Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 44
44 Menning 20.–22. apríl 2012 Helgarblað
Ísak Óli. Gylfaflöt er endur-
hæfingarmiðstöð þar sem
boðið er upp á ýmsar smiðjur.
„Ég er búinn þar klukkan eitt.
Eftir það fer ég á Ás á þriðju-
dögum og fimmtudögum.“
Ás er vinnustofa þar sem Ísak
Óli fær pínulaun fyrir störf
sín. „Á eftir fer ég í sund. Með
Öspinni. Ég fer þangað á
mánudögum, miðvikudögum
og föstudögum. Á mánudag
fer ég svo á Holtaveg með
Strumpasafnið fimm. Það er
skammtímavistun og ég fer
þangað einu sinni í mánuði.“
Pabbi hans grípur orðið og
segir að Ísak Óli sé alltaf búinn
að ákveða með löngum fyrir-
vara hvað hann ætli að taka
með sér. „Í raun og veru er
það ekki einhverfan heldur
eitthvert kerfi sem hann bjó
til. Það virkar eins og fall-
hlíf svo hann hrapi ekki bara
beint niður á jörðina. Hann
léttir sér lendinguna, því hann
veit hvað það er óþægilegt að
lenda í einhverju óvæntu.“
Gætu verið í fangelsi
Núna er klukkan að nálgast
fimm og honum þykir mjög
óþægilegt að vera ekki enn
búinn að fá svör við því hvað
eigi að vera í matinn í kvöld.
„Hann byrjar klukkan hálf
átta á morgnana að spyrja út í
kvöldmatinn. En ég nenni ekki
að búa til plan til að þóknast
honum. Hann verður að læra
þetta,“ segir Halla. Sævar tek-
ur undir það og segir að það
megi ekki gefa allt eftir. „Við
gætum verið í fangelsi hérna.“
Hann tekur dæmi. Þegar
Ísak Óli var fimm ára vildi
hann alltaf fara sömu leið til
ömmu sinnar og afa þegar
þau heimsóttu þau. Einu sinni
fóru þau aðra leið og þá réð
hann illa við það, öskraði og
lét öllum illum látum. „Eftir
það fórum við alltaf aðra leið
til þess að venja hann við það.
En auðvitað þarf hann að ráða
einhverju og við leyfum hon-
um að halda í ýmislegt.“
„Strumpana,“ segir Ísak Óli.
„Já, einmitt,“ svarar Sævar.
„Þegar við förum á Vestfirði þá
vill Ísak Óli taka allt strumpa-
safnið með sér. Ég veit af
hverju hann gerir það, hann
vill raða þeim upp í hvíta
sandinn. Við leyfum honum
það. En þegar við förum til
útlanda þá er alveg ferlegt að
taka þrjú hundruð strumpa
með sér. Þá verðum við að
semja við hann um það hvort
hann taki með sér tíu eða tólf
strumpa.“
Á 298 strumpa
Strumpasafnið hans Ísaks Óla
er sennilega það stærsta á
landinu. „Ég á 298 strumpa,“
segir Ísak Óli um leið og hann
ákveður að bjóða mér inn í
herbergið sitt. Það er heill
heimur út af fyrir sig. Strump-
unum er raðað snyrtilega upp
á borðið, í sérstakri röð sem
heldur sér alltaf eins. „Ég rað-
aði þeim,“ segir hann og þegar
ég spyr hvernig hann raði
þeim er svarið skýrt, „á borð-
ið“. Hann getur ekki útskýrt
þetta nánar. Honum stend-
ur samt ekki sama þegar fólk
fiktar í strumpunum og röðin
ruglast. „Það er ákveðið kerfi
á þessu,“ segir Sævar. „Hann
raðar þeim alltaf eins og verð-
ur rosalega stressaður þegar
lítil börn koma í heimsókn og
vilja leika sér með strumpana.
Hann getur orðið alveg brjál-
aður ef þau taka þá upp og
tekur stundum kast.“
Elstu strumparnir eru aðal.
Sumir eru orðnir svo gamlir að
þeir eru farnir að láta á sjá, það
vantar á þá hönd eða fætur,
jafnvel bæði. Fyrsta strumpinn
fékk hann þegar hann var fjög-
urra ára gamall og Sævar hefur
reynt að hita höndina á honum
á rafmagnsplötu og klessa
hana aftur á strumpinn en með
takmörkuðum árangri. „Við
reyndum líka að kaupa nýjan
æðstastrump handa honum
en það þýddi ekkert. Hann
vill hafa hann svona fatlaðan.“
Sævar tekur æðsta strump upp
til að sýna mér hann en Ísak
Óla líkar það ekki, segir nei og
fylgist órólegur með.
