Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 64
Sló taktinn á Nasa
n Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fram-
kvæmdastjóri Já Ísland, sýndi það
og sannaði á miðvikudagskvöld-
ið að henni er margt til lista lagt
þegar hún spilaði á kúabjöllu fyrir
fullum sal af fólki á Nasa. Bryndís
sló taktinn með einni
vinsælustu hljóm-
sveit Íslands í dag,
FM Belfast, en
litli bróðir Bryn-
dísar, Árni, er í
hljómsveitinni.
Sjálf segir Bryn-
dís á Facebook-
síðu sinni að
þetta hafi verið
upphaf og endir
tónlistarferils
síns.
Taktfastur
áróður!
Les til að svæfa
sjálfan sig
n „Ég hef gaman af því að lesa en ég
geri bara voða lítið af því. Ég get ekki
sagt að ég lesi á hverju kvöldi en ég
nota þetta til að svæfa sjálfan mig,“
segir sparkspekingurinn Hjörvar Haf-
liðason í myndbandi sem unnið var
í tilefni af bókasafnsdeginum sem
haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Í
myndbandinu, sem birt er á mynd-
bandavefsíðunni YouTube, segir
Hjörvar frá reynslu sinni af bókum.
Hann segist til að mynda aðallega
lesa ævisögur íþrótta-
manna en uppá-
haldsbókin hans er
ævisaga knattspyrnu-
mannsins Pauls
Gascoigne. Þá segist
Hjörvar ekki hafa
gaman af stórskáld-
inu Halldóri
Laxness.
Missti af gríni
um sjálfan sig
n „Þetta er alveg frábærlega gert
hjá þeim,“ segir Árni Johnsen þing-
maður um leikritið Banastuð, sem
Leikfélag Vestmannaeyja sýnir um
þessar mundir. Leikritið er lauslega
byggt á söguþræði Evil Dead-kvik-
myndanna. Það er spunnið saman
við raunveruleika Vestmannaey-
inga, þykir blóðugt og súrt og hefur
vakið ánægju í Eyjum. Árni sat þó
ekki allt leikritið á dögunum og
þurfti frá að hverfa í hléi, sökum
anna. Kunnugir leikritinu segja
brotthvarfið óheppilegt mjög enda
hafi Árni misst af köflum í sögunni
sem fjalla um hann. „Ég ætla nú
ekki að eltast við það.
Ég fer aftur ef ég hef
tíma,“ svaraði Árni
spurður hvort hann
hygðist ekki fara aftur
og hlæja á eigin
kostnað.
A
thafnamaðurinn Bjarni Ár-
mannsson, 44 ára, vakti at-
hygli vegafarenda á Esjunni á
miðvikudag þegar hann hljóp
léttum og hröðum skrefum upp fjall-
ið. Bjarni mun hafa verið 35 mínútur
upp en félagi hans mátti lúta í gras og
var 40 mínútur sömu leið. Báðir hlupu
þeir lengri leiðina upp að Steini sem
er í um 640 metra hæð yfir sjávarmáli.
Hundruð manna leggja leið sína viku-
lega upp Esjuna en flestir ganga þótt
nokkur fjöldi hlaupi eða skokki upp
fjallið. Bjarni er fyrir löngu landsþekkt-
ur fyrir maraþonhlaup sín en hann var
sem forstjóri Glitnisbanka upphafs-
maður að Reykjavíkurmaraþoni Ís-
landsbanka, árlegu hlaupi bankans,
sem fram fer í ágúst. Þúsundir manna
og kvenna taka jafnan þátt í því hlaupi.
Hefur framlag Bjarna þannig orðið til
að hjálpa þúsundum manna að breyta
um lífsstíl og efla heilbrigði sitt.
Bjarni mun með hlaupunum upp
Esjuna vera að undirbúa 50 kílómetra
hlaup í sumar. Hann hefur tvisvar
hlaupið þá frægu gönguleið, Lauga-
veginn, sem flestir eiga fullt í fangi
með að ganga. Þeir allra fljótustu til að
hlaupa Laugaveginn eru um 5 klukku-
stundir á leiðinni. Bjarni hljóp Lauga-
veginn í fyrra á sex klukkustundum
og sjö mínútum. Varð hann 48. af 289
þátttakendum. Besti tími Bjarna upp
Esjuna að Steini mun vera 29 mínút-
ur, sem er mjög góður árangur. Hann á
því dálítið í land með að ná þeim tíma
aftur.
Hleypur upp Esjuna á 35 mínútum
n Bjarni Ármannsson æfir stíft fyrir 50 kílómetra hlaup í sumar
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 20.–22. aPrÍL 2012 45. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
athafnamaður í formi
Bjarni hefur áður hlaupið upp Esjuna á 29
mínútum, sem þykir mjög góður tími.