Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Page 15
Fréttir 15Jólablað 21.–27. desember 2011 Okkar þekking nýtist þér ... Jólagjöfin í ár! Blandarinn sem allir vilja Verð kr. 99.900 Svunta og kanna fylgja með meðan birgðir endast Nánari upplýsingar í 440-1800 eða www.kaelitaekni.is Kælitækni Rauðagerði 25 • 108 Reykjavík • Sími 440 1800 • Fax 440 1801 • cooltech@cooltech.is www.kælitækni.is og/eða www.kaelitaekni.is Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 látum Friðarljósið lýsa upp aðventuna S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s Heilsudrekinn er þitt val Besta jólagjöfin er góð heilsa · heilsumeðferð · heilsuvörur · dekur · leikfimi · heilsute · spavörur Ó ánægja er meðal margra stjórnarliða með störf Ástu Ragnheiðar Jóhannesdótt- ur, forseta Alþingis. Við- brögð hennar við tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að falla skuli frá ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, voru ekki til að auka veg hennar meðal þingmanna meiri- hlutans. Tillaga Bjarna var lögð fram löngu eftir að frestur til að koma málum á dagskrá fyrir jól rann út. Þrátt fyrir það vildi forseti þings- ins ekki lýsa því yfir afdráttarlaust að tillagan færi ekki á dagskrá. Það hefur hleypt illu blóði í marga stjórnarliða en samkvæmt heimild- um DV hefur Ásta Ragnheiður leg- ið undir ámæli fyrir skipulagsleysi á ögurstundu, eins og það var orðað. Í þinginu er að auki rætt um að Ásta Ragnheiður hafi í nokkurn tíma vit- að af tillögu Bjarna og haldið henni frá flokksfélögum. Stjórnarliði sem blaðamaður ræddi við sagðist telja hugsanlegt að persónuleg skoðun Ástu á málinu hefði áhrif á vinnu hennar sem forseta. „Ég heyrði af tillögunni í ræðu Bjarna Bendikts- sonar á landsfundi, að hann hygð- ist leggja svona mál fram. Tillöguna sá ég fyrst þegar henni var dreift í þinginu,“ sagði Ásta. Hún segir af og frá að hún hafi haldið málinu frá þingmönnum. Álit aðallögfræðings til á föstudag Sama dag og tillögunni var dreift hafði aðallögfræðingur Alþingis tilbúið minnisblað um málið. Það hafa viðmælendur DV sumir túlk- að sem merki um að forseti hafi vit- að að tillögunni með góðum fyrir- vara. „Aðallögfræðingur var að líta á málið vegna þess að umfjöllun var um það í fjölmiðlum. Þar og víðar kom sú skoðun fram að ekki væri hægt að leggja málið fram. Þá fer lögfræðingur að skoða málið,“ segir Ásta og bætir við að hún hafi fyrst séð minnisblaðið um kvöld- matarleytið. Skortir aga og útsjónarsemi Ásta þykir ekki hafa sýnt að hún hafi tök á að stoppa málfþóf og tafir þegar þingmenn kjósa að grípa til slíks. Sagt er að hana skorti nauð- synlegan aga og útsjónarsemi til að takast á við þingflokksformenn sem iðulega ýta fast eftir að fá sín mál á dagskrá. Þar er Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformað- ur Sjálfstæðisflokksins, nefnd sér- staklega. „Það kemur mér verulega á óvart að heyra þetta því samstarf okkar Ástu hefur verið með ágæt- um,“ segir Ragheiður Elín aðspurð hvort erfitt sé að hemja hana sem þingformann. „Það verða aðrir að dæma um mig. Ásta Ragnheiður stendur sig vel í því sem hún er að gera.“ Ekki forseti án trausts þingmeirihluta Blaðamaður ræddi við fjölda stjórnarliða um afstöðu þeirra til starfa forseta Alþingis. Samfylk- ingin fer með ákvörðun um hver er tilnefndur til forseta fyrir hönd meirihlutans en Ásta Ragnheiður var upphaflega kosin með sextíu atkvæðum. Á það var þó bent að enginn situr á stól forseta þings- ins án þess að hafa traust meiri- hluta þingmanna. „Ef þingmenn vilja skipta um forseta þingsins sem kosinn er til fjögurra ára þá þarf að berast bréf með undir- skrift 32 þingmanna um að kos- inn verði nýr forseti. Ríkisstjórnin er með 32, finnst þér líklegt að ég skrifi undir slíkt plagg?“ sagði Ásta Ragnheiður um málið og bætti við að þessar vangaveltur jöðruðu við að vera út í hött enda væri þingið sjálfstætt. Forseti Alþingis í vAndA n Þykir skorta öguð vinnubrögð og útsjónarsemi n Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hrósar Ástu „Hún segir af og frá að hún hafi haldið málinu frá þingmönnum. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Forseti Alþingis er sagður valtur í sessi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.