Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 27
sumar en móðir hennar gefur henni
vítamínbætt jarðhnetumauk, svo-
kallað „plumpy-nut“, sem starfsmenn
UNICEF kalla kraftaverkafæðu fyrir
vannærð börn. „Vítamínbætta jarð-
hnetumaukið breytti að mörgu leyti
meðhöndlun vannærðra barna.
Það góða við þetta mauk er að það
þarf ekki að blanda það með vatni og
hægt er að borða það beint úr pakk-
anum, sem dregur úr sýkingarhættu.
Auk þess hafa þessi hjálpargögn mik-
ið geymsluþol,“ segir Stefán Ingi og
bætir því við að fyrir 3.000 krónur sé
hægt að útvega fimmtíu skammta af
þessu mauki. „Börn fá þrjá skammta
á dag í nokkrar vikur og ótrúlegir
hlutir gerast. Hugsið ykkur hvað hægt
er að gera mikið fyrir svona upphæð,
þrjú þúsund krónur!“
Mæður og börn fá næringu
Auk þess að sinna vannærðum börn-
um í Níger hefur Barnahjálpin unnið
að því síðastliðna mánuði og ár að
styrkja innviði í landinu svo það sé
betur í stakk búið til að takast á við
áföll sem þessi. Til dæmis með því
að beita sér fyrir auknu aðgengi að
hreinu vatni og bættum hreinlætis-
háttum, með það að marki að hindra
útbreiðslu sjúkdóma.
Eins er unnið að forvarnarstarfi í
von um að færri börn verði vannærð.
Liður í því er að veita rúmlega 21.000
mæðrum með barn á brjósti næringu
með nauðsynlegum snefilefnum.
Rúmlega þrjár milljónir barna eiga
líka von á nauðsynlegum skömmtum
af A-vítamíni á næstunni. A-vítamín
er nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska
barna, auk þess sem það styrkir
ónæmiskerfi þeirra.
Í samstarfi við heilbrigðisráðu-
neytið vinnur UNICEF einnig að að-
gerðum sem eiga að draga úr barna-
dauða, eins og bólusetningum gegn
mislingum og lömunarveiki, meðferð
við kóleru og dreifingu á moskítónet-
um til að koma í veg fyrir malaríusmit
og fleira. Það skiptir máli því vannærð
börn eru mun líklegri en heilbrigð
börn til að veikjast af margvíslegum
sjúkdómum og hafa það síður af.
Íslendingar gefa mest
Söfnunarátakið hefur skilað sér. Í Ís-
lendingum slær fallegt hjarta og sam-
kenndin er mikil ef tekið er mið af því
hversu vel hefur gengið. „Við eigum
varla orð yfir viðtökunum,“ segir Stef-
án Ingi. Hvergi í heiminum eru fram-
lögin hærri miðað við höfðatölu en á
Íslandi og nú hafa safnast á milli 17
og 18 milljónir. „Fólk virðist skynja og
skilja að þetta sé neyðarástand sem
kemur okkur öllum við – og að þetta
sé mál sem við getum gert eitthvað í,“
segir Stefán.
„Við þurfum ekki að horfa upp
á börn veslast upp og láta lífið af
völdum vannæringar, leiðirnar til
að hjálpa þeim eru vel þekktar. Við
notum þær á hverjum einasta degi
og erum á staðnum í öllum þessum
átta ríkjum. UNICEF hefur þekkingu,
reynslu og getu til að meðhöndla van-
nærð börn og batahorfurnar eru góð-
ar en fái þau ekki aðstoð fer illa, það
er því miður staðreynd. Það er sem sé
ákaflega mikið í húfi og svo sannar-
lega hægt að koma til aðstoðar. Mun-
um að ekkert framlag er svo smátt að
það skipti ekki máli, margt smátt gerir
eitt stórt – gleymum því aldrei.“ n
Kamerún
Níger
– um 330.000
börn talin í
hættu.
Nígería
– um 208.000
börn talin í hættu.
Kamerún
– um 55.000 börn talin
í hættu.
Tsjad
– um 127.000
börn talin í
hættu.
Búrkína Fasó
– um 99.000
börn talin í hættu.
Malí
– um 175.000
börn talin í
hættu.
Maritanía
– um 13.000
börn talin í hættu.
Senegal
– um 20.000 börn
talin í hættu.
Þú getur hjálpað
Hægt er að styrkja neyðarstarfið á Sahel-svæð-
inu með því að hringja í söfnunarsímanúmerin:
908-1000 / 1.000 krónur
908-3000 / 3.000 krónur
908-5000 / 5.000 krónur
n Einnig er hægt að leggja inn á neyðarreikning
samtakanna: 701-26-102040, kt. 481203-2950.
Óttaðist um líf dÓttur sinnar
n Achta fékk alvarleg einkenni vannæringar n Gat ekki staðið upprétt og lá heilu tímana n Neyðarástand ríkir á Sahel-svæðinu og börn eru í lífshættu n Ástandið verst í Níger
Fréttir 27Helgarblað 20.–22. apríl 2012
Moctar, tveggja ára Ef börn eru undir fimm ára aldri er viðmiðið fyrir alvarlega
bráðavannæringu að upphandleggurinn mælist ellefu sentímetrar eða minna. Málbandið
sýnir rautt og Moctar fær samstundis meðferð.
Fatchima, 22 mánaða Fatchima fær þessa dagana aðstoð á næringarmiðstöð í Zinder-
héraði í Níger. Móðir hennar gefur henni vítamínbætt jarðhnetumauk, svokallað „plumpy-
nut“, sem starfsmenn UNICEF kalla kraftaverkafæðu fyrir vannærð börn. Mynd UnICEF / AssElIn
Achta, 12 mánaða Achta varð mjög veik-
burða og móðir hennar óttaðist að hún myndi
ekki lifa af. Hún fékk hjálp og er nú á leið heim.