Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 30
Ú tgerðarfyrirtækið Samherji sá til- efni til að svara fréttaflutningi DV um félagið með sérstakri tilkynn- ingu á miðvikudaginn. Blaðið hafði greint frá því að Samherji ætti tvö dótturfélög í skattaskjólinu Kýpur sem ættu eignir upp á milljarða króna. Inn- takið í tilkynningu Samherja, sem bar yf- irskriftina „Yfirlýsing frá Samherja vegna rangfærslna í umfjöllun DV“, var að það væri rangt að Kýpur væri skattaskjól, líkt og DV hafði haldið fram. Önnur efnisat- riði í fréttaflutningi DV voru ekki gagn- rýnd í tilkynningunni. Tilefni fréttaflutnings DV var rannsókn á meintum gjaldeyris- og skattalagabrotum Samherja hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og skatt- rannsóknarstjóra. Farið var í húsleitir í höfuðstöðvum Samherja í Reykjavík vegna rannsóknarinnar fyrir stuttu og aðstoðaði embætti sérstaks saksókn- ari við haldlagningu ganga. Inntakið í fréttaflutningi DV var að þessi rannsókn teygði anga sína til þessara dótturfélaga Samherja á Kýpur en þetta hafði ekki komið fram áður. Rannsóknin á Sam- herja er því umfangsmeiri en áður hefur komið fram. Frá því var greint í Kast- ljósinu sama dag og húsleitirnar fóru fram að meðal þess sem væri til rann- sóknar væri hvort fyrirtækið hefði selt karfa á undirverði til þýsks dótturfélags síns, DFFU, með það fyrir augum að láta hagnað af viðskiptunum myndast er- lendis en ekki hér á landi. Auðvelt er að hrekja þá gagnrýni Samherja að Kýpur sé ekki skattaskjól, meðal annars með því að vísa til úrskurð- ar yfirskattanefndar frá árinu 2010, sem aðgengilegur er á vefsíðu nefndarinnar, þar sem fram kemur að á Kýpur sé rekin sams konar aflandsþjónusta og á Bresku Jómfrúareyjum. Tilefni er til að vitna orðrétt í úrskurð yfirskattanefndar því þar kemur einnig fram af hverju íslensk- ir aðilar ættu að vilja notast við eignar- haldsfélög í skattaskjólum: „Kvaðst ríkis- skattstjóri ekki geta litið öðruvísi á en „að íslenskir aðilar sem [færðu] eignar- hald sitt á félögum, íslenskum sem er- lendum, undir offshore félag á Bresku Jómfrúreyjum [væru] að gera það út frá skattasniðgöngusjónarmiðum nema sýnt [væri] fram á annað“. Kvaðst ríkis- skattstjóri að minnsta kosti ekki hafa enn fengið í hendur haldbær rök fyrir því að slíkur flutningur væri gerður á raun- verulegum viðskiptalegum forsendum öðrum en að komast hjá skattgreiðslum. Sambærileg „offshore þjónusta“ hefði einnig verið til staðar á Kýpur til margra ára.“ Verður ekki annað sé af framan- greindu en að yfirskattanefnd telji að notkun á eignarhaldsfélögum í skatta- skjólunum Bresku Jómfrúareyjum og Kýpur sé því sambærileg. Mesta athygli vakti hins vegar að í yfir lýsingu Samherja var einungis þetta atriði gagnrýnt. Í frétt DV komu nefni- lega fram önnur atriði sem eru áhuga- verð í ljósi þess að Kýpur er skattaskjól. Eitt af þessum atriðum er það að þessi tvö kýpversku félög Samherja héldu utan um eignarhluti í nokkrum evrópsk- um dótturfélögum útgerðarrisans, með- al annars á Kanaríeyjum, í Þýskalandi, Póllandi og Færeyjum. Í blaðinu í dag er svo greint frá því að annað Kýpurfélag- ið hafi stofnað og átt íslenskt eignar- haldsfélag, Útgerðarfélag Akureyringa, sem keypti skip, landvinnslu á Laugum og Akureyri og kvóta af Brimi fyrir 14,5 milljarða króna í fyrra. Frétt DV sýndi fram á að í erlendri, og að því er virðist einnig í innlendri, starfsemi sinni not- ast Samherji við móðurfélög á Kýpur þar sem skattahagræði er nokkurt, líkt og fram kemur í úrskurði yfirskattanefndar hér