Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 6
Ú tgerðarfélag Akureyringa, áður Katla Iceland ehf., sem keypti landvinnslueining­ ar Brims á Akureyri á síðasta ári, var stofnað af félagi í eigu Samherja á Kýpur. Þetta kemur fram í stofngögnum félagsins. Félagið heitir Fidelity Bond Investments Ltd. Líkt og DV greindi frá á miðviku­ daginn eiga Fidelity Bond Invest­ ments og annað kýpverskt félag í eigu Samherja, Miginato Holdings Ltd., eignir upp á um átta milljarða króna. Kýpversku félögin eiga jafn­ framt eignarhluti í dótturfélögum Samherja á meginlandi Evrópu. Kaupverðið á þessum eignum Brims nam um 14,5 milljörðum króna og var að mestu greitt með yfir töku skulda Brims við Lands­ bankann. Yfirtaka skulda nam 10,9 milljörðum króna en eiginfjárfram­ lag Samherja í viðskiptunum nam 3,6 milljörðum króna. Í tilkynningu um viðskiptin frá Samherja kom fram að eiginfjárframlagið hefði verið fjármagnað að hluta með sölu á erlendum eignum. Ekki var tekið fram hvaða eignir það voru sem voru seldar. Lögðu 3.600 milljónir í reksturinn Í yfirlýsingu frá Samherja, þar sem tilkynnt var um söluna, sagði Þor­ steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, að kaupin á eignum Brims væru áhættusöm en útgerðarfélagið hefði trú á sjávarútveginum. „Við höf­ um ávallt haft trú á sjávarútveginum.  Þess vegna höfum við ákveðið að leggja 3.600 milljónir króna í þenn­ an rekstur.  Við gerum okkur grein fyrir því að  þessi ákvörðun felur í sér nokkra áhættu en við teljum okkur ráða við hana, ekki síst vegna þess að afkoma af starfsemi okkar erlendis hefur verið ágæt að undanförnu. Við munum selja erlendar eignir til að leggja fram það eigin fé sem þarf og færa þannig gjaldeyri inn í landið,‘‘ sagði Þorsteinn. Eignirnar sem Samherji keypti af Brimi voru fiskvinnsla á Akureyri og Laugum, tveir ísfisktogarar og veiði­ heimildir í þorski, ýsu, steinbít og skarkola, 5.900 þorskígildistonn í heildina. Í eigu Kýpurfélagsins Í stofngögnum Útgerðarfélags Akur­ eyringa frá því í ársbyrjun 2009, sem unnin voru af KPMG, kemur fram að kýpverska félagið hafi stofnað það. Í stofngögnum Fidelity Bond Investments frá Limassol á Kýpur, sem send voru til endurskoðanda Samherja í byrjun febrúar 2009, kemur fram að félagið hafi verið stofnað þar í landi í lok janúar það ár. Stjórnendur félagsins heita Irene Anastasiou og Eleni Charalampous. Í stofngögnum Útgerðarfélags Akureyringa kemur fram að hlutafé félagsins, rúm milljón króna, hafi allt verið í eigu Fidelity Bond Invest­ ments. „Fidelity Bond Investment Ltd., skráð á Kýpur, skráir sig fyrir öllu hlutafénu.‘‘ Ekki liggur fyrir árs­ reikningur frá Útgerðarfélagi Akur­ eyringa fyrir árið 2011 en miðað við ársreikninginn 2010 var félagið hins vegar komið í eigu fjárfestingar­ félags Samherja, Krossaness, áður Kaldbaks. Kýpverska félagið var hins vegar stofnandi og eini hluthafi félagsins sem síðar keypti eignirnar á Akureyri af Brimi. 