Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2012, Blaðsíða 62
Ekkert væl í anda Bridget Jones n Sólveig Jónsdóttir hefur skrifað skvísubók fyrir fullorðna S ólveig Jónsdóttir fagnaði út­ gáfu sinnar fyrstu skáldsögu, Korter. Í bókinni er sagt af lífi fjögurra ungra kvenna í Reykjavík, ástum þeirra og sorgum. Sólveig gengst við því að bókin sé skvísubók, en bætti því við í viðtali í Kiljunni á miðvikudagskvöld að hún væri skvísubók fyrir fullorðna. Egill Helgason minntist á Bridget Jones og Sólveig svaraði því skelegglega til að í hennar bók væri ekkert væl eins og einkenndi hina mistæku Jones. Það er síðan skemmtileg tilviljun að sjálf hefur Sólveig skrifað undir höf­ undarnafninu Jones og hélt lengi vel út bloggi þar sem hún sagði af lífi sínu og oft mátti einmitt lesa þar skemmtileg­ ar hrakfarasögur og lýsingar. Bókina skrifaði Sólveig meðan hún var við nám í þjóðernishyggju og þjóð­ ernisátökum í Edinborg. Í dag starfar hún sem blaðamaður á Nýju Lífi og er að eigin sögn hálfnuð með sína næstu bók. Í útgáfuhófið, sem haldið var í Ey­ mundsson í Austurstræti, mættu vinir og kunningjar og fögnuðu með Sól­ veigu. 62 Fólk 20.–22. apríl 2012 Helgarblað Lóa ólétt Það er aldeilis barnalán hjá hljóm­ sveitinni FM Belfast. Árni Vil­ hjálmsson söngvari sveitarinnar varð nýlega faðir og nú á söng­ kona hljómsveitarinnar, Lóa Hjálmtýsdóttir, von á sínu fyrsta barni ásamt kærasta sínum Árna Hlöðverssyni en hann er líka í hljómsveitinni. Barnið, sem er strákur, er væntanlegt í enda júlí. Það er því ljóst að það verður nóg að gera í barnastússi hjá meðlim­ um hljómsveitarinnar á næstunni. Ástríður gengin út Dagskrárgerðarkonan Ástríð­ ur Viðarsdóttir sem sló í gegn þegar hún stýrði græna herberg­ inu þegar Söngvakeppni Sjón­ varpsins fór fram fyrr á þessu ári er gengin út. Sá heppni er knatt­ spyrnumaðurinn Viðar Guðjóns­ son sem starfar sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Viðar er upp­ alinn Framari en hefur söðlað um undanfarin ár og leikið með Fylki, Víkingi og nú síðast Fjölni. Parið hefur verið að hittast í þó nokkurn tíma en opinberaði samband sitt á Facebook í þessari viku. Forsetadóttir framleiddi 100 lítra af mjólk Guðrún Tinna Ólafsdóttir forseta­ dóttir eignaðist í febrúarmánuði tvíburana Grím Fannar og Fann­ eyju Petru. Fyrir áttu Tinna og eiginmaður hennar þrjú börn. Guðrún Tinna segir frá því hvernig gengur með tvíburana í persónu­ legu og ítarlegu viðtali við Þóru Sigurðardóttur á veftímaritinu for­ eldrahandbokin.is. „Ég er búin að vera að gefa brjóst að jafnaði 20–22 sinnum á sólarhring, ásamt því að borða á við 2 fullorðna karlmenn til að hafa orku til að búa til alla þessa mjólk og því hefur lítill tími gef­ ist til hreyfingar eða heimsókna þótt auðvitað hafi nánustu vin­ konur og fjölskylda verið dugleg að kíkja við í kaffi og njóta lífsins með okkur. Kalli reiknaði út að þessa fyrstu 70 daga hefði ég gefið brjóst 1.470 sinnum og miðað við mælingar hans framleitt ríflega 100 lítra af mjólk á þessum tíma. Bleyjurnar eru orðnar rúmlega 800 