Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 43
ömmustól og rugguðum hon­ um en ekkert gekk. Það þýddi heldur ekki að reyna að svæfa hann og hann hefur alltaf sofið minna en aðrir. Enn í dag heyri ég stundum í honum á næturnar. Hann var til dæmis vakandi í fyrrinótt, þá heyrði ég hljóðin í honum. Þá fær hann eitthvað á heilann. Það versta sem getur komið fyrir hann er að eitthvað fari úr­ skeiðis. Þannig að hann er allt­ af með eitthvert prógramm. Það er langt síðan hann bjó til kerfi til að koma í veg fyrir að það komi honum eitthvað á óvart,“ segir hún. Pabbi hans tekur undir og segir að hann hafi líka verið skrýtinn í fangi. „Yfirleitt þegar þú tekur upp ungbarn finnur þú að barnið fellur að þér. En hann gerði það aldrei og það var eitthvað skrýtið við það. Svo þegar hann byrjaði að ganga hljóp hann alltaf fram og til baka. Hann vildi alltaf gera sömu hlutina og á sama tíma. Við vorum til dæmis með bókaskáp sem hann tæmdi alla daga klukkan þrjú. Það var ýmislegt svona sem kom á daginn. Þegar hann byrjaði að tala þá hvíslaði hann og svo átti hann til að festast í sama farinu. Á tíma­ bili vildi hann alltaf vera með sama hattinn. En það þurfti samt að segja okkur það þegar hann var fjögurra ára að hann væri einhverfur. Þá sendi leik­ skólinn hann í Greiningarmið­ stöðina en afneitunin var svo sterk.“ Óvenjulegir hæfileikar Það blekkti líka foreldrana hvað hann var klár á sumum sviðum. Þegar hann var átján mánaða byrjaði hann á leik­ skóla. Þar var hlið með járn­ grindum í alls kyns litum. Ísak Óli þekkti þá alla. „Við tókum strax eftir óvenjulegum hæfi­ leikum. Hann var mjög sterkur varðandi allt sjónrænt og lærði ungur að þekkja alla fossa sem við fórum fram hjá á ferðum okkar um landið og mundi í hvaða röð þeir komu. Hann er með ótrúlegt minni og man alla skapaða hluti. Hann man til dæmis alla afmælisdaga og það er stundum vandræða­ legt þegar hann minnir fólk á aldurinn. Hann man líka eftir öllum sumarbústöðum sem við höfum verið í og hvenær. Hann man líka í hvaða röð all­ ar smábarnabækurnar komu út,“ og hann skýtur því inn í að Dísa litla sé uppáhaldsbókin hans. „Og hvenær hvaða jóla­ dagatal var sýnt. Hann hefur oft fengið þau á heilann,“ segir Halla. Ísak Óli undirstrikar það með því að telja upp jóla­ dagatöl Ríkisútvarpsins frá árinu 1992 í réttri röð. „Það nennir enginn að muna svona, en svona man hann,“ segir mamma hans og yppir öxlum. Þegar hann var fjögurra ára þuldi hann upp kennitölu móður sinnar í vídeóleigu. Þau fóru alltaf þangað á föstu­ dögum og leigðu mynd. Hún var innt eftir kennitölunni en var ekki að hlusta svo hann svaraði. „Það var mjög óvænt,“ segir hún. „Ég er aðal“ „Pabbi, ég læsi þig alltaf inni á klósetti,“ segir Ísak Óli og pabbi hans játar því. Hann stendur svo upp og segir: „Ég ætla aðeins á klóið.