Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 10
S kúli Eggert Sigurz, fram- kvæmdastjóri Lagastoðar, er á góðum batavegi eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri hnífstunguárás 5. mars síð- astliðinn. Skúli er kominn á almenna deild en honum var haldið sofandi á gjörgæsludeild í nokkrar vikur eftir árásina. Batinn þykir bera vott um mikinn styrk Samkvæmt heimildum DV er hann laus úr öndunarvél og með fulla meðvitund. Hann virðist ekki hafa hlotið vitræna skerðingu, en hann á þó talsvert langt í land með að ná fyrri líkamlegri heilsu. Til að mynda þarf hann að fara reglulega í nýrna- skiljun og sjúkraþjálfun til að þjálfa upp færni. Það þykir þó með ólík- indum og bera vott um mikinn styrk hversu miklum bata Skúli hefur náð á þeim tíma sem hann hefur legið á sjúkrahúsinu. Einstaklingur sem þekkir vel til Skúla segir að hann muni eftir öllum aðdraganda árásar- innar sem og árásinni sjálfri. Missti mikið blóð Skúli var metinn í lífshættu í nokkrar vikur eftir árásina, þar sem áverk- arnir sem hann hlaut voru miklir. Við árásina skarst ósæð í sundur á tveim- ur stöðum og þá missti Skúli talsvert mikið blóð auk þess að fá alvarlega áverka á kvið og brjósti . Hann gekkst undir að minnsta kosti tvær stórar aðgerðir því eitthver líffæri sködduð- ust við árásina. Ótímabært er að segja til um hvort eða hvenær Skúli snýr aftur til starfa á lögfræðistofuna Lagastoð, en eins og Brynjar Níelsson, lögmaður og samstarfsmaður Skúla, segir þá er „mikil bjartsýni með Skúla.“ Eins og áður hefur verið greint frá hefur Guðgeir Guðmundsson, 34 ára Reykvíkingur, játað að hafa veist að Skúla með hníf. Beðið eftir niðurstöðum Ástæða árásarinnar er talin vera innheimtubréf frá Lagastoð. Skuldin hljóðaði upphaflega upp á 80.000 krónur en Guðgeir og Skúli höfðu komist að samkomulagi um að hún skyldi lækkuð um 30.000 krónur áður en Guðgeir lét til skarar skríða og veittist að Skúla með stórum veiðihníf. Guðgeir hefur setið í gæsluvarð- haldi á Litla-Hrauni frá 6. mars en farið var fram á geðrannsókn yfir honum. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir en beðið er eftir niður- stöðum geðlækna varðandi sak- hæfi Guðgeirs sem og niðurstöð- um úr lífsýnum sem send voru til Svíþjóðar. Samstarfsmaður Skúla, Guðni Bergsson lögmaður, sem kom Skúla til hjálpar eftir að Guðgeir réðst á hann sagði stuttu eftir árás- ina í viðtali við fréttavefinn Bolton Globe að hann hafði þotið inn á skrifstofu Skúla eftir að hafa orðið var við árásina og náð að yfirbuga árásarmanninn. Guðni var stung- inn tvisvar í læri en honum tókst að fjarlægja hnífinn úr höndum árásarmannsins. Hann hefur snúið aftur til starfa á Lagastoð. Bati skúla Ber vott um styrk Vilja stöðva viðræður n Makríldeilan heldur áfram Vandaðir álsólskálar og glerhýsi n Skúli Sigurz man eftir árásinni n „Mikil bjartsýni“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Einar Sigurðsson, forstjóri MS: Hætta að vinna mjólk „Vegna kröfu um lægra vöruverð og hærra verð til bænda þarf MS að hagræða og gera framleiðsluna hagkvæmari,“ segir Einar Sigurðs- son, forstjóri Mjólkursamsölunn- ar, í samtali við vestfirska vefmið- ilinn Vestur.is. Einar segir í samtali við miðilinn að ekki verði farið í frekari mjólkurvinnslu á Ísafirði, hvorki pökkun á mjólk né í fram- leiðslu á öðrum mjólkurafurðum. „Tækin eru einfaldlega komin á endastöð og ekki hagkvæmt að fjárfesta í nýjum tækjum til að setja upp á Ísafirði,“ sagði Einar í samtali við Vestur.is. Í umfjöll- un vefmiðilsins kemur fram að ætlun MS sé að byggja upp tvær öflugar starfstöðvar á Akureyri og á Selfossi. Í Reykjavík verður svo birgða- og dreifistöð fyrir MS. Einar segir að MS sé í samn- ingaviðræðum við samstarfs- aðila um að hefja starfsemi í húsi Mjólkursamsölunnar á Ísafirði samhliða því að húsið gegni hlut- verki söfnunar og dreifingar fyrir MS. Hann vildi þó ekkert gefa upp hvers konar starfsemi væri um að ræða eða hvort eða hvenær sú starfsemi hæfist. Einar skilur vel að Vestfirðingar hafi haft áhyggjur af málinu, en furðar sig samt á æsingnum í kringum mjólkina á sama tíma og fiskurinn er að stórum hluta flutt- ur óunnin úr fjórðungnum. Laug til nafns Það gerist oft og iðulega að fólk lýgur til nafns þegar lögreglan hefur afskipti af því. Einn úr þeim hópi er karl um tvítugt en sá var stöðvaður við akstur bifreiðar í Breiðholti á miðvikudag. Maður- inn var undir áhrifum fíkniefna og var einnig með fíkniefni í fórum sínum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu reyndi maðurinn að ljúga til nafns og það ekki í fyrsta skipti en hann var tekinn fyrir hraðakstur í síð- ustu viku og reyndi þá líka að leika sama leikinn. Það var sömuleiðis til einskis. Maðurinn var sviptur ökuleyfi, að því er segir í tilkynn- ingu frá lögreglu. F ulltrúar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins hafa kraf- ist þess að Stefan Füle, stækk- unarstjóri Evrópusambands- ins, stöðvi viðræður við Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Þeir vilja hlé á viðræðunum þar til sættir hafa náðst í makríldeilunni. Vefurinn fish newseu.com greinir frá þessu. Alls hafa verið haldnar ellefu samningalotur með Íslendingum um þá ákvörðun Íslands að veiða 150 þúsund tonn af markríl árlega. Struan Stevenson, sem er þingmað- ur á Evrópuþinginu, segir að Íslend- ingar hafi alltaf hafnað samkomulagi og að Færeyingar hafi nú tekið sömu ákvörðun og Íslendingar. Veiðar þessara þjóða geti stefnt stofninum í hættu. Stevenson segir líka í skoðun að beita Íslendinga og Færeyinga við- skiptaþvingunum sem myndu bein- ast að flutningi sjávarafurða til Evr- ópu. Þá sé til skoðunar að banna íslenskum og færeyskum skipum að landa í Evrópu. baldur@dv.is 10 Fréttir 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Stækkunarstjórinn Viðskiptaþving- unum kann að verða beitt gegn Íslandi. 7. mars 2012 Í geðrannsókn Guðgeir Guðmundsson hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 6. mars þar sem hann er í geðrannsókn. Á batavegi Skúli Eggert Sigurz, framkvæmdastjóri Lagastoðar, er á góðum batavegi eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri hníf- stunguárás 5. mars síðastliðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.