að ofan. Samherji fetti ekki fingur út í þessar staðhæfingar í yfirlýsingu sinni. Þá gagnrýndi Samherji heldur ekki ályktanir þær sem dregnar voru af þessum staðhæfingum. Í grein DV kom fram að miðað við að kýpversku félögin væru móðurfélög dótturfélaga Samherja ætti arður af starfsemi þess- ara félaga, meðal annars DFFU, á end- anum að renna til Kýpur, líkt og gildir um samband móðurfélaga og dóttur- félaga í viðskiptum. Þegar litið er á það skattahagræði sem getur falist í því að eiga eignarhaldsfélög á Kýpur væri slík tilhögun ekki órökrétt af hálfu Sam- herja. En ef þetta fyrirkomulag byggir á því að fyrirtækið selji fisk frá Íslandi á undirverði til að láta hagnað af við- skiptunum myndast erlendis, og jafn- vel renna til móðurfélaganna á Kýpur, þá gætu íslenskir eftirlitsaðilar haft eitthvað við það að athuga. Orðrétt sagði í frétt DV um þetta atriði, sem í reynd er inntakið í mál- inu þar sem rannsókn Seðlabankans og skattsins beinist að því, ef marka má umfjöllun Kastljóssins um dag- inn: „Svo virðist því sem eignarhaldið á nokkrum af erlendum dótturfyrir- tækjum Samherja sé í gegnum kýp- versku eignarhaldsfélögin. Hagnað- ur af rekstri þessara félaga ætti því að enda hjá félögunum á Kýpur, meðal annars hagnaður af starfsemi pólska dótturfélagsins og þess færeyska. Ef Samherji hefur selt fisk frá Íslandi til erlendra dótturfélaga sinna á undir- verði í gegnum tíðina, líkt og greint var frá í Kastljósi í síðasta mánuði, þá getur falist í því verulegt hagræði fyrir Samherja að láta hagnaðinn myndast erlendis í félögum í skatta- skjólum.“ Um þetta atriði þagði Sam- herji í yfirlýsingu sinni, líkt og um flest annað sem fram kom í frétt DV. Samherji verður svo bara að eiga það við sig ef félagið er ósammála ríkisskattstjóra, yfirskattanefnd og DV um hvort líta eigi á Kýpur sem skattaskjól eða ekki. Sandkorn M eðferð Íslendinga á kín- verska athafnamanninum Huang Nubo er skamm- arleg. Þessi kínverski fjár- festir vildi koma með millj- arðafjárfestingu til Íslands og reisa hótel á Grímsstöðum á Fjöllum en var illa tekið. Ráðherra innanríkismála þvældi málum hans fram og til baka og á endanum var honum með vís- an til laga bannað að kaupa jörðina. Óttinn við áhrif útlendinga eða jafn- vel fordómar virtust ráða för hjá þeim sem brugðu fæti fyrir Kínverjann. Undirliggjandi var að áform Nubos væru teikn um að Kínverjar væru að koma til Íslands í slæmum tilgangi. Fyrir Norðlendinga var niðurstað- an áfall. Það sem hefði getað orðið vítamínsprauta fyrir ferðaþjónustu á svæðinu varð að engu. Á endanum virtist Nubo vera orðinn fráhverfur því að fjárfesta á Íslandi. Niðurstað- an varð íbúum svæðisins mikil von- brigði. Bergur Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, fór til Kína til að reyna að greiða úr flækjunni sem innanrík- isráðherra hafði valdið. Staða þessa máls í kjölfar höfn- unar ráðherra var hörmung. Útlend- ingur sem vildi fjárfesta fyrir millj- arða króna varð frá að hverfa. Hingað voru aðeins hrægammar vogunar- sjóðanna velkomnir. Svo virtist sem þjóðin ætti sér vart viðreisnar von. Því góða sem gat gerst var umsvifa- laust bægt frá af misvirtum stjórn- málamönnum. En nú virðist vera að rofa til. Nubo er á góðri leið með að semja um lang- tímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann mun því væntanlega koma rekstri sínum upp á svæðinu. Og um- svifin verða ekkert smáræði ef marka má þær upplýsingar vefritsins Forbes að Nubo hyggist fjárfesta á Norður- landi fyrir 200 milljónir dollara. Það er ástæða til