Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 42
Hvað er að
gerast?
Laugardagur
Föstudagur
Sunnudagur
21
apr
20
apr
22
apr
Gospeltónleikar
Bjarna Ara
Söngvarinn Bjarni Arason syngur
trúarlega söngva Elvis Presley
ásamt einvala liði söngvara og
tónlistarmanna. Tónleikarnir
fara fram í Salnum í Kópavogi og
hefjast klukkan 20.30. Miðaverð er
4.900 krónur.
10cc í Háskólabíói
Stórtónleikar hljómsveitar-
innar 10cc eru í Háskólabíói í kvöld.
Hljómsveitin hefur selt yfir 30
milljónir platna á ferlinum og á
ellefu lög sem hafa komist á topp
tíu í Bretlandi. Tónleikarnir hefjast
klukkan 20.
Spilaþjófurinn
frumsýndur
Gamanleikritið Spilaþjófurinn er
frumsýnt í kvöld. Það er Leikfélag
Menntaskólans á Akureyri sem
setur leikritið upp. Sýnt í Rýminu
á Akureyri og hefst klukkan 20.
Miðaverð er 2.500 krónur.
Iron Maiden „tribute“-
tónleikar
Tónleikarnir fara fram á Gamla
Gauknum. Það er hljómsveitin
MaidenIced sem spilar á tón-
leikunum lög eftir hljómsveitina
Iron Maiden. Tónleikarnir hefjast
klukkan 22.
Úr ljóðum Laxness
Kammerkór Norðurlands flytur
kórverk við ljóð Halldórs Laxness í
Norðurljósasal Hörpu. Tónleikarnir
hefjast klukkan 20 og miðaverð er
2.500 krónur.
Einn dagur á jörðinni
Heimildarmyndin One Day On
Earth er frumsýnd í Bíó Paradís
í dag klukkan 16 á alþjóðadegi
jarðarinnar. Myndin er sýnd á sama
degi í 160 löndum. Það er UNICEF
sem stendur fyrir sýningunni.
42 20.–22. apríl 2012 Helgarblað
„Lágstemmd en áhrifamikil
baráttusaga íslenskrar náttúru“
„Sýning sem þið megið
alls ekki missa af“Menning
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
Baráttan um landið
eftir Helenu Stefánsdóttur.
Tengdó eftir Val
Frey Einarsson
Í
sak Óli Sævarsson er aðal-
listamaður á listahátíðinni
List án landamæra. Hann
var fjögurra ára þegar for-
eldrar hans komust að því
að hann væri einhverfur. Á
svipuðum tíma var það orðið
ljóst að listin myndi liggja fyrir
honum en það sem þau vissu
ekki var að hann myndi leita
í sögurnar sem þau lásu fyrir
hann, ekki síst með það að
marki að komast aðeins nær
honum. En þótt hann sé lítið
fyrir faðmlög og kossaflens er
hann fyrir foreldrum sínum
fullkominn eins og hann er.
Enda er hann ekki bara ein-
staklega hæfileikaríkur lista-
maður heldur er hann einnig
einstaklega skemmtilegur
strákur.
„Hvenær áttu afmæli?“
Ævintýri æskunnar eiga hug
hans allan og hann hefur gert
garðinn frægan með því að
mála myndir af strumpum,
skófólki, múmínálfum, Lúlla
og vinum hans, Tinna og fé-
lögum og fleiri teiknimynda-
fígúrum. Já, hann er enginn
venjulegur maður.
Ísak Óli Sævarsson býr
ásamt foreldrum sínum og
systkinum í blokkaríbúð í Álf-
heimum. Á leið minni upp
stigann svara ég kveðjum að
ofan, hæ, kallar Ísak Óli oft og
ítrekað. Hann mætir mér svo
á miðri leið og spyr hvenær ég
eigi afmæli. Skoðar mig aðeins
og hefur orð á því að ég sé
með slaufu, fínu slaufuna sem
ég ber um hálsinn. Sjálfur er
hann klæddur í gallabuxur og
stuttermabol með áprentaðri
mynd af Tinna. Við göngum
saman upp á efstu hæðina
þar sem faðir hans, Sævar
Magnússon, stendur í gáttinni
og móðir hans, Halla Þuríður
Stephensen, er inni í eldhús-
inu, eitthvað að sýsla við mat.
Öðruvísi en önnur börn
„Ég er ekki vitlaus, ég er skrýt-
inn,“ segir Ísak Óli. Hann er
öðruvísi en annað fólk og hon-
um er sama um það. Einhverf-
um börnum er oft strítt í skóla
en ef það gerðist þá skipti það
hann engu máli, hann fattaði
það ekki einu sinni. Hins vegar
skiptir það hann miklu máli
að vita hvað er að honum og
að fólk haldi ekki að hann sé
vitlaus.
„Ég er einhverfur,“ segir
Ísak Óli. Hann er með dæmi-
gerða einhverfu en þótt það
væri strax ljóst að hann væri
ekki eins og önnur börn voru
foreldrarnir lengi í afneitun.
„Hann var mjög órólegur sem
ungbarn,“ segir mamma hans.
„Hann grét svo mikið að við
vorum alltaf að reyna að róa
hann. Við vorum með hann í
„Ég er aðal“
Ísak Óli Sævarsson er aðallistamaður á listahátíðinni List án landamæra. Hann var fjögurra ára þegar for-
eldrar hans komust að því að hann væri einhverfur. Á svipuðum tíma var það orðið ljóst að listin myndi liggja
fyrir honum en það sem þau vissu ekki var að hann myndi leita í sögurnar sem þau lásu fyrir hann, eiginlega bara
til þess að komast aðeins nær honum. En þótt hann sé lítið fyrir faðmlög og kossaflens er hann fyrir foreldrum
sínum fullkominn eins og hann er. Enda er hann ekki bara einstaklega hæfileikaríkur listamaður heldur er hann
einnig einstaklega skemmtilegur strákur.
„Þegar við
komum heim
vissi ég ekki hvort ég
ætti að fara að hlæja
eða gráta, því Ísak Óli
hafði teiknað risa-
stórar fígúrur á ný-
málaða veggina.
Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal