Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 20.–22. apríl 2012 Helgarblað
Ánægja með skóla
n Könnun meðal foreldra grunnskólabarna
k
önnun meðal foreldra grunn-
skólabarna í Reykjavík sem gerð
var í febrúar 2012 sýnir að 84
prósent eru ánægð með skóla
barns síns. Í tilkynningu frá Reykja-
víkurborg kemur fram að ánægjan
hafi ekki mælst meiri frá árinu 2002.
„Sem fyrr er ánægja foreldra með um-
sjónarkennara mjög mikil og þar eykst
mest ánægja foreldra með upplýsinga-
miðlun umsjónarkennara um barnið,
í 82% úr 73% árið 2008. Ánægja með
foreldraviðtöl eykst einnig töluvert úr
83% í 87%. Mikill meirihluti foreldra
telur sem fyrr að börnum þeirra líði
vel í skólanum og hefur ánægja með
líðan í kennslustundum aukist mest.
Þá sýnir könnunin að þorri foreldra
er ánægður með áherslur í innra starfi
skólans, s.s á námskröfur, heimanám,
aga, próf og námsmat,“ segir í tilkynn-
ingu sem send var út í tilefni könnun-
arinnar. Í niðurstöðunum kemur einn-
ig fram að hlutfall foreldra sem telja
barn sitt hafa orðið fyrir einelt síðasta
árið lækkar úr 16 prósentum árið 2010
í 11 prósent nú.
Þetta er í sjöunda sinn sem slík for-
eldrakönnun er gerð í grunnskólum
Reykjavíkur, í úrtaki voru 4.629 for-
eldrar og var svarhlutfallið 71%. Niður-
stöðurnar voru kynntar í skóla- og frí-
stundaráði á miðvikudag.
Ánægja eykst Mikill meirihluti foreldra
telur að börnum þeirra líði vel í skólanum.
É
g sé fyrir mér að sumarið verði
bjart og þurrt víðast hvar á
landinu,“ segir Sigurður Þ.
Ragnarsson veðurfræðingur.
Sigurður, eða Siggi stormur
eins og hann er gjarnan kallaður,
hefur legið yfir spám undanfarna
daga til að sjá hvernig veðrið verður
í sumar á Íslandi. Sumardagurinn
fyrsti var á fimmtudag og fraus sum-
ar og vetur saman víðast hvar á land-
inu. Sigurður segir að það gefi ágæt
fyrirheit um komandi sumar og bæt-
ir því að þjóðtrúin og vísindin virðist
ætla að fara saman í sumar.
Hitinn í góðu meðallagi
„Þessi þjóðtrú, þegar vetur og sum-
ar frýs saman, tekur svolítið mið af
bændunum. Gott veður hjá þeim
þýðir í rauninni hæfileg væta og
þurrkatíð í slættinum þegar líður á
sumarið,“ segir Sigurður sem hef-
ur skoðað svokallaðar veðurlags-
spár undanfarna daga. Það eru spár
sem unnar eru af stærstu reiknimið-
stöðvum í heimi á sviði veðurfræði
og eru jafnan notaðar til að spá langt
fram í tímann. „Þessar spár gefa til
kynna að sumarið verði sól-
ríkt og þurrt,“ segir Sigurð-
ur en athygli vekur að hann
minnist ekki á hitastigið að
fyrra bragði. Þegar blaðamað-
ur gengur á hann og spyr hvort
ekki verði hlýtt í sumar svar-
ar hann: „Hitinn er svolítið á
reiki. Eftir að hafa skoðað þetta
hallast ég að því að hitinn verði
í góðu meðallagi.“
Til gamans gert
Sigurður segir að þegar horf-
ur séu á þurrkasumri þýði það
að bjartara verður í veðri og
himinninn opnari. „Þá geta hita-
sveiflurnar milli dags og nætur orðið
töluvert miklar. Þá rýkur hitinn út á
næturnar en hækkar svo á daginn.“
Sigurður segist ekki geta sagt bein-
línis til um það á þessari stundu hvar
besta veðrið verði. Það verði raun-
ar gott um allt land en það verði þó
misjafnt milli mánaða eftir lands-
hlutum. „Ein spáin gefur til kynna að
júní verði hlýr fyrir norðan en ágúst
verði mjög hlýr sunnanlands. Ég tek
það samt fram að það er enginn kuldi
í þessum spám og ekki kalt sumar
framundan,“ segir Sigurður sem var-
ar þó við því að júlí verði hugsan-
lega eilítið kaldari sunnanlands en í
meðalári. „Við verðum samt að hafa
í huga að við erum að leika okkur að
spám langt fram í tímann. Auðvi-
tað er þetta til gamans gert en þarna
eru vísindin að sýna fram á hvað þau
geta.“
Sólarvörn númer 42
Sumarið verður því gott fyrir ferða-
langa, að sögn Sigurðar, en ekki alveg
eins hagstætt fyrir bændur ef spárnar
rætast. „Í fyrra kom þurrkatímabil
sem varði í svolítinn tíma um mitt
sumar. Þá kom fyrir að túnin sviðn-
uðu. Þessi spá er ekki eins hagstæð
bændunum eins og ferðalöngunum.
Þannig að mér sýnist á öllu að þeir
sem eiga góð tjöld og prímus verði í
góðum málum. Meðalloftþrýstingur
verður hár yfir landinu og þá bendir
margt til þess að lægðirnar komist
ekki upp að því.“
Blaðamaður spyr Sigurð að lokum
hvort hann hafi einhver góð ráð fyrir
fólk sem ætlar að sleikja sólina í sum-
ar. „Það er bara að draga fram stutt-
buxurnar og ermalausu bolina. Það
er eins gott að tískuvöruverslanir fari
að undirbúa lagerinn fyrir sumarið.
Svo mæli ég með því að fólk kaupi
sér sólarvörn númer 42 í tíma. Hún
á eftir að seljast upp,“ segir Sigurður
og hlær dátt.
n Mjög hlýtt sunnanlands í ágúst n Blíða fyrir norðan í júní n Þörf á öflugri sólarvörn
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Sólríkt og þurrt í sumar
Rýnir í spárnar Siggi segir að nú fari þjóðtrúin og vísindin saman og í því ljósi sé hann
bjartsýnn á að í vændum sé gott sumar.
Góð spá Hér sjást líkurnar á því að hiti á tilteknum
stað verði yfir meðaltali síðustu ára. 60% líkur er á
hiti verði yfir meðaltali á Norðurlandi í júní.
„Svo mæli ég
með því að fólk
kaupi sér sólarvörn
númer 42 í tíma
Sumarið komið Sumardagurinn
fyrsti var á fimmtudag. Sumarið byrjar
vel því sólríkt var víða á landinu, til að
mynda í höfuðborginni.
Mynd SiGTRyGGuR ARi