Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Gæti fengið „ofsakvíðakast“ n Þurfa að víkja úr dómsal á meðan fórnarlamb ber vitni E instaklingarnir sex sem eru ákærðir í Hells Angels-málinu svokallaða verða að yfirgefa dómsalinn á meðan fórnar- lambið gefur skýrslu við aðalmeðferð málsins, samkvæmt úrskurði Hæsta- réttar. Séð verður til þess að ákærðu geti fylgst með skýrslutöku um leið og hún fer fram, svo og að ákærðu geti lagt spurningar fyrir fórnarlambið. Á meðal ákærðu í málinu er Einar „Boom“ Marteinsson, fyrrverandi for- seti Hells Angels á Íslandi, og Andrea Krístín Unnarsdóttir sem einnig er þekkt sem Andrea „slæma“ stelpa. Það var réttargæslumaður fórnar- lambsins sem krafðist þess við fyrir- töku málsins að ákærðu víki úr sal og féllst dómurinn á að nærvera ákærðu gæti orðið fórnarlambinu sérstaklega til íþyngingar og haft áhrif á framburð þess. Verjandi eins ákærða kærði úr- skurðinn til Hæstaréttar og fór einn- ig fram á að heimild framlagningu skýrslu  Europol  á ensku yrði felld úr gildi og framlagningu gagnsins, án þýðingar, yrði synjað. Á meðal gagna sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins var vottorð sál- fræðings sem hefur haft fórnarlambið til meðferðar frá deginum eftir árás- ina. Í vottorðinu segir að atvik máls- ins hafi haft víðtæk og alvarleg áhrif á brotaþola og að hún þjáist af alvar- legri áfallastreituröskun og þunglyndi vegna árásarinnar. Þá segir einnig að þurfi fórnarlambið að gefa skýrslu í nærveru ætlaðra gerenda séu raun- verulegar líkur á því að hún muni upplifa ofsakvíðakast, sem skerða myndi getu hennar til að greina frá reynslu sinni. Viðurkennir að hafa áreitt barn um árabil n Íslenskur karlmaður grunaður um kynferðisbrot í Svíþjóð og á Íslandi E mbætti saksóknara í Växsjö í Svíþjóð hefur til rann- sóknar meint barnaníð rúmlega fimmtugs íslensks karlmanns. Maðurinn er grunaður um að hafa á árunum 2007–2011 misnotað, áreitt og nauðgað stúlku. Stúlkan, sem er fjórtán ára, mun hafa kært málið sjálf. Árið 2007, þegar misnotkunin er talin hafa byrjað, var stúlkan því aðeins tíu ára. Á Íslandi og í sænsku Smálöndunum Brotin áttu sér stað bæði í Svíþjóð og á Íslandi og er kæra stúlkunnar tví- þætt. Annars vegar hefur hún kært manninn fyrir kynferðislega mis- notkun á Íslandi og í Alvesta í sænsku Smálöndunum. Hins vegar hef- ur hún kært manninn fyrir að hafa nauðgað sér á árunum 2007–2011 á Íslandi. DV hefur haft samband við yfir- völd í Svíþjóð sem vilja ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Vísuðu þau í gæsluvarðhaldsúrskurð sem gef- inn hefur verið út og DV hefur und- ir höndum. Þar kemur fram að mað- urinn hafi viðurkennt kynferðislega áreitni en neiti að hafa misnotað eða nauðgað stúlkunni. Handtekinn á föstudaginn langa Maðurinn var handtekinn á föstu- daginn langa og yfirheyrður yfir páskahelgina. Maðurinn naut að- stoðar íslensks túlks við yfirheyrsl- urnar. Var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald þann tíunda apríl síðastliðinn. Í gæsluvarðhalds- úrskurðinum kemur fram að sak- sóknara og lögreglu sé falið að kanna ásakanir um kynferðislega misnotkun á Íslandi og í Svíþjóð, auk nauðgunar á Íslandi. Er ekki tekið sérstak- lega fram að rann- sókn á áreiti sé um að ræða. Í gæsluvarðhaldi Maðurinn er í varð- haldi í Växsjö og hafa sænsk yfirvöld til 24. apríl næstkomandi til þess að