Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Þ eir geta tekið þessa milljón og troðið henni þangað sem dimmast er,“ segir Hans Óli Hansson, 66 ára, um þær sanngirnisbætur sem honum bjóðast vegna dvalar á vistheimilinu Silungapolli þegar hann var á áttunda ári. Hann var beittur miklu andlegu ofbeldi sem hefur markað hann all- ar götur síðan. Þá voru þær kennslu- aðferðir sem beitt var við lestrar- kennslu á heimilinu mjög harkalegar. Hans vill meina að báðir þessir þætt- ir hafi orðið til þess að hann átti ávallt mjög erfitt með nám, bæði í barna- og gagnfræðaskóla, en hann flosnaði að lokum upp úr námi. Á Silungapolli missti hann einnig sjónina á öðru auganu. Eftir langa bið fékk hann nýlega bréf frá sýslumanninum á Siglufirði, sem annast hefur verkefni sem fylgja greiðslum sanngirnisbóta til vist- heimilisbarna. Bætur hans hljóða upp á 1.256.819 krónur, en hámark bóta sem vistheimilisbörn geta fengið eru 6 milljónir króna. Hans Óla finnast bæt- urnar smánarlegar miðað við hvað hann og fleiri máttu þola á heimilinu. Lög um sanngirnisbætur tóku gildi 28. maí 2010 en við ákvörðun fjárhæð- ar er litið til alvarleika ofbeldis eða illr- ar meðferðar þeirra sem vistaðir voru á heimilum sem börn eða unglingar. Ósáttur við vinnubrögð Hans segist hafa verið í miklum sam- skiptum við Guðrúnu Ögmundsdótt- ur, tengilið vistheimila, meðan á ferl- inu stóð. Í þeim samskiptum minntist hann þó aldrei á peninga. Fyrir hon- um voru þeir aukaatriði. Hann segir að Guðrún hafi tjáð sér að fyrra bragði að hann gæti ekki átt von á miklum bótum. „Ég var ekkert að spyrja um það, en núna veit ég það og skil að það var bara búið að ákveða þetta. Sama hvað ég hefði sagt eða hvort ég hefði sent bréf.“ Hann er mjög ósáttur við þessi vinnubrögð. Þrátt fyrir að bóta- upphæðin sem slík skipti Hans ekki öllu máli þá finnst honum gert lítið úr skelfilegri reynslu sinni á Silungapolli með þessu sáttaboði. „Ég spyr bara hvað þarf að koma fyrir börnin svo þau fái fullar bætur?“ Kærði sýslumannsembættið Hans vill meina að hann hafi ítrekað fengið ósannar upplýsingar frá sýslu- mannsembættinu á Siglufirði þegar hann leitaði þar skýringa á töfum á bréfi frá þeim. „Það bara fauk í mig og ég ákvað að kæra sýslumannsembætt- ið. Ég bara treysti þessu fólki ekki með mín mál.“ Daginn eftir að Hans lagði fram kæruna var hins vegar hringt í hann frá embættinu og honum tjáð að bréfið fengi hann daginn eftir. Það stóðst. Hans hefur skráð öll samskipti sín við aðila tengda málinu, prentað út tölvupóstsamskipti og skrifað niður símtöl. Næsta skref hjá honum er að bera málið undir lögfræðing. Vildi losna við þetta úr hjartanu Hann segir marga ekki hafa viljað koma nálægt sáttatilboðinu yfirhöf- uð. Þeir einstaklingar mættu aldrei á fundi eða skráðu sig í félagið. Í fyrstu var Hans í þessum hópi. „Ég hugsaði mig gríðarlega vel um, hugsaði með mér að ég gæti kannski hreinsað and- rúmsloftið. Losnað við þetta úr hjart- anu. Það væri rosalega gaman ef einhver frá stjórnvöldum myndi klappa mér á öxlina og segja „fyrirgefðu, en tíminn var bara svona þá“ – ekkert meira. Fá einhverja viðurkenningu,“ útskýrir Hans. Sjálfur hefur hann aldrei fengið tækifæri til að koma fyrir vistheimila- nefndina og segja sína sögu. Starfsfólkið laug að honum Hans viðurkennir að hafa verið „alveg kolbrjálaður“ á Silungapolli eins og hann orðar það, enda leið honum illa á heimilinu. Starfsfólkið beitti ítrekað þeirri aðferð að ljúga því að honum að móðir hans væri að koma að sækja hann daginn eftir. Það var nefnilega miklu auðveldara að tjónka við hann þegar hann beið spenntur eftir móður sinni, sem kom svo aldrei. „Ég skildi ekkert í því af hverju mamma kom ekki. Ég hélt að hún hefði sagt að hún ætlaði að koma.“ Þetta varð til þess að Hans fannst móðir sín hafa brugð- ist sér. Hann náði aldrei almennilega sambandi við hana aftur, en hann á mjög góðar minningar af sér og móð- ur sinni frá því hann var yngri. Þegar hann var að læra að lesa var hann látinn sitja með bókina fyrir framan sig og þylja upp stafina. Á meðan hélt starfsmaður á heimilinu hníf yfir höfðinu á honum og ef hann svaraði ekki nógu fljótt hvað hver staf- ur hét þá var hann laminn í höfuðið með hnífskaftinu. „Það var voðalega spennandi að læra að lesa en þetta endaði með því að ég fór bara að bíða eftir næsta höggi.