Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Side 41
Lífsstíll | 41Helgarblað 22.–24. júlí 2011 KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400 R áð an d i - a ug lý si ng as to fa e hf . Verið með í leiknum á Facebook, flottir vinningar! Girnilegasti lagermarkaður landsins! 25% AFSLÁTTUR AF FATNAÐI!* Ú T S A L A REA SALE SALDI SOLDES ÚTSALA UDSALG REBAJAS WYPRZEDA ’Z UITVERKOOP AUSVERKAUF REA SALE SALDI SOLDES ÚTSALA UDSALG REBAJAS WYPRZEDA ’Z UITVERKOOP AUSVERKAUF *A fs lá tt ur in n re ik na st a f o ut le t ve rð i. Buxur fyrir ferðalanga Það var líklega bara tímaspursmál hvenær gallabuxnaframleiðendur áttuðu sig á því að vespueigendur þyrftu kannski aðeins betri buxur en venjulegar gallabuxur til að vera í á leið sinni um bæinn, án þess að vera í mótorhjólagalla. Levi‘s hefur nú sent frá sér Commuter Jeans byggð- ar á 511-hönnun fyrirtækisins. Eru buxurnar ætlaðar þeim sem ferðast um á léttum hjólum eða vespum í borgum. Eru buxurnar gerðar úr sterkari þráðum sem hrinda frá sér vatni og drullu betur en venjuleg- ar buxur og koma í veg fyrir að lykt festist í buxunum og eru með aðeins meiri teygju en venjulegar buxur til að auka þægindin. Blúndur og leður Leikkonan Katie Holmes sýnir á sér nýja hlið á forsíðu spænska Vogue. Þar klæðist hún djörfum blúnduk- jól úr smiðju hönnuðarins Lanvin og með ögrandi leðurhatt á höfði, svart naglalakk og dökka augnmálningu. Holmes er þekkt fyrir að vera yfirleitt frekar dönnuð í klæðaburði og minnir yfirleitt frekar á ábyrga húsmóður en þá djörfu konu sem prýðir forsíðuna. Góð ráð við þynnku Margir þekkja það leiða vandamál að vakna með mikla timburmenn eftir drykkju kvöldið áður. Sérfræð- ingar segja að það sé ekki til neitt töfraráð við þynnkunni hvimleiðu en þó séu nokkur ráð sem hjálpi til við að losna við hana. Númer eitt sé svefn. Þynnkan verður mun verri ef maður er svefnlaus í þokkabót. Það er um að gera að sofa nóg og reyna þannig að sofa úr sér þynnkuna. Það er líka mikilvægt að drekka mikinn vökva og eiga vatn og appelsínu- safi að gagnast best en kaffi hvað síst. Það getur líka verið gagnlegt að drífa sig út, á æfingu eða í sund og reyna þannig að hressa sig við. Tím- inn læknar síðan öll sár og þynnkan hverfur að lokum. Regnbogakökurnar gleðja unga sem aldna n Skemmtilegar kökur í öllum regnbogans litum S kemmtilegar kökur í öllum regnbogans litum geta varla klikkað. Kökurnar er hægt að baka í lögum þar sem hvert lag hefur sinn lit eða gera marmaraköku þar sem litunum er blandað saman og útkoman getur orðið mjög flott. Kaka: n 2 bollar hveiti n 2 tsk. lyftiduft og 1/2 tsk salt n 115 g mjúkt smjör n 1 bolli sykur n 3 egg n 2 tsk. vanilludropar n 3/4 bolli nýmjólk n Litarefni Byrjað er á því að þeyta sykur- inn og smjörið vel saman, eggjum er síðan bætt við einu í einu. Síðan er vanilludropunum bætt út í. Þurr- efnin eru sigtuð saman og blandað saman við. Best er að hafa smjörið vel mjúkt því þá verður kakan mýkri. Að endingu er svo mjólkin sett út í. Kakan er svo bökuð á 170°C í um það bil 20 mínútur. Best er að skipta deiginu í nokkrar mismunandi skál- ar og blanda einum lit við deigið í hverri skál. Síðan er hellt úr skálun- um hverri á eftir annarri í kökuform- ið og sett beint í ofninn svo að litirnir blandist ekki saman. Krem: n 2 1/2 bolli flórsykur n 1 egg n 120 g lint smjör n 1 tsk. vanilludropar n 2–3 msk. sýróp Þegar gera á deigið er gott að byrja á að hræra fyrst eggið og flór- sykurinn saman. Síðan er smjörinu og vanilludropunum bætt við og svo er sýrópið sett út í. Kjósi maður að hafa lit í kreminu þá er hann settur út í síðast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.