Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 32
V ið hjónin tókum sameigin- lega ákvörðun um framboð til embættis forseta Íslands með hjálp fjölskyldu og ráð- gjafa,“ segir Ari Trausti sem er sjöundi forsetaframbjóðandinn í komandi kosningum. Hann tekur á móti blaðamanni á heimili sínu í Grafarvogi. Það er kalt úti þrátt fyrir sólbjart og fallegt veður og hann býðst til að kveikja upp í arn- inum í stofunni. Það verður ekkert úr því. Viðarkubbana kláraði hann þegar hann grillaði sykurpúða með dóttur syni sínum stuttu áður. Ari Trausti er giftur Maríu Baldvins- dóttur sjúkraliða, þau eiga þrjú börn; Huldu Sóllilju, Hugin Þór og Helgu Sig- ríði. Öll starfa þau við listir og hönnun, Helga er reyndar um það bil að ljúka námi. Þau hjónin eiga þrjú barnabörn á aldrinum þriggja til 15 ára. Framboð Ara Trausta er að hans eigin sögn grasrótarframboð. Hann segist hafa lítið en traust upphafs- bakland. „Á bak við mig standa vinir, vandamenn og kunningjar og við treystum alfarið á sjálfboðaliða og framlög því baklandið er ekki stórt til að byrja með. Ég fer fram vegna þess að ég trúi að ég verði góður forseti og af því mig langar til þess að sinna þessu starfi.“ Þau voru farin að huga að ýmsu tengdu framboði í janúar. „Ólafur Ragnar var ekki búinn að sleppa orð- inu, þá hringdi síminn,“ segir hann og brosir breitt. Hefur fylgt í fótspor föður og móður Ari Trausti er fæddur í Reykjavík þann 3. desember 1948. Hann er íslenskur í föðurætt en móðurættin teygir sig til Þýskalands, Póllands og Austurríkis. Hann er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkera- smiðsins Lydíu Pálsdóttur, sem var fædd í München og hét Zeitner að eftirnafni áður en hún varð íslenskur ríkisborgari. Ari Trausti kemur úr stórri fjölskyldu, á fimm alsystkini og er eins og margir vita hálfbróðir myndlistarmannsins Errós. Hann sækir margt til föður og móður sem voru bæði tvö listamenn, elsk að náttúrunni. Saman ferðuð- ust þau til fjalla og jökla, veiddu og sinntu ástríðum sínum. „Pabbi var óskaplega margt. Ég myndi kalla hann fjöllistamann, því hann var meðal annars mynd- höggvari, málari, grafíker, ljósmynd- ari, kvikmyndagerðarmaður og skrifaði bækur. Hann var líka mik- ill veiðimaður af guðs náð og hann er sá maður sem kom með það sem er kallað alpínismi, ekki venjulegar fjallgöngur, heldur klifur. Þetta var mjög framúrstefnulegt árið 1938. Á yngri árum ferðaðist pabbi um Alpana og til ýmissa landa. Hann skoðaði borgir, menningu, dýralíf, eldvirkni og jökla og kynntist frum- byggjum. Ég hef fylgt í hans fótspor en móður minnar líka. Ekki endilega meðvitað. Áhuginn er mér í ung- lingsminni. Hann bara er.“ Tvö heimili – eitt í borg og annað í sveit Heimili Ara Trausta var stórt og þar var mikill gestagangur. Fjölskyldan bjó meirihluta ársins á Skólavörðu- stíg í Reykjavík en fluttist að Lynghóli skammt frá Miðdal yfir sumartímann. „Þetta var stórt heimili. Amma var alltaf hjá okkur og við þetta mörg systkinin. Erró bróðir ólst reyndar upp hjá móður sinni á Klaustri. Það var mikill gestagangur á heimilinu og oft sóttu útlendingar okkur heim þannig að þetta var afar upptekið heimili. Þegar við vor- um yngri voru vinnukonur í vist því mamma og pabbi voru oft afar upp- tekin við leirmunagerð og rekstur listhússins.