Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Á milljarða í skattaskjóli Rannsókn eftirlits­ aðila á Íslandi á meintum brotum útgerðarfélags­ ins Samherja á lögum um gjald­ eyrismál teygir anga sína meðal annars til dóttur­ félaga Samherja á aflandseyjunni Kýpur. Þetta kom fram í DV á mið­ vikudag. Eignarhaldið á nokkrum evrópskum dótturfélögum Samherja er í gegnum þessi félög, meðal ann­ ars nýstofnað færeyskt dótturfélag Samherja sem og pólskt dótturfélag þess. Mörg alþjóðleg fyrirtæki notast við eignarhaldsfélög á aflandseyjum eins og Kýpur og Tortóla vegna þess skattalega hagræðis sem af því getur hlotist. Læst úti í frosti yfir nótt Þórhildur Berglind er 27 ára. Hún er fötluð, hypotonia og spastísk, með þroskahöml­ un og þarfn­ ast mikillar aðstoðar við daglegt líf. Saga Þór­ hildar var sögð í DV á miðvikudag en frá árinu 2007 hafa aðstandendur hennar barist hart fyrir því að henni verði útvegað búsetuúrræði við hæfi hjá Hafnarfjarðarbæ með litlum ár­ angri, enda telja bæði þau og fagað­ ilar sem hafa umgengist hana, algjör­ lega útilokað að hún geti búið ein og séð um sig sjálf. Í umfjölluninni kom fram að Þórhildur, sem býr ein, hafi þurft að standa úti heila nótt í frosti og snjókomu eftir að hún læsti sig úti í vetur. Nota dóp á meðgöngu Á milli 30 og 40 konur koma árlega á mæðravernd Landspítalans vegna vímuefna­ vanda þeirra. Á mánudag var rætt við Valgerði Lísu Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðing og ljósmóður á Landspítala háskólasjúkrahúsi, sem sinnir mæðravernd kvenna sem telj­ ast vera í sérstökum áhættuhópi á meðgöngu. Til þeirra teljast meðal annars þær konur sem eru í neyslu eiturlyfja þegar þær uppgötva þung­ un. Valgerður segir að af þessum 30 til 40 konum séu líka konur sem eru nýlega hættar í neyslu en þurfi aukið eftirlit. Ólétta sé þó mikill hvati fyrir konur til þess að hætta neyslu. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Leiðrétting Í miðvikudagsblaði var frétt sem bar fyrirsögnina „Hálf­ gerður skrípaleikur“ sem fjallaði um skrif Edwards Há­ konar Huijbens um Akureyri vikublað. Þar mátti lesa að Edward hefði sjálfur í sínum skrifum sakað ritstjórn blaðs­ ins um rangfærslur. Það er ekki rétt. Edward vitnaði aðeins til slíkrar gagnrýni. DV biðst vel­ virðingar á þessari rangfærslu. Stútar við stýri Menn kvöddu veturinn með ýmsum hætti þetta árið. Það voru þó nokkrir sem eiga eftir að sjá eftir því að hafa ekki tekið leigubíl heim eftir gleðskapinn. Aðfaranótt sumardagsins fyrsta hafði lögregl­ an á höfuðborgarsvæðinu afskipti af átta ökumönnum sem voru annaðhvort undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Milli klukkan fjögur og fimm aðfaranótt fimmtudags voru fimm stöðvaðir vegna slíks háttalags. Þá var nokkuð um pústra í mið­ borginni og hávaðaútköll en fjöl­ margir skemmtu sér í miðborginni þessa nótt. Skipverjar með dóp Sex skipverjar á togaranum Manu frá Grænlandi voru síðastliðið miðvikudagskvöld teknir vegna gruns um fíkniefnamisferli að því er segir í tilkynningu frá lögregl­ unni. Um lítið magn af ætluðum fíkniefnum var að ræða. Voru mennirnir fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu 113 þar sem málið var afgreitt með sektargreiðslu. Að því loknu fóru skipverjarnir aftur um borð í togarann og lét hann síðan úr höfn. Fangar rödd þjóðarinnar n Ætlar