Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 28
10 ríkustu
stjórnmála-
mennirnir
28 Erlent 20.–22. apríl 2012 Helgarblað
n Forbes tók saman lista yfir ríkustu stjórnmálamenn heims
Þ
að er ekki sjálfgefið að fjár-
sterkir einstaklingar nái
frama á vettvangi stjórn-
mála. Bandaríska tímaritið
Forbes tók á dögunum sam-
an lista yfir ríkustu stjórnmálamenn
heims og af þeim hafa aðeins örfáir
komist til æðstu metorða. Af 1.226
milljarðamæringum í heiminum eru
425 frá Bandaríkjunum. Af þeim hafa
fimm reynt fyrir sér í stjórnmálum en
aðeins einn komist í fremstu röð. Það
er Michael Bloomberg, borgarstjóri
New York-borgar, sem er jafnframt
ríkasti stjórnmálamaður heims.
Á meðal annarra bandarískra
milljarðamæringa sem reynt hafa fyr-
ir sér í stjórnmálum má nefna Ross
Perot sem bauð sig tvisvar fram til
forseta Bandaríkjanna, árin 1992 og
1996. Þrátt fyrir að hafa eytt 60 millj-
ónum dala, eða 7,5 milljörðum króna
á núverandi gengi, af eigin peningum
í kosningabaráttunni 1992 náði hann
ekki kjöri. Þá má nefna Jeff Greene,
sem reyndi fyrir sér í forvali Demó-
krataflokksins fyrir þingkosningarnar
2010, en náði ekki kjöri.
Í Rússlandi er staðan svipuð og
í Bandaríkjunum. Af 96 milljarða-
mæringum í Rússlandi hafa fjórir
látið á sér bera í stjórnmálum. Einna
þekktastur þeirra er Mikhail Prokho-
rov sem bauð sig fram til forseta gegn
Vladimir Pútín í forsetakosningun-
um í mars en tapaði. Athygli vekur
að í Líbanon er núverandi forsætis-
ráðherra margfaldur milljarðamær-
ingur en forveri hans í embætti var
það einnig.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Michael Bloomberg
Eignastaða: 22 milljarðar Bandaríkjadala, eða 2.786
milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Borgarstjóri
New York frá 2002.
n Michael Bloomberg er fæddur 14.
febrúar árið 1942 og varð því sjötugur
í vetur. Hann hagnaðist gríðarlega á
viðskiptum en árið 1973 varð hann
meðeigandi fjárfestingabankans Sal-
omon Brothers á Wall Street. Tæpum tíu
árum síðar var hann rekinn úr starfi en
fékk greiddar tíu milljónir dala í bætur.
Fyrir þann pening stofnaði hann nýtt
fyrirtæki, Innovative Market Systems,
sem þjónustaði fyrirtæki á Wall Street.
Bloomberg hefur verið borgarstjóri New
York frá árinu 2002 en forveri hans í
embætti var Rudolph Giuiliani.
Mikhail Prokhorov
Eignastaða: 13,2 milljarðar dala, eða 1.670
milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Fyrrverandi
leiðtogi hægri manna í Rússlandi; frambjóðandi í
forsetakosningunum 2012.
n Prokhorov er 46 ára en hann er iðn-
jöfur sem auðgaðist mikið á stáliðnað-
inum í Rússlandi. Hann er þó einna best
þekktur fyrir að vera eigandi bandaríska
körfuboltaliðsins New Jersey Nets.
Prokhorov var leiðtogi flokks hægri
manna í Rússlandi en hann sagði sig frá
flokknum í september í fyrra. Prokhorov
bauð sig fram í forsetakosningunum í
Rússlandi sem fram fóru í mars. Hann
hlaut einungis átta prósent atkvæða
en Vladimir Pútín fékk um 64 prósent
atkvæða.
Bidzina Ivanishvili
Eignastaða: 6,4 milljarðar dala, eða 810 milljarðar
króna. Tengsl við stjórnmál: Sækist eftir embætti
forsætisráðherra Georgíu í kosningum í haust.
n Til marks um auðæfi Ivanishvili
nema auðæfi hans um helmingi vergrar
landsframleiðslu Georgíu á ári. Hann er
doktor í hagfræði og auðgaðist mikið á
stáliðnaði og í viðskiptum. Hann keypti
fyrirtæki í Georgíu á slikk þegar ríkis-
fyrirtæki voru einkavædd og seldi þau
síðan fyrir margfalda upphæð. „Hann
keypti fyrirtæki sem enginn þurfti á
milljónir dala en seldi þau svo aftur á
milljarða dala,“ segir í lýsingu Forbes á
honum. Í október tilkynnti Ivanishvili
að hann hygðist stofna stjórnmálaflokk
sem mun bjóða fram í kosningum sem
fram fara í haust.