“ Talandi um klósett þá hatar hann opn­ ar klósettsetur og er sá sem sér um að þær séu alltaf lok­ aðar. Hlutverkið tekur hann svo alvarlega að hann fer ekki að sofa fyrr en síðasti maður er kominn heim svo hann geti gengið úr skugga um að sá hafi lokað klósettsetunni á eftir sér. Á meðan ég bíð skoða ég mig um og spjalla við for­ eldrana. Fjölskyldan er heldur engin venjuleg fjölskylda, þvert á móti er hún óvenju­ lega skapandi og skemmtileg. Mamman saumar út eins og ekkert sé og pabbinn gaf út plötu. Elsti sonurinn, Dagur, er útskrifaður úr Listahá­ skólanum og er gítarleik­ ari í hljómsveitinni Sudden Weather Change. Yngsta dótt­ irin, Una Sóley, er einnig í tónlist en hún stundar fram­ haldsnám í píanóleik. Svo er það miðbarnið, hinn 22 ára gamli Ísak Óli, listamaður með meiru og aðalnúmerið á einni stærstu listahátíð landsins, List án landamæra. Hátíðin var sett síðastliðinn miðvikudag og stendur í tvær vikur. Áherslan er lögð á fjöl­ breytileika mannlífsins og alls konar listamenn vinna saman, fatlaðir sem ófatlaðir. „Ég er aðal,“ segir Ísak Óli en því fylgir engin upphefð, ekkert mont. Hann veit vel að hann er frægur og segir það óhikað en það skiptir hann engu máli. Hugleikur með blátt hár Listhneigð fjölskyldunnar leynir sér ekki. Veggirnir eru þaktir listaverkum, mörg þeirra eru eftir Ísak Óla eins og eftirmyndir af frægustu lista­ verkum heims sem ramma inn stofudyrnar og myndin af Einari Áskeli og pabba hans sem hann málaði árið 2006. Þessi mynd verður aldrei seld. „Þarna sérðu hæfileikana, það er eitthvað óútskýranlega spes við þessa mynd,“ segir Sævar. Þarna eru líka verk eftir Dag bróður hans, sjálfsmynd og annað með nöfnum laga sem innihalda orðin rock and roll. „Þetta er músíkóð fjöl­ skylda,“ útskýrir Sævar hlæj­ andi. Þarna eru líka myndir Kristínar Ómarsdóttur, Siggu Bjargar Sigurðardóttur, sem setti upp sýninguna Lennon og Baktus með Ísak Óla, og Hugleiks Dagssonar, vinar hans. Þeir Hugleikur kynntust fyrst í sérdeild Langholtsskóla fyrir einhverfa og náðu strax vel saman. „Árið 1998,“ skýtur Ísak Óli inn í. Þá var Hugleikur með blátt hár. Ísak Óla var það mjög minnisstætt, svo mjög að hann fékk það á heilann að Hugleikur hefði verið með blátt hár. Þegar mamma hans gafst upp á því að hlusta á hann tala um Hugleik og bláa hárið daginn út og inn spurði hún hvort hann vildi ekki bara mála mynd af Hugleiki með blátt hár. Sem hann gerði. Í kjölfarið losnaði hann við þá þráhyggju en myndin var sú fyrsta sem hann málaði þar sem viðfangsefnið var eitthvað annað en teiknimyndafígúrur eða fjölskyldumeðlimir. Þannig hafa sum verkin orðið til. Ísak Óli málar til dæmis margar myndir með mávum sem sitja á staur. Það kom til af því að í hvert sinn sem hann keyrir fram hjá mávi á staur segir hann „mávur á staur“. Mamma hans spurði hann eitt sinn hvort hann vildi ekki bara mála þessa máva, því hún var orðin svolítið þreytt á því að hlusta á þetta. Setti köngul í kistuna Á eftir Hugleiki kom mynd af Halldóri gamla, góðvini Ísaks og nágranna sem dó. Alltaf þegar þeir mættust á gangin­ um sagði Ísak Óli atsjú. „Í Nú skal segja taka gamlir menn í nefið og segja atsjú,“ útskýrir Ísak Óli. „Halldór var gamall.“ Á milli þeirra ríkti mjög fallegt samband. Einu sinni fór hann með pabba sínum að vitja leiðis ömmu sinnar. „Allt í einu hljóp hann í burtu og að leiðinu hans Halldórs. Þar sá ég að hann var með eitthvert prik og ég fór að kíkja á það sem hann var að gera. Þá var hann búinn að taka grillpinna og búa til klippimyndir á þá. Á öðrum þeirra stóð: Nú ert þú dáinn, en hann elskar svona staðreyndir, og á hinum þeirra stóð: Gleðilegt sumar. Þannig að þetta er ekki bara bundið við það að mála. Hann teiknar, gerir klippimyndir og leirar. Það er margt alveg ótrúlega flott sem hann gerir.