fyrir hönd Fjallabræðra að taka upp raddir 30 þúsund Íslendinga Þ egar ég steig út úr bílnum á Neskaupstað heyrði ég óm út úr skólanum þar sem krakkarnir voru að æfa sig. Það hefur verið sama ánægj­ an og sama gleðin á öllum stöðum,“ segir Halldór Gunnar Pálsson kór­ stjóri Fjallabræðra. Hann er þessa dagana á hringferð um landið með það metnaðarfulla verkefni að fanga söng tíu prósenta þjóðarinnar. Þegar DV náði tali af Halldóri var hann búinn að hljóðrita söng 1.441 Íslendings en hver og einn ritar nafn sitt og netfang í stóra gamaldags fundargerðarbók. 30 þúsund raddir Halldór byrjaði á því að mæla sér mót við Vestfirðinga og honum telst til að hann hafi náð að fá 9,62 prósent Vestfirðinga til að syngja bút úr lagi sem Fjallabræður ætla að gefa út. „Þegar við sáum hversu háu hlutfalli við náðum á Vestfjörðum ákváðum við að athuga hvort við næðum tíu prósentum þjóðarinnar,“ segir hann í samtali við DV. Markmiðið hjá þeim er sem sagt að skeyta saman söng um 30 þúsund Íslendinga. Úr því ætlar hann að mynda eina „stóra“ rödd. Þegar DV náði tali af honum á Austurlandi var næsti viðkomustað­ urinn Seyðisfjörður. „Ég lagði af stað frá Hvolsvelli og er búinn að þræða alla Austfirðina. Ég er búinn að heyra fólk syngja í Fjarðabyggð, á Stöðvar­ firði, Neskaupstað, Eskifirði, og víð­ ar. Ég er að nálgast Norðurlandið,“ segir hann glaður í bragði. Á laug­ ardaginn verður hann í Hofi á Akur­ eyri og hann vonast til að fylla húsið. „Ég veit að það komast 500 manns í sæti og svo er mér sagt að það komist aðrir 500 á sviðið. Ég ætla að vona að við fyllum húsið,“ segir hann. Þarf ekki bjartsýni Viðtökurnar hafa að sögn Halldórs verið framar vonum. Hann segir að honum hafi alls staðar verið vel tekið og að fjölmargir hafi haft sam­ band sem vilji leggja verkefninu lið; þar á meðal skólar, íþróttafélög og meira að segja áhafnir á bátum. Hann á von á því að þegar þeir verði búnir að þræða landsbyggð­ ina muni þeir verða á þeytingi um höfuðborgarsvæðið í nokkra daga. Spurður hvort hann reikni með að ná markmiði sínu segir hann að hann þurfi ekkert á bjartsýni að halda. Hann viti að hann muni klára verkefnið. Hann renni hins vegar algerlega blint í sjóinn hvað útkomuna varðar, enda hefur þetta aldrei verið gert áður. „Þetta hljóm­ ar vonandi eins og ein rödd. Ég er alltaf að bæta við þetta og hlusta. Þetta er orðið risastórt en hversu lengi heldur þetta áfram að stækka? Það er spurningin. Hljóma fimm þúsund raddir eins og þrjátíu þús­ und?“ spyr hann en blaðamaður hefur ekki svarið. Hann viðurkennir aðspurður að þetta sé ansi bratt verkefni. „Þetta er mikil keyrsla. Ég fer seint að sofa og vakna snemma. En ég kvarta ekki,“ segir hann jákvæður. Halldór gerir ráð fyrir því að lagið verði fyrst hægt að hlusta á á heima­ síðu verkefnisins thjodlag.is, en þar er hægt að fylgjast með framgangi mála, í máli og myndum. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Textinn fyrir lagið Þúsund ár og þúsund enn Þó elni fjara og rísi flóð Þúsund ár Gleði á Djúpavogi Krakkarnir voru fljótir að fyrirgefa Halldóri þó hann svæfi aðeins yfir sig. mynD tHjoDlaG.is Góð þátttaka Á Stöðvarfirði tók 41 þátt. mynD tHjoDlaG.is Duglegur kórstjóri Halldór segist ekki þurfa á bjartsýni að halda. Hann viti að hann muni klára verkefnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.