Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Auknar væntingar og minna atvinnuleysi n Atvinnuleysi minna á Íslandi en víða annars staðar A tvinnuleysi hefur vaxið í Evr- ópusambandinu á sama tíma og dregið hefur úr atvinnu- leysi hér á landi. Saman- burður við stöðuna á hinum Norðurlöndunum og í Evrópusam- bandinu sýnir að atvinnuleysishlutfall er almennt lægra hér á landi en ann- ars staðar. Noregur er þó með langtum lægra atvinnuleysishlutfall en Ísland. Atvinnuleysi í Noregi er ívið hærra en það var á Íslandi fyrir hrun. Þetta sýnir samanburður á tölum sem Eurostat hefur tekið saman. Norðurlöndin verr sett Séu atvinnuleysistölurnar skoðaðar nokkra mánuði aftur í tímann þarf að fara aftur um tólf mánuði til að sjá hlut- fall atvinnuleysis verra á Íslandi en ein- hvers staðar annars staðar á Norður- löndunum. Fólksflutningur frá landinu hefur líklega einhver áhrif þarna á þó munurinn sé slíkur að erfitt sé að draga þá ályktun að það sé eina skýringin. Atvinnuleysi á Íslandi var í febrúar 6,9 prósent. Það er 3,3 prósentustigum minna en gerist í Evrópusambandinu. Samkvæmt samanburðinum hefur það líka bara einu sinni gerst frá alda- mótum að eitthvert Norðurlandanna sé með hærra atvinnuleysishlutfall en Evrópusambandsríkin. Það var árið 2003 þegar Finnar mældust með 9,2 prósenta atvinnuleysi en Evrópusam- bandsríkin með 9,1 prósent. Saman- burðurinn er gerður með tölum að- löguðum að árstíma en það sléttir úr samanburðinum án þess að brengla hann. Íslendingar líka bjartsýnni Á sama tíma fer væntingavísitala Ís- lendinga hækkandi. Væntingavísitalan er þó enn neikvæð en hún hefur aðeins einu sinni mælst hærri frá hruni. Það er fyrirtækið Capacent sem tekur saman væntingavísitöluna einu sinni í mán- uði en hún er mæld með fimm mis- munandi spurningum og er fjölda já- kvæðra svara við hverri spurningu deilt í fjölda jákvæðra og neikvæðra svara. Útkoman af því reikningsdæmi er hlut- fall sem síðan er margfaldað með tvö- hundruð og þá fæst breyta sem getur tekið gildið 0–200. Þegar væntingavísi- talan stendur í hundrað eru jafn margir jákvæðir og neikvæðir svarendur. Staða væntingavísitölu Capacent samkvæmt síðustu samantekt fyrirtæk- isins var 65,7 stig, sem þýðir að talsvert fleiri eru neikvæðir á horfurnar en já- kvæðir. Sé þetta hins vegar borið saman við stöðuna á sama tíma fyrir ári kemur í ljós að væntingavísitalan hefur hækk- að um 7,9 stig. Frá hruni hefur vænt- ingavísitalan hækkað um 46,2 stig. Til að reikna væntingavísitöluna spyr Capacent fimm mismunandi spurninga og reiknar út hlutfall neikvæðra og jákvæðra svara. Spurningarnar sem Capacent spyr eru um: n Mat á núverandi efnahagsaðstæðum n Væntingar til efnahagslífsins eftir 6 mánuði n Mat á núverandi ástandi í atvinnumálum n Væntingar til ástands í atvinnumálum eftir 6 mánuði n Væntingar til heildartekna heimilisins eftir 6 mánuði. 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 0 40 80 120 160 200 Væntingavísitalan 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 n Danmörk n Evrópusambandið (27 ríki) n Finnland n Ísland n Noregur n Svíþjóð 0 2 6 8 10 12 4 Betur sett Hærra atvinnuleysi er annars staðar á Norðurlöndunum en á Íslandi. Aðeins Noregur er með lægra atvinnu- leysishlutfall. Norðurlöndin eru þó öll undir atvinnuleysinu eins og það er meðal allra Evrópusambandsríkjanna. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Atvinnuleysi fer minnkandi Staðan á Íslandi hefur batnað umtalsvert frá hruni ef litið er til atvinnuleysishlutfalls. Hluti þess er þó líklega sökum fólksflutninga frá landinu þó ekki sé hægt að draga þá ályktun að það sé eina skýringin á minnkandi atvinnuleysi. Frá og með 1.júní næskomandi munu dýrari geðrofslyf ekki vera niðurgreidd af sjúkratrygg- ingum eins og hefur verið fram að þessu. Það var velferðarrá- herra sem undirritaði reglugerð þess efnis en hún var unnin í samvinnu við Sjúkratrygging- ar Íslands, Lyfjagreiðslunefnd, Geðlæknafélag Íslands og fram- kvæmdastjóra geðsviðs Land- spítala.  Samkvæmt nýrri reglugerð mun greiðsluþátttaka sjúkra- trygginga verða aðeins á lyfjum þar sem verð á skilgreindum dagskammti er um 600 krónur eða lægra. Í þeim tilfellum sem verð á skilgreindum dagskammti er hærra en 600 krónur, munu Sjúkratryggingar Íslands ekki greiða fyrir lyfið nema að undangenginni umsókn um greiðsluþátttöku frá lækni og uppfylltum skilyrðum sam- kvæmt vinnureglu stofnunar- innar.  Markmið breytingana er að draga úr lyfjakostnaði en áætlað er að lyfjakostnaður sjúkratrygg- inga geti lækkað um 50–100 milljónir króna á ársgrundvelli. Alls eru um 9.700 manns á lyfjum í þessum lyfjaflokki og nam kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna þeirra um 756 milljónum króna árið 2011. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er með breytingunni ekki ætlast til að meðferð sem gengur vel verði breytt heldur er markmið að fyrsta val, þegar hefja á meðferð, verði með hagkvæmari pakkn- ingum en oft er í dag. Það verði því mögulegt að sækja um lyfja- skírteini fyrir öðrum geðrofslyfj- um hafi meðferð á þeim reynst vel. Lyfjaávísanir á þau lyf sem fá breytta greiðsluþátttöku og gefnar eru út fyrir gildistöku reglugerðarinnar halda óbreyttri greiðsluþátttöku til 31. október 2012. Hætta að niðurgreiða dýrari geðrofslyf: Vonast til að lækka lyfja- kostnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.