Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Side 14
14 Fréttir 21.–27. desember 2011 Jólablað
É
g sagði henni að þetta væru
peningarnir mínir, þeir væru
löglega fengnir og inni á mín-
um eigin launareikningi,“ seg-
ir kokkurinn Tariq Gondal frá
Pakistan í samtali við DV. Tariq var
mjög brugðið þegar honum var neit-
að um að millifæra peninga af banka-
reikningi sínum í Landsbankanum og
yfir á reikning hjartveikrar eiginkonu
sinnar í Pakistan. Atvikið átti sér stað
fimmtudaginn 15. desember, í Lands-
bankanum í Austurstræti.
Eftir að hafa ítrekað spurt banka-
starfsmann hvaða ástæður lægju
þarna að baki var hann færður út
úr bankanum í fylgd öryggisvarðar.
Hann er afar óánægður með fram-
komuna sem honum var sýnd og
hefur að eigin sögn lokað reikningi
sínum í Landsbankanum í mótmæla-
skyni. Lögfræðingur hans segir fram-
komu bankans ekki eðlilega. Upplýs-
ingafulltrúi Landsbankans segir hins
vegar að farið hafi verið eftir öllum
reglum bankans.
Kynþáttamismunun
Tariq segist hafa beðið starfsmann
bankans um skriflega útskýringu á því
hvers vegna hann mætti ekki milli-
færa peningana. Honum hafi ítrek-
að verið neitað um það. Þegar hann
endurtók fyrirspurn sína og reyndi að
fá viðunandi svör segir hann öryggis-
vörð hafa gengið upp að honum, tek-
ið í jakkann hans og fært hann út úr
bankanum með valdi. „Ég bað hann
um að sleppa mér, sagði honum að ég
gæti alveg gengið út sjálfur en hann
hélt í mig allan tímann,“ segir Tariq
sem upplifði eins og það væri litið á
hann sem ótýndan glæpamann eða
„bankaræningja.“
„Ég vil helst ekki segja það, vegna
þess hversu vel Íslendingar hafa al-
mennt reynst mér hingað til, en þetta
atvik virkar á mig sem kynþáttamis-
munun.“ Tariq kom sem flóttamað-
ur til Íslands árið 2010 og fékk seinna
sama ár atvinnuleyfi til ársins 2012.
Hann hefur síðan starfað sem aðstoð-
arkokkur á Kaffi Reykjavík og stund-
um hefur hann millifært peninga yfir
á reikning eiginkonu sinnar, Attia Ta-
riq, í Pakistan. Hann á afrit af þrem-
ur slíkum millifærslum, sú síðasta var
framkvæmd þann 30. nóvember síð-
astliðinn. Hann segist engan veginn
skilja hvers vegna hann mátti milli-
færa peninga í nóvember en ekki í
desember, einungis 15 dögum síðar.
Skilríki frá Útlendingastofnun
nægja ekki
„Ég held að þetta sé nú aðallega bara
misskilningur sem við leysum,“ seg-
ir Kristján Kristjánsson, upplýsinga-
fulltrúi Landsbankans, í samtali við
DV. Hann segist ekki geta tjáð sig um
einstaka mál en ítrekar að í þessu til-
viki hafi verið farið nákvæmlega að
öllum reglum sem gilda.
Tariq er með gild persónuskilríki
sem gefin eru út af Útlendingastofn-
un, en þau gilda til ársins 2012. Þeg-
ar hann stofnaði bankareikninginn
í Landsbankanum framvísaði hann
þessum skilríkjum. Það gerði hann
einnig í þau þrjú skipti sem hann
millifærði peninga yfir á eiginkonu
sína fyrr á þessu ári. Hann segist því
engan veginn skilja hvað hafi breyst.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsbankanum eru slík skilríki, út-
gefin af Útlendingastofnun ekki stað-
festing á því hver viðkomandi er. Til
að fylgja ströngustu reglum um „al-
þjóðlegt peningaþvætti“ hafi því ekki
verið hægt að framkvæma millifærsl-
una eins og Tariq bað um. Þetta segir
Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur Ta-
riqs, að standist einfaldlega ekki nán-
ari skoðun: „Þessar reglur um pen-
ingaþvætti gilda þegar verið er að
millifæra þúsund evrur eða meira,
en þetta voru bara 50 þúsund krón-
ur sem hann bað um að millifæra og
á meðan honum var bannað það beið
konan hans fárveik heima. Þetta er al-
veg fáránlegt.“ Hún bætir því við að
það verði að skoða slík mál heildstætt
og í samhengi. „Að henda manni út
sem er í þessari aðstöðu er einfald-
lega ekki rétt.“
Hent út „eins og hundi“
„Hann fékk nákvæmlega sams konar
afgreiðslu og allir aðrir í sams konar
stöðu,“ segir Kristján. Aðspurður um
þau viðbrögð öryggisvarða bankans
að færa Tariq út úr bankanum með
valdi segir Kristján að það séu tvær
hliðar á öllum málum. „Það er ágætt
að muna að viðskiptavinir verða að
sýna starfsmönnum kurteisi,“ segir
Kristján.