6 Fréttir 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Rænd í Amsterdam n Íslensk tónlistarkona lenti í glæpagengi É g slapp ómeidd þrátt fyrir að þess­ ir menn spörkuðu mér í jörðina,“ segir Sylvía Hlynsdóttir, einn fær­ asti trompetleikari landsins, sem var rænd af hópi manna úti á götu í Amsterdam aðfaranótt miðvikudags. Hún slapp blessunarlega ómeidd frá árásinni en var rænd öllum verðmæt­ um sem hún var með á sér. Sylvía hefur búið í Hollandi um nokkurt skeið, stundað þar tónlistar­ nám og list sína við góðan orðstír. Hún var á heimleið um eittleytið aðfara­ nótt miðvikudags þegar hópur ræn­ ingja réðst á hana. Því miður var hún með nýjan og glæsilegan Hub Van Laar B4 trompet sinn meðferðis auk allra aukahluta sem ræningjarnir hirtu auk tösku sem hún var með. Í töskunni var sími, veski, vegabréf og kreditkort hennar. Tjónið er því umtalsvert fyrir Sylvíu en nýr svona trompet kostar hundruð þúsunda. „Það var í raun allt mitt í þessari tösku,“ segir Sylvía sem eyddi þessari örlagaríku nótt á lög­ reglustöð í Amsterdam. Hún greindi frá raunum sínum á Facebook á mið­ vikudag þar sem hún lýsti eftir tromp­ etinum og fékk strax mikil viðbrögð frá vinum sínum sem deildu ákalli henn­ ar. Síðar sama dag upplýsti hún þá fjöl­ mörgu sem létu sig málið varða um að lögreglan hefði handtekið hrott­ ana. Reyndust þeir hafa verið með far­ síma hennar í fórum sínum. Símann endurheimti hún svo á fimmtudag en dauðaleit er nú gerð að trompetinum verðmæta og töskunni. Sylvía og vin­ ir hennar hafa frá ráninu vaktað sölu­ og uppboðssíður á netinu í von um að finna trompetinn sem ber einkennis­ númer sem hægt er að rekja. Leit hennar hafði ekki borið árangur þegar DV fór í prentun en hún heldur í von­ ina um að endurheimta hljóðfærið. „Þess vegna höf- um við ákveðið að leggja 3.600 milljónir króna í þennan rekstur. Kýpverskt félag keypti Eignarhaldsfélag á Kýpur átti allt hlutafé í Kötlu Seafood á Íslandi sem keypti eignir af Brimi á Akureyri í fyrra. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims. ÚA stofnAð Af KýpurfélAginu Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Kýpverskt aflandsfélag eini hluthafi ÚA n 3,6 milljarða viðskipti 18.apríl 2012 Brim Guðmundur Kristjánsson seldi til Samherja fyrir 14,6 milljarða. Rænd Sylvía sést hér með sinn ástkæra Hub Van Laar B4-trompet. Hún var rænd af hópi hrotta í Amsterdam í vikunni. Mæðgin handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handók mæðgin er hún stöðvaði kannabisræktun í borginni á þriðjudag. Lagt var hald á um 35 kannabisplöntur og tæplega 700 grömm af þurrkuðum kannabis­ efnum, að því er segir í tilkynn­ ingu frá lögreglu. Greinir lögreglan frá því að móðirin sem handtekinn var hafi verið allt annað en ánægð með af­ skipti lögreglunnar og verið mjög æst á vettvangi. Hún sýndi mikinn mótþróa og var því færð í hand­ járn og niður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Þar játaði sonurinn, sem er á þrítugsaldri, aðild sína að málinu. Slasaðist í svifflugi Á þriðja tímanum á fimmtudag barst neyðarlínu tilkynning um svifdrekaslys í klettum sunnan Hveragerðis. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Árborg, höfuðborgarsvæðisins og Ölfuss voru kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrl­ an flutti konu til Reykjavíkur. Hún hafði slasast þegar hún flaug lítilli svifflugvél á hamra. Samkvæmt til­ kynningu frá Landsbjörgu gekk vel að komast að konunni sem slasað­ ist en svæðið var erfitt yfirferðar og á brattann að sækja og var því þyrla Gæslunnar fengin til aðstoð­ ar. Konan fótbrotnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.