Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 22
20.–22. apríl 2012 Helgarblað F yrrverandi sendiherra Sviss í Kína sagði einu sinni við mig að heilinn í mér væri eins og tölva. Það er rétt að í höfði mér er að finna mikið magn töl­ fræði,“ svaraði Wen Jiabao, forsætis­ ráðherra Kína, fréttaritara Phoenix TV, í mars 2003 aðspurður um hvaða hagtölum Kína hann hefði mestar áhyggjur af og sömuleiðis hvað hann teldi sýna styrk Kína. Því næst tók hann við að þylja upp hagtölur um landið. Wen er lýst sem miklum um­ bótasinna á kínverskan mælikvarða sem hafi lýðræðislegri nálgun á mál­ efni en almennt tíðkast meðal þeirra sem risið hafa til valda í Kína. Samkvæmt BBC var lengi litið á Wen Jiabao sem hlédrægan og gjör­ sneyddan öllum persónutöfrum. Wen er jarðfræðingur að mennt og hóf raunar afskipti af stjórnmálum í gegnum þann vettvang. Þótt honum hafi í upphafi ferils síns verið lýst sem nokkuð lausum við útgeislun hefur ímynd hans tekið algjöran við­ snúning. Þannig lýsir Asian Times Wen sem sterkum leiðtoga og teknó­ krata. Hann veigri sér þó ekki við að sýna tilfinningar opinberlega. Tárvot augu Wens við komuna á hamfara­ svæðið í Sichuan eftir jarðskjálftana árið 2008 eru greipt í minni margra Kínverja. Upptökur sem birtust í ríkis­ fjölmiðlum þar sem Wen afþakk­ aði læknisaðstoð vegna áverka sem hann hlaut eftir að brak féll á hann hafa mótað þá mynd sem margir Kínverjar hafa af honum. Í kringum jarðskjálftana birtust nánast daglega myndir af forsætisráðherranum með tár á hvarmi, þar sem hann huggaði fórnarlömb jarðskjálftanna. Grát­ girni ráðherrans er enda umtöluð í heimalandinu. Asian Times segir til­ finningasemina vinsælt umræðuefni í kínverskum netheimum. Tárin ekkert smámál Umræðan er þó oftar en ekki jákvæð samkvæmt umfjöllun Asian Times og bandarískra fjölmiðla. Gagnrýn­ endur Wens hafa þó bent á að jafn­ vel þó að á tárum ráðherrans sjáist að hann finni til samúðar með hin­ um undirokuðu og fórnarlömbum náttúruhamfara, megi í þeim einn­ ig sjá hjálparleysi og uppgjöf. Grát­ ur ráðherrans hefur því samkvæmt þessu mikil áhrif á kínverska stjórn­ málaumræðu. Aðgerðasinnar sem berjast fyrir hagsmunum Tíbeta hafa enn fremur bent á að þó að forsætis­ ráðherrann hafi berað tilfinning­ ar sínar yfir þjáningum almennings hafi hann ekki látið nein tár falla fyrir Tíbeta. Harðlínuafstaða gagnvart Tíbet Þegar kemur að málefnum Tíbets er Wen raunar þekktur fyrir flest annað en tilfinningasemi. „Alda sjálfselsku á svæðum í Kína, þar sem Tíbetar gnæfa yfir öðrum hópum í fjölda, er öfgafull og til þess fallin að grafa undan samstöðu í kínversku sam­ félagi,“ hafði fréttastofa Reuters eftir forsætisráðherranum nýlega. Um­ mælin eru frá 11. mars og lét Wen þau falla á blaðamannafundi eft­ ir að kínverska þingið kom saman. Sama dag tilkynnti forsætisráðu­ neytið um opinbera heimsókn hans til Íslands. Ummælin falla í skugga þess að 26 Tíbetar hafa á undan­ förnum árum kveikt í sér í mótmæla­ skyni. Minnst 19 þeirra hafa látið lífið. Flestir myndu telja ummælin nokkuð harkaleg. Indverska blaðið The Hindu hefur þó eftir honum frá sömu ráðstefnu að kínversk yfirvöld hafi áhyggjur af málefnum Tíbeta. Wen lagði áherslu á að munkunum sem í sér kveiktu væri ekki um að kenna. Þeir væru saklaus fórnar­ lömb og að hann tæki gjörðir þeirra nærri sér. Þar næst sagðist hann telja að mótmælum Tíbeta væri stjórnað með beinum eða óbeinum hætti af Dalai Lama. Wen gengur þó ekki jafn langt og margir harðlínumenn kín­ verskra stjórnmála í afstöðu sinni til Tíbets. Þannig segir The Hindi að Wen sé með ummælum sínum að ræða málin með öðrum hætti en háttsettir stjórnmálamenn sem iðu­ lega kalla tíbesku mótmælendurna glæpamenn. Ótrúlega lífseigur stjórnmálamaður Wen hefur þjónað þremur leiðtog­ um kommúnistaflokksins og virð­ ist alltaf hafa lent á fótunum þrátt fyrir störf sín fyrir umdeilda leiðtoga. Hann er því álitinn ótrúlega lífseigur stjórnmálamaður. Wen fylgdi til að mynda forvera sínum Zhao Ziyang á fund mótmælenda á Torgi hins him­ neska friðar árið 