rannsaka málið og birta mann- inum ákæru. Sak- sóknara er gefinn svo skammur tími til rannsóknar þar sem talsverður tími er liðinn frá því að málið var kært. Er það tekið fram að maðurinn sé úrskurðað- ur í gæsluvarðhald þar sem það sé vinnuregla í slíkum málum. Hins vegar sé einnig ástæða til að óttast að ákveðin áhætta felist í að mað- urinn gangi laus; að sönnunargögn fari til spillis eða hann haldi ætluð- um brotum sínum áfram. Brot sem þessi varða allt að tveggja ára fang- elsisvist í Svíþjóð hið minnsta. Íslensk yfirvöld vita af málinu Lögregluyfirvöldum á Íslandi er kunnugt um málið, en það hefur þó ekki ratað inn á borð þeirra og hafa sænsk yfirvöld ekki farið fram á rannsókn hérlendis. Í samtali við DV sagði Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu: „Þetta hefur ekki komið til okkar og við höfum ekki verið beðin um að rannsaka það.“ Ekki er þó ólíklegt að sænsk yfirvöld hafi samband við ís- lensku lögregluna vegna málsins í nánustu framtíð. „Árið 2007, þeg- ar misnotkunin er talin hafa byrjað, var stúlkan því aðeins tíu ára. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Kærður fyrir brot á Íslandi og í Svíþjóð Maðurinn hefur verið kærður fyrir brot sem áttu sér stað á Íslandi og í sænsku Smálöndunum. Växjö Alvesta Fimmtán ára Stúlkan sem kærði segir brotin hafa átt sér stað á árunum 2007–2011. Árið 2007 var stúlkan 10 ára. (Myndin er sviðsett) Í Héraðsdómi Reykjaness Einar „Boom“ Marteinsson, fyrrverandi forseti Hells Angels á Íslandi, við þingfestingu málsins. Sjóður fyrir tekjulágar konur: Stuðningur til menntunar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur stofnað Menntunarsjóð til að styrkja tekjulágar konur til frekari menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Sjóðurinn var kynntur í húsakynnum nefnd- arinnar á sumardaginn fyrsta, fimmtudag. Stofnfé og höfuðstóll sjóðsins er 5 milljónir króna og byggist á gjöf Elínar Storr til Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur. „Í starfi okkar fyrir Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur höfum við kynnst fjölda hæfileikaríkra kvenna sem þurfa að leita til nefndarinnar sökum bágs efna- hags, en gætu átt kost á betri lífs- kjörum ef þær fengju stuðning til að afla sér meiri menntunar,“ segir Elín Hirst, formaður sjóðs- ins. Menntunarsjóður Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur ætlar að efna til sérstaks átaks til að afla sjóðnum tekna með sölu Mæðrablóms, en gert er ráð fyrir að slíkt átak verði haldið árlega í tengslum við mæðradaginn; annan sunnudag í maí. Að þessu sinni hefur Stein- unn Sigurðardóttir fatahönnuð- ur hannað fallegt rautt Mæðra- blóm sem selt verður á völdum stöðum í tilefni mæðradagsins. Hönnunin er gjöf Steinunnar til Menntunarsjóðs Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur. Óskað verður eftir sjálfboða- liðum til að fjöldaframleiða blómið og eru allir velkomnir að taka þátt í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 24. apríl frá klukk- an 17 til 21. Íslenskir hönnuðir verða verkstjórar og leiðbeina við verkið. Auglýst verður eftir umsóknum í vor og fyrsta úthlut- un verður fyrir nám sem hefst á haustönn 2012. Á myndinni má sjá Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð, sem hannaði Mæðrablómið, ásamt sjálfboðaliðum búa til Mæðra- blóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.