Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Side 46
Þ orbjörg Hafsteinsdóttir er mörgum Íslendingum kunn þótt hún hafi alið manninn í Danmörku síðustu þrjátíu árin. Hún er hjúkrunarfræð- ingur að mennt og næringarþerap- isti. Í yfir 20 ár hefur hún rannsakað mataræði og nútímalífsstíl og sækir mjög í eigin lífreynslu. Í nýrri bók, 9 leiðir til lífsorku, kynnir hún til sögunnar lífsorku- hringinn sem er byggður upp á 9 leið- um sem má fara eftir til þess að öðlast meiri lífsorku. En hún er einnig höf- undur metsölubókarinnar 10 árum yngri á 10 vikum, frá útgáfunni Sölku. Þorbjörg dvelur á Íslandi um sinn, bæði til að kynna nýju bókina sína og halda námskeið hjá Lifandi markaði en líka til þess að ferðast um land- ið og kynna sér lífrænan búskap og matarframleiðslu. Hugrekki að finna ástina Þorbjörg kemur glaðbeitt til fundar við blaðamann. Hún talar hátt og skýrt, án allrar tilgerðar og er ungleg, bæði í tali og útliti. Það fer ekki á milli mála að þarna fer kona sem eyðir ekki tíma sínum í annað en það sem henni þykir máli skipta. Um þessar mundir er Þorbjörg á flakki um heiminn. „Ég er búin að búa í Danmörku í 30 ár en núna tel ég mig vera heims- borgara því ég er á stöðugu flakki um heiminn. Ég eyði lífinu í Danmörku og á Íslandi, í New York og nú er ég á leiðinni til Kostaríka þar sem ég ætla að finna mér næði til að skrifa mína næstu bók sem verður um breytinga- skeið kvenna. Ég hlakka mikið til en ég fæ lánað hús þar sem frumskóg- ur mætir ströndu og tek með mér ákaflega góðan mann sem er til í að fara með mér út að heimsenda,“ seg- ir hún og ljómar við tilhugsunina. Lífið er stöðug áskorun í huga Þor- bjargar og til að finna ástina þurfti hún að nota kjarkinn. „Ég er búin að gefa kost á mér. Fyrir mér var það ákveðið hugrekki. Að opna fyrir ást- inni og kærleikanum. Kona á mínum aldri sem hefur fundið lífsánægjuna einhleyp er hálfhikandi þegar kem- ur að ástinni. Eðlilega. Ég vissi ekki hvernig ég átti að gefa kost á mér, því ekki sæki ég barina. En það gerðist, ég notaði kjarkinn og tók stökkið og nú á ég danskan kærasta sem er bæði góður maður og vill fylgja mér hvert sem er,“ segir hún og hlær. Lífsorkuhringurinn Þorbjörg vill vekja samferðamenn sína úr doða og hvetja þá áfram. Hún vill vekja fólk til vitundar um ástand sitt og möguleika á betra og farsælla lífi og hún vill vísa veginn. Bók henn- ar 9 leiðir til lífsorku er byggð upp á ákveðinn máta. Þær níu leiðir sem Þorbjörg leggur til byggja á ákveðinni hugmyndafræði. „Það krefst meðvitundar að öðlast jafnvægi,“ útskýrir Þorbjörg og seg- ir frá því hvernig lífsorkuhringurinn er uppbyggður. „Þegar þú ert í jafn- vægi þá vaknar þú af doða og þegar þú vaknar þá færðu meiri orku. Þeg- ar orkan fyllir líkamann vaknar þörf til hreyfingar og þegar fólk hreyfir sig þá eykst sjálfstraustið og kjarkurinn. Þeir kjörkuðu eiga auðveldara með að fylgja ástríðum sínum og þeir sem finna til ástríðu eiga auðveldara með að finna til skýrleika og greina hismið frá kjarnanum. Þegar þú ert skýr þá eykst meðvitundin og þá finna flestir lífsorkuna. Þannig er hringnum lok- að,“ útskýrir hún. Hefur selt 250 þúsund bækur Þorbjörg segist halda að hún sé ein af þeim fyrstu sem skrifi heildræna lífs- stílsbók í Danmörku. Hún er vinsæll rithöfundur og hefur selt 250 þúsund bækur. Fyrri bækur hennar, 10 árum yngri á 10 vikum og Matur sem yngir og eflir, náðu gífurlegum vinsældum bæði erlendis og hér heima. „Fyrir mér er rauði þráðurinn í því sem ég hef að viðfangsefni lífsorkan. Lífsorka fyrir mér er svo margt, að lifa lífinu lifandi og ég vil fullyrða út frá minni reynslu að margar konur hafi ekki aðgang að lífsorku sinni. Ég hef leitast við að finna heildræna mynd af því hvernig lífsorkan verður til, hvern- ig þetta tengist allt. Það er vandkvæð- um háð að einangra einn þátt lífsorku því það er engin ein töfralausn við nokkrum vanda. Allt hangir saman í hring. Þetta er eilífur hringur og allt flæðir inn í hvert annað.