Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 48
48 Lífsstíll Helgarblað Hræðilegt húðflúr n Hugsaðu þig vandlega um áður en þú færð þér húðflúr M argir sjá eftir því að fá sér húðflúr enda standast þau sjaldan tímans tönn. Sumt húðflúr er þó verra en ann- að eins og þessar myndir sanna. D ýrin eru ekkert að þykjast og þau eru alveg laus við for- dóma. Því sér maður miklu fyrr hvort nuddið sé að gera þeim gott eða ekki. Það er þessi einlægni dýranna sem heillar mig,“ segir Nanna Lovísa Zophanías- dóttir hundanuddari. Nanna ákvað að skella sér í nám í hundanuddi fyrir þremur árum. „Margir flissa þegar þeir heyra af þessu enda ekki klassískt nám. Ég lærði þetta í Axelsons-skólanum í Svíþjóð þar sem er kennt bæði nudd fyrir dýr og menn. Námið skiptist í slökunarnudd, teygj- ur og svo sjúkranudd. Ég hef verið að fá hunda sem eru að jafna sig eftir að- gerðir, gigtveika hunda og hunda með gamla áverka eða sem hafa beitt sér vitlaust. Og líka óörugga og stressaða hunda. Hundar verða fyrir streitu og fá þessa „velmegunarsjúkdóma“ eins og við. Margir þeirra eru of þungir, hafa fengið litla hreyfingu eða jafnvel verið geymdir í búrum í marga tíma á dag. Nuddið virkar eins og á fólk – þetta eru sömu vöðvar, liðir og bein. Dýrin fá vöðvabólgu rétt eins og við,“ segir hún en bætir við að þar sem hún sé ekki læknir taki hún ekki að sér veika eða slasaða hunda nema eftir tilvísun eða samtal frá dýralækni. Sjálf er Nanna mikil dýramann- eskja. „Ef það er loðið og með fjóra fætur,“ segir hún brosandi og bætir við: „Ég fæ aðallega hunda í nuddið en ein- staka köttur kemur líka. Kettirnir eru miklu erfiðari viðfangs,“ segir hún og bætir við að hún hafi meira að segja nuddað naggrís. „Það var alveg yndis- legt – svona vasaútgáfa. Þetta eru allt sömu vöðvarnir og ég gerði það sama og við hundana og gat hjálpað honum,“ segir Nanna sem á sjálf hund og kött. Nanna segir hundana oftast hrædda í fyrstu heimsókninni. „Þeir eru óöruggir enda er allt í einu ný manneskja að pota í þá á allt annan hátt en þeir eru vanir, en eftir fyrsta skiptið elska þeir mig takmarkalaust. Það er yndislegt að sjá hund koma valhoppandi í aðra heimsóknina og henda sér á bælið. Þetta er oft eins og í teiknimynd,“ segir hún bros- andi, en hún er með aðstöðu í Dýra- ríkinu. Hún segir áhuga gæludýra- eigenda á nuddinu alltaf að aukast. „Ég vinn í þessu á kvöldin og um helgar en er í annarri vinnu á dag- inn. Eftirspurnin er alltaf að aukast og það er spurning hvað maður ger- ir næst og hvort maður þori að taka stökkið.“ Hægt er að fræðast meira um nuddið á síðunni hundarogkettir.is indiana@dv.is Nuddar hunda, ketti og naggrísi n Nanna Lovísa Zophaníasdóttir er lærður hundanuddari Hundur í nuddi Nanna segir yndislegt að fá hund í annað skiptið því þá valhoppi þeir iðulega beint á bælið. mynd eyþór árnason Húðflúr í handarkrikanum Það er eitthvað truflandi við það að einhver vilji láta flúra á sér handarkrikann. röntgenmynd af andlitinu Þessi tók öskudaginn skrefinu lengra og sér afar líklega eftir því. andlit á hnakkanum Skelfileg og stórfurðuleg hugmynd. Pac-man á rassinum Eins og Pac-man er nú skemmtilegur leikur þá er þetta líklega versta húð- flúr sem sést hefur. matur Veru- lega ólystugt. Hverjum dettur þetta eiginlega í hug?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.