Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 26
M
octar er tveggja ára. Hann
er frá Níger, einu af þeim
átta ríkjum í Vestur- og Mið-
Afríku sem mynda Sahel-
svæðið svokallaða. Í byrjun
mánaðarins sendi Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna, UNICEF, út neyð-
aróp vegna ástandsins á svæðinu og
hóf neyðaraðgerðir þar. Nánar tiltekið
í Níger, Máritaníu, Malí, Búrkína Fasó
og Tsjad og norðurhluta Senegal, Níg-
eríu og Kamerún. Þar eru nefnilega
15 milljónir manna í hættu að mati
Barnahjálparinnar, þar af er ein millj-
ón barna yngri en fimm ára sem eiga
það á hættu að látast af völdum brá-
ðavannæringar á næstu mánuðum.
Regntímabilið brást
Ríkin á Sahel-svæðinu eru á meðal
þeirra fátækustu í veröldinni. Fimm
þessara ríkja komast á lista yfir þau
fimmtán ríki þar sem tíðni barna-
dauða er hæst. Grunnþjónusta er af
skornum skammti. Þetta er því svæði
sem er viðkvæmt fyrir og má við litlu.
Í ofanálag hafa þurrkar valdið upp-
skerubresti, skepnur hafa drepist og
vatnsból þornað upp. Vannæring
barna hefur aukist í takt við það. Mat-
vælaverð hefur rokið upp og skortur er
á hreinu vatni. Strax í fyrra þegar regn-
tímabilið brást varð ljóst hverjar af-
leiðingarnar yrðu í ár.
Var orðin mjög áhyggjufull
Achta er eins árs stúlka frá Mao-hér-
aði í Tsjad. Mamma hennar segir að
aðstæður þeirra séu bágar. „Maðurinn
minn var bóndi áður fyrr. Fyrir tveim-
ur árum fór hann til Líbýu að vinna og
sendi okkur peninga. Hér hefur hann
enga vinnu,“ útskýrði hún fyrir starfs-
fólki UNICEF.
Það var svo í febrúar og mars sem
litla stúlkan hennar missti smám
saman matarlystina. Hún byrjaði að
hósta og fékk bjúg – einkenni sem
oft fylgja vannæringu. „Fætur hennar
og hendur bólgnuðu. Hún varð mjög
veikburða. Hún varð svo veik að hún
lá heilu tímana og svaf. Hún gat ekki
staðið upprétt eða haldið á hlutum í
höndunum. Þegar við komum hingað
var ég orðin mjög áhyggjufull. Ég vissi
ekki hvort litla barnið mitt myndi lifa
af,“ sagði mamma Öchtu.
Þegar hún kom með litlu stúlkuna
í næringarmiðstöðina fyrir 17 dögum
var Achta aðframkomin af alvarlegri
bráðavannæringu. Nú er hins vegar á
leið heim til sín eftir 17 daga í miðstöð-
inni þar sem hún fékk lífsnauðsynlega
meðferð við vannæringu. Henni líð-
ur mikið betur og hún hefur fengið
matar lystina á ný. Mamma hennar er
alsæl með árangurinn og staðráðin í
að viðhalda heilsu dóttur sinnar. „Þeg-
ar ég kem heim mun ég tryggja að hún
fái þá fæðu sem hún þarf. Starfsfólk-
ið hér hefur kennt mér hvernig ég fer
að. Ég vil ekki að barninu mínu versni
aftur.“
Þögul neyð
Þetta er í Tsjad. Stefán Ingi Stefánsson,
framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi,
segir að neyðin á Sahel-svæðinu hafi
verið þögul þar til UNICEF hringdi
viðvörunarbjöllum á sama tíma um
allan heim þann 3. apríl síðastliðinn.
„Neyð sem myndast hægt og hægt
kemst ekki svo auðveldlega í fréttirnar.
Aðeins fáar fréttir höfðu verið fluttar í
heimspressunni af ástandinu sem var
í uppsiglingu á Sahel-svæðinu. Þar
sem UNICEF er Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna og langstærstu barna-
hjálparsamtök í heimi áleit UNICEF
það beinlínis skyldu sína að vekja
alþjóðasamfélagið til vitundar um
hættuna: Hættu sem bitnar ekki síst
á allra yngstu börnunum. Þess vegna
var blásið til þessa átaks.“
Moctar fær hjálp
Ástandið er hins vegar verst í Níger þar
sem Moctar býr. Í Níger er tíðni barna-
dauða ein sú hæsta í heimi og flest
þeirra barna sem nú þjást á Sahel-
svæðinu að finna. Landið er í næst-
neðsta sæti á lífskjaralista Sameinuðu
þjóðanna og tæplega sextíu prósent
þjóðarinnar lifa undir fátæktarmörk-
um. Þar eru 330.000 börn, fimm ára og
yngri, í bráðri lífshættu þar sem þau
þjást af alvarlegri bráðavannæringu.