Silvio Berlusconi
Eignastaða: 5,9 milljarðar dala, eða 750 milljarðar
króna. Tengsl við stjórnmál: Fyrrverandi forsætis-
ráðherra Ítalíu.
n Berlusconi hefur nú sagt skilið við
embætti forsætisráðherra Ítalíu eftir
stormasöm ár. Ríkidæmi Berlusconis má
rekja aftur til sjöunda áratugar síðustu
aldar þegar hann fjárfesti í umfangs-
miklu byggingarverkefni í Segrate, út-
hverfi Mílanó. Berlusconi fór þó fljótlega
að sinna einu af sínum helstu áhuga-
málum, fjölmiðlum, og græddi fúlgur fjár
þegar hann byggði upp sannkallaðan
fjölmiðlarisa á Ítalíu. Berlusconi hefur
verið ákærður fyrir að stunda kynmök
með ófullveðja stúlku og skattasvik.
Niðurstöður í þeim málum bíða af-
greiðslu dómstóla.
1 2
3 4
Íbúar Fucking langþreyttir:
Kosið um
nafnabreytingu
Íbúar í rúmlega hundrað íbúa
þorpi í Austurríki munu á næst-
unni kjósa um það hvort nafninu á
þorpinu verði breytt. Þorpið, sem
heitir Fucking, hefur hlotið mikla
athygli á veraldarvefnum og vald-
ið íbúum nokkrum óþægindum.
„Íbúar eru nú reiðubúnir að ræða
breytingar á rithætti nafns þorps-
ins,“ segir þorpsstjórinn Franz
Meindl.
Í frétt breska blaðsins Telegr-
aph kemur fram að þorpsbúar hafi
í aldanna rás getað búið óáreitt-
ir í þorpinu. Það hafi hins vegar
breyst þegar bandarískir hermenn
komu á svæðið í lok síðari heims-
styrjaldarinnar og komst þorpið í
kjölfarið í heimsfréttirnar. Þá hefur
tilkoma veraldarvefjarins ekki
hjálpað íbúum. Annar fylgifisk-
ur nafnsins er sá að skiltum með
nafni þorpsins er reglulega stolið
og fellur kostnaður við að koma
nýjum skiltum fyrir á þorpsbúa.
Skaut móðurina
og rændi barninu
Verna McClain, þrítug kona frá
Texas í Bandaríkjunum, hefur
verið ákærð fyrir að myrða unga
móður og ræna þriggja daga
gömlum syni hennar. Atvikið átti
sér stað á þriðjudag en Verna var
hjúkrunarfræðingur sjúkrahús-
inu sem hin konan, Kala Golden,
28 ára, eignaðist drenginn á. Talið
er að Verna hafi fylgst með ferðum
móðurinnar og skotið hana til
bana þar sem hún var í bíl sínum
fyrir utan sjúkrahúsið með litla
drenginn í aftursætinu. Sam-
kvæmt bandarískum fjölmiðlum
hafði Verna nýlega misst fóstur.
Drengurinn fannst heill á húfi
nokkrum klukkustundum eftir
skotárásina.
Gingrich bitinn
af mörgæs
Newt Gingrich, sem sækist eftir
útnefningu Repúblikanaflokksins
fyrir forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum, komst í hann krappan
á dögunum þegar hann heimsótti
dýragarðinn í Saint Louis. Ging-
rich fór ekki nógu varlega þegar
hann nálgaðist mörgæs í garðin-
um og gerði mörgæsin sér lítið fyr-
ir og beit hann í einn fingurinn.
Gingrich slapp þó að mestu
ómeiddur, en samkvæmt frétt
Reuters fékk hann plástur hjá
starfsmönnum dýragarðsins.
Gingrich er mikill dýraunnandi en
hann skrifaði bók um bestu dýra-
garða Bandaríkjanna árið 2008.