Teiknar á eldhúsrúllur
Ísak Óli leggst í rúmið og segir:
„Ég vil teikna strumpa á eldhús-
rúllur.“ Pabbi hans segir að það
verði alltaf að vera til eldhús-
rúllur og smjörpappír á heim-
ilinu, það megi ekki klikka. „Það
er mjög lítið sem hann hefur
teiknað á venjulegan pappír.
Hann notar frekar pappír sem
hefur einhverja áferð.“
Í þeim töluðu orðum dreg-
ur hann fram stóran plast-
kassa sem stendur undir
borði. Kassarnir eru fleiri en
í þeim er servíettusafn Ísaks
Óla. „Þar eru líka klippimynd-
ir, til dæmis af Pappírs Pésa,
og frasar eins og: Hver hefur
sofið í rúminu mínu? spurði
bangsapabbi.
Eitt af því sem Ísak Óli gerir
alltaf og er svona skrýtin en
skemmtileg hefð er að hann
skrifar alltaf skilaboð á kaffifilter
uppi í sumarbústað. Þau bíða
okkar alltaf þegar við förum að
hella upp á kaffi og mér finnst
það alltaf jafn skemmtilegt.“
„Þessi stafur heitir D,“ segir
Ísak Óli hátt og snjallt. For-
eldrar hans brosa og halda
áfram þar sem frá var horfið.
„Við höfum aðeins verið í
vandræðum með þetta safn.
Okkur finnst þetta æðislegt
en þetta safnast upp. Ég efast
nú um að Ísak myndi vilja að
við myndum selja það. Hann
hefur ekkert vit á peningum.
Hann gæti farið upp í ísbúð og
keypt ís á fimmtíukall án þess
að þykja nokkuð athugvert við
það. Eða fimmtíu þúsund.
En ég sé hann stundum róta
í þessu og nota myndir héðan
þegar hann er að mála uppi.
Hann notar þetta eins og skiss-
ur. Hann notar líka Google,
eins og þegar hann var að mála
Leonard Cohen. Við hlustum
svo mikið á músík hér á heim-
ilinu og héldum lengi að hann
væri ekkert að fylgjast með
en svo kom á daginn að hann
þekkti alla söngvarana.“
Ísak Óli safnar ekki bara
strumpum. Hér eru líka barba-
kallar og „hæ hó-karlar“, eins
og hann kallar dvergana úr
Mjallhvít og dvergarnir sjö.
Tinnadót fær líka sitt pláss og
nokkrir kassar eru fullir af Pez-
körlum. „Ég safna þeim líka.“
Notaður sem sýnidæmi
Þótt Ísak Óli hafi gaman af
þessum körlum leikur hann
sér ekki með þá eins og önnur
börn. Hann hefur heldur aldrei
leikið sér við önnur börn.
„Þegar ég eignaðist strák-
ana var fólk alltaf að tala um
það hvað það væri þægilegt
að eiga tvo syni á svipuðum
aldri, því þeir myndu leika
sér saman. Það gerðist aldrei.
Ísak Óli leitaði aldrei í bróður
sinn,“ segir Halla. „Hann hefur
í raun aldrei leikið sér við aðra
krakka. Hann sækir meira í
fullorðið fólk og fjölskylduna.
Hann elskar til dæmis systur
mína og mág. Kannski af því að
fullorðnir eru fyrirsjáanlegri,
börn eru óútreiknanlegri. Hon-
um þykir það óþægilegt.“
„Ég var í Langholtsskóla, í
sérdeild fyrir einhverfa.“ Þegar
Ísak Óli var sex ára var opnuð
sérdeild fyrir einhverfa í Lang-
holtsskóla og foreldrar hans
ákváðu að flytja í hverfið svo
hann gæti gengið í sinn hverfis-
skóla. Þau vildu að hann færi í
sérdeild fyrir einhverfa en ekki
í almennan bekk með stuðn-
ingsfulltrúa sér til aðstoðar.
Það varð þó ekki til þess að
hann eignaðist vini í bekknum,
enda segja þau að einhverfur
leiki sér ekki við einhverfan.