á þessum fyrstu tíu vikum,“ segir Guðrún Tinna. Stoltur höfundur Sólveig Jónsdóttir. myndir preSSpHotoS.biz Létt í bragði Silja Aðalsteinsdóttir, Jónsi og Nanna ræða málin. Þ etta gengur mjög vel. Við erum ósköp heppin með að það hefur ekkert komið upp á og allt gengið eins og best verður á kosið og maður er ósköp þakklátur með það,“ segir þing­ maðurinn Illugi Gunnarsson sem á dögunum eignaðist dóttur ásamt eig­ inkonu sinni Brynhildi Einarsdóttur. Stúlkan er fyrsta barn þeirra beggja og Illugi segir þau vera í skýjunum með frumburðinn og kunna vel við sig í nýjum hlutverkum. Gríðarleg hamingja „Mér finnst þetta ósköp gaman, það er ekki hægt að segja annað. Við vor­ um búin að bíða lengi eftir þessu barni. Þetta er alveg gríðarleg ham­ ingja, eins og auðvitað er hjá öllum þeim sem eignast börn. Þetta er mik­ ill gleði og hamingjugjafi,“ segir hann stoltur. Sú litla átti að koma í heim­ inn 7. apríl en kom nokkrum dögum fyrr, 29. mars. „Það virðist ekki há henni, hún er jafn svöng og sefur jafn vel þótt hún hafi fæðst aðeins fyrr. Það munaði nú ekki mörgum dög­ um,“ segir hann. ekkert fæðingarorlof Illugi tekur ekkert fæðingarorlof núna, en hann býr spölkorn frá vinnustað sínum, Alþingi, svo það er auðvelt fyr­ ir hann að skjótast heim þegar laus stund gefst. Hann segist hafa þurft að íhuga það vel hvort hann myndi taka fæðingarorlof. „Það var val sem ég stóð frammi fyrir og ég hugsaði það vel og lengi. Auðvi­ tað hefði ég kosið að gera það núna en það stendur þannig á að það er stutt eftir af þessu kjörtímabili og þann­ ig hlutir að gerast í stjórnmálunum að mér fannst ekki ganga fyrir mig að hverfa af vettvangi í einhverja mánuði. En ég reyni bara eins og ég mögulega get að nýta hverja stund sem ég á lausa til að vera heima. Ég vil auðvitað reyna eins og ég get að vera sem mest heima. Þetta er svo ómetanlegur tími og ég veit hann kemur ekki til baka. Mér finnst þetta vera kraftaverk á hverjum degi að horfa á barnið mitt þroskast og miða áfram. Hver stund sem maður er ekki að fylgjast með er auðvitað dauð stund.“ Skírð á þjóðhátíðardaginn Litla stúlkan þeirra Illuga og Bryn­ hildar dafnar vel og Illugi seg­ ir hana frekar líkjast móður sinni en föður. „Mér sýnist hún heppin með það að hún sé frekar lík móður sinni,“ segir hann hlæjandi. Stúlkan hefur ekki enn hlotið nafn en það mun gerast á þjóðhátíðardaginn sjálfan. „Við ætlum að skíra 17. júní fyrir vestan. Í Holti í Önundarfirði, enda var Brynhildur skírð í þeirri kirkju.“ Hjónin hafa ekki alveg ákveð­ ið nafnið en það er allt í góðum farvegi að sögn Illuga. „Við erum langt komin með þetta. Við erum að máta og prófa og sjá hvað okkur finnst passa. Svo kemur þetta bara í ljós 17. júní. Þetta er voða gaman, allt saman,“ segir Illugi að lokum, hæstánægður í nýju hlutverki. KraftaverK á hverjum degi n Í skýjunum með frumburðinn n Tekur ekkert fæðingarorlof Gríðarleg hamingja Illugi Gunnarsson er ánægður í nýja hlutverkinu en ætlar ekki að taka fæðingarorlof. mynd SiGtryGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.