“ Gott að finna til ótta Hvernig nær hún svo miklum ár- angri? „Ég held að það sé af því ég hafi það að ástríðu að vekja til lífsins og ég tel líka að efni bókanna höfði til markhóps sem er ekki hlustað nægi- lega vel á. Kvenna eldri en 35 ára. Kvenna sem hafa rekist á veggi og fundið fyrir ótta. Þær fá ekki hljóm- grunn en þurfa svo sannarlega á því að halda. Ég minni þær á að það er gott að finna fyrir ótta. Þá ertu alla vega vakandi. Það er fullt af konum og mönnum sem finna ekki neitt, hafa engar tilfinningar fyrir einu eða neinu og þurfa að seðja sig með mat eða öðru sem veitir þeim skjól eða athvarf frá raunveruleikanum.“ Áskorun í barnæsku Það er langt í frá að Þorbjörg tali nið- ur til þeirra sem flýja raunveruleik- ann því sjálf horfðist hún ekki í augu við sjálfa sig um árabil. Sem barn var hún fíkin í sykur og notaðu hann sér til huggunar fram á fullorðinsár. „Ég notaði sælgæti og sykur sem huggun. Ég var í miklu ójafnvægi sem barn og unglingur og ég gerði eins og margir aðrir gera. Ég borðaði mig út úr þessu. Ég var að seðja tilfinning- ar mínar. Ég fann nefnilega ekki svo mikið til þegar ég borðaði sykur og komst upp á lagið með það. Faðir minn var alkóhólisti og fjar- verandi af heimilinu. Foreldrar mín- ir skildu þegar ég var þriggja ára. Mamma hafði mikið að gera, var ein með fjögur börn, í rekstri og algjör fork ur. Alger forkur og dæmigerður duglegur Hornstrendingur! Hún þurfti stundum að senda mig í vist til að anna álaginu. Það fór illa í mig en ég bældi þær tilfinningar inni. Ég fann til ótta og einmanakenndar því ég var yfirgefin og missti allt traust á fullorðið fólk.“ Fíkill sem barn Afleiðingar sykur- og matarfíknar- innar urðu í tilfelli Þorbjargar þær að hún hafði neikvæða sýn á heiminn, var full ótta og með afar lágt sjálfs- mat. „Ég horfðist ekki í augu við sjálfa mig og var dofin, reyndi ekki að finna fyrir tilfinningum mínum og leið illa í eigin skinni. Sykurinn veitti mér stundarflótta. Ég hagaði mér eins og fíkill og líkast til var ég orðin það sem barn. Barn fíkils er auðvitað í mikilli áhættu. Ég var með lágt sjálfsmat og sá hlutina frá sjónarhóli annarra. Ég vitna í andlegt ástand mitt og margra annarra í byrjun bókarinnar þegar ég segi: Það er ekki eins og þú heldur, frekar eins og það er.“ Fann styrk í fortíðinni Þorbjörg tók baggana með sér á full- orðinsárin en eitthvað varð til þess að hún vaknaði af doðanum og henni tókst að líta sjálfa sig í æsku mildari augum. „Í dag hef ég lært að horfa til baka jákvæðum augum en lengi fannst mér sársaukafullt að hugsa til æsku minnar. Ég varð hreinlega reið og sár. Ég fann styrk í fortíðinni sem ég hafði áður skammast mín fyrir. Þegar mað- ur horfir jákvætt á lífsreynslu sína þá sést að jafnvel í neikvæðri hegðun er að finna mikla kosti. Ég var til dæmis útsjónarsöm í bralli mínu við að fiska mér sælgæti. Ég setti mér markmið, var hugrökk því að ég þorði að stela. Þrautseig því ég var þrjósk og faldi sælgætið og hélt