Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 47
Ekki uppi í heila eins og allir halda.
Þegar helmingurinn af þjóðinni er á
geðlyfjum af því hann er þunglyndur,
hvað erum við þá að gera rangt?“
Íslendingar borða líka ekki-mat
Þorbjörg segist fyllast baráttuanda í
hvert sinn sem hún kemur til lands-
ins. „Ástæðan fyrir því að ég er heima
núna, er að mér finnst svo rosalega
spennandi hvað landið hefur upp á
að bjóða. Við erum með bestu pró-
tein í heimi, besta kjöt í heimi ef við
viljum það, við erum með bestu ber í
heimi, frábært rótargrænmeti. Kýrn-
ar hérna eru af einstökum stofni og
skyrið úr þeim góður matur ef mað-
ur getur borðað mjólkurvörur og ef
maður getur fengið rjóma frá Bio-
bú, þá er ekki til betri rjómi. En hvað
erum við að gera við þetta allt sam-
an? Það er það sem ég er að velta
fyrir mér. Því Íslendingar eru margir
að fylla körfurnar af ekki-mat. Þetta
finnst mér alveg stórskrýtið.
Það sem er ekki-matur er matur
sem líkaminn kann ekki að nýta og
þekkir ekki. Líkaminn þekkir ekki
Cheerios, hvort sem það er búið að
bæta í það einhverjum B-vítamín-
um eða ekki. Líkaminn þekkir heldur
ekki hvítt hveiti og unnar kornvörur.
Unnar fitur og olíur, líkaminn þekk-
ir þetta ekki. Og allt sem er sykur og
vörur með viðbættum sykri er ekki
alvöru matur lengur,“ segir Þorbjörg
sem árið 2005 fékk á sig harða gagn-
rýni fyrir að sporna gegn sykurneyslu
landans. „Þá þóttu viðhorf mín öfgar,
í dag eru þau normið.“
Hrunið er tækifæri
Hún segir eðlilegt að þrjóskast við.
„Ég skil það best allra með mína
fortíð. Besta ráðið til þess að fá fólk
til að breyta rétt er að hvetja það
áfram með góðu. Upplýsa það, sýna
því framtíðina í jákvæðu ljósi. Mér
finnst tilvalið að Íslendingar noti
tækfærið og taki svolítið til í samfé-
laginu eftir hrun.
Það er eðlilegt að leita inn á við
eftir hrun, hvort sem það er í einka-
lífinu eða í samfélaginu. Í hruni
skapast svo gott tækifæri til að
staldra við og spyrja: Hvað getum
við gert betur?
Í hruni í einkalífinu förum við
aftur að kjarnanum og spyrjum okk-
ur sjálf: Hvað er það besta í mínu
fari og hvernig get ég nýtt mér það
til að komast upp úr þessu?
Það eigum við að gera í samfé-
laginu öllu líka. Við ættum að rétta
við þjóðarskútuna með aukinni líf-
rænni, íslenskri framleiðslu því það
er það sem við eigum. Við eigum
hreinar afurðir, mikið landflæmi og
þekkingu sem við ættum að nýta.
Ríkið ætti að styðja við þetta með
niðurgreiðslu á íslenskri framleiðslu
og grænmetisrækt.
Mér finnst þetta ægilega spenn-
andi. Að horfa á samfélagið og búa
til jákvæða sögu um það hvernig
þetta gæti allt orðið í framtíðinni.
Þess vegna finnst mér svo skemmti-
legt að vera hérna, ég er að kynnast
lífrænum bændum hérna heima,
tengja mig við fólk sem er að gera
góða hluti. Ég er alls óhrædd við
gagnrýni um að ég sé með öfga og
draumóra. Ég nenni ekki lengur að
skipta mér af fólki sem er að nöldra
því ég hef fyrir löngu fundið mitt
jafnvægi.“ n
Mataræði Þorbjargar:
Hrifin af folaldakjöti
Þorbjörg gætir mjög að eigin mataræði og það er ekki úr vegi að spyrja hana hvað hún velji
sjálf til að borða á hverjum degi frá morgni til kvölds.
