Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 54
Ungar stjörnUr á EvrópUMótinU n EM í fótbolta fer fram í Úkraínu og Póllandi n Hérna eru átta sem gætu slegið í gegn 54 Sport 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Christian Eriksen Þjóðerni: Danskur Aldur: 20 ára Félagslið: Ajax Staða: Sóknarsinn- aður miðjumaður Landsleikir/mörk: 21/2 n Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur hefur Daninn Christian Eriksen lengi verið á milli tannanna á fótboltaspekingum. Það er ekki að ástæðulausu því hæfileikarnir sem búa í þessum pilti eru miklir. Hann varð í raun fyrir því óláni fyrir tveimur árum að vera kallaður hinn nýi Michael Laudrup en það er stimpill sem enginn ungur leikmaður í Danmörku ætti að þurfa að bera. Það ber þó vitni um hversu mikils hann er metinn. Eriksen getur lagt upp mörk og er farinn að skora meira. Hann verður algjör lykilmaður hjá Dönum í sumar.„ Hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef séð koma frá Danmörku síðan Michael Laudrup.“ – Preben Elkjær, fyrrverandi landsliðs- maður Dana. Mario Gotze Þjóðerni: Þýskur Aldur: 19 ára Félagslið: Dortmund Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður Landsleikir/mörk: 12/2 n Á síðasta tímabili fór Mario Gotze gjörsamlega á kostum með Dortmund þegar liðið varð þýskur meistari. Hann vann sér inn sæti í byrjunarliði þýska landsliðsins og hefur verið kallaður undrabarn. Á þessu tímabili hefur hann verið mikið meiddur og ekki getað hjálpað sínu liði undanfarna mánuði. Aftur á móti er hann að komast á ról núna og var í fyrsta skipti á bekknum hjá Dortmund í langan tíma þegar liðið lagði Bayern um daginn. Gotze er marksækinn og með góðan fótboltaheila. Frábær leikmaður sem ætti að komast auðveldlega í hópinn þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert spilað.„ Það er hrein unun að horfa á strákinn. Honum finnst einfaldlega svo gaman að spila fótbolta.“ – Jürgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Þýskalands. Kevin Strootman Þjóðerni: Hollenskur Aldur: 22 ára Félagslið: PSV Eindhoven Staða: Miðjumaður Landsleikir/mörk: 10/1 n Hinn 21 árs gamli Strootman er lykilmaður í liði PSV Eindhoven í heimalandinu og allra yngsti leikmaður hollenska landsliðsins. Þrátt fyrir ungan aldur er hann í miklu uppáhaldi hjá Bert van Marwijk, þjálfara Hollands. Frægðarsól hans hefur risið hratt síðastliðin misseri og er hann orðinn meira og minna fastamaður í liði þeirra appelsínugulu. Þá skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark gegn Finnlandi á síðasta ári. Hann er með mikið sjálfstraust, lætur finna fyrir sér á vellinum og sér um varnarvinnuna fyrir hina sóknarsinnuðu Van der Vaart og Wesley Sneijder.„ Þessi strákur getur farið alla leið á toppinn.“ – Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands. Phil Jones Þjóðerni: Enskur Aldur: 20 ára Félagslið: Manchester United Staða: Varnarmaður Landsleikir/mörk: 4/0 n Phil Jones hefur kynnt sig rækilega fyrir landanum í allan vetur með frækilegri frammistöðu sinni hjá Manchester United. Það er búist við miklu af þessum nautsterka strák sem getur spilað bakvörð, miðvörð og djúpan miðjumann. Jones getur hlaupið ógnarhratt með boltann þrátt fyrir að líta út eins og kraftajötunn og hefur ótrúlega tækni miðað við þennan mikla skrokk. Fabio Capello var byrjaður að nota hann sem miðjumann í enska landsliðinu en miðvarðarstaðan er framtíðin hjá Jones. Hann er talinn næsti langtímafyrirliði enska landsliðsins.„ Phil Jones er framtíðarfyrirliði Manchester United.“ – Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Robert Lewandowski Þjóðerni: Pólskur Aldur: 23 ára Félagslið: Dortmund Staða: Framherji Landsleikir/mörk:40/13 n Annar maður hjá Dortmund, framherjinn Lewandowski, er maður sem allir framherjar þurfa að varast. Þegar ljóst var að Lucas Barrios yrði ekki með Dortmund í upphafi tímabils fékk Lewandowski traustið og hefur ekki litið til baka síðan. Hann er ótrúlega markheppinn og algjört rándýr í teignum. Ef Pólverjar ætla að gera einhverja hluti á heimavelli verður Lewandowski að skora mörk og það er pressa á honum að gera slíkt. Hann hefur verið hreint magnaður í þýsku deildinni í allan vetur.„ Hann er ótrúlega öflugur í teignum og ég ber fullt traust til hans.“ – Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund. Yann M’Vila Þjóðerni: Franskur Aldur: 21 árs Félagslið: Stade Rennes Staða: Varnarsinnaður miðjumaður Landsleikir/mörk: 18/1 n M’Vila verður einn af þeim leikmönnum sem hvað mest spennandi verður að sjá á EM. Hann spilar sem djúpur miðjumaður og hefur vakið mikla athygli í frönsku deildinni þar sem hann spilar með Rennes. Hann var orðinn fyrirliði liðsins aðeins 18 ára. M’Vila er ekki bara í því að brjóta niður sóknir andstæðing- anna heldur býr hann yfir gríðarlegri sendingargetu og er mjög yfirvegaður. Framtíðin er björt hjá M’Vila sem gæti verið vaðandi í tilboðum frá stórum liðum standi hann undir væntingum á EM.„ M’Vila er ferska blóðið sem franska landsliðið vantaði.“ – Fyrirsögn í France Football eftir hans fyrsta landsleik. Alan Dzagoev Þjóðerni: Rússneskur Aldur: 21 árs Félagslið: CSKA Moskva Staða: Framherji Landsleikir/mörk: 18/4 n Eins og svo margir rússneskir framherjar er besti eiginleiki Dzagoev hversu duglegur hann er. Dzagoev hættir aldrei að hlaupa en hann býr þó einnig yfir miklum hæfileikum. Hann er afskaplega góður að lesa leikinn og fljótur að aðlagast öllum aðstæðum. Dzagoev var fljótur að vinna sig upp goggunarröðina hjá rússneska landsliðinu en Guus Hiddink hafði mikið álit á honum. Það hefur aðeins vantað upp á markaskorunina en fari nokkur mörk að detta gæti Dzagoev beðið björt framtíð.„ Hann er með ótrúlegan leikskilning fyrir svona ungan leikmann.“ – Guus Hiddink, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rússlands. Thiago Alcantara Þjóðerni: Spænskur Aldur: 21 árs Félagslið: Barcelona Staða: Miðjumaður Landsleikir/mörk: 3/0 n Eflaust er ekki til verra landslið að spila fyrir en Spánn þegar menn eru ungir og efnilegir miðjumenn. Það er ekki eins og menn séu að fá mörg tækifæri á undan snillingum á borð við Xavi, Iniesta, Fabregas, Alonso og Busquets. En Thiago er einstakur eins og sást á EM U21 árs landsliða síðasta sumar. Hann býður upp á enn meiri breidd á þessari annars vel mönnuðu miðju. Sendingargeta hans er í Barcelona- klassa, yfirvegunin algjör og þá getur hann einnig skorað.„ Hann getur orðið næsti Xavi.“ – Pep Guardiola, þjálfari Barcelona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.