Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 38
38 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Stórafmæli Óskar Elvar Guðjónsson hugbúnaðarsérfræðingur 60 ára 20. apríl 85 ára 21. apríl Elísabet drottning fagnar stórafmæli um helgina. 74 ára 22. apríl Ofurtöffarinn og sjarmörinn Jack Nicholson er einn sá allra vinsælasti í Bandaríkjunum. 28 ára 20. apríl Austurríska þokkadísin Miranda Kerr er gift leikaranum Orlando Bloom. Ó skar Elvar er uppalinn að Melstað við Klepps- veg. Melstaður stóð um það bil þar sem nú er Olís við Sæbraut. „Þetta var alveg frábært, Kleppsvegurinn rétt að byrja að byggjast og stórkostlegt leiksvæði með víðum völlum. Vatnagarðarnir voru óhreyfð- ir og bragginn sem Loftleiðir notuðu fyrir flugskýli stóð þar. Það var flott skautasvell í Vatnagörðunum á vetrum og við krakkarnir notuðum það mikið. Svo voru trillukarlarnir að gera út þarna líka og sóttust í grásleppuna á vorin. Hann Óli var þarna öllum lengur að gera út trillu og frúrnar komu oft ofan úr bæ til að kaupa af honum rauðmaga í soðið. Ég man að karlarnir sóttu mikið út fyrir Engey.“ Allir kraftmiklir drengir dragast að þar sem er fjara og bátakarlar og skapa þar sinn ævintýraheim. „Við smíðuðum okkur bæði báta og fleka en komumst aldrei langt á þess- um farkostum. Við settum æv- inlega stefnuna á Viðey en það sökk alltaf undan okkur nánast í fjöruborðinu. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 11 ára og kom- inn á aðkeyptan slöngubát sem við náðum út í Viðey en það var stór stund eftir mikla fyrirhöfn og mikla baráttu,“ segir Óskar og æskuljóminn gerir vart við sig í rósemdarsvipnum. Það var því að vonum að þegar hann var drengur stefndi hann að því að verða bæði smiður og sjómaður þegar hann yrði stór. „Við smíðuðum mikið, fyrir utan bátana gerð- um við mikið af kofum. Nóg var af efni í heilu kofaþyrpingarnar, enda landrýmið ekki skorið við nögl. Það var verið að byggja allt í kringum okkur. Við hjálp- uðum húsbyggjendum í hverf- inu sem voru með fullar lóðir af spýtum að grynnka aðeins á haugunum. Seinna varð ég svo sjómaður. Þegar ég var í menntaskóla var ég öll sumur kyndari á síðutogara, bv. Nep- túnusi sem Tryggvi Ófeigsson gerði út. Þegar ég var yngri var ég alltaf í sveit á sumrum að Mið- húsum í Gnúpverjahreppi og það var ómetanlegur skóli fyrir lífið. Þar lærði maður eiginlega undirstöðu þess að takast á við allt það sem lífið færir manni.“ Eftir að í háskóla kom og Neptúnusi hafði verið lagt réðst Óskar á fjöll þar sem verið var að koma upp virkjun við Sig- öldu. „Þar var magnað að vera, mikil vinna og margir merki- legir karakterar sem maður kynntist þar. Ég velti stundum fyrir mér hvort svoleiðis menn séu ennþá til,“ segir hann og hlær að minningunni. Óskar lauk stærðfræði í Háskóla Íslands og hefur starfað við hana síðan enda lífið svo sem eitt allsherjar reikningsdæmi ef út í það er farið. „Eftir skóla kenndi ég stærðfræði í MS í 11 ár. Árið 1985 hóf ég störf hjá Verk- og kerfisfræðistofunni sem síð- ar varð VKS. EN 1999 keypti Kögun VKS og ég