Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Qupperneq 17
Fréttir 17Jólablað 21.–27. desember 2011 „Ég styð aðskilnað ríkis og kirkju“ Héðinn Björnsson: Væri ekki ástæða til að kjósa næsta biskup beinni kosningu meðal meðlima þjóðkirkj- unnar?  Þórhallur: Þessu hef ég lengi talað fyrir, Héðinn. En nú varð jákvæð breyting í þá átt á síðasta Kirkjuþingi. Áður kaus aðeins lítill hópur presta og kjörmanna. Nú kjósa um 600 manns, prestar, djáknar, kennarar guðfræðideildar og sóknarnefndarfor- menn um allt land, auk varaformanna hér á höfuðborgarsvæðinu. Lýðræðið fer vaxandi, minn kæri. Svavar Kjarrval: Hvernig stendur á því að það er til svo margt ríkt fólk sem segist vera kristið? Sérstaklega í ljósi þess að Jesú sagði þeim að gefa allar eigur sínar til fátækra.  Þórhallur: Jesús sagði aldrei að eignir og fé væri slæmt í sjálfu sér. Mundu „gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er“. En það er hjartalagið sem skiptir öllu. Ef þú átt allt til alls ber þér að hjálpa hinum sem ekkert á – gera það við aðra sem þú vilt að þeir geri þér – elska náungann eins og sjálfan þig. Hugurinn og verkin – ekki hvað þú átt – það er punkturinn. Ólafur Ragnarsson: Hvernig breytir maður vatni í vín? Áttu einhver kreppuráð?  Þórhallur: Góður, Ólafur. Því miður hef ég ekki ráð til þess – en eigum við ekki bara að breyta malti og appelsín í jólabrugg yfir jólin og gefa börnunum okkar áfengislausa jólahátíð? Arnar Ólafsson: Nú hefur Guð aldrei talað við mig og mig langar að forvitnast um eitt. Þegar Guð talar við þig, er þá rödd hans í formi einhvers konar tilfinningar eða heyrirðu málróm hans og greinileg orðaskil?  Þórhallur: Sæll, Arnar – svo ég sé nú alveg heiðarlegur, þá get ég ekki útskýrt það. Ekki með öðrum orðum en ég veit og finn að hann er nærri mér. Þetta þarf hver og einn að upplifa sjálfur. Það er ekki hægt að skýra það nánar. Nema ef til vill með orðum eins og friður – hlýja – ró – nánd – öryggi – ást. Ingólfur Ástmarsson: Hvernig myndir þú sjá Ísland og Íslendinga fyrir þér í dag ef kristin trú hefði aldrei borist hingað til lands? Hvort væri hér verra eða betra samfélag?  Þórhallur: Þú biður ekki um lítið, Ingólfur. Ísland hefur verið kristið frá upphafi. Fyrstu mennirnir hér voru kristnir. Kristin trú hefur alltaf verið mótandi afl hér. Ef kristin trú hefði aldrei haft nein áhrif hér væri Ísland ekki Ísland og við ekki við. Sama á hvað við trúum eða trúum ekki. Arnar Sigurður Hauksson: Hvaða sýn hefur þú á líf eftir dauðann, þ.e. hvað gerist?  Þórhallur: Lestu 1. korintubréf, 15. kafla. Þar er svarið: „Sáð er í dauðlegu – upp rís ódauðlegt – sáð er í jarðneskum líkama – upp rís andlegur líkami“ o.s.frv. Indíana Hreinsdóttir: Koma jólin þótt ekki sé búið að þrífa allt hátt og lágt?  Þórhallur: Elsku Indíana: JÁ – og gleðileg jól (: Halldór Magus: Er það ekki þannig að sama hversu góð manneskja maður er að þá kemst maður ekki til himna nema með trú á Jesú, og fari annars í neðra?  