Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 20.–22. apríl 2012 Helgarblað
É
g myndi segja að þetta væru
viðunandi tölur. En okkar
markmið er að börn undir 18
ára aldri geti ekki keypt tóbak,“
segir Geir Bjarnason, forvarnar
fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Geir stóð
í byrjun apríl fyrir könnun á því hvort
unglingar gætu keypt sígarettur eða
neftóbak á þeim sölustöðum sem
hafa tóbakssöluleyfi í Hafnarfirði. Far
ið var á 18 sölustaði og gátu ungling
arnir keypt sígarettur á þremur þeirra
en neftóbak á tveimur. Sambærilegar
kannanir hafa verið gerðar á undan
förnum árum og ef þær eru skoðaðar
sést að töluverður árangur hefur
náðst. Þannig gátu unglingarnir keypt
tóbak í 60 prósentum tilvika árið 2003.
Fá áminningu
„Samkvæmt lögum á að spyrja um
skilríki ef starfsmenn eru í vafa. Þetta
eru krakkar í 10. bekk sem eru fimm
tán ára gamlir og aldurstakmarkið til
að kaupa tóbak er 18 ár,“ segir Geir.
Könnunin fór þannig fram að tveir
unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði
undir eftirliti starfsmanna Hafnar
fjarðarbæjar og reyndu að kaupa síga
rettur og svo nokkru seinna var reynt
að kaupa neftóbak.
Sem fyrr segir seldu þrír sölustað
ir unglingum sígarettur en tveir nef
tóbak. Ekki var farið inn á staði með
vínveitingaleyfi þar sem tóbak er selt.
Geir segir að eigendur þeirra staða
sem kannaðir voru hafi allir tekið vel
í könnunina. Einn sölustaður seldi
unglingunum bæði sígarettur og nef
tóbak og þar hefur verslunarstjórinn
strax brugðist við. Búast má við því að
þeir staðir sem seldu börnum tóbak fái
áminningu frá heilbrigðiseftirliti eins
og lög um tóbaksvarnir kveða á um.
Samvinnuverkefni
Á línuritinu sem fylgir fréttinni sést
hvernig málin í Hafnarfjarðarbæ hafa
þróast. Þeim stöðum sem selja börn
um undir 18 ára tóbak hefur fækkað
á undanförnum árum og segist Geir
fagna því enda hafi markvisst verið
unnið að því að halda verslunareig
endum á tánum með því að fram
kvæma kannanir oftar. „Við gerum
samninga við verslunareiganda og þeir
vita af þessu. Við erum ekki að berjast
við þá heldur erum við að hjálpast að
við að reyna að breyta þessu. Þetta er
samvinnuverkefni því að enginn vill
að börn geti keypt tóbak. Við hættum
ekkert fyrr en þetta endar í núlli,“ segir
hann.
Áhyggjur af kannabis
Þó að tóbaksneysla ungs fólks virð
ist fara minnkandi segist Geir hafa
vissar áhyggjur af kannabisneyslu
ungmenna. Í maí í fyrra var greint frá
því að kannabisneysla ungmenna í
Hafnarfirði hefði aukist og í kjölfarið
var blásið til málþings sem miðaði að
því að hjálpa foreldrum og fræða þá
um raunverulega skaðsemi kanna
bisefna. Geir segist ekki hafa nýjar
tölur um kannabisneyslu ungmenna
í Hafnarfirði en fram undan sé þó
löng og ströng barátta. „Öll vímuefna
notkun unglinga er að minnka nema
kannabisneyslan,“ segir Geir og kenn
ir meðal annars því um að talað sé
um kannabisefni sem skaðlaus fíkni
efni. Þá séu efnin ræktuð innanbæjar
og tiltölulega auðvelt að fá aðgang að
þeim. „Þetta er að koma svolítið aftan
að okkur og foreldrar kunna ekki al
mennilega að bregðast við þessu.
Þetta er að aukast, því miður. Maður
heyrir af krökkum sem hafa reykt
marijúana en hafa aldrei reykt sígar
ettur. Þetta hélt maður að væri ekki til
og var ekki til í gamla daga. Við erum
að elta halann og erum í raun á byrj
unarreit með kannabisefnin.“
Fimmtán ára börn
n Sölustaðir seldu börnum sígarettur og neftóbak n Áhyggjur af kannabisneyslu
geta keypt tóbak
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
0
10
20
30
40
50
60
70
D
es
. 2
0
0
3
M
aí
. 2
0
0
4
D
es
. 2
0
0
4
M
ar
s.
2
0
0
6
M
aí
. 2
0
0
7
M
aí
. 2
0
0
8
A
pr
íl.
2
0
0
9
N
óv
. 2
0
0
9
M
ar
s.
2
0
10
M
aí
. 2
0
10
Se
pt
. 2
0
10
Fe
b.
2
0
11
M
aí
. 2
0
11
O
kt
. 2
0
11
A
pr
íl.
2
0
12
Hlutfall unglinga sem gátu keypt tóbak
„Maður heyrir af
krökkum sem hafa
reykt marijúana en hafa
aldrei reykt sígarettur.
Skýrt markmið Geir segir að markmiðið sé
að enginn undir 18 ára aldri geti keypt tóbak.
Tóbaksneysla
Þrír sölustaðir
seldu ungmenn-
unum sígarettur en
á tveimur gátu þau
keypt neftóbak.
MyND PHOTOS.cOM