fylgdi með. 2010 sameinuðust Skýrr og Kögun og enn fylgdi ég með. Svo núna 2012 var skipt um nafn og nú starfa ég hjá Ad- vania. Samt er ég enn í starf- inu sem ég byrjaði í fyrir 27 árum,“ segir hann brosmild- ur. „Merkasta upplifun mín er vafalaust þegar ég í stærðfræði- tíma upplifði stóra skilninginn á stærðfræðinni. Það laukst allt í einu upp fyrir mér hvað stærðfræðin er miklu stærri og merkilegri fræðigrein en ég hafði ímyndað mér. Ég beinlín- is táraðist af gleði og fögnuði,“ segir Óskar og horfir hugsandi til lofts. Ekki verður mikið um til- stand í tilefni dagsins. „Ég hélt vel upp á afmælin mín í gamla daga. Síðast var mikil veisla þegar ég varð fimmtugur og það dugir al- veg. Nú verð ég að heiman á afmælisdaginn og reyni kannski við æskudraum- inn og munda hamarinn til einhvers gagns,“ segir hann glaður á brá. Sökk undan okkur á leið út í Viðey Fjölskylda Óskars Elvars Foreldrar: Unnur Óskarsdóttir húsmóðir f. 1933 ogGuðjón Ólafur Guð- mundsson, sjómaður og útgerðarmaður f. 1928 d. 1975 Fósturfaðir: Halldór Birgir Olgeirsson vélstjóri f. 1931 – d. 2005 Síðari maður móður: Þorkell Indriðason, sjómaður og verkstjóri f. 1925 Maki: Hallbjörg Thorarensen leikskólastjóri f. 1953 Barn: Þórir Óskarsson tryggingastærðfræðingur f. 1975 Hans kona: Védís Helga Eiríksdóttir lýðheilsufræðingur f. 1976 Þeirra börn: Fjalar Hrafn f. 2003, Auður Ísold f. 2004 og Steinar Bragi f. 2011 Barn: Hallmar Óskarsson f. 1979 – d: 2004 Barn: María Óskarsdóttir stærðfræðingur f. 1986 Hennar maður: Friðrik Freyr Gautason eðlisfræðingur f. 1986 Þeirra barn: Hallmar Gauti f. 2010 20. apríl 1939 Heimssýningin í New York hefst. 1945 Í seinni heimsstyrjöldinni taka bandarískir hermenn yfir Leipzig í Þýskalandi en þurfa síðar að gefa borgina eftir í baráttu við Sovétríkin. 1961 Gefið er leyfi í Bandaríkj- unum fyrir FM-útsendingum í steríó. 1972 Appollo 16 lendir á tunglinu. 1976 Bítillinn George Harrison syngur lagið um skógarhöggs- mennina með Monty Python. 1977 Kvikmyndin Annie Hall í leik- stjórn Woody Allen er frumsýnd. 1998 Þýski hryðjuverkahópurinn Rauði her- inn tilkynnir að hann sé hættur störfum eftir 28 ár. 1999 Teiknimyndin A Bugs Life er flutt af stafrænu formi yfir á DVD en ekki VHS og verður þar af leiðandi fyrsta hreina og klára DVD-myndin. 1999 Eftir fjöldamorðin í Columbine-menntaskólanum liggja 15 krakkar í valnum og 24 eru særðir. 21. apríl 1910 Rithöfundurinn Samuel Langhorne Clemens, betur þekktur sem Mark Twain, deyr. 1944 Konur í Frakklandi fá að kjósa í fyrsta skiptið. 1960 Borgin Brasilía verður höfuðborg lands- ins Brasilíu. 1963 Bítlarnir og The Rolling Stones hittast í fyrsta skipti í Crawdaddy- klúbbnum í Richmond á Englandi. 1973 Lagið Tie A Yellow Ribbon Round The Old Oak Tree með Dawn og Tony Orlando er vinsælasta lagið á breska smáskífulistanum. 1984 Eftir 37 vikur á toppi Billboard-listans missir Thriller í flutningi Michael Jackson loks toppsætið og við tekur Footloose. 1986 Fréttamaðurinn Geraldo Rivera opnar peningaskáp glæpamannsins Als Capone í beinni útsendingu og finnur ekki neitt. 