Hann segir að úr málinu verði
leyst á næstunni, annað hvort sýni
Tariq fram á betri skilríki eða hann
verði að fara aðrar leiðir.
Tariq hefur sjálfur hætt viðskipt-
um sínum við Landsbankann: „Ég
er búinn að loka launareikningnum
mínum í Landsbankanum og opna
nýjan í Arion banka, þar koma þeir
ekki svona fram við fólk.“ Hann seg-
ist ekki geta orðið við beiðni bank-
ans um að sýna fram á önnur skil-
ríki eins og til dæmis vegabréf: „Öll
mín skírteini eru í geymslu hjá ríkis-
lögreglustjóra, skírteinið frá Útlend-
ingastofnun er það eina sem ég hef,
hvernig get ég sýnt þeim skilríki sem
eru í vörslu ríkisins?“
Réttmæt reiði
Tariq viðurkennir að hann hafi reiðst
þegar honum var neitað um milli-
færsluna, þá sérstaklega þegar hon-
um var neitað um að fá skriflega út-
skýringu á því hvers vegna svo væri.
Katrín segist hafa fullan skilning á
reiði Tariqs: „Hann er þarna með
fullkomlega réttmæta beiðni um
að fá skriflega skýringu á synjun-
inni og lætur í sér heyra þegar hon-
um er neitað um það. Myndi maður
ekki bregðast alveg eins við í sömu
stöðu?“
Hún hefur reynt að komast til
botns í málinu en engin viðunandi
svör fengið frá bankanum. „Ef skil-
ríkin hans voru nógu góð til þess að
stofna reikninginn á sínum tíma og
til að millifæra nokkrum sinnum
áður, þá er auðvitað fjarstæðukennt
að segja allt í einu nei og henda hon-
um svo út eins og einhverjum hundi,“
segir hún. Katrín segir að skilríki Út-
lendingastofnunar séu gefin út af
ríkinu til þess að fólk geti unnið og
stundað eðlileg bankaviðskipti, það
sé óeðlilegt að íslenskur banki ákveði
að hafna slíkum skilríkjum.
Önnur vinnubrögð
Katrín fór með Tariq í Landsbank-
ann í Austurstræti seinna sama daga
og beiðni hans um millifærslu var
hafnað. „Þá fengum við skjal í hend-
urnar þar sem staðfest var að milli-
færslunni væri hafnað,“ segir Katrín
og bætir við að sömu vinnubrögð
viðgangist ekki í öðrum bönkum,
þar sé fólki „ekki hent svona út.“ Hún
segir líka mikilvægt að átta sig á því
að þarna inni hafi verið fólk sem Ta-
riq þekkir „og hann dauðskammast
sín núna af því það var eins og hann
væri einhver bankaræningi eða
glæpon.“
Katrín segir að Tariq leiti nú rétt-
ar síns gagnvart bankanum. Sjálfur
segist hann ekki vilja búa til vanda-
mál: „Mér líkar svo vel við hið frið-
sæla og góða íslenska samfélag, ég
vil ekki særa Íslendinga með því að
segja neikvæða hluti. Ég á marga
vini hérna sem kalla mig bróður og
vin, en það eru alltaf einhverjir sem
koma illa fram við mann, sem betur
fer eru þeir í miklum minnihluta.“
Meinað að millifæra
á veika eiginkonu
n Pakistani mátti ekki millifæra hluta af launum sínum á hjartveika eiginkonu n Lögfræðingur hans
segist ekki hafa fengið viðunandi skýringar n Farið eftir reglum, segir talsmaður Landsbankans„Ég vil helst ekki
segja það, vegna
þess hversu vel Íslending-
ar hafa almennt reynst
mér hingað til, en þetta
atvik virkar á mig sem
kynþáttamismunun.
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Ósáttur Tariq Gondal frá Pakistan segist ekki
skilja hvers vegna hann má ekki lengur millifæra
peninga á hjartveika eiginkonu sína. mynd SigtRygguR aRi