“ „Halldór er dáinn,“ segir Ísak Óli. „Þegar ég fer í kirkju þá hef ég steinhljóð,“ segir hann með áherslu. „Og ég set köngul í kistuna.“ Hann veit samt ekki af hverju hann gerir það, hann gerir það bara. Allaf þegar einhver deyr. Enda er hann búinn að búa sér til sér­ stakt prógramm varðandi dáið fólk og kirkjur. Dýrkar sjónvarpsstjörnur Ísak Óli málaði líka mynd af þekktasta mótmælanda Ís­ lands, Helga Hóseassyni, sem honum fannst ansi áhugaverð týpa. „Þeir eiga margt sam­ eiginlegt,“ segir Sævar. „Við keyrðum alltaf fram hjá hon­ um og ef Helgi stóð á horninu þá heilsaði Ísak Óli honum.“ „Ég sagði: hæ, Helgi,“ segir Ísak Óli en Sævar bætir því við að Helgi hafi aldrei svarað eða veitt Ísak Óla athygli. Eftir að hafa málað myndir af teiknimyndafígúrum í ára­ raðir hefur hann nú málað heila seríu með portrettmynd­ um af fólki sem hann hefur tekið ástfóstri við. Það er mikil framför og foreldrar hans fagna því, þar sem hann hefur verið svo lengi fastur í sama farinu. Í þessari seríu, sem sýnd er í Norræna húsinu, eru mynd­ ir af höfundum ævintýranna sem hann leitar svo mikið í. Astrid Lindgren, Tove Janson, Hergé og fleiri. Þar eru einnig meistarar á borð við Leonard Cohen og Boga Ágústsson. Ísak Óli fylgist vel með fréttum og veðurfréttum og fyllist aðdáun þegar sjónvarpsstjörnurnar birtast á skjánum. Fyrstu sex eru alltaf eins Ísak Óli leiðir mig upp á háa­ loft. Þar er hans athvarf, ævin­ týraheimur þar sem fígúrurnar spretta fram á strigunum. Þeg­ ar best lætur framleiðir hann fjórar myndir á dag. Hann hefur betri skipulagsgáfu en flestir og pabbi hans segir að við hin séum eins og kettlingar í samanburðinum. Og þegar hann er einu sinni kominn af stað lætur hann ekkert trufla sig. Hann klárar verk sem hafið er og foreldrar hans geta gleymt því að kalla á hann í mat eða eitthvað. „Hann er mjög einbeittur,“ segir Sævar. „Skófólkið,“ segir Ísak Óli og tekur upp eina myndina. Hann fer hratt í gegnum myndirnar sem liggja í tugatali uppi á háalofti. Hann telur upp fígúrurnar á myndunum og gerir það í réttri röð. Þar sem hann er með dæmigerða einhverfu líður honum best þegar hann veit hvað er fram undan og til að verjast hinu óvænta hefur hann komið sér upp kerfi í kringum flesta hluti, líka málverkin. Fyrstu sex strumparnir eru til dæm­ is alltaf í sömu röð. „Æðsti strumpur, gáfnastrumpur, geimfarastrumpur, kónga­ strumpur, Strympa og krafta­ strumpur. Æðsti strumpur er fremstur því hann er aðal,“ út­ skýrir hann. Sævar segir að til þeirra hafi komið safnari til að kaupa mynd. „Hann benti okkur á að taka eftir hinu sérstaka í myndunum. Eins og því að eft­ ir fyrstu sex strumpana koma hinir í nokkuð breytilegri röð,“ segir Sævar, „og okkur þykir vænt um það.