„Á morgnana fæ ég mér stundum bara eggjahræru með spínati. Ég borða mikið af fræjum
sem ég mala út í hristinga og í súpur. Þar ber helst að nefna hörfræ og sólblómafræ. Ég fæ
mér líka oft hristinga með spínati, avókadó, banönum og berjum. En set alltaf eitthvað
prótín út í, nú er ég afar hrifin af hampprótíni. Þetta gefur mér jafnvægi sem er grunnurinn
að góðri lífsorku. Það er mjög erfitt að fá aðgang í önnur svið lífsorkunnar ef þú ert ekki í
jafnvægi.
Ég borða líka mikinn fisk sem er prótínríkur og inniheldur nauðsynlegar og hollar fitusýrur.
Mamma má síðan ekki vita það og þaðan af síður Hornstrendingar, að ég er farin að borða
folaldakjöt. Ég hef aldrei borðað hrossakjöt eða folaldakjöt áður af því ég er ekki alin upp
við það. En það er ofsalega gott kjöt. Það er villt, prótínríkt og inniheldur ógrynni af ómega 3
fitusýrum eins og lambið. Ég borða stundum kjúkling en á erfitt með að finna góðan kjúkling
hér á Íslandi. Ég neyti líka eggja, hér á landi vel ég Omega-eggin. Ég borða líka mikinn harð-
fisk með miklu íslensku smjöri á.
Ég borða annars ekki mikið af mjólkurvörum, ég hef ekkert á móti þeim en hef áhyggjur
af mikilli neyslu þeirra. Mjólkurprótínin gera okkur ekki svo gott. Líkamanum finnst erfitt að
brjóta þessi prótín niður og þessi kalkumræða er villandi. Það er hægt að fá kalk úr mörgum
öðrum fæðutegundum. Þegar kemur að beinhreystinni þá er númer eitt, tvö og þrjú að neyta
D-vítamína.
Leiðir til lífsorku
Bók Þorbjargar er viðamikil og ítarleg og hefur hún tekið
saman níu þemu eða leiðir sem saman skapa tíundu leiðina,
sem er sjálf lífsorkan. Feti lesendur sig eftir þessum leiðum
er Þorbjörg viss um að þær hjálpi við að yfirstíga hindranir
til betra lífs og leiðbeini til meiri lífsgæða og vellíðunar.
Þorbjörg setti saman eftirfarandi hollráð sem má líta á sem
nokkurs konar leiðarvísi að því hvernig hefja má vegferðina.
Vann bug á fíkninni
og lærði að lifa
Viðtal 47Helgarblað 20.–22. apríl 2012
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
S
kyndilega heyrði ég skruðn-
inga og drunur. Áður en ég
náði að snúa mér við geystist
Benz-jeppi fram hjá mér á
þessum troðningi sem lá áleiðis
upp á fjallið. Engu mátti muna að
jeppinn æki mig niður. Ég heyrði
hlátrasköll ökumanns og farþega.
Logandi sígarettustubbur lenti við
fætur mér. Ég sá sem í sjónhend-
ingu að fjórir menn voru í bílnum
sem fór í loftköstum fyrir næsta
hvarf. Ég laut höfði í auðmýkt og
steig ofan á stubbinn.
G
önguferð-
in hófst
snemma
um morg-
uninn á Amer-
ísku strönd-
inni á Tenerife.
Venjulegir sólar-
landagestir gengu fá-
klæddir í brennandi sólskininu út
í sundlaugargarðinn eða niður á
ströndina til að láta geisla sólar-
innar leika um sig. Ég var aftur á
móti á gönguskónum með stafi
og bakpoka á leiðinni á 400 metra
hátt fjall í nágrenninu. Gönguferð-
in lá um endalausa strandlengju.
Ég stakk í stúf við sóldýrkendurna
eins og jólasveinn á sumarhátíð.
Gangan upp fjallshlíðina gekk
vel. Gamall vegarslóði markaði
leiðina upp fjallið. Það var heitt
í veðri en þó ekki óbærilegt á
göngunni. Pínulitlar eðlur skutust
undan fótum mínum og hurfu inn
í kaktusarunna. Gangan var fín til-
breyting frá íslensku fjöllunum. En
skyndilega var friðurinn úti.
F
jallgöngumenn vita fátt dap-
urlegra en jeppa sem brjótast
reykspúandi upp á fjöll þar
sem ökumenn þenja brjóst,
sperra stél og þykjast hafa unnið
sigra. Hávaðinn í Benzinum, sem
ók mig næstum niður, hætti jafn-
skjótt og hann hófst. Ég ákvað í
auðmýkt minni að taka Gandhi
á þetta og bölva öku-
manninum ekki.
