Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Side 37
Viðtal 37Jólablað 21.–27. desember 2011 Hjónabandið er ekki eintómur glassúr: hann fundið fyrir ágangi aðdáanda. „Það voru endalausar hringingar og læti. Ég þurfti stundum að slökkva á símanum og kippa honum úr sam- bandi,“ segir hann hlæjandi. „Ég er löngu búinn að finna mér leiðir til þess að losa mig úr þessu. Ég er alltaf að fara eitthvert,“ segir hann sposk- ur og heldur áfram. „Því ég get alltaf verið að fara eitthvert, hvort sem það er nótt eða dagur. Mér finnst gaman að tala við sumt fólk, það er í lagi ef það er ekki röflandi fullt. Sumt fólk er bara einmana og vantar einhvern að tala við. Ég hlusta oft á fólk sem vill bara tala, opna sig aðeins. Ef ég finn að fólk þarf að tjá sig eitthvað, er eitt eða eitthvað, þá reyni ég að hlusta.“ Syngur fyrir jafnaldra á elliheimilum Þrátt fyrir að vera orðinn 77 ára slær hann hvergi slöku við. Það er mikið að gera hjá söngvaranum sí- unga sem treður upp á skemmtun- um af ýmsu tagi, afmælum, árshá- tíðum og öðrum mannamótum og finnst það gaman. „Ég er búinn að vera að segja við konuna í eitt ár að næsta skrefið sé að ég fái 24 tíma þar sem ég þarf ekkert að fara út. Það hefur ekki gerst núna í eitt eða tvö ár,“ segir Raggi hlæjandi. Hann syngur jafnt á elliheimilum sem og á menntaskólaböllum og hefur gaman af. Nýlega söng hann lagið Allir eru að fá sér með rapparanum Erpi Eyvindarsyni og vakti það mikla lukku, sérstaklega meðal yngri kyn- slóðarinnar. „Krakkarnir stoppa mig oft og vilja fá áritanir og svona. Það er bara gaman að því. Það var frábært að vinna með Erpi, hann er alveg stórskemmtilegur náungi. Þegar við vorum að vinna saman kom það í ljós að þegar ég var að tromma í Ingólfscafé 15 ára gam- all var Guðmundur leigubílstjóri, afi hans, dyravörður og dansstjóri á staðnum. Við hlógum mikið að þessu.“ Á elliheimilunum syngur hann oft fyrir jafnaldra sína og segir það voðalega misjafnt hvernig fólk eld- ist. „Ég var að syngja á elliheimili og þar sat voðalega sæt gömul kona fyrir framan mig. Ég var svona að- eins að fylgjast með henni. Þegar ég var búinn að syngja kom maður og bað mig að heilsa upp á hana. Þá var hún 105 ára gömul og afi minn, Böðvar Bjarnason sem var prestur á Hrafnseyri við Arnarfjörð, hafði fermt hana. Hún var mjög skýr og voðalega sæt gömul kona,“ segir Raggi og heldur svo áfram: „Ef ég eldist svona vel þá vil ég gjarnan verða 105 ára,“ segir Raggi og segist ekki mikið pæla í aldri fólks- ins sem hann syngur fyrir. „Ég byrj- aði einhvern tímann skemmtun fyr- ir eldri borgara á því að segja: Jæja, elskurnar, við erum öll á sama aldri hérna. Það gerði enga lukku,“ segir hann hlæjandi. Ætlar að fá sér tölvu þegar hann eldist Þjóðfélagið hefur tekið miklum breytingum á æviskeiði Ragga. Hann segist taka tækninýjungum fagnandi enda hafi hann lifað tím- ana tvenna í tæknimálum. „Mér finnst þetta bara allt saman eins og þetta á að vera. Fyrsta platan sem ég söng inn á var svona lakk- plata. Þeir notuðu pensil og þetta var nokkurs konar segulband fyrri tíma. Það var hægt að spila þær tvisvar eða þrisvar og þá voru þær ónýtar. Ég hef líka sungið inn á stál- þráð,“ segir hann og hlær að göml- um tækniundrum. „Áður en teipið kom, þá kom fyr- irbæri sem hét stálþráður, allan tím- ann handónýtt drasl. Þetta var ein- hver stálþráður sem tónninn átti að fara inn á. Svo kom segulbandið og þá breyttist allt. Þá var hægt að nota tvö segulbönd og klippa og líma. Ég er enn að átta mig á þessu. Gunni Þórðar gat ekki annað en brosað þegar ég sagði við hann: Ég get bara tekið þetta upp aftur, Gunni minn. – Þá sagði hann: Nei, nei, ég laga þetta bara. Því núna er hægt bara að laga eftir á. Það er hægt að lyfta röddinni og gera alls konar breytingar eftir á.“ Raggi á ekki tölvu og kann skýr- ingu á því. „Ég er búinn að segja þeim sem spyrja að ég ætli að fá mér tölvu þegar ég fer að eldast. Ég er soddan frík. Ef ég fengi mér tölvu og færi að læra á þetta þá færi ég alveg á kaf, ég er svona fréttafrík,“ segir hann glettinn. Hefur gaman af gömlum