðal annars fyrir
hið virta merki Erdem.
Hilda vann með heimþrá
sína til Reykjavíkur með-
an hún bjó í London og sótti
meðal annars innblástur í
byggingarlistaverk Guðjóns
Samúelssonar.
Hvernig myndir þú lýsa þessari
línu sem sýnd verður á RFF?
„Ég myndi lýsa henni með
orðinu heimþrá. Ég bjó úti í
London þegar ég var að skissa
upp hugmyndir og var haldin
mikilli heimþrá til Reykjavík-
ur. Línan er að hluta til unnin
út frá borginni sem slíkri og
því sem mér finnst vera reyk-
vískt. Það eru fyrir mér bygg-
ingar Guðjóns Samúelssonar
sem vísaði í íslenska náttúru.
Ég sendi systur mína og
móður í leiðangra um borg-
ina og hingað og þangað að
taka myndir af helstu húsum
hans og ýmsum smáatriðum í
byggingu þeirra. Ég get nefnt
sem dæmi Þjóðleikhúsið,
Sundhöllina og Hallgríms-
kirkju. Ég notaði formin sem
eru geómetrísk og skemmti-
leg. Ég ákvað líka að bæta
við sjávarsýn borgarinnar til
að fá flæðandi form með. Ég
vinn svo með þessi form og
vinn mynstur sem eru ekki
greinanleg en kveikja fremur
ákveðin hughrif.
Seinna í ferlinu lagði ég
Reykjavík til hliðar, ég vildi
ekki að borgin yrði allsráð-
andi. Ég skoðaði gamlar
götumyndir frá stríðsárunum
og alls kyns smáatriði sem ég
notaði í hönnunina.“
Úr hvaða efnum eru flíkurnar
og hver er litapallettan?
„Ég vinn bara með ull og silki
og ég myndi segja að lita-
pallettan sé sterk, vínrauðir,
gráir og appelsínugulir litir,
ásamt kremuðum og bleikum
tónum.“
Ertu með fylgihluti?
„Já, í ár verð ég með stutta
sokka og eyrnalokka.“
Hvaða tækifæri hefur það í för
með sér að taka þátt í RFF?
„Ég í rauninni veit það ekki
ennþá. Ég lít á þátttöku mína
sem ákveðið tækifæri. Fyrir
mig er þetta frumsýning á
merkinu Milla Snorrason og
ég held að það sé mikilvægt að
hún sé hér á Íslandi. Ég vona
að þátttakan hafi eitthvað gott
í för með sér en ég er mjög
þakklát fyrir að fá að vera með
því ég er frekar ný í bransan-
um.“
Hvernig færðu hugmyndir og
innblástur og hvernig verður
stemningin?
„Ég skoða horfinn heim og
hrífst líka af litum og óvenju-
legum litas amsetningum. Ég
er nostalgísk, þrátt fyrir að mér
skiljist að það sé ekki sérlega
hollt. Litir sem hrífa mig koma
oft úr mínu nánasta umhverfi
og auðvitað úr íslenskri nátt-
úru þótt það sé klisja.“
F
atahönnuðurinn Guð-
mundur Jörundsson
er handhafi Menn-
ingarverðlauna DV í
flokki hönnunar fyr-
ir árið 2011. Hann útskrifaðist
frá Listaháskóla Íslands úr
fatahönnun í fyrra. Í vetur var
frumsýnd fyrsta herrafatalína
Kormáks & Skjaldar en á RFF
verður sýnd önnur herrafata-
lína merkisins og er hún líkt og
sú fyrsta hönnuð af Guðmundi.
Úr hvaða efnum eru flíkurnar
og hver er litapallettan?
„Ég nota ullina mestmegnis og
áferðin er bæði fínleg og gróf.
Þá nota ég leður í brúnum tón-
um og líka létt efni svo sem
hör. Litapallettan er í gulum,
brúnum og gráum tónum og er
afar ánægður með hana.“
Hvernig myndir þú lýsa línunni
sem verður sýnd á RFF?
„Ég verð með stóra línu, jakkaföt,
vesti, frakka og jakka. Ég myndi
segja línuna einkennast af nor-
rænni karlmennsku, sem er gróf
með fínlegum tilbrigðum.“
Ertu með fylgihluti?
„Já, það verða ívið fleiri fylgi-
hlutir með þessari línu. Ég
verð með bindi, slaufur, klúta
og axlabönd og svo má segja
að ég sé með lífstykki úr leðri,
en það verður að koma síðar í
ljós,“ segir hann sposkur.
Hver er innblásturinn og
hvernig verður stemningin?
„Ég sæki í ákveðna ímynd
karlmennsku. Það hefur skap-
ast ákveðin stemning og sam-
félag í kringum herratísku
Kormáks og Skjaldar. Ég sæki
í klassík og norræna karl-
mennsku, veiðar og útivist og
þessir bangsar og dívulegu
herramenn sem eru í kringum
verslunina gefa mér innblást-
ur á hverjum degi,“ segir hann
og skellir upp úr.
Sýning Guðmundar Jörunds-
sonar verður á föstudaginn
í Hörpu og lokar hann þeirri
sýningaröð.
„Það er gaman að því að loka
sýningunni, það er svona
partí fílingur.“
Myntugrænt
er vænt
Samkvæmt tískuspekúlönt-
um víða um heim er myntu-
grænn heitasti liturinn í
tískunni í vor- og sumar-
línunum 2012. Búðirnar eru
að fyllast af fötum í þessum
skemmtilega lit sem hefur
ekki verið í tísku í langan
tíma, hvort sem um er að
ræða kjóla, buxur, boli, jakka
og meira að segja fylgi-
hluti. Allt er vænt sem vel er
myntugrænt í tískunni um
þessar mundir.
Mynstur úr húsum Guðjóns Samúelssonar Hér sést hvernig Hilda
vinnur með hughrifin á silki. Hughrifin fær hún úr reykvísku borgar- og sjávar-
landslagi.
Ný í bransanum
Hilda vonar að
þátttakan í RFF
skili tækifærum.
Með stóra línu Lína Guðmundar í ár er stór og umfangsmikil og prýðir
hana fjöldi aukahluta.
Úr línu Guðmundar Guðmundur segist sækja innblástur í norræna
karlmennsku og þá bangsa og herralegu dívur sem eru í kringum verslun
Kormáks og Skjaldar.
Nýr ilm
ur
Robert
o
Cavalli
Gyllt nagla
lakk frá
Chanel
Gylltur
augnskuggi
Gylltar
súkkulaði
trufflur
Gyllt
þema