22. apríl 1915 Notkun eiturgass í fyrri heimsstyrjöldinni magnast þegar klórgas er notað sem eiturefnavopn í seinni baráttunni um Ypres. 1930 Bandaríkin, Bretland og Japan sættast á að minnka sjóher sinn. 1952 Fyrsta atómsprengjan er sprengd í beinni útsendingu í Nob í Nevada-fylki. 1955 Bandaríska þingið skipar svo fyrir að öll mynt í landinu skuli bera setninguna: „In God We Trust“. 1970 Fyrsti „Earth Day“ er haldinn hátíðlegur. 1991 Intel gefur út 486SX- tölvukubbinn. 1991 Johnny Carson tilkynnir að hann muni brátt hætta með kvöldþátt sinn. 1994 Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, deyr. 2000 Símanúmerakerfið í Bandaríkjunum er tekið rækilega í gegn og skapast álíka glundroði og þegar öll íslensk númer fengu tölustafinn 5 fremst á númerið. Merkis- atburðir Ekkert tilstand Óskar verður að heiman á afmælisdaginn Njóttu með þeim sem þú elskar Í hverjum kafla bókar Þor- bjargar Hafsteinsdóttur næringarþerapista, sem fjallað er um hér aftar í blaðinu, eru uppskriftir sem eiga að gefa lífsorku og auka kraft. Allar uppskrift- irnar eru án viðbætts sykurs. Áður notaði Þorbjörg Xylitol en hún hefur látið af því. Upp- skriftirnar telur hún geta virkað hverja og eina sem leið að betri líðan. Í kafla um vakningu er meðal annars að finna uppskrift að Nori-rúll- um með girnilegu grænmeti, í kafla um kjark og þor er að finna uppskrif að fiskisúpu með bláskel og í kafla um ástríður er að finna uppskrift að glútensnauðri súkkulaði- köku sem Þorbjörg leyfir les- endum DV að spreyta sig á. 1 kaka n 250 g döðlur n 125 g smjör, kókossmjör eða kókosolía n 100 g dökkt súkkulaði, 80% n 2 dl sjóðandi vatn n 1 tsk. vanilluduft n 1 dl espressó eða 2 msk. lífrænt skyndikaffi og 1 dl sjóðandi vatn til að leysa það upp í n 2 tsk. chili n 1 tsk. lakkrísrótarduft n 1 tsk. vínsteinslyftiduft n 4 tsk. malaður stjörnuanís (not- aðu kaffikvörn) eða fenníkufræ n 2 egg n 300 g heslihnetur n 2 eggjahvítur Krem n 100 g dökkt súkkulaði, t.d. frá Rapunzel n 1 msk. kókosolía, t.d. frá Rapun- zel n 1 msk. sterkt kaffi eða skyndikaffi hrært út í sjóðandi vatn Settu döðlur, vanillu, súkkulaði og vatn í blandarann og láttu ganga þar til áferðin er mjúk og krem- kennd. Settu deigið í skál og gættu þess að ekkert verði eftir. Settu öll kryddin, lyftiduftið og kaffið saman við. Hrærðu eggin út í. Malaðu hesli- hneturnar í mjöl og settu saman við. Þeyttu eggjahvíturnar stífar og bættu í deigið. Settu deigið í múffuform eða köku- form eftir smekk. Bakað við 180 gráður í forhituðum ofni, í 40 mínútur ef þú ert með múffur og 55–60 mínútur ef þú ert með kökuform. Athugaðu með prjóni hvort kakan sé bökuð. Ef deig er á prjóninum þarf hún lengri tíma. Krem: Bræddu súkkulaði í vatns- baði. Bættu olíu og kaffi saman við. Skreyttu kökuna með herlegheit- unum og láttu kremið stífna áður en þú berð fram. n Glútensnauð súkkulaðikaffibollakaka Girnilegt og glútens- nautt Þessi súkkulaðikaka bragðast jafn vel og þær sykruðu og óhollu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.