Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 24
24 Fréttir 20.–22. apríl 2012 Helgarblað
M
enntaskólar landsins gera
margir hverjir miklar kröfur
til nemenda sinna og er
ekki auðvelt að komast inn
í vinsælustu skólana. Þeir
eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu,
þar sem flestir nemendur eru. Skólarn
ir sem notið hafa hvað mestrar eftir
spurnar eru Kvennaskólinn, Mennta
skólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við
Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands.
DV kannaði hver inntökuskilyrðin í
þessa skóla voru á síðasta ári en þessa
dagana velta eflaust margir grunn
skólanemendur, sem eru við það ljúka
námi, fyrir sér í hvaða framhaldsskóla
þeir vilji fara í.
Staðsetning hafði vægi
Eftirsóttustu skólarnir eiga sam
eiginlegt að vera miðsvæðis í
Reykjavík. MR og Kvennaskólinn
eru staðsettir í póstnúmeri 101 en
MH og Verzlunarskólinn nálægt
hvor öðrum í póstnúmeri 105 og
103. Hvort staðsetning skólanna
hafi mikið með aðsókn í þá að
gera er ekki hægt að draga endan
lega ályktun um en gott aðgengi að
þeim með almenningssamgöng
um hefur líklega einhver áhrif.
Staðsetning hefur hingað til
haft einhver áhrif á inntöku nem
enda í skóla. Breyting hefur ver
ið gerð á reglum um inntöku nem
enda í skólana og er hver skóli fyrir
sig sem ákveður hvaða vægi búseta
nemenda hefur. Það var þó ekki
nema lítill hluti, eða um fjórðung
ur, nemenda á síðasta ári sem fékk
inngöngu í skóla vegna þess að þeir
bjuggu í nálægð við skólann sem
þeir sóttu um inngöngu í. Langflest
ir nemendur hafa komist inn í eftir
sóttustu skólanna vegna góðs náms
árangurs.
Óvíst um lágmarkseinkunn í ár
Ekki liggur enn ljóst fyrir hvaða ein
kunnir nemendur þurfa að hafa til að
komast inn í vinsælustu skólana. Það
fer í raun eftir einkunnunum almennt
hjá árganginum og hvaða nemendur
sækja um hvar. Skólarnir sjálfir geta
meira að segja ekki séð fyrir hvaða
nemendur komast inn í skólann þar
sem þeim er fyrst raðað óháð því hvort
umræddur skóli hafi verið fyrsta eða
annað val nemenda.
Með þessu kerfi er erfitt að hafa
bein áhrif á hvaða nemendur kom
ast inn í skólana. Lítið svigrúm er til
að beinlínis handvelja nemendur þar
sem ekki liggur ljóst fyrir þegar skól
arnir raða í röð hvaða nemendur skól
arnir vilja helst sjálfir fá, hvort það sé
skólinn sem viðkomandi nemandi vill
sjálfur helst fara í. Þannig er það þegar
nemandi á bæði möguleika á að kom
ast inn í skóla sem settur var sem fyrsti
og annar kostur er það hans en ekki
skólanna að ákveða.
Aðeins toppnemendur
komAst í vinsælA skólA
n Þetta eru skólarnir sem erfiðast er að komast inn í n Vinsælustu skólarnir með há viðmið
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Vinsælustu skólarnir
n Forinnritun í menntaskóla er lokið fyrir næsta skólaár. Samkvæmt upplýsingum frá
mennta- og menningarmálaráðuneytinu eru vinsælustu menntaskólarnir fimm allir í
Reykjavík. Séu tíu vinsælustu skólarnir skoðaðir kemur í ljós að aðeins Verkmenntaskól-
inn á Akureyri kemst inn á listann af þeim skólum sem staðsettir eru utan höfuðborgar-
svæðisins. Allir skólarnir sem njóta hvað mestrar aðsóknar þurfa að hafna talsverðum
fjölda nemenda.