1989. Sjónvarps­ myndir af Wen við hlið tárvots Zhaos að ræða við mótmælendur hefðu átt að marka endalok hans í kínverskum stjórnmálum. Zhao var til að mynda „hreinsaður“ út úr kommúnista­ flokknum og eyddi síðustu fimmtán árum ævi sinnar í stofufangelsi. Fáir hefðu spáð Wen frama eftir atvik­ ið. Árið 2005 lést Zhao en fékk ekki opinbera útför líkt og venjan er með fyrrverandi leiðtoga kommúnista­ flokksins. Víkur úr embætti í haust Wen Jiabao mun láta af embætti for­ sætisráðherra í haust. Í skugga þessa hafa yfirlýsingar hans undanfar­ ið verið róttækari en áður. Á fundi í mars talaði hann fyrir lýðræðisvæð­ ingu kínverskra yfirvalda. Þá sagðist hann ætla að einbeita sér að því síð­ asta ár sitt í embætti að tækla vax­ andi óánægju meðal almennings í Kína. Óánægju sem óttast er að leiði til annarrar byltingar ef ekki verður á tekið. Þar vitnaði Wen til umrótatíma sem stóð yfir í heilan áratug frá árinu 1966 til 1976. Menningarbylting­ in sem Maó, þáverandi formaður kommúnistaflokksins, leiddi lauk opinberlega með yfirlýsingu Maós árið 1969 en pólitískt umrót endaði þó ekki fyrr en við dauða hans. Millj­ ónir manna voru ofsóttar, sviptar eignum sínum, pyntaðar og myrtar á meðan á byltingunni stóð. Mikilvægi yfirlýsingar Wens verður ekki van­ metin enda afar fágætt að vitnað sé í menningarbyltinguna í kínverskri stjórnmálaumræðu. Eins konar þegj­ andi samkomulag virðist vera um að byltingunni sé lokið og ekki sé nauð­ synlegt að ræða hana frekar. Með yfirlýsingunni er Wen því afdráttar­ laust að fara á svig við viðteknar venj­ ur og samkomulag um orðfæri og orðræðu í kínverskum stjórnmálum. Tekur sér meira frelsi en áður Vefsíðan Analysis Intelligence bendir til dæmis á að árið 2010 hafi ferðalögum Wens Jiabao og Hus Jintao, forseta Kína, fækkað frá því sem áður var. Að auki hefur um­ fjöllun um þá báða í kínverskum fjölmiðlum dregist verulega saman, enda ljóst að hvorugur þeirra muni sitja lengur en hluta árs 2012. Skoða verður róttæk ummæli Wens í því ljósi. Hann er sagður mikill um­ bótasinni og oftar en ekki hefur ver­ ið dregið fram að CCP, ríkissjónvarp Kína, hafi gjarnan klippt út ýmis ummæli Wens. Kínversk stjórn­ mál eru gríðarflókin, í fjarveru stjórnar andstöðuflokka fer mikill hluti valdabaráttunnar og stjórn­ málaumræðu fram innan flokksins. Kínverskir ríkisfjölmiðlar stjórn­ ast því ekki aðeins af því hvaða valdablokk er við völd hverju sinni. Valdabaráttan um hver tekur við stjórnartaumunum hefur staðið yfir um langan tíma og óhjákvæmilega hafa aðrar stofnanir flokksins, líkt og fjölmiðlar dregist inn í þá bar­ áttu. Það að kínverskir fjölmiðlar ritskoði orð Wens gefur því ekki að­ eins mynd af róttækni Wens, heldur verður að meta þau í samhengi við gerjun og valdabaráttu í kínversku stjórnmálalífi. „Alda sjálfselsku á svæðum í Kína þar sem Tíbetar gnæfa yfir öðrum hópum í fjölda er öfgafull og til þess fallin að grafa undan samstöðu í kínversku samfélagi. Wen Jiabao TárvoTi leiðToginn Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is n Gagnrýndur og dáður fyrir að gráta opinberlega n Lifði af pólitískar hreinsanir Wen á skjálftasvæðum Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, sést hér á skjálftasvæðum Sichuan-svæðisins árið 2008. Heimsókn Wens á svæðið og tilfinningasemi hans gagnvart fórnarlömbum skjálftans á mikinn þátt í mótun á jákvæðu almenningsáliti Kínverja á Wen. Wen Jiabao í stuttu máli n Fæddur: 15. september 1942, í Tianjin, Kína n Meðlimur í kommúnistaflokki Kína síðan 1965 n Varafulltrúi í CPC, flokksstjórn kommúnistaflokks Kína, árið 1993 og varð aðalfulltrúi árið 1997. n Tók embætti forsætisráðherra árið 2003 n Maki: Zhang Peili n Börn: Wen Yunsong og Wen Ruchun n Útskrifaðist frá Beijing Institute of Geology sem jarðfræðingur árið 1968 Grætur ekki fyrir Tíbet Wen Jiabao er gagnrýndur fyrir harkalega afstöðu þegar kemur að þjáningum Tíbeta. Sama dag og tilkynnt var um opinbera heimsókn hans til Íslands kallaði Wen tíbeska mótmælendur sjálfselska. 22 Fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.