Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 20
20 Fréttir Náðist á eftirlitsmyndavél n Rafstöð stolið af kvikmyndagerðarfólki M ér finnst þetta svo leiðin­ legt. Það voru kannski tveir til þrír metrar í okkur,“ segir Helena Harsita Stefánsdótt­ ir kvikmyndagerðarkona sem var við störf við Reykjavíkurhöfn ásamt kvik­ myndatökuliði sínu, Undralandi, um síðustu helgi þegar lítilli rafstöð var stolið beint fyrir framan nefið á þeim. Þau vinna nú að stuttmyndinni Dans fyrir þrjá  og er tökum á myndinni um það bil að ljúka. Allir voru djúpt sokknir í vinnu sína þegar þetta gerð­ ist um síðustu helgi og urðu þess ekki varir þegar bifreið var ekið á staðinn og lagt skammt undan. Út úr bíln­ um skutust eldri hjón og með snör­ um handtökum komu þau lítilli og léttri dísilrafstöð upp í bifreiðina. Þau skutust svo aftur upp í bílinn og óku í burtu. Náðist á myndavél Enginn var þess var að hjónin kæmu að höfninni, enda talsverð umferð um Reykjavíkurhöfn dags­ daglega. Augljóst er að handtök þjófanna voru hröð, en þau sjást á myndbandi úr eftirlitsmyndavél taka rafstöðina. „Það var bakkað bíl að tökustað og þetta sést greinilega á myndband­ inu,“ segir Helena. „Eldri hjón koma út úr bílnum og stinga rafstöðinni inn í bílinn.“ Rafstöðin var í notkun en svo vildi til að á þessu augnabliki var enginn að fylgjast með henni. Málið var kært til lögreglunnar á miðvikudag en Helena veit að fólk­ ið sést á myndbandinu, en hefur þó ekki séð það sjálf í samræmi við regl­ ur um slíkar eftirlitsvélar. Mjög leiðinlegt „Ég var svolítið vonsvikin og mér finnst þetta leiðinlegt. Við vorum sem betur fer að ljúka tökunum þarna stuttu síðar svo þetta hafði ekki mikil áhrif á myndina, en fjár­ hagslega séð er þetta högg,“ seg­ ir hún en tryggingarnar borga ekki fyrir nýja rafstöð eða bæta tjónið segir Helena. Líklega var það aðeins tilviljun að fólkið kom þar að og tók rafstöðina. En þar sem bíllinn og bílnúmer­ ið náðust á upptöku verður líklega auðvelt fyrir lögregluna að hafa uppi á þeim sem stálu rafstöðinni. Því vill Helena koma því á framfæri að par­ ið sem stal rafstöðinni fær tækifæri til þess að skila rafstöðinni til Kukls ehf. og engir eftirmálar verða; kær­ an verður dregin til baka og málið fellt niður. „Okkur datt í hug að það gæti verið sniðugt að nota tækifærið og gefa parinu opinberlega færi á að skila rafstöðinni til Kukls ehf. án frekari eftirmála. Þá myndum við að sjálfsögðu draga kæruna til baka og málið félli niður.“ Haldið í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands, Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ Mánudaginn 23. apríl 2012, klukkan 15 – 17 Lífsgæði í blágrænu umhverfi - Íslenskt sýnidæmi í Urriðaholti Málþing um sjálfbært vatnafar Viðfangsefnið Við uppbyggingu byggðar verður yfirborð lands ógegndræpt og regnvatnið á ekki lengur greiða leið niður í jarðveginn. Á málþinginu verða ræddar svokallaðar blágrænar lausnir í byggð og tækifæri sem þeim tengjast, en þær eru hluti þeirra innviða sem koma skulu á næstu árum. Rætt verður um hvernig blágrænu lausnirnar geta styrkt um leið hið byggða umhverfi , en þær eru nú þegar til staðar í Urriðaholti í Garðabæ. Málþing kl. 15 – 17 Fundarstjóri - Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæ Kl. 15:00 – 15:10 Setning. Pétur Kristjánsson, formaður VAFRÍ Kl. 15:10 – 15:30 Um sjálfbært vatnafar í nútíð og framtíð. Sveinn Þórólfsson, prófessor, Norwegian University of Sience and Technology Kl. 15:30 – 15:50 Framtíðarhönnuðir blágrænna lausna. Hrund Ólöf Andradóttir, dósent, Háskóla Íslands Kl. 15:50 – 16:10 Kaffihlé - Myndband um sjálfbært vatnafar í Urriðaholti Kl. 16:10 – 16:30 Frá hugmynd að veruleika - Blágrænar lausnir í Urriðaholti. Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi hjá Alta Kl. 16:30 – 16:55 Umræður með pallborði Aldís Ingimarsdóttir, stundakennari, Háskólanum í Reykjavík Borgþór Magnússon, forstöðumaður vistfræðideildar, Náttúrufræðistofnun Íslands Eysteinn Haraldsson, bæjarverkfræðingur Garðabæjar Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri, umhverfisráðuneytinu Sigurður Ingi Skarphéðinsson, tæknistjóri fráveitu, Orkuveitu Reykjavíkur Kl. 16:55 – 17:00 Lokaorð - Slit. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Í lok málþingsins er boðið uppá vettvangsferð um Urriðaholt og Kauptún fyrir þá sem vilja VaFri Allir velkomnir – Skráning Vinsamlegast skráið þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 20. apríl á gardabaer@gardabaer.is Mikið högg Helena vonast til að endurheimta rafstöðina enda bæta tryggingarnar ekki tjónið. „Hún þarf félags- legan stuðning og daglegan stuðning varð- andi allar hversdagslegar athafnir.V ið höfum fengið mjög mik­ il viðbrögð frá fólki og á Fa­ cebook en við höfum ekki fengið nein viðbrögð frá bænum,“ segir Elísabet Þór­ arinsdóttir, móðir Þórhildar Berg­ lindar, fatlaðrar konu sem býr ein í kjallaraíbúð þrátt fyrir að fjölskylda hennar og fagfólk telji útilokað að hún geti búið ein og séð um sig sjálf. Algjört neyðarástand DV fjallaði um mál Þórhildar síðast­ liðinn miðvikudag þar sem kom fram að Þórhildur er fötluð, er með hypo­ tonia (lága vöðvaspennu) og spast­ ísk. Hún er með þroskahömlun og þarfnast mikillar aðstoðar við dag­ legt líf. Frá árinu 2007 hafa aðstand­ endur hennar barist hart fyrir því að henni verði útvegað búsetuúrræði við hæfi hjá Hafnarfjarðarbæ án ár­ angurs. „Það er óbreytt staða og eins og hefur komið fram er þetta algjört neyðarástand og mikilvægt að finna lausn fyrir hana. Bæjarfélagið hefur verið að skjóta sér bak við að það sé gera eitthvað í mörg ár en ekkert hef­ ur gerst.“ Hafa sýnt biðlund Þórhildur Berglind er einangruð og líður mjög illa í núverandi aðstæð­ um. Hún vonar að hún fái úthlutað íbúð á vegum bæjarins þar sem hún getur að búið sjálfstætt en jafnframt fengið þann stuðning og ummönnun sem hún þarfnast. „Hún er búin að óska eftir því lengi. Hún vill náttúru­ lega eiga sitt heimili en í vernduðu umhverfi þar sem hún þarf stuðn­ ing að öllu leyti. Hún þarf félagslegan stuðning og daglegan stuðning varð­ andi allar hversdagslegar athafnir.“ Elísabet vonast til að bæjaryfir­ völd taki við sér nú þegar athygli hefur verið vakin á aðstæðum dóttur hennar. „Bærinn verður bara að gera eitthvað, þetta getur bara ekki gengið svona. Þetta er að ganga frá henni og þetta er að ganga frá fjölskyldunni. Fjölskyldan er búin að sýna mikla biðlund og þetta er mjög erfitt.“ Hafa ekki val Elísabet segir stuðninginn sem fjöl­ skyldan hefur fengið mikils met­ inn en mikilvægt sé að bæjaryfir­ völd sinni skyldum sínum gagnvart fötluðum. „Við þökkum innilega fyrir þann stuðning sem okkur hef­ ur verið sýndur, en það er auðvitað hvergi nærri nóg því bæjaryfirvöld verða að gegna þeirri skyldu sem þeim ber gagnvart fólki sem býr við skerta getu til að sjá um sig sjálft. Þetta fólk hefur ekki val um það að bjarga sér. Það valdi sér ekki þetta hlutskipti í lífinu.“ n Engin viðbrögð frá bæjaryfirvöldum vegna aðstæðna fatlaðrar konu „Þetta er algjört neyðarástand“ 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Óskar eftir úrræðum Þórhildur Berglind óskar þess að komast í þjónustuíbúð á vegum bæjarins þar sem hún fengi stuðning og gæti brotist út úr félagslegri einangrun. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is 18–19. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.