Skóli 1. val 2. val Alls Pláss Umsóknir
umfram pláss
Verzlunarskóli Íslands 535 258 793 336 -457
Kvennaskólinn 266 400 666 250 -416
Menntask. við Hamrahlíð 328 259 587 260 -327
Menntaskólinn við Sund 224 293 517 224 -293
Menntask. í Reykjavík 295 211 506 225 -281
Verkmenntask. Akureyri 201 247 448 200 -248
Menntask. í Kópavogi 188 238 426 245 -181
Fjölbrautask. í Garðabæ 141 272 413 150 -263
Borgarholtsskóli 176 216 392 240 -152
Tækniskólinn 162 177 339 175 -164
31
2
4
5
Menntaskólinn
við Hamrahlíð
Lágmarkseinkunn árið 2011: 8,25
Nánar um inntökuskilyrði: Meðaltal ein-
kunna úr íslensku, stærðfræði, ensku og
einni sérgrein, eftir því hvaða námsbraut
var sótt um, þurfti að lágmarki að vera
8,25 til að nemendur gætu verið öruggir
um að komast inn á einhverja braut í
MH. Einhverjar undantekningar voru
á þessu þar sem horft var til annarra
þátta en almennt var það þó ekki gert.
1 Kvennaskólinn
í Reykjavík
Lágmarkseinkunn: 7,00
Nánar um inntökuskilyrði: Þeir nemendur
sem komust inn í Kvennaskólann á
síðasta ári þurftu að vera með minnst
7 í meðaleinkunn úr íslensku, ensku og
stærðfræði til að komast inn í skólann.
Það var þó mismunandi eftir brautum
líkt og í öðrum menntaskólum hverjar
kröfurnar voru og fór það eftir aðsókn
á hverja braut. Sem dæmi þurfti 7,83 til
að komast inn á náttúruvísindabraut
í skólanum. Ekki var horft sérstaklega
til annarra þátta eins og listnáms eða
íþróttaiðkunar en horft var á einkunnir úr
einstaka fögum hjá þeim einstaklingum
sem stóðu jafnir með tilliti til hvaða
námsbrautar viðkomandi voru að sækja
um.
2 Menntaskólinn
við Sund
Lágmarkseinkunn: 7,2
Nánar um inntökuskilyrði: Ekki var
sérstaklega horft til búsetu nemenda
sem teknir voru inn í Menntaskólann við
Sund fyrr en eftir að búið var að raða
þeim í röð eftir einkunnum. Sú einkunn
sem notuð var til viðmiðs var meðalein-
kunn úr sex mismunandi námsgreinum
og voru allar námsgreinarnar lagðar
til jafns. Ef nemendur stóðu jafnir eftir
þann útreikning var horft til þátta eins
og búsetu og frammistöðu í einstaka
fögum eftir því hvaða námsbraut við-
komandi nemandi sóttist eftir.
3 Menntaskólinn
í Reykjavík
Lágmarkseinkunn: 7,85
Nánar um inntökuskilyrði: Einkunn sem
notuð er sem viðmið fyrir málabrautar-
nemendur er reiknuð þannig að einkunn-
ir úr íslensku og ensku hafa tvöfalt vægi
gagnvart einkunnum úr norðurlanda-
máli og stærðfræði. Einkunn sem
notuð er fyrir viðmið fyrir náttúrufræði-
brautarnemendur er reiknuð þannig
að einkunnir úr íslensku og stærðfræði
hafa tvöfalt vægi gagnvart einkunnum
úr ensku og náttúrufræði. Fleiri þættir
eru skoðaðir við val á nemendum og
er meðal annars horft til mætingar
og þátttöku í starfi utan skóla eins og
íþróttum og listnámi.
4 Verzlunarskóli
Íslands
Lágmarkseinkunn: 8,75
Nánar um inntökuskilyrði: Um 250 nem-
endur valdir eftir einkunn sem reiknuð
er þannig að einkunnir úr stærðfræði
og íslensku hafa tvöfalt vægi gagnvart
tveimur bestu einkunnum í samfélags-
fræði, ensku og dönsku. Um það bil 70
nemendur svo valdir með lakari einkunn
en út frá öðrum forsendum eins og
mætingu og öðrum einkunnum.
5
Vinsælustu
menntaskólarnir