Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 36
36 Viðtal 20.–22. apríl 2012 Helgarblað É g er sáttur við lífið og til- veruna,“ segir Garðar Gunnlaugsson knatt- spyrnumaður sem er einhleypur í fyrsta skipti síðan hann var 19 ára. Garðar og fyrirsætan og athafnakon- an Ásdís Rán Gunnarsdóttir eru skilin eftir rúmlega níu ára samband og sex ára hjóna- band. Stefndu hvort í sína áttina Fréttin af skilnaði þeirra skók netheima. Þrátt fyrir tilraunir fjölmiðla vildu hjónakornin ekki tjá sig um skilnaðinn á þeim tíma. Ásdís Rán rauf svo þögnina í viðtali við Lífið um síðustu helgi. Þar kom meðal annars fram að þau Garðar hefðu verið of mikið aðskilin og hefðu fyrir vikið eignast hvort sína tilveru. Garðar tekur í svipaðan streng. „Við stefnd- um hvort í sína áttina. Hún var úti í Búlgaríu en ég hérna heima. Hlutirnir æxluðust bara svona,“ segir Garðar en vill að öðru leyti ekki tjá sig um ástæður skilnaðarins. Garðar og Ásdís hafa ver- ið á faraldsfæti síðustu árin þar sem Garðar hefur verið að spila fótbolta með hinum ýmsu liðum Evrópu. Hann spilaði með þýska liðinu Un- terhaching en hefur auk  þess spilað í Austur ríki, með sænska úrvalsdeildar liðinu IFK Norrköping og hjá CSKA Sofia í Búlgaríu, þar sem Ásdís býr ennþá. Garðar hafði átt við meiðsl að stríða og hafði lítið getað leikið knattspyrnu þegar hann tók þá ákvörðun að flytja til Íslands með soninn Hektor. Hann viðurkennir að hafa látið varnaðarorð annarra um áhættuna sem felst í fjarbúð sem vind um eyru þjóta. „Já já, fólk hafði varað okkur við en svona fór þetta. Ég vildi fara heim en hún vildi vera úti. Ég sé ekki eftir að hafa farið heim. Ég er sáttur hér á Skagan- um. Allavega eins og hlutirnir standa í dag,“ segir Garðar sem segist vel geta mælt með fjar- búð fyrir pör. „Fjarbúð hafði virkað mjög vel hjá okkur og yfirleitt kynt enn frekar undir í sambandinu en hitt. Það var ekkert endilega fjarlægðin sem olli skilnaðinum.“ Saknar dótturinnar Garðar og Ásdís eiga saman tvö börn, Hektor er sex ára og Vic- toria Rán er fjögurra ára. Bæði eiga þau svo syni úr fyrri sam- böndum. Róbert, sonur Ásdís- ar, er 14 ára en sonur Garðars, Daníel Ingi, er níu ára. Garðar segir aðstæðurnar erfiðar fyrir börnin sem séu þó vön því að mamma eða pabbi séu á far- aldsfæti. „Auðvitað er þetta skrítið fyrir börnin. Hektor er hér á Skaganum hjá mér og er í sinni daglegu rútínu og finn- ur því lítið fyrir breytingunum en vissulega saknar hann mömmu sinnar alveg rosalega mikið. Það sama á við um dóttur okkar. Hún sér mig ekki í nokkra mánuði í senn. Pásk- arnir voru frábær tími sem við eyddum meira og minna öll saman sem var gott og heilbrigt fyrir krakkana. Það er Hektori fyrir bestu að vera á Ís- landi en fyrir Victoriu að vera úti. Þeim líður vel svo þetta virðist vera að virka. Ég sakna dóttur minnar samt rosalega mikið og það var afskaplega gott að fá morgunknúsið frá henni um páskana. Skype hefur alveg bjargað okkur. Það munar öllu að geta séð börnin því þannig missir maður ekki af öllu því sem er að gerast hjá þeim. Ég á örugg- lega ekki eftir að sjá hana fyrr en eftir tvo mánuði og ég veit ekki hvernig þetta verður eft- ir sumarið. Auðvitað er þetta erfitt,“ segir hann en bætir við að þau hafi að öðru leyti ekki ákveðið neitt um forræði yfir börnunum. „Ég hugsa að við höfum þetta eins og þetta er í dag. Ásdís kemur svo í sumar en svo veit maður ekk- ert hvernig framtíðin verður né hvar hún verður búsett.