úti miklum lygavef. Það er gott að þurfa ekki að burðast með þessa neikvæðu sögu fórnarlambsins. Í stað þess get ég horft á mig í æsku og séð að ég var skapandi og snjöll, úrræðagóð og afar góð í að fylgja settum markmið- um þó að á þessum tíma hafi þau verið neikvæð. Það gerðist eitthvað innra með mér þegar ég var komin á þrítugs- aldur. Ég prófaði nokkra daga án syk- urs og þá vaknaði ég til meðvitund- ar. Ég spurði sjálfa mig: Hvar verð ég eftir nokkur ár ef ég held svona áfram? Það sem blasti við mér var ekkert rosalega góð og flott kona. Það hræddi mig. Ég var í lamasessi, með verki í öllum líkamanum, melt- ingin var erfið og ég var með útbrot úti um allt. Lengi lifi hégóminn því hann hjálpar. Þetta varð minn styrk- ur, hégóminn og þetta rosalega góða ímyndunarafl um hvar ég myndi verða eftir 10 ár.“ Jákvæð sögusmíði Þorbjörg tók u-beygju í lífinu og breytti um lífsstíl. Þegar líkami henn- ar vaknaði til lífsins var eins og henn- ar biði annað og betra líf. „Ég tók út sykur og var svolítinn tíma að átta mig á því að ég þyrfti að taka út miklu fleiri fæðutegundir en mig grunaði. Þá var eins og líkaminn hefði vaknað til lífsins. Ég kveikti á raunveruleik- anum og hætti að búa til neikvæðar sögur um sjálfa mig og fór ötullega að búa til jákvæðar í staðinn. Eft- ir svolitlar sögusmíðar fór ég að líta litlu stelpuna mig miklu mildari aug- um. Þetta er svo algengur misskiln- ingur. Að við séum ekki nógu góðar manneskjur. Þetta á sérstaklega við um konur. Konur á öllum aldri eru afar duglegar að ímynda sér fullt af hlutum. Búa til neikvæðar sögur um sig sjálfar og trúa þeim svo. Mig lang- ar til þess að breyta þessu og fá fólk til þess að skoða veruleikann eins og hann er og nota þennan öfluga mátt til að skapa á jákvæðan máta. Til dæmis til þess að búa sér betra líf og ná til lífsorkunnar.“ Þriðji heilinn í maganum „Þriðji heilinn er í maganum,“ segir Þorbjörg spurð hvers vegna það sé ótækt að fara í breytingar á lífi sínu með farsæld í huga án þess að huga að mataræði. „Það er ofboðslega mikið af til- finningum í maga og meltingarfær- um. Það eru bein tengsl milli magans og heilans og í raun er eins og það sé símalína beint á milli. Enda finnum við fyrir því þegar við upplifum sterk- ar tilfinningar að við fáum svolítið í magann. Við fáum léttan fiðring í magann þegar við erum ástfangin eða spennt, í sorg getum við misst alla lyst. Stundum stoppar melting- in ef við erum full af streitu. Ótrúlega margir vita ekki að 95 prósent af seró- tónín-framleiðslu fer fram í melting- arfærunum. Þetta er það boðefni sem hefur með orku, gleði, nærveru, taugakerfi og ónæmiskerfi að gera. Vann bug á fíkninni og lærði að lifa 46 Viðtal 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Sem barn var Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, fíkin í sykur. Fram á fullorðinsárin seig á ógæfu- hliðina þar til hún vaknaði af doðanum, sneri óheillaþróuninni við og sótti sér fróðleik og vann að farsæld. Í dag er Þorbjörg fimmtug og lífsorkan hefur aldrei verið meiri, hún er metsöluhöfundur sem hefur selt 250 þúsund bækur víða um heim og ástríða hennar fyrir við- fangsefninu er nær áþreifanleg: „Lifið lífinu lifandi, það er aldrei of seint,“ segir hún. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Þriðji heilinn er í maganum Lífsorkuhringurinn „Þegar þú ert í jafnvægi þá vaknar þú af doða og þegar þú vaknar þá færðu meiri orku.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.