“ Lydía, móðir Ara Trausta, var ekki síður þekkt veiðikló en faðir hans og hún ferðaðist með honum bæði um óbyggðir Íslands og víða erlendis. „Það eru mörg vötn í heiðinni og það var veitt stanslaust öll sum- ur. Mestöll fjölskyldan tók þátt í því. Mamma á Íslandsmet sem hefur ekki enn verið slegið, hún á stærsta lax sem kona hefur veitt á Íslandi. Þann lax veiddi hún í Laxá í Aðaldal. Mamma var bæði kraftmikil og glæsileg kona og gaf pabba ekkert eft- ir. Hún kom hingað til lands frá Þýska- landi ung að árum, aðeins 17 ára. Þetta er hún,“ segir hann og nær í svarta fallega styttu af henni af hillu í stofu. „Hann notaði hana oft sem fyrirmynd. Hún fór með honum upp á alla jökla Íslands og í margar veiðiferðir. Og það fyrir stríð, þegar farið var á hestum í leiðangrana þvers og kruss um landið. Þau fóru á staði sem Íslendingar höfðu ekki séð og pabbi var þekktur fyrir að koma í bæinn með myndir og mótíf þaðan. Hann málaði mikið úr náttúru landsins sem fólk hafði ekki séð. Hann var reyndar líka þekktur fyrir að skálda landslag, hann tvinnaði saman minni og bjó til landslag sem gat verið Ísland en var hvergi til.“ Erfitt að missa pabba Faðir hans lést árið 1963, þegar Ari Trausti var aðeins fjórtán ára. „Mamma var miklu yngri en pabbi. Hann var 67 ára þegar hann lést. Mér fannst að sjálfsögðu erfitt að takast á við fráfall hans. Ég var 14 ára gamall og það er viðkvæmur aldur til að missa föður. Mamma og amma urðu enn meiri kjölfestur á heimilinu eftir að hann dó. Við Egill, yngstur systkina minna, rétt um ellefu ára, vorum svo ungir. Það átti eftir að ala okkur upp og það gerðu þær og sáu auk þess fyrir heimilinu.“ Ástin er mikilvægust í lífinu Ari Trausti og eiginkona hans í hátt í fjörutíu ár kynntust á námsárum hans í Noregi. Hann stundaði nám við Óslóarháskóla í jarðeðlisfræði og á samkomum Íslendinga þar í borg hitti hann dökkhærða konu sem fangaði huga hans. Ástin er mikilvægust 32 Viðtal 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Ari Trausti Guðmundsson er Íslendingum kunnur enda komið víða við í fjölmiðlum, bæði í sjónvarpi og útvarpi. „Þetta snýst um ást á lífinu og fólki þegar upp er staðið,“ segir Ari Trausti sem segir frá grasrótarfram- boði sínu til forsetaembættisins, uppvexti sínum með föður sínum Guðmundi frá Miðdal og móður sinni Lydíu Pálsdóttur, róttæknisárunum sem hann dró lærdóm af, ferðalögum sínum víða um heim, fjölskyldunni og vináttu sinni við frumbyggja í Ekvador. „María kom út að vinna á sjúkra- húsi í Noregi meðan ég var við nám. Við kynntumst í gegnum samkomur Íslendinganna í Ósló. Svo þegar ég kom heim þá fór ég til hennar þar sem hún bjó, á Siglu- fjörð, og þá tókum við fyrir alvöru saman. Eftir það varð ekki aftur snú- ið. Hún er frábær,“ segir hann og brosir. „Það mikilvægasta í mínu lífi er ástin. Ég horfi aldrei aftur með söknuði en hef lært af fortíðinni. Ástin og fegurð eru tvö hugtök sem skipta mig miklu máli. Það má setja eitthvað ákaflega mikilvægt með þessu óskilgreinanlega hugtaki, eins og mannúð og ábyrgð, en þetta snýst um ástina þegar upp er staðið. Menn hafa auðvitað misjafnar skoðanir á því hvað er fegurð og hvað er ást. En það er auðvitað þetta sem allir eru að leita að,“ segir hann í einlægni. Marxisti á námsárunum Það vekur athygli að Ari Trausti var hugfanginn af stjórnmálum á náms- árum sínum í Noregi. Hann hefur skrifað margar greinar um stjórnmál og frá 1973–1989 var hann formað- ur miðstjórnar EIK (m-l) þegar þau sameinuðust KFÍ m-l í Kommúnista- samtökunum og var hann formaður þeirra til 1983. „Þegar ég kem til Noregs var ár- talið 1968. Þannig að ef einhver er af ‘68 kynslóðinni, þá er það ég. Ég var fullkomlega ópólitískur öll mín menntaskólaár og svo kom ég þarna „Ef einhver er af ‘68- kynslóðinni, þá er það ég Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Útivera í Sajama Ari Trausti stundar ísklifur eins og faðir hans, Guðmundur frá Miðdal, gerði. Lærði af frumbyggjum Ari Trausti eignaðist marga góða vini í Ekvador meðal frumbyggja. Safnað í verkfallssjóð Ari Trausti á Lækjartorgi árið 1975. Mynd MbL / óLafur k uppi á jökli Ari Trausti í fjallaferð. Í Ekvador Ari Trausti hefur ferðast með fjölskyldu sinni að minnsta kosti tíu sinnum til Ekvador.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.