“ Lesturinn leið til að nálgast hann Margar myndir eru þó keim­ líkar og það er greinilegt að í Myrkum Mánafjöllum með Tinna og félögum er í miklu uppáhaldi, því Ísak Óli málar hana oft. Fáar myndir eru til dæmis með einhvers konar bakgrunni. „Fígúrum er stillt upp í einhverju tómarúmi, líkt og þær séu í stúdíómynda­ töku,“ segir Sævar. Á þessu eru þó undantekningar, hér er til dæmis ein mynd þar sem Tinni og félagar eru greinilega um borð í skipi. Ísak Óli kann að lesa en les sér ekki til skemmtunar, eins og aðrir sem leggjast stund­ um upp í rúm með góða bók sér við hönd. Engu að síður hafa allar þessar sögur fylgt Ísak Óla frá unga aldri og hann kann þær flestar utan að. Foreldrarnir hafa nefni­ lega alltaf lesið mjög mikið fyrir hann. Það var þeirra leið til þess að nálgast hann, þar sem hann er lítið fyrir faðmlög og kossa flens eða mikla nánd yfirhöfuð. En með því að lesa fyrir hann gátu þau skapað innilegar samverustundir án þess að fara yfir mörkin. „Þetta var ákveðin þjálfun í því að hlusta og eins var þetta þjálfun í því að vera nálægt öðrum. Það er það sem einhverfir þurfa því hann vill ekki að það sé verið að faðma hann. Svo vildi hann alltaf láta lesa sömu bækurnar fyrir sig en það er bara einhverfan. Þannig að við lásum allar Tinnabækurn­ ar, Astrid Lindgren og svona ýmis legt. Oft fannst mér það bara vera til þess að gera það en að minnsta kosti var hann þá hjá mér í svona hálftíma, þrjú korter í senn.“ Bítur sig Á meðan við spjöllum saman skríður Ísak Óli um á gólf­ inu, opnar og lokar máln­ ingartúpum og gefur frá sér alls konar hljóð. Þetta er bara einhverfan. Hann sýnir mér svo hendurnar á sér. Þær eru alsettar litlum bólgum og ég spyr af hverju hann sé svona. „Af því að ég er að bíta mig. Af því að ég er stressaður.“ Foreldrar hans hafa reynt ýmislegt til að venja hann af þessu en allt komið fyrir ekki. Hann bítur sig þegar hann er pirraður, stressaður eða fyll­ ist örvæntingu. Þá róar hann sig niður með því að bíta sig í hendurnar. Það er ekki vont, meira eins og fróun og því fylgir öryggistilfinning, en fyrir vikið eru hendurnar illa farnar. Ísak Óli er farinn að ókyrr­ ast. Hann á að fara á sund­ æfingu á eftir og vill fara að fara. „Ég fer út klukkan tíu mínútur í átta. Þá kemur ferðaþjónustan og sækir mig og ég fer í Gylfaflöt. Þar er ég að leira og teikna,“ segir Menning 43Helgarblað 20.–22. apríl 2012 Hvað ertu að gera? „Besta sýningin á höfuðborgarsvæðinu“ „Ef þessi mynd snertir þig ekki, þá ertu frá Kapítol“ Ævintýri Múnkhásens The Hunger Games „Ég er aðal“ „Þegar við komum heim vissi ég ekki hvort ég ætti að fara að hlæja eða gráta, því Ísak Óli hafði teiknað risa- stórar fígúrur á ný- málaða veggina. „Halldór er dáinn,“ segir Ísak Óli. „Þegar ég fer í kirkju þá hef ég steinhljóð,“ segir hann með áherslu. „Og ég set köngul í kistuna.“ Leitar í listina Það varð snemma ljóst að listin myndi liggja fyrir Ísak Óla. Hann er afar einbeittur og afkastamik- ill og þegar best lætur málar hann fjögur verk á dag. Tinni og félagar Helstu viðfangsefni Ísaks Óla eru teiknimyndafígúrur og þær eru ófáar myndirnar sem hann hefur málað af Tinna og félögum. „Ég er að syngja Wagner í Þýskalandi og undirbúa sumartónleikaröð fyrir ferðamenn í Hörpu. Þar koma fram ungir íslenskir listamenn.“ Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.