En þarna fékk hann fullkomna
þjónustu að þeirra mati og
kerfið sem er kennt í Lang-
holtsskóla skilaði svo góðum
árangri að Ísak Óli er stundum
notaður sem sýnidæmi á nám-
skeiðum um einhverfu.
„Við höfum alltaf fengið full-
komna þjónustu,“ segir hún,
„enda væri hann ekki svona
klár ef það væri ekki raunin.
Fyrstu árin í grunnskóla fór
hann reyndar mikið í almenn-
an bekk en eftir því sem hann
réð verr við fögin minnkaði
það. Hann hefur til dæmis ekk-
ert í trúarbragðafræði að gera
þar sem hann skilur hana ekki
og nær ekki utan um huglæg
orð eins og trú. En ég finn það
núna að þegar hann hittir aðra
krakka í hverfinu að þeir eru
vinir hans.“
Listin þroskar
Á starfsbraut fyrir fatlaða í Fjöl-
brautaskólanum í Garðabæ
var stefnan síðan tekin á frek-
ara myndlistarnám. Enda var
það aldrei spurning að hann
yrði listamaður. „Ætli hann
hafi ekki verið svona fjögurra
ára þegar ég tók svefnherbergi
okkar hjóna í gegn, sparslaði
og málaði og bar húsgögn fram
og aftur inn í herbergið. Þetta
var heljarinnar vinna og að
því loknu skelltum við hjónin
okkur í bíó. Þegar við komum
heim vissi ég ekki hvort ég ætti
að fara að hlæja eða gráta, því
Ísak Óli hafði teiknað risastórar
fígúrur á nýmálaða veggina.
Þetta var samt svo flott og vel
gert hjá honum að ég gat eigin-
lega ekki verið spældur. Hæfi-
leikarnir voru greinilegir.“
Enda hafa tækifærin ekki
látið á sér standa. Verk hans
hafa verið sýnd á fjölda sýn-
inga, hér heima og erlendis,
á einkasýningum og samsýn-
ingum með frambærilegustu
listamönnum landsins. Hróður
hans hefur vaxið jafnt og þétt
og nú er svo komið að stór
hópur fylgist með honum. Allt
þetta hefur átt sinn hluta í því
að þroska hann, ekki aðeins
sem listamann heldur einnig
sem einstakling. „Við tökum
kannski ekki eftir því þar sem
við umgöngumst hann dag-
lega. Hins vegar er ofsalega
mikið af fólki sem kemur hing-
að til að skoða safnið hans og
kaupa myndir. Og við heyrum
það frá fólki sem hittir hann
kannski tvisvar á ári að hann
hafi þroskast mjög félagslega,“
segir Sævar.
Halla tekur undir það og
gleðst yfir velgengninni. „Ég
er ferlega fegin að hann skuli
hafa eitthvað svona fyrir stafni.
Því hann á ekki vini sem koma
að heimsækja hann og ekki fer
hann í bíó með vinum sínum.
Hann er orðinn 22 ára gamall
og við finnum alltaf betur fyrir
því að allt í einu er hann bara
einn eftir hér með okkur. Þann-
ig að okkur finnst þetta alveg
æðislegt.“ n
Fólk í mynd í Norræna húsinu
Ísak Óli tekur þátt í samsýningunni
Fólki í mynd í Norræna húsinu. Þar
eru einnig verk eftir Aron Kale,
Bergþór Morthens, Erlu Björk Sig-
mundsdóttur, Gígju Thoroddsen
– GÍA, Hermann Birgi Guðjónsson,
Huldu Vilhjálmsdóttur, Kristján
Ellert Arason, Ólöfu Dómhildi
Jóhannsdóttur, Sigrúnu Huld
Hrafnsdóttur og Snorra Ásmunds-
son. Sýningin stendur til 13. maí.
Þrívídd í Ráðhúsi
Reykjavíkur
Sauðkindur, risavaxið hrafnshreið-
ur, þrívíður útsaumur og fígúrur úr
gifsi. Sýnendur vinna að list sinni
í Ásgarði, Gylfaflöt, Sólheimum,
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ,
Fjölmennt, Bjargarási, Lækjarási
og á Egilsstöðum. Sýningin stendur
til 28. apríl.
Við suðumark í Listasal
Mosfellsbæjar, Kjarna
Elín S. M. Ólafsdóttir og Kristín
Gunnlaugsdóttir leiða saman
hesta sína í Listasal Mosfellsbæjar.
