Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 23
Fréttir 23Helgarblað 20.–22. apríl 2012 Hrunvaldurinn Wen Jiabao n Á lista með Davíð Oddssyni yfir helstu áhrifavalda heimskreppunnar E f ódýrt lánsfé var kókaín fjár- málakrísunnar – sem það var – þá var Kína helsti fíkniefna- salinn,“ segir tímaritið Time í umfjöllun um Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína. Tímaritið seg- ir Wen einn þeirra sem mesta sök beri á bankakreppunni á heimsvísu en kínverski forsætisráðherrann er í sextánda sæti listans. Það er nokkuð ofar en Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sem vermir næst- neðsta sæti listans. Það eru lesendur Time sem raða á listann í þeirri röð sem þeir telja réttmætasta. Aðeins þrír aðilar utan Banda- ríkjanna verma listann. Auk Wens og Davíðs er þar Fred Goodwin, fyrr- verandi bankastjóri Royal Bank of Scotland. Það skal tekið fram að vera Davíðs Oddssonar á listanum teng- ist störfum hans sem forsætisráð- herra og seðlabankastjóra en ekki rit- störfum fyrir Árvakur, sem rekur og á Morgunblaðið. Billjónir á billjónir ofan Lesendum Time er sagt að líta verði Wen þeim augum að honum fylgi nærvera kínverskra stjórnvalda. „Sér- staklega þeim hluta yfirvalda sem skaffaði bandarískum markaði for- dæmalaust magn lánstrausts frá alda- mótum til 2009.“ Þá segir að þegar listinn var settur saman hafi Kína átt kröfur upp á 1,7 billjónir (BNA trillion) dollara. Miðað við seðlabankagengi gjaldmiðla 18. apríl myndi upphæð- in í krónum telja 216.495.000.000.000 krónur eða tvö hundruð og sextán þúsund fjögur hundruð níutíu og fimm milljarðar króna. Upphæð sem nægði til að reka íslenska ríkið í 397 ár miðað við fjárlög ársins 2012. Varð að viðhalda bandarískri neyslu „Gríðarleg uppsöfnun dollaraeigna er sérstaklega tengd við viðleitni kínverskra yfirvalda til stýringar á virði gjaldmiðils Kína. Yfirvöld vildu koma í veg fyrir skyndilegt ris á gengi renminbisins, gagnvart Bandaríkja- dal. Að hluta til vegna þess að að- gangur að ódýru fjármagni hélt lífi í útflutningsiðnaði Kína – Það gekk líka eftir allt þar til eftirspurn Banda- ríkjanna eftir varningi féll skyndilega haustið 2008.“ Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Kínverskt lánsfé í íslenskum stærðum Rekið íslenska ríkið í rúmlega 397 ár Miðað við fjárlög ársins 2012 Rekið íslenska utanríkisþjónustu í 22.220 ár Miðað við fjárlagafrumvarp ársins 2012 Borgað allt Icesave 309 sinnum Heimild: Icesave-reiknir Morgunblaðsins og Datamarket, miðast við enga vexti, engar endurheimtur og gengi dagsins 18. apríl. Borgað Landsbankalaun Sigurjóns Árnasonar í 746.534 ár Miðað við laun Sigurjóns hrunárið 2008. Byggt tónlistarhúsið Hörpu, aftur og aftur, eða 7.873 sinnum Miðað við tölur frá árinu 2010, sem gera ráð fyrir að kostnaður við byggingu Hörpu verði um 27,5 milljarðar. Kennt um efnahagsvandann Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er sagður einn þeirra 25 sem mesta ábyrgð bera á efnahagskrísu heimsins. Leynd yfir fjölda aftaka Kínversk yfirvöld birta ekki upplýsingar um fjölda aftakna í landinu né tölur um fjölda dauðadóma. Amnesty Inter- national gerir það þó, síðast árið 2008. Amnesty segir að minnst 1.718 aftökur hafa verið fram- kvæmdar í Kína það ár. Á sama tíma hafi að lágmarki sjö þúsund fangar verið dæmdir til dauða. Það er gríðarleg aukning frá 2007 þegar 470 voru teknir af lífi og 1.860 einstaklingar dæmdir til dauða. Opinber stefna kínverskra yfir- valda er að fækka aftökum. Árið 2011 var tegundum glæpa þar sem krefjast mátti dauðadóms fækkað úr 68 í 55. Samkvæmt dómi hæsta- réttar í Kína er ekki heimilt að dæma menn til dauða af lægri dómsstigum nema að tafarlaus aftaka sé talin nauðsyn. Dauða- dómar eru því í reynd enn við lýði í Kína. Glæsikvöld- verður á Kola- brautinni Samkvæmt heimildum DV verða um hundrað gestir í kvöldverðar- boði á Kolabrautinni, á fjórðu hæð Hörpu, til heiðurs Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, að kvöldi föstudags. Meðal gesta verða for- menn stjórnmálaflokka og fyrir- menni innan stjórnsýslunnar. Gestalistinn hefur ekki verið gerð- ur opinber og málsverðurinn ekki verið tilkynntur opinberlega. For- mönnum flokka og ráðherrum rík- isstjórnar er þó samkvæmt heim- ildum DV boðið á kvöldverðinn fyrir hönd íslenskra yfirvalda. Birgittu ekki boðið Þótt formönnum stjórnmálaflokka með fulltrúa á Alþingi sé sam- kvæmt heimildum DV boðið til glæsilegs kvöldverðar á Kolabraut- inni með Wen Jiabao, forsætis- ráðherra Kína, á slíkt ekki við um formann Hreyfingarinnar, Birgittu Jónsdóttur. Margréti Tryggva- dóttur er boðið í hennar stað. Og það þrátt fyrir að hún sé hvorki formaður né þingflokksformaður Hreyfingarinnar. Birgitta hefur verið gagnrýnin á stefnu kín- verskra yfirvalda í Tíbet og verið í forsvari fyrir hóp sem kallar sig Vini Tíbets. „Held að það myndi ekki skemma að flagga tíbetska flagginu,“ skrifaði Birgitta á Fa- cebook-síðu sína á fimmtudag. Tilefnið er heimsókn Wens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.