Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 52
P ennar fyrir iPad virðast vera að komast aftur í tísku en þeir hafa verið keyptir mik- ið að undanförnu í Banda- ríkjunum. Þar eru marg- ir pennar hreinlega uppseldir og er einn frá Amazon-vefsíðunni í efsta sæti yfir iPad-aukahluti á síð- unni. Pennar eru núna mun vin- sælli en hlífar fyrir iPad, töskur og standar. Tölvuleikurinn Draw So- mething gæti haft mikið að segja hvað varðar þessa aukningu í sölu að undanförnu en í honum skiptist fólk á teikna myndir hvert til annars og reynir að giska á hvað er á mynd- inni. Enginn iPad-penni er fullkominn en tæknivefsíðan The Verge dæmdi alla þá penna sem í boði eru og gaf þeim einkunn. Ef þig langar til að nota penna meira á iPadinn þinn eru þetta þeir fimm sem The Verge mælir með. 52 Lífsstíll 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Zuckerberg samdi einn við Instagram n Lét stjórnarmenn vita með eins dags fyrirvara m ark Zuckerberg, stofnandi og eigandi Facebook, sá alfar- ið um að semja um kaupin á ljósmyndaforritinu Insta- gram sem Facebook keypti á einn milljarð dollara, eða því sem nem- ur 127 milljörðum íslenskra króna. Zucker berg hitti Kevin Systrom, ann- an af stofnendum Instagram, á heim- ili sínu í Kaliforníu eina helgina og þar komust þeir að samkomulagi um kaupverðið á Instagram. Þetta kemur fram í Wall Street Jo- urnal en þar segir einnig að Zucker- berg hafi engan látið vita að hann væri að fara hitta Systrom. Hann hitti síð- an stjórn Facebook á sunnudegi og lét meðlimi hennar vita að hann ætl- aði sér að eyða einum milljarði doll- ara í þetta litla fyrirtæki. Þetta var 8. apríl, rétt innan við sólarhring áður en kaupin gengu í gegn. Þó svo Zuckerberg eigi ráðandi hlut í Facebook kemur það fram í frétt WSJ að stjórnin hafi kosið um hvort kaupin ættu rétt á sér eða ekki. Svo fór að meirhlutinn samþykkti kaupin þó ekki allir væru á einu máli. Sheryl Sandberg, framkvæmda- stjóri Facebook, er sögð hafa verið sú eina sem vissi að Zuckerberg ætlaði að hitta Systrom og að Zuckerberg ætlaði að ganga hart fram í að kaupa Insta- gram. Hún kom þó ekki að fundunum frekar en nokkur annar innan veggja Facebook. Lét engan vita Zuckerberg hitti stofnanda Instagram einn og keypti svo fyrirtækið fyrir milljarð dollara. Systrome og félagar þurfa ekki að hafa áhyggju af neinu eftir að hafa selt Instagram. Bestu iPad pennarnir n Pennar að komast aftur í tísku n Seljast hraðar en aðrir iPad-aukahlutir Wacom Bamboo Stylus8,6 Kostir:  Hægt er að taka lokið og klemmuna af pennanum  Lengd, breidd og þyngd alveg til fyrirmyndar  Oddurinn er mjór og góður  Einstök hönnun  Einfaldlega besti penninn sem prófaður var Gallar:  Oddurinn frekar mjúkur  Of dýr (30 dollarar) Adonit Jot Pro8,5 Kostir:  Besti penni til að skrifa með sem sést hefur  Lengd, breidd og þyngd alveg til fyrirmyndar  Gripið er mjúkt og gott  Ótrúlega nákvæmur ef haldið er rétt á honum  Festist við iPadinn með segli Gallar:  Plasthlífar eru viðkvæmar og dýrt að kaupa nýjar  Ónákvæmur ef haldið ekki er haldið rétt á pennanum  Ónothæfur í að vafra um netið Just mobile AluPen 8,4 Kostir:  Lagleg hönnun og góð lengd  Er í laginu eins og penni sem er töff  Gerður úr áli sem endist lengi  Góð stærð á oddinum og hann er þægilegur Gallar:  Gúmmíið á oddinum festist of mikið við skjáinn  Sér snemma á álinu Spigen SGP Kuel H10 Kostir:  Geymist vel í tenginu fyrir heyrnartólin þannig að hann týnist síður  Ódýr  Mjög meðfærilegur  Gripið er gott  Hægt að lengja hann aðeins ef þörf krefur Gallar:  Festingin í gatið fyrir heyrnatólin er léleg og ekki hægt að taka hana auðveldlega af  Of stuttur til að nota í nokkuð annað en að rissa upp myndir 8,3 Studio Neat Cosmonaut8,3 Kostir:  Frábær hönnun  Oddurinn úr gúmmíi sem festist ekki við skjáinn  Frábær lengd og breidd á pennanum  Endist lengi Gallar:  Of þykkur til að nota lengi  Nánast ómögulegt að gera nákvæm pennastrik  Stærð pennans kemur í veg fyrir ýmsar aðgerðir Endurvinnsla hjá Honda Japanski bílaframleiðandi Honda hefur tilkynnt að hann muni brátt hefja endurvinnslu á gömlum batteríum úr rafknúnum bílum. Allir jarðlægir málmar verða hirtir úr batteríunum þeim safnað sam- an með ákveðnu tæki sem er verið að smíða. Þeir málmar sem eftir standa verða svo notaðir til þess að búa til nýja aukahluti í bíla. Honda er í samstarfi við Japan Metals & Chemicals en tækið sem notað verður er sagt getað gert meira en einungis aðskilið málma úr gömlum batteríum. Mikil leynd hvílir þó yfir hvert aukastarf þessa nýja tækis verður. Nýi Galaxy kynntur Þann 3. maí verður Samsung með kynningu á nýjum Galaxy-síma en fyrirtækið hefur sent út heljar- innar boðskort þess efnis. Búast flestir við því að Samsung kynni þar Galaxy S3 en Galaxy S2-sím- inn hefur notið gríðarlegra vin- sælda. Ástæða þess að kynningin er haldin núna er sú að Samsung vildi vera á fyrri hluta ársins og vera með sína eigin sýningu. Fram kemur á símavefsíðunni simon. is að Galaxy S3-síminn eigi líklega að vera með fjórkjarna örgjörva, 2GB vinnsluminni, Android 4.0 með TouchWiz og 4,7 tommu skjá með 720p upplausn. Uppfærsla hjá HTC Símafyrirtækið HTC er við að gefa út OTA-uppfærslu fyrir HTC One- símann sem ætti að laga mikið af þeim vandamálum sem þetta flaggskip fyrirtækisins hefur glímt við síðan hann kom á markað. Margir viðskiptavinir hafa kvartað yfir því hversu illa rafhlaðan end- ist og hversu mikið hún hitnar. Þá hefur reynst erfitt fyrir suma not- endur að nota forrit eftir að And- riod 4.0 kom út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.