Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 31
Spurning dagsins Flissaði í fjórar klukkustundir Þetta hefur lengi staðið til Merle Butle um konu sína Patriciu sem vann 218 milljón dollara í happdrætti. –VísirTónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddsen ætlar í tónlistarfræði í Edinborg. – Fréttablaðið Gleðilegt sumar „Nei, ég get ekki sagt það. Ég kvíði mest fyrir sögu.“ Indíana Björk Birgisdóttir 16 ára nemandi í Kvennaskólanum „Nei, ég get ekki sagt það.“ Magðalena Sif Lýðsdóttir 16 ára nemandi í Kvennaskólanum „Neibb, ekki neitt. Eðlisfræðin er flóknust.“ Kormákur Jarl Gunnarsson 16 ára nemandi í Kvennaskólanum „Nei, ég er það ekki.“ Urður Bergsdóttir 17 ára nemandi í Kvennaskólanum „Nei, ég er ekki byrjuð.“ Brynhildur Karlsdóttir 17 ára nemandi í MH Ert þú farin/n að undirbúa þig fyrir prófin? M ér skilst að aflaverðmæti hjá okkur Íslendingum, í janúar einum saman, hafi verið 12,6 milljarðar króna. Þetta eru semsagt peningar sem segja má að komi uppúr sjó, þ.e.a.s. hluti af okkar sameiginlegu auðlind. En hér er kannski eðlilegt að geta þess að hagn- aður útgerðarinnar, eftir að hún hafði greitt 2 milljarða í ríkissjóð, var árið 2010, rétt rúmir 44 milljarðar. Kald- hæðnin við þessar tölur er fólgin í því að ríkið úthlutar mönnum veiðiheim- ildum, menn veiða sinn hlut, leigja eða selja það sem þeir fá úthlutað. Og svo þegar kemur að því að setja á veiðigjald þá grenja þeir sem tóku kvótann á leigu eða „þurftu“ að kaupa hann á okur- verði. Og ef talað er um að ríkið (þjóð- in) eigi að fá stærri sneið af kökunni þá er einsog verið sé að taka sælgæti úr munni smábarns. Gráturinn er svo innilegur og vonbrigðin slík að undrun sætir. Það hefur sýnt sig, þegar græðgi og hugsunarleysi ráða ferðinni, að menn virðast endalaust geta á sig blómum bætt. Núna virðist miskunnsami Sam- herjinn vera undir smásjá skattayfir- valda. Þjóðin hefur gefið fólki helling af klinki og það fær aldrei nóg. Og núna kemur að hinni eiginlegu grein minni, kæru lesendur. Í dag er staðan þannig hér á landi að fólk í öllum flokkum keppist við að tala illa um okkar ágæta DV. Og hvað skyldi nú vaka fyrir þeim sem hallmæla þeim dýrgrip sem þetta blað er? Jú, sannleikurinn! Óttinn við sannleikann er dragbítur í lífi hins íslenska eðalfífls. DV segir þann sannleika sem þjóðin þolir ekki að heyra. Og hver skyldi svo vera hvati þessa sannleiksótta? Jú, kæra þjóð, það er hugsunarleysið; heimskan sem segir fólki að betra sé að fitna af stolnu fleski en svelta af engu. Froðu- fellandi heimskingjar sem hálsbrjóta sig í helgislepju, það er fólkið sem sam- félaginu þykir best að treysta. Þjófar, lygarar og alvöru glæpamenn eru þeir sem landinu skulu stjórna. Þeir sem arðrændu íslenska þjóð og létu sjálf- töku sína renna út í verðlagið, eru hetj- urnar sem við treystum best til að auka á misskiptingu auðæfa. Það fólk sem helst styður kvótaþjófnaðinn í óbreyttri mynd, það er fólkið sem í skoðana- könnunum er að skora best. Það er kominn tími til að hjálpa Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki aftur til valda. Bjarni Ben hefur reynslu af því að láta tugi milljarða falla á ríkis- sjóð. Glæpaklíka helmingaskipta- veldisins er það afl sem hækkað hefur skatta hér meira en við getum ímyndað okkur. Og hið augljósasta af öllu aug- ljósu er, að siðblinda manna er svo smitandi að okkur er uppálagt að bölva þeim eina fjölmiðli sem sannleikann segir. Kæru Íslendingar, stöndum saman og styðjum þá sem stela best. Íslensk þjóð er yndisleg, á afar fallegt vígi, þykir bæði þrjósk og treg og þrífst svo vel á lygi. „Þjóðin hefur gefið fólki helling af klinki og það fær aldrei nóg Blásið til sumars Víða um borgina marseruðu og blésu léttleikandi lúðrasveitir inn sumarið á fyrsta degi þess. Veðrið lék við íbúa höfuðborgarsvæðisins sem kunnu vel að meta blíðuna. Mynd: Sigtryggur Ari JóhAnnSSonMyndin Umræða 31helgarblað 20.