Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 37
Viðtal 37Helgarblað 20.–22. apríl 2012 að koma með bæði börnin og hafði ekkert tekið sig sérstak- lega til. Ég hins vegar hafði beðið eftir þeim í hálftíma og fannst þetta bara frekar fyndið.“ Það hefur sjaldan ver- ið lognmolla í kringum Ás- dísi Rán í þau níu ár sem þau Garðar hafa verið saman. Garðar segir laukrétt að Ás- dís sé harðdugleg en á erfitt með að svara þeirri spurn- ingu hvort hann vilji eignast rólegri konu næst þegar ást- in bankar upp á. „Það er erf- itt að segja. En ætli ég myndi ekki kjósa aðeins meiri róleg- heit,“ segir hann brosandi. Garðar líkaði vel við Búlg- aríu. „Á margan hátt var ég samt að fíla Þýskaland betur. Við bjuggum í München sem er frábær borg og höfðum rétt náð að koma okkur fyrir þegar við þurftum að fara. Ég kunni samt einnig vel við mig í Búlgaríu en ég var bara ekki með neina vinnu og það er aldrei skemmtilegt.“ Hann segir af og frá að hann hafi ekki höndlað að röðin hafi verið komin að honum að fylgja Ásdísi um heiminn eftir að hún hafði farið með honum fram og til baka. „Ég hef alltaf verið glaður fyrir hennar hönd. Ásdís hefur alltaf verið harð- dugleg og ég vona að öll henn- ar vinna muni skila sér. Hún á það svo sannarlega skilið. Auðvitað tekur það sálrænt á fyrir knattspyrnumann að geta ekki spilað. Fótbolti er á margan hátt erfið íþrótt sál- fræðilega – eins og örugglega allar aðrar íþróttir. En að hún hafi verið orðin stærri stjarna en ég, skipti mig engu máli. Ég hef alltaf verið tilbúinn að standa við hlið hennar. Og jafnvel fyrir aftan hana.“ Of skapstór fyrir þjálfarann Hann segist enn dreyma um frekari frama innan knatt- spyrnunnar. „Draumurinn væri að fá langan og góðan samning en ég hugsa að ég fari ekki á flakk eins og ég er búinn að vera á. Strákurinn minn þarfnast meira öryggis. Ég myndi því líklega hafna slíkum tilboðum og vera hér áfram,“ segir Garðar sem var kominn út í eigin rekstur þegar hann stofnaði fyrir- tækið Icelandic Spirits og hóf sölu á bjórnum Krumma. Bisnessinn hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi. „Bjórinn er að öllum lík- indum kominn á endastöð. Það er svo erfitt að keppa við þessa stóru risa. Maður er samt að vinna að ýmsu og vonandi rætist eitthvað úr því. Annars eru allar líkur á að ég eigi langt eftir í bolt- anum enda er ég aðeins að verða 29 ára. Ég á vonandi fimm, sex sjö ár eftir. Í raun- inni hef ég lítið hugsað um hvað tekur við af boltanum. Bræður mínir eru miklir at- hafnamenn og ætli maður detti ekki bráðlega í bisness með þeim.“ Aðspurður segist hann ekki stefna á að verða þjálf- ari. „Nei, ég hugsa að ég hafi ekki skap í það. Þráðurinn er oft stuttur. Hins vegar er ég mjög snöggur niður aftur.“ Eldri bræður Garðars, tvíburarnir og knattspyrnu- mennirnir Arnar og Bjarki, eru tíu árum eldri en Garð- ar en sá yngsti, Rúnar Berg- mann, verður 21 árs í sumar. Garðar segir það hafa verið skemmtilegt að alast upp í þessum strákahópi. „Stóru bræður mínir fluttu samt að heiman þegar ég var átta ára en ég fór oft út til þeirra sem var alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hann og játar að hafa stundum öfundað þá að eiga tvíburabróður. „Það hlýt- ur að vera gott að eiga alltaf einhvern vin sem hægt er að tala við. Þetta eru svo góðir strákar sem hafa alltaf verið til staðar fyrir mig eftir að ég komst á fullorðinsár. Þeir eru örugglega bestu bræður sem hægt er að hugsa sér. Ég og Rúnar erum svo að ná saman núna síðan hann varð full- orðinn.“ Byggir upp sambandið við soninn Þrátt fyrir að vera nýorðinn ein- hleypur segist Garðar ekki hafa misst sig í djamminu. „Auðvi- tað hefur maður kíkt út með vinunum sem eru barnlausir eða fráskildir og yngri bróð- ir minn er líka búinn að vera duglegur að kíkja út með mér. Það er samt ekki mikill tími. Ég er með strákinn og svo er það fótboltinn. Ég er sjálfstæður faðir og sé um heimilis verkin og hjálpa syninum að læra og um helgar reynum við svo að gera eitthvað skemmtilegt saman. Mér finnst voðalega notalegt að taka því rólega en eins getur líka verið skemmti- legt að lyfta sér upp. Fjölskyldan hefur hjálpað mér mikið að komast í gegnum þetta og mamma er voðalega glöð að vera búin að fá mig heim þótt hún vildi að aðstæð- urnar væru aðrar. Mamma er búin að vera alveg frábær. Hún er menntaður kennari og hef- ur hjálpað syni mínum mjög mikið. Það er mikil guðs gjöf að eiga svona góða mömmu,“ segir hann og bætir við að þótt þær Ásdís séu báðar frábærar hvor á sinn hátt sé örugglega erfitt að finna ólíkari mann- eskjur. „Pabbi er líklega sá eini í fjölskyldunni sem heldur í við Hektor svona orkulega séð og það er erfitt að finna betri afa.