Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 28
10 ríkustu stjórnmála- mennirnir 28 Erlent 20.–22. apríl 2012 Helgarblað n Forbes tók saman lista yfir ríkustu stjórnmálamenn heims Þ að er ekki sjálfgefið að fjár- sterkir einstaklingar nái frama á vettvangi stjórn- mála. Bandaríska tímaritið Forbes tók á dögunum sam- an lista yfir ríkustu stjórnmálamenn heims og af þeim hafa aðeins örfáir komist til æðstu metorða. Af 1.226 milljarðamæringum í heiminum eru 425 frá Bandaríkjunum. Af þeim hafa fimm reynt fyrir sér í stjórnmálum en aðeins einn komist í fremstu röð. Það er Michael Bloomberg, borgarstjóri New York-borgar, sem er jafnframt ríkasti stjórnmálamaður heims. Á meðal annarra bandarískra milljarðamæringa sem reynt hafa fyr- ir sér í stjórnmálum má nefna Ross Perot sem bauð sig tvisvar fram til forseta Bandaríkjanna, árin 1992 og 1996. Þrátt fyrir að hafa eytt 60 millj- ónum dala, eða 7,5 milljörðum króna á núverandi gengi, af eigin peningum í kosningabaráttunni 1992 náði hann ekki kjöri. Þá má nefna Jeff Greene, sem reyndi fyrir sér í forvali Demó- krataflokksins fyrir þingkosningarnar 2010, en náði ekki kjöri. Í Rússlandi er staðan svipuð og í Bandaríkjunum. Af 96 milljarða- mæringum í Rússlandi hafa fjórir látið á sér bera í stjórnmálum. Einna þekktastur þeirra er Mikhail Prokho- rov sem bauð sig fram til forseta gegn Vladimir Pútín í forsetakosningun- um í mars en tapaði. Athygli vekur að í Líbanon er núverandi forsætis- ráðherra margfaldur milljarðamær- ingur en forveri hans í embætti var það einnig. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Michael Bloomberg Eignastaða: 22 milljarðar Bandaríkjadala, eða 2.786 milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Borgarstjóri New York frá 2002. n Michael Bloomberg er fæddur 14. febrúar árið 1942 og varð því sjötugur í vetur. Hann hagnaðist gríðarlega á viðskiptum en árið 1973 varð hann meðeigandi fjárfestingabankans Sal- omon Brothers á Wall Street. Tæpum tíu árum síðar var hann rekinn úr starfi en fékk greiddar tíu milljónir dala í bætur. Fyrir þann pening stofnaði hann nýtt fyrirtæki, Innovative Market Systems, sem þjónustaði fyrirtæki á Wall Street. Bloomberg hefur verið borgarstjóri New York frá árinu 2002 en forveri hans í embætti var Rudolph Giuiliani. Mikhail Prokhorov Eignastaða: 13,2 milljarðar dala, eða 1.670 milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Fyrrverandi leiðtogi hægri manna í Rússlandi; frambjóðandi í forsetakosningunum 2012. n Prokhorov er 46 ára en hann er iðn- jöfur sem auðgaðist mikið á stáliðnað- inum í Rússlandi. Hann er þó einna best þekktur fyrir að vera eigandi bandaríska körfuboltaliðsins New Jersey Nets. Prokhorov var leiðtogi flokks hægri manna í Rússlandi en hann sagði sig frá flokknum í september í fyrra. Prokhorov bauð sig fram í forsetakosningunum í Rússlandi sem fram fóru í mars. Hann hlaut einungis átta prósent atkvæða en Vladimir Pútín fékk um 64 prósent atkvæða. Bidzina Ivanishvili Eignastaða: 6,4 milljarðar dala, eða 810 milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Sækist eftir embætti forsætisráðherra Georgíu í kosningum í haust. n Til marks um auðæfi Ivanishvili nema auðæfi hans um helmingi vergrar landsframleiðslu