Þær sýna teikningar, málverk og
útsaum í striga. Verk beggja eru
kraftmikil og tjáningarrík. Sýningin
hefst 21. apríl og stendur til 7. maí.
Tilraunastofa í Myndlistar-
skólanum í Reykjavík
Sýning á verkum Ólafíu Mjallar
Hönnudóttur, Hjördísar Árna-
dóttur, Huldu Magnúsdóttur,
Eddu Heiðrúnar Backman og
Sonju Sigurðardóttur í anddyri
Myndlistarskólans. Allar eiga þær
við ýmiss konar hreyfihömlun að
stríða en láta það ekki aftra sér í
listsköpuninni. Sýningin hefst 22.
apríl og er opin til 7. maí.
Blint bíó í Bíó Paradís
Sýnd verður myndin Hetjur
Valhallar með sjónlýsingu fyrir
blinda og sjónskerta. Sjónlýsingar-
handritið er unnið sérstaklega fyrir
þessa sýningu og verða sjóntúlkar
viðstaddir sýninguna. Sýningin
hefst kl. 16 þann 22. apríl og það er
ókeypis á sýninguna.
Hönnun fyrir börn
Tréleikföng, púðar, mjúkar verur og
annað skemmtilegt verða til sýnis í
Handverki og hönnun, Aðalstræti.
Munirnir eru hannaðir og unnir hjá
Ásgarði í Gylfaflöt, Iðjubergi og
Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin
hefst 21. apríl og stendur til 16. maí.
Geðveikt kaffihús Hugarafls
og handverksmarkaður í
Hinu húsinu
Kaffið er klikkað og baksturinn
brjálæðislega góður. Boðið er
upp á jákvæðar geðgreiningar og
skemmtiatriði. Handverk og list-
munir verða til sölu á handverks-
markaði. Iðjuberg, Ásgarður og
Bjarkarás bjóða vörur sínar til sölu.
Hrós, knús og jákvæðar hugsanir í
boði fyrir gesti og gangandi.
Kaffihúsið og handverksmarkaður-
inn verða opin þann 1. maí frá kl.
12–17.
Nál og hnífur í Þjóðminja-
safninu
Útsaumsverk Guðrúnar Bergs-
dóttur einkennast af sterkum
hrynjanda lita og forma en Gauti
Ásgeirsson sker út stórar fígúrur og
minni hluti af mikilli list. Sýningin
hefst þann 26. apríl og stendur til
13. maí.
Tónstofa Valgerðar í Hörpu
Nemendur Tónstofu Valgerðar,
Bjöllukórinn, einleikarar og söngv-
arar munu flytja íslensk þjóðlög,
dægurlög og klassíska tónlist.
Tónleikarnir hefjast klukkan 15
þann 5. maí.
Kardimommubærinn í
Sólheimum
Leikfélag Sólheima samanstendur
af heimilisfólki, starfsmönnum
og börnum úr nágrenninu. Þetta
árið fékk félagið góðfúslegt leyfi
Þjóðleikhússins til að setja upp
Kardimommubæinn. Leikstjóri er
Þórný Björk Jakobsdóttir. Sýningin
hefst kl. 15. þann 19. apríl.
Háð og spottar í Gerðubergi
Hermann B. Guðjónsson sýnir
smyrnuð veggteppi, sem eru unnin
með sérstakri nál til að draga
garnspotta í gegnum grófan
stramma þannig að úr verður loðin
rýjaáferð. Hann teiknar gjarna
frægar persónur á strammann
svo úr verða heillandi skopmyndir
af þekktum einstaklingum úr
þjóðfélaginu. Sýningin stendur til
22. júní.
„Hann hef-
ur ekkert vit
á peningum. Hann
gæti farið upp í ísbúð
og keypt ís á fimm-
tíukall án þess að
þykja nokkuð at-
hugvert við það. Eða
fimmtíu þúsund.
List án landamæra
n Nánari upplýsingar um dag-
skrá hátíðarinnar er að finna á
listanlandamaera.blog.is en fleiri
uppákomur verða á höfuðborgar-
svæðinu, Suðurnesjum, Akranesi,
Norðurlandi og Austurlandi.
Eyrnakonfekt Bjöllukórinn og
Retro Stefsson spiluðu saman á
opnunarhátíðinni.
Ævintýraheimur Ísaks Herbergið hans Ísaks Óla er ævintýri út af fyrir sig. Hann á 298 strumpa sem honum þykir afar vænt um. Svo mjög að hann vill
helst taka þá með sér í ferðalög.