Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 50
50 Lífsstíll 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Gyða fer til New York n Keppendur frá 14 ára aldri T íu stúlkur voru valdar til að keppa í módelkeppninni sem Eskimo og Next stóðu fyrir á miðvikudagskvöld og tóku þátt í tískusýningu í Hörpu. Gyða Katrín Guðnadóttir var valin sem Eskimo- stúlkan árið 2012. Dómnefndina skipuðu: Alda Guð- jónsdóttir stílisti, Brynja Jónbjarnar- dóttir fyrirsæta og Hildur Yeoman fatahönnuður. Kynnir kvöldsins var Rósa Birgitta Ísfeld söngkona. Gyða, sem er 18 ára, hlýtur í verðlaun ferð til útlanda. Hún flýgur til New York í boði Next Models. Þar mun hún gista í einni af módelíbúðum skrifstofunn- ar og fara í að minnsta kosti þrjár ljós- myndatökur með reyndum ljósmynd- urum. Hún fær þannig tækifæri til þess að byggja upp myndamöppu og kynn- ast viðskiptavinum Next í New York. Litagleðin ríkjandi n Heitustu vor- og sumartrendin N ú þegar sumarið er gengið í garð fara flestir að pakka nið- ur þykku vetrarfötunum og leita sér að léttari klæðum. DV kynnti sér það heitasta í vor- og sum- artísku kvenna. Hárbursti fyrir hársára Tangle Teezer-hárburstinn er umtalaður í hárbransanum en hann þykir einstaklega þægilegur, sérstaklega fyrir hársára. Hann hefur slegið í gegn og hlaut meðal annars verðlaunin Best hair buy árið 2010. Burstinn er þeim eigin- leikum gæddur að hann slítur ekki hárið eða reytir þegar greitt er í gegnum það. Burstinn er líka skemmtilegur í útliti en hann minnir frekar á dýrakamb en hár- bursta. Burstinn er seldur á Ís- landi, meðal annars í Gyllta kett- inum Austurstræti. 83 ára fyrirsæta Daphne Selfe vann módelkeppni fyrir 63 árum. Þá var hún aðeins tvítug. Í dag er hún 83 ára og situr enn fyrir. Hún hefur aldrei farið í lýtaaðgerðir af neinu tagi og er sátt við útlit sitt enda stórglæsileg. Í viðtali við The Daily Mail segir Daphne það vera góðum genum og ódýrum kremum að þakka hversu vel hún hefur haldið sér. Daphne geymir öll föt sem hún eignast því hún segir allt komast aftur í tísku. Þykkar augabrúnir Hentu plokkaranum! Þykkar og villtar augabrúnir í anda Audrey Hepburn eru inn. Því villtari og þykkari – því betra. Það þykir líka flott að greiða þær þannig að þær verði sem mest úfnar. Ágætis tilbreyting frá örþunnu og ofplokkuðu augabrúnunum sem alltof lengi réðu ríkjum. Litagleði Það snýst allt um liti í vortískunni. Skærir litir eru inn, litir á liti ofan. Mjög skærir litir eins og neonlitir eru það allra heitasta í vor- og sumartískunni. Neongulur eins og er í áherslupennum þykir mjög móðins. Það er líka flott að blanda saman mörgum skærum litum. Pastel Dannaðir pastellitir eru vinsælir í vor- og sumarlínunum. Magabolir Bert á milli laga! Hélstu að það myndi aldrei koma aftur? Ó, jú. Það er komið aftur og hefur aldrei verið heitara. Samt bara ef þú ert með maga fyrir það. Gagnsætt Gagnsæ siffonklæði eru eitt það allra vinsælasta. Svart hefur verið áberandi í þessum klæðum en með hækk- andi sól taka ljósu litirnir við. Metalföt Buxur, jakkar, kjólar og allt þar á milli úr metalefni er inn. Villt sól- gleraugu Ævintýralega flippuð sól- gleraugu eru inn þetta sumarið. Kóngablátt Kóngablái liturinn er áberandi í vor! Tækifæri Gyða fær tækifæri til þess að kynnast viðskiptavinum Next í New York. Eskimo-stúlkan 2012 Ung að árum fer Gyða til New York að sitja fyrir. Keppendur allir 10 stúlkur frá 14 ára aldri tóku þátt í sýningu í Hörpu. Lífstykki á kókflösku Fatahönnuður- inn Jean Paul Gaultier hann- aði viðhafn- arútlit á diet kók-flösku sem kynnt var ný- verið. Hönn- unin er í formi lífstykkis sem minnir aftur á að drykkur- inn er laus við sykur. Hönnunin er strax umdeild og þykir vísa um of í megrun og þau þröngu útlitsvið- mið sem konum eru sett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.