“ Þessi upplifun situr enn í Hans og alltaf þegar hann er spurður að einhverju sem hann á að vita og er í vandræðum með svarið þá kemur upp þessi óþægilega tilfinning að höggið sé á leiðinni. Missti sjónina Hans vill enn fremur meina að hann hafi misst sjónina á öðru auganu á Silungapolli þó það hafi ekki komið í ljós fyrr en síðar. Hann fékk vogrís í augað meðan á dvölinni stóð og minnist mikillar baráttu sem hann háði við starfsfólkið á heimilinu þegar þau vildu losa hann við gröftinn í aug- anu. Það fór ekki betur en svo að hann þjáðist af miklum verkjum í auganu í lengri tíma á eftir. Þegar hann fór svo í augnskoðun áður en hann tók bílpróf þá kom í ljós að hann var nánast blindur á aug- anu. „Ég ætlaði að verða flugmaður, það var alveg á hreinu. Ég var búin að safna fullt af pening þegar ég var á tog- ara þegar ég var ungur en það var auð- vitað alveg búið spil út af þessu.“ Þegar hann var á fertugsaldri fékk hann aftur mikla verki í augað og lá inni á augnlækningadeild í langan tíma. Í kjölfarið missti hann sjónina alveg og gengur nú með gerviauga. Hans finnur þó ekkert til í auganu í dag. Hann er líkamlega heilbrigður en sálarkvölin er mikil og „sálarsárið“ er stórt, eins og hann orðar það. Hans ætlar því ekki að sætta sig við rúma milljón fyrir þessa meðferð og gerir kröfu um fullar bætur. Áfram á þrjóskunni Hans tekur fram að hann sé ekki bara að berjast fyrir sjálfan sig, heldur einnig fyrir aðra í svipaðri stöðu. „Ég hef talað við menn í þessum félags- skap og þeir hafa sagt við mig að þeir hafi tekið þessa milljón. Það gerðu þeir Vill Viðurkenningu n Hans Óli er ósáttur við sanngirnisbætur vegna dvalar á vistheimilinu Silungapolli Með gerviauga Hans missti sjón á öðru auga þegar hann dvaldi á Silungapolli. Honum finnst sanngirnisbæturnar sem yfirvöld bjóða smánarlegar. Mynd Sigtryggur ari Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Allt of margir á Silungapolli n Vistheimilið Silungapollur var rekið af Reykjavíkurborg á árunum 1950 til 1969 og var ætlað börnum á aldrinum 3 til 7 ára. Á meðan heimilið var starfandi var þar vistað 951 barn. Í skýrslu vistheimilisnefndar um Silungapoll kemur meðal annars fram að aðstaða og húsakostur á Silungapolli hafi verið ófullnægjandi. Þá hafi sum árin allt of mörg börn verið vistuð þar í einu, bæði með tilliti til húsakosts og starfsmannafjölda. vegna þess þeir gátu ekki meira. Það er alltaf verið að rífa ofan af sárinu.“ Hann segist hafa haldið að sann- girnisbæturnar yrðu sáttatilboð frá yfirvöldum og varð því fyrir miklum vonbrigðum þegar hann fékk bréfið. Hann getur ekki sé að yfirvöld hafi rétt út sáttahönd í málinu. „Þarna varð til í mér ofboðsleg þrjóska sem er í mér enn,“ segir Hans og vísar til dvalarinnar á Silungapolli. Þrjóskuna nýtir hann nú til að leita réttar síns og annarra. Gengur vonum framar n Guðrún Ögmunds- dóttir, tengiliður vistheimila, sagði í samtali við DV fyrr í apríl að fáar sem engar kvartanir hefðu borist vegna seinagangs afgreiðslu mála hjá sýslumanninum á Siglufirði. Hún tók fram að málin væru oft flókin og erfið afgreiðslu en þrátt fyrir það gengi eins og í sögu að afgreiða kröfurnar. Hún sagði enn fremur að afgreiðsla mála gengi vonum framar og að útlit væri fyrir að hálfur annar milljarður yrði í heildina greiddur út til fólks sem dvaldi á vistheimilum. „Það bara fauk í mig og ég ákvað að kæra sýslumannsembætt- ið. Ég bara treysti þessu fólki ekki með mín mál. Heimili Fjöldi krafna Sátta- boði tekið Kröfu hafnað Úr- skurðar nefnd Óafgr./ ókunn staða Vistheimilið Breiðavík 123 112 2 6 3 Visth. Kumbaravogur 21 16 1 1 3 Heyrnleysingjaskólinn 136 115 14 0 7 Vistheimilið Reykjahlíð 43 34 3 2 4 Skólaheimilið Bjarg 15 13 0 0 2 Visth. Silungapollur 94 47 18 0 29 Samtals 432 336 38 9 49 Fjögur hundruð vildu bætur Ríkissjóður hefur skuldbundið sig til að greiða milljarð króna í bætur en útlit er fyrir að sú tala gæti orðið hærri. Tölurnar í töflunni eru ekki endanlegar. Enn á eftir að afgreiða þrjú heimili, heimavistarskólann Jaðar, upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. H ei M il d S ý Sl u M a ð u r in n Á S ig lu Fi r ð i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.