“ Garðar segist njóta þess að endurbyggja samband sitt við Daníel Inga sem var aðeins fjögurra ára þegar Garðar flutti út að spila fótbolta. „Okkar samband hefur alltaf verið lítið en vonandi verður nú breyting á. Þrátt fyrir skilnaðinn erum við Róbert Andri, sonur Ás- dísar, ennþá góðir vinir. Við höfum alltaf verið meiri fé- lagar en feðgar og verðum það áfram. Hann getur alltaf leit- að til mín ef það er eitthvað og hann veit það. Við erum trún- aðarvinir. Hann segir mér hluti sem hann segir ekki einu sinni mömmu sinni.“ Kjaftasögur í litlum bæ Garðar hefur verið í sviðsljós- inu frá því að hann sigraði í keppninni Herra Ísland árið 2003. Hann þekkir því varla annað en að vera á milli tann- anna á fólki. „Það er ekkert skemmtilegt að skilja svona fyrir framan alþjóð. Það er ekki eitthvað sem ég mæli með. En ég er vanur þessu lífi. Öll þessi athygli er líklega erfiðari fyrir fjölskyldur okkar en okkur tvö. Ég veit ekki hvort börnin taka eftir þessari athygli. Þau eru náttúrulega vön því að sjá okkur í blöðunum og hafa oft setið fyrir með okkur í mynda- tökum. Þau þekkja ekki heldur neitt annað. Annars er hálf- kjánalegt að lýsa því yfir að maður sé eitthvað frægur en vissulega verður allt erfið- ara þegar maður þarf að lesa um erfiðleikana sem maður gengur í gegnum í blöðunum hverju sinni.“ Hann segist njóta lífsins á Akranesi. „Hér er frábært að búa fyrir fjölskyldufólk en sögurnar eru fljótar að verða til í svona litlum bæ. Ég hef lent í þeim nokkrum. Okkur líður samt vel hér en æskufé- lagi minn og vinur býr hérna fyrir neðan mig í blokkinni. Ég er fljótur að aðlagast og hefur alltaf liðið vel þar sem ég hef búið, en líður manni ekki alltaf best heima? Í svona erfiðleikum lærir maður hverjir eru manns sönnu vinir og hverjir ekki. Maður hefur þegar sigtað ýmsa út og það kemur enn frekar í ljós á næstunni hverjir eru traustsins verðir og hverjir ekki.“ Aldrei að segja aldrei Hann segist ekki hafa áhyggj- ur af Ásdísi og Victoriu úti í Búlgaríu. „Það er auðvitað mik- ill plús að hafa fjölskylduna hjá sér en ég er ekki hræddur um Ásdísi. Hún er búin að koma sér vel fyrir og býr á góðum stað. Hún getur líka alveg bitið frá sér. Vissulega hefur skiln- aðurinn eflaust verið erfiðari fyrir hana þar sem hún er ein og svona langt í burtu en hún náði vonandi að hlaða vel batt- eríin þegar hún kom heim um páskana,“ segir hann en bætir við að hann hafi ekki mikla trú á að þau Ásdís muni laga sam- band sitt. „Maður á náttúrulega aldrei að segja aldrei en eins og stað- an er í dag þá held ég að það séu litlar líkur á að við tökum aftur saman. Nú reyni ég bara að njóta lífsins og þess að vera til. Auðvitað er alltaf einhver eftirsjá og ég mun alltaf elska hana og börnin okkar munu alltaf tengja okkur saman. Ásdís hefur átt sinn þátt í að móta mig þótt ég ætli nú ekki að ganga svo langt að gefa henni allt kredit fyrir það. Ég flutti beint frá mömmu og pabba til hennar og Ásdís hefur verið hluti af öllum mínum fullorð- insárum. Hún er hluti af öllum mínum minningum. Auðvitað er þetta erfitt en aðstæður hafa breyst og maður verður bara að taka því. Við höfum átt langan og góðan tíma saman þótt auðvitað hafi sambandið gengið upp og nið- ur eins og í öllum samböndum. Við höfum upplifað mikið af ævintýrum saman og kannski maður eigi eftir að sakna þeirra. En þá er bara að búa sér til ný ævintýri.“ indiana@dv.is Börnin Hektor býr á Íslandi með pabba sínum en Victoria Rán býr úti í Búlgaríu með mömmu sinni. Strákahópur Tvíburarnir Arnar og Bjarki eru tíu árum eldri en Garðar. Rúnar er að verða 21 árs. Þegar allt lék í lyndi Garðar og Ásdís höfðu oft verið í fjarbúð og að sögn Garðars var fjarbúðin frekar til þess að kynda upp í sambandinu. „En að hún hafi verið orðin stærri stjarna en ég, skipti mig engu máli Einhleypur Garðar var aðeins 19 ára þegar hann fór að vera með Ásdísi Rán. Hann þekkir því ekkert annað en líf með henni síðan hann varð fullorðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.