Þórhallur: Lestu Matteusarguðspjall 25. Þar segir Jesús: „Ekki mun hver sá sem segir herra herra (komast til himna ) ...heldur hver sá sem GERIR vilja föður míns“ – vertu hreinn í hjarta og ekki hafa áhyggjur. Jóhann Stefánsson: Er nauðsyn á kirkjunni enn til staðar? Er samfélagið ekki hæft til þess að kenna þegnum þess muninn á réttu og röngu?  Þórhallur: Á hverjum degi streymir fólk í kirkjuna. Um 4.500 manns hafa komið í mína kirkju það sem af er desember. Að gleðjast. Að gráta. Að leita huggunar. Kirkjan er vissulega ekki nauðsyn sem slík. En trúin á Guð er greinilega mjög mörgum nauðsyn – og kirkjan gefur mönnum ramma og skjól til að rækta þá trú og nálgast Guð sinn í kyrrð og næði. Ef vel er á öllu haldið. Fundarstjóri: Hvað geturðu ráðlagt fólki að gera sem glímir við sorg, t.d. vegna ástvinamissis og einmanaleika, yfir jólin?  Þórhallur: Ég vil hvetja fólk til að leita til vina, ættingja, safnaðarins síns eða félaga eins og Nýrrar dögunar t.d. Ekki sitja eitt, leitið aðstoðar og félagsskapar. Það eru margir tilbúnir að hjálpa. Þ að er sárt að missa eigur sín- ar. Ekki bætir úr að þurfa að sitja undir alls konar dylgjum, hálfkveðnum vísum og jafnvel hreinum ásökunum í opinberri um- ræðu,“ segir í yfirlýsingu sem Skafti Jónsson, starfsmaður sendiráðs Ís- lands í Bandaríkjunum, og Kristín- ar Þorsteinsdóttur, eiginkonu hans. Þeim voru greiddar 75 milljónir króna í tjónabætur úr ríkissjóði eftir að bú- slóð þeirra, sem innihélt meðal ann- ars einhver listaverk, skemmdist í flutningum á milli Íslands og Banda- ríkjanna. Í yfirlýsingunni kom fram að tjónið væri tilfinningalegt og margt hafi ver- ið í gámnum sem aldrei verði bætt. Þá kom einnig fram að mikið safn lista- verka hefði verið í gámnum sem þau hefðu sankað að sér um margra ára skeið en auk þess hafði Kristín erft listaverk eftir foreldra sína. Það kom hins vegar hvergi fram í yfirlýsingunni hvaða listaverk þetta voru eða hversu mörg þau voru. Enginn þeirra aðila sem DV hefur leitað svara hjá varðandi málið hefur viljað gefa upplýsingar um það nema að mjög litlu leyti. Utanríkisráðuneyt- ið, Könnun og Tryggingamiðstöð- in, sem tryggði innihald gámsins að hluta samkvæmt heimildum DV, hafa ekki svarað fyrirspurnum DV. Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, hefur marg- endurtekið svarað ítrekuðum spurn- ingum blaðamanns vegna málsins að um sé að ræða einkamál Skafta. Hann hefur þó staðfest að greiðslur frá tryggingafélögum sem aðild áttu að málinu hafi komið til frádráttar þeim tjónabótum sem ríkið taldi sig eiga að borga. Með öðrum orðum að tjónið hafi verið metið á meira en þær 75 milljónir sem ríkið greiddi í bætur. Hann hefur líka staðfest að Skafti og Kristín hafi fengið leyfi til að hirða það sem þau vildu úr gámnum þegar búið var að meta verðmæti hans. adalsteinn@dv.is Segist sitja undir dylgjum n Skafti Jónsson missti eigur sínarer ósáttur við umfjöllunina um „gámamálið“ Innihaldið enn óljóst Skafti og Kristín segja listaverkasafn hafa verið í gámnum en þau hafa hins vegar ekki gefið upp hvaða listaverk það voru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.