–22. apríl 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson 1 „Þetta er það sem barnaníð-ingar gera, einangra bráðina“ Móðir hinnar 18 ára gömlu Jordan Powers er eyðilögð yfir því að stúlkan skuli aftur vera flutt inn til kennara síns, sem sakaður er um misnotkun. 2 „Líkaminn getur þetta ekki“Steinar B. Aðalbjörnsson næringar- fræðingur um varhugaverðar aðferðir sem fitnesskeppendur beita til að ná árangri í íþróttinni. 3 Þetta eru bestu og verstu störfin Það er best að starfa við að hanna hug- búnað en verst að vinna við skógarhögg, samkvæmt mælikvarða careercast.com. 4 „Ég sagði þeim að við værum að fara út af“ Einari Þór Hreinssyni rútubílstjóra tókst að afstýra stórslysi við Nesjavelli þegar bremsur rútunnar gáfu sig. 5 Ómáluð Jennifer Love-Hewitt Bandaríska leikkonan gerðist svo djörf að birta mynd af sér þar sem hún var svo til ómáluð. Það þykir fréttnæmt. 6 Geir Ólafs styrkir sambandið við sjálfan sig Geir segist leggja það í hendurnar á guði hvenær hann hitti þá einu réttu. Mest lesið á DV.is Þjóðin er svo vond Ú tgerðarmenn um allt land hafa nú sameinast í einhverjum sárasta harmagráti sögunnar. Ástæðan er sú mannvonska sem skotið hefur rótum hjá íslensku þjóðinni sem ætlar að skattleggja auðlind sem henni kem- ur ekki við. Almenningur hefur ein- hvern veginn fengið þá ranghugmynd að hann eigi bæði fiskimið Íslands og fiskana sem þar synda. Það er svo að skilja að fólkið vilji ekki vita að það eru Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri þeirra útgerðarmanna, og fé- lagar hans sem eiga fiskinn í sjónum rétt eins og bændur landsins eiga hver sinn rolluhóp. Frá örófi alda hafa út- gerðarmenn eignast sín skip sem þeir láta sjómenn róa á til fiskjar. Venjulega hafa þeir tapað á atvinnusköpuninni og þurft að leita til þjóðarinnar eftir hjálp. En þess eru líka dæmi að þeir hafi grætt og þá hefur hagnaðurinn stöku sinnum runnið að hluta til samfélagsins aftur. En það fer lítið fyrir þakklætinu. Stöku útgerðarmenn hafa uppljóstrað milli grátkviðanna að þeim líði eins og Gyðingum í seinni heimsstyrjöld- inni. Þetta undirstrikar alvöru máls- ins. Þjóðin hefur tekið upp beinar of- sóknir á hendur mönnunum sem á skrifstofum sínum tryggja að skip rói til fiskjar. Ef marka má framburðinn er verið að reyna að útrýma útgerðar- mönnum. Hver á þá að losa landfestar og tryggja sjósókn á Íslandsmiðum? Svo alvarleg er staðan að útgerðar- menn í einstökum byggðarlögum hafa neyðst til að hóta því að selja fiskiskip og svipta sjómenn og verkafólk atvinnu sinni. Þetta er þeim sem hóta og ógna nauðung og þung mæða. Allt þetta mál er dæmi um fá- dæma skepnuskap þjóðar sem merkir útgerðar menn sína með gulum stjörn- um og skattleggur þá fram í rauðan dauðann. Þjóðin er svo vond. Það er löngu kominn tími á sátt milli þessar- ar vinnandi stéttar og þjóðarinnar sem lítið leggur til eigin framfærslu. Sam- eiginlega verða nú allir að leggjast á ár- arnar og bera fram þjóðargjöf til sátta. Eðlilegt er að útgerðin verði skattlaus á meðan hún er að rétta úr kútnum. Þá er nauðsynlegt að þjóðin gefi útgerðar- mönnum bæði fiskimið og fiskistofna þegar í stað. Þeir hafa alltaf sinnt bless- uðum þorskinum og ýsunni auk þess að færa björg í bú. Íslandsmið fyrir út- gerðarmenn er sú stefna sem allir verða að fylgja og skammast sín fyrir ofsóknir á hendur þeim sem bognir í baki og for- smáðir standa undir þjóð sinni. Svarthöfði Þetta er kjöt- gripasýning Andrea Rún Carlsdóttir um keppni í módelfitness. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.