að fagna niður- stöðunni. Koma Nubos á Grímsstaði getur ekki orðið nema til góðs. Gríð- arleg fjárfesting manns sem hefur trú á Íslandi getur ekki annað en gefið ís- lenskri þjóð bjartsýni og trú á fram- tíðina. Og flestir Íslendingar hljóta að bjóða Huang Nubo velkominn með fjárfestingar sínar. Þetta er tákn um nýja tíma og eitt það jákvæðasta sem gerst hefur síðan hrunið varð árið 2008. Furðufrétt um Titanic n Ein af furðufréttum vik- unnar var sú að Íslending- urinn Bjarni Guðmundur Ás- geirsson hefði verið á meðal þeirra sem fórust með farþegaskip- inu Titanic fyrir rúmri öld. Ekkert er minnst á Íslendinginn á listum yfir þá sem fórust. Rót sagnarinnar má rekja til þess að Ólafur Hannibalsson er að skrifa sögu Djúpmanna og fann þá sögn í skipstjóratali að Bjarni Guðmundur hefði hlotið umrædd örlög. Guðjón Friðriks- son sagnfræðingur skaut niður fréttina og sagði hana vera „þvaður“ og skipstjóratalið einkar illa unnið og morandi af vitleysum. Ritstjóri á lausu n Menn velta fyrir sér hvað Jón Kaldal, brotthrakinn rit- stjóri Fréttatímans, muni taka sér fyrir hendur nú þegar hann vantar atvinnu. Víst er að næg eftirspurn er eftir starfskröftum Jóns sem þykir vera duglegur blaðamaður og frjór í hugsun. Meðal þeirra sem leita að ritstjóra er hópur manna tengdur Framsóknar- flokknum, sem skoðar mögu- lega útgáfu á vikublaði sem yrði dreift frítt á kjörsvæðum þéttbýlisins, líkt og Frétta- tímanum. Jón hlýtur að vera þeim ofarlega í huga. Refurinn á Bessastöðum n Þögn Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, í kosn- ingabaráttunni er eftirtektar- verð. Ljóst er að sá gamli pólitíski refur veit nákvæm- lega hvernig hann á að haga barátt- unni. Giskað hefur verið á að hann muni sækja áfram í gegnum er- lenda fjölmiðla og láta þá inn- lendu enduróma boðskap- inn yfir íslenskan lýð. Margir eru á þeirri skoðun að hann muni sigra. Þar muni miklu um framboð Ara Trausta Guð- mundssonar sem taki mest frá Þóru. Jafnvíst er að Ólafur Ragnar mun ekki hljóta sterka kosningu og koma laskaður til leiks á ný. Kóngur í klandri n Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er nú í sínum stærsta ímyndarvanda eftir að víð- tæk rannsókn hófst á fyrir- tækjasam- stæðu hans. Væntanlega verður velt við hverjum steini í rannsókninni sem teygir sig inn í aflandsfélög þar sem milljarðar liggja. Þor- steinn hefur sloppið vel frá umræðu hrunsins en hann var stjórnarformaður Glitnis þegar bankinn fór á hliðina og ruddi veg hrunsins. Nú er öld- in önnur og útgerðarkóngur- inn stendur í stórræðum. Sýknið mig eða drepið mig Umkomuleysið er algert Anders Breivik við skýrslutöku í réttarhöldum. – DV.is Móðir Þórhildar Berglindar sem er mikið fötluð og en fær lítil úrræði. – DV Velkominn, Nubo Kjallari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Og nú virð­ ist aftur vera að rofa til Þögn Samherja „Sambæri­ leg „off­ shore þjónusta“ hefði einnig verið til staðar á Kýpur til margra ára Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 30 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Viðskipti upp á margra milljarða Samherji keypti erlenda starfsemi Sjólaskipa fyrir á bilinu 20 til 30 milljarða króna árið 2007. Um var að ræða verksmiðjutogara sem veiða hestamakríl og sardínu fyrir utan strönd Norður-Afríku og hafa aðstöðu á Kanaríeyjum. Myndin er tekin af forsvarsmönnum Samherja og Sjólaskipa þegar viðskiptin voru kynnt. Eignarhalds- félögin á Kýpur halda meðal annars utan um þessa starfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.