Á svæðum þar sem neyðar-
ástand ríkir eru börn vigtuð og
upphandleggur þeirra mældur til
að kanna hvort þau séu vannærð. Ef
börnin eru undir fimm ára aldri er
viðmiðið fyrir alvarlega bráðavannær-
ingu að upphandleggurinn mælist ell-
efu sentímetrar eða minna. Eins og
sést á meðfylgjandi mynd á það við
um Moctor, málbandið sýnir rautt
og Moctar fær samstundis meðferð.
Moctar er heppinn því hann fékk
hjálp.
Ástand sem þetta kemur verst nið-
ur á börnunum á svæðinu. Börnin
eru berskjaldaðri en fullornir og þau
yngstu eru viðkvæmust allra. Van-
nærð börn eru margfalt líklegri til að
veikjast alvarlega af sjúkdómum og
hafa það síður af. Það er því mikið í
húfi.
Féll í dá fjögurra ára
Hin fjögurra ára gamla Bassira liggur
nú hreyfingarlaus í sjúkrarúmi á nær-
ingarmiðstöð. Slangan sem liggur upp
í gegnum nefið á henni færir henni
næringarmjólkina sem er henni
nauðsynleg.
Fyrir tólf dögum féll litla stúlkan
í dá og þá kom móðir hennar með
hana á miðstöðina. Hún hafði fengið
malaríu og réð illa við hana vegna
bráðavannæringarinnar sem hrjáði
hana líka. Bassira var því borin mátt-
laus á miðstöðina, alla leið úr þorpinu
hennar.
Síðan hefur hún ýmist verið með
meðvitund eða í dái og er enn of veik
til að borða fasta fæðu. Hún er hins
vegar mun betur haldin en þegar hún
kom fyrst og merkjanlegur munur er á
styrk hennar. Læknar og heilbrigðis-
starfsfólkið á miðstöðinni telur að hún
muni ná sér að fullu.
Flest ná bata ef þau fá hjálp
Markvisst er unnið að því að takmarka
skaðann og ná til barna áður en það er
orðið of seint. Í dag eru starfræktar 900
næringarmiðstöðvar í Níger sem með-
höndla vannærð börn og 822 mið-
stöðvar þar sem allra veikustu börnin
fá hjálp. UNICEF styður starf þessara
miðstöðva auk þess sem Barnahjálpin
útvegar 95 prósent þeirra hjálpar-
gagna sem eru nauðsynleg til að með-
höndla börn sem eru aðframkomin
vegna vannæringar á fimmtíu sjúkra-
húsum víðs vegar um landið.
Rayja er ein af þeim. Hún er nítján
mánaða og var flutt á sjúkrahúsið
eftir að hún greindist með alvarlega
bráðavannæringu í mælingu sem er
nú framkvæmd vítt og breitt um land-
ið í von um að vannærð börn finnist í
tæka tíð. Á vannæringardeildinni fær
hún meðhöndlun og vonandi verður
hægt að útskrifa hana eftir nokkrar
vikur.
Reynslan sýnir að yfir 95 prósent
vannærðra barna á Sahel-svæðinu
sem fá viðeigandi meðhöndlun lifa
af. Með réttri meðhöndlun ná flest
barnanna sér á aðeins nokkrum vik-
um. Án aðstoðar er hins vegar lítil
von.
Vítamínbætt kraftaverkamauk
Það veit móðir Fatchimu, en litla
stúlkan hennar fær þessa dagana
aðstoð á næringarmiðstöð í Zinder-
héraði. Fatchima verður tveggja ára í
Óttaðist um líf dÓttur sinnar
n Achta fékk alvarleg einkenni vannæringar n Gat ekki staðið upprétt og lá heilu tímana n Neyðarástand ríkir á Sahel-svæðinu og börn eru í lífshættu n Ástandið verst í Níger
26 Fréttir 20.–22. apríl 2012 Helgarblað
Áhyggjufull móðir Fyrir tólf dögum féll Bassira, fjögurra ára, í dá. Hún hafði fengið mal-
aríu og veikst mikið vegna bráðavannæringar sem hrjáði hana. Hún liggur nú hreyfingarlaus í
sjúkrarúmi á næringarmiðstöð í Níger. Mynd UnICEF / TIdy
Saamatou, sjö mánaða Hún býr í Búrkína Fasó. Hún er aðeins sjö mánaða og fær hjálp
vegna þess að hún er vannærð. Á myndinni sést plumpy-nut, vítamínbætta jarðhnetumaukið
sem vannnærð börn fá. Einn pakki kostar 56 krónur. Mynd UnICEF / ASSElIn
Raya, 19 mánaða Rayja
var flutt á sjúkrahúsið eftir að
hún greindist með alvarlega
bráðavannæringu. Þar fær hún
meðhöndlun og vonandi verður
hægt að útskrifa hana eftir
nokkrar vikur. Mynd UnICEF / ASSElIn
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Við þurfum ekki að
horfa upp á börn
veslast upp og láta lífið af
völdum vannæringar.