Georgíu á ári. Hann er doktor í hagfræði og auðgaðist mikið á stáliðnaði og í viðskiptum. Hann keypti fyrirtæki í Georgíu á slikk þegar ríkis- fyrirtæki voru einkavædd og seldi þau síðan fyrir margfalda upphæð. „Hann keypti fyrirtæki sem enginn þurfti á milljónir dala en seldi þau svo aftur á milljarða dala,“ segir í lýsingu Forbes á honum. Í október tilkynnti Ivanishvili að hann hygðist stofna stjórnmálaflokk sem mun bjóða fram í kosningum sem fram fara í haust. Silvio Berlusconi Eignastaða: 5,9 milljarðar dala, eða 750 milljarðar króna. Tengsl við stjórnmál: Fyrrverandi forsætis- ráðherra Ítalíu. n Berlusconi hefur nú sagt skilið við embætti forsætisráðherra Ítalíu eftir stormasöm ár. Ríkidæmi Berlusconis má rekja aftur til sjöunda áratugar síðustu aldar þegar hann fjárfesti í umfangs- miklu byggingarverkefni í Segrate, út- hverfi Mílanó. Berlusconi fór þó fljótlega að sinna einu af sínum helstu áhuga- málum, fjölmiðlum, og græddi fúlgur fjár þegar hann byggði upp sannkallaðan fjölmiðlarisa á Ítalíu. Berlusconi hefur verið ákærður fyrir að stunda kynmök með ófullveðja stúlku og skattasvik. Niðurstöður í þeim málum bíða af- greiðslu dómstóla. 1 2 3 4 Íbúar Fucking langþreyttir: Kosið um nafnabreytingu Íbúar í rúmlega hundrað íbúa þorpi í Austurríki munu á næst- unni kjósa um það hvort nafninu á þorpinu verði breytt. Þorpið, sem heitir Fucking, hefur hlotið mikla athygli á veraldarvefnum og vald- ið íbúum nokkrum óþægindum. „Íbúar eru nú reiðubúnir að ræða breytingar á rithætti nafns þorps- ins,“ segir þorpsstjórinn Franz Meindl. Í frétt breska blaðsins Telegr- aph kemur fram að þorpsbúar hafi í aldanna rás getað búið óáreitt- ir í þorpinu. Það hafi hins vegar breyst þegar bandarískir hermenn komu á svæðið í lok síðari heims- styrjaldarinnar og komst þorpið í kjölfarið í heimsfréttirnar. Þá hefur tilkoma veraldarvefjarins ekki hjálpað íbúum. Annar fylgifisk- ur nafnsins er sá að skiltum með nafni þorpsins er reglulega stolið og fellur kostnaður við að koma nýjum skiltum fyrir á þorpsbúa. Skaut móðurina og rændi barninu Verna McClain, þrítug kona frá Texas í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir að myrða unga móður og ræna þriggja daga gömlum syni hennar. Atvikið átti sér stað á þriðjudag en Verna var hjúkrunarfræðingur sjúkrahús- inu sem hin konan, Kala Golden, 28 ára, eignaðist drenginn á. Talið er að Verna hafi fylgst með ferðum móðurinnar og skotið hana til bana þar sem hún var í bíl sínum fyrir utan sjúkrahúsið með litla drenginn í aftursætinu. Sam- kvæmt bandarískum fjölmiðlum hafði Verna nýlega misst fóstur. Drengurinn fannst heill á húfi nokkrum klukkustundum eftir skotárásina. Gingrich bitinn af mörgæs Newt Gingrich, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum, komst í hann krappan á dögunum þegar hann heimsótti dýragarðinn í Saint Louis. Ging- rich fór ekki nógu varlega þegar hann nálgaðist mörgæs í garðin- um og gerði mörgæsin sér lítið fyr- ir og beit hann í einn fingurinn. Gingrich slapp þó að mestu ómeiddur, en samkvæmt frétt Reuters fékk hann plástur hjá starfsmönnum dýragarðsins. Gingrich er mikill dýraunnandi en hann skrifaði bók um bestu dýra- garða Bandaríkjanna árið 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.