Ég gróf sígarettu-
stubbinn og hélt
áfram grýttan
veginn að tind-
inum.
Þ
egar ég
hafði gengið
í stundarfjórðung
birtist Benzinn aftur. Að
þessu sinni sat hann fastur í hálf-
gerðri grjóturð. Fjórir feitir Spán-
verjar voru í miklu grjótnámi við
að reyna að brjóta sportjeppan-
um leið áfram upp fjallið. Bíllinn
emjaði og stundi þar sem hann
reykspólaði í urðinni. Lykt af
brennandi gúmmíi benti til þess
að eitthvað væri að gerast í sjálf-
skiptingunni. Göngumóður gekk
ég fram hjá bíl og farþegum og
lést hvorki sjá né heyra. „Hola,“
sagði einn Spánverjinn lágum
rómi við mig. „Rosaleg hola,“
svaraði ég brosandi og horfði á
niðurgrafinn jeppann. Svo hélt
ég áfram.
E
ftir hálftíma komst ég á topp-
inn. Ekkert hafði bólað á
jeppanum. Á niðurleiðinni
hugleiddi ég hvað hefði orðið
um hina glaðbeittu jeppamenn.
Þegar ég kom á staðinn þar sem
bíllinn hafði staðið fastur var hann
horfinn. Ummerkin um grjótnám-
ið voru til staðar. Stór olíublettur
var vísbending um örlög sport-
jeppans. Ég gekk léttur í skrefi
niður fjallið. Stundum verða hinir
síðustu fyrstir og öfugt. Göngu-
stafirnir höfðu sigrað öll hestöfl
jeppans.
Fjórir feitir
Spánverjar„Ég hagaði
mér eins
og fíkill og líkast
til var ég orðin
það sem barn
Breytti um lífsstíl
„Ég tók út sykur og var svolítinn
tíma að átta mig á því að ég þyrfti
að taka út miklu fleiri fæðuteg-
undir en mig grunaði. Þá var eins og
líkaminn hefði vaknað til lífsins.“
Hollráðin 10
1. Hlífðu líkamanum við viðbættum sykri.
2. Borðaðu heilhveitivörur og heilgrjón
– líkaminn hefur ekkert við unnar vörur
að gera.
3. Ekki forðast alla fitu – rétta fitan gerir
gagn og grennir.
4. Borðaðu gæðaprótín.
5. Borðaðu daglega belgávexti, hnetur
og fræ.
6. Bættu útlitið með lífrænu grænmeti,
ávöxtum og berjum – minnst 600
grömm á dag.
7. Drekktu 1 og 1/2 lítra af vatni á dag
og nóg af grænmetis- og ávaxtasafa,
grænu te eða jurtate. Ef þú drekkur kaffi
eða áfengi, hafðu þá gæðin í fyrirrúmi –
lítið og gott.
8. Borðaðu reglulega, slepptu aldrei
morgunmatnum, margar en litlar mál-
tíðir er lykillinn.
9. Borðaðu rétt samsettar máltíðir með
hollri fitu, gæðaprótíni, góðu kolvetni
og grænmeti – og auðvitað eins lífrænt
og hægt er.
10. Þótt þú borðir hollt fæði er snjallt að
taka að auki fjölvítamín og/eða stein-
efni og ráðfæra sig við fagfólk um magn.
Kannaðu
jafnvægi þitt
Geturðu haldið jafnvægi? Taktu prófið
og svaraðu þessum níu spurningum úr
bókinni 9 leiðir til lífsorku.
1. Skortir þig einbeitingu og úthald?
2. Ertu oftar þreytt og löt en orkurík og
vakandi?
3. Gefstu oft upp á markmiðum sem þú
hefur sett þér?
4. Borðarðu alltaf brauð í morgunverð?
5. Sefur þú órólega og liggurðu og veltir
hlutum fyrir þér um nætur?
6. Áttu erfitt með samskipti við þína
nánustu og skilurðu ekki hvers vegna?
7. Ertu háð sætindum eins og sælgæti,
gosi og brauði?
8. Viltu fá sterkan og vel þjálfaðan
líkama en gerir ekkert í því?
9. Ertu of þung?
n Svarirðu aðeins tveimur af þessum
níu spurningum játandi ertu ekki í nógu
góðu jafnvægi. Því fleiri spurningum
sem þú svarar játandi, því meira er
ójafnvægið.