“ Skrítið að vera einhleypur Garðar segist pluma sig vel sem einstæður faðir. „Það er bara fínt að vera einstæður. Ég fæ góða hjálp frá foreldrum mínum sem búa hér skammt frá. Þau eru með strákinn þeg- ar ég fer á æfingar og svo kíkir maður í mat til mömmu ann- að slagið eða flest kvöld. Ég hef verið mikið einn í gegnum árin því að í hvert skipti sem ég hef skipt um félag og flutt á milli landa hef ég fyrst farið einn til að finna íbúð handa fjöl- skyldunni. Hins vegar er skrít- in tilfinning að vera allt í einu einhleypur,“ segir hann og viðurkennir að hafa vissulega fengið mikla athygli frá hinu kyninu síðan fréttir af skilnað- inum bárust. „Ég neita því ekk- ert,“ segir hann hlæjandi en bætir við að hann sé ekki að leita sér að kærustu. „En mað- ur veit náttúrulega ekkert hvað gerist í þeim málum eða hve- nær ástin bankar upp á aftur. Þangað til verð ég alveg róleg- ur.“ Aðspurður segir hann draumaprinsessuna þurfa að vera falleg og góð og þá sér í lagi barngóð. „Hún þarf líka að vera skemmtileg. Ætli þetta þrennt sé ekki ágætis formúla,“ segir hann og bætir brosandi við að eflaust sé hann að lýsa Ásdísi. „Það getur vel ver- ið en það gekk ekki upp hjá okkur og maður verður að taka því.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af því að eiga ekki eft- ir að finna ástina aftur. „Ég set vissulega markið hátt þar eins og í öllu sem ég geri. Það hlýtur að koma að því. Maður lifir alla vega í voninni.“ Risastjarna í Búlgaríu Frægðarsól Ásdísar fór á flug þegar þau Garðar fluttu til Búlgaríu og hún hefur ver- ið dugleg að hamra járnið á meðan það er heitt. Garðar segir kjaftasögur þess efnis að Ásdís sé að ýkja frægðina þarna úti ekki eiga rétt á sér. „Ásdís er risastjarna í Búlg- aríu. Það þekkja hana allir – allir sem hafa aðgang að ein- hvers konar fjölmiðli. Á blaðamannafundinum þegar ég skrifaði undir hjá CSKA Sofia kom gríðarlegur fjöldi blaðamanna sem voru forvitnastir um hana. Þeir höfðu gúgglað mitt nafn og séð um leið myndir af þessari ljóshærðu svakalegu skvísu. Búlgarar eru ekki vanir ljós- hærðum konum enda allir dökkhærðir þar í landi. Hún var því orðin stjarna áður en hún hafði stigið fæti inn í landið og þegar hún lenti fyrst í Búlgaríu biðu eft- ir henni 15–20 blaðamenn. Hún var í sjokki enda var hún „Mun alltaf elska hana“ Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður er skilinn við athafna- konuna og fyrirsætuna Ásdísi Rán. Garðar gerir upp skilnaðinn í einlægu viðtali við Indíönu Ásu Hreinsdóttur. Garðar er sáttur við að vera fluttur heim á Skagann. Þó að hann viðurkenni að hafa látið varnaðarorð falla um hættuna sem felist í fjarbúð þá segir hann fjarlægðina ekki endilega hafa valdið skilnaðinum. „Maður á nátt- úrulega aldrei að segja aldrei en eins og staðan er í dag þá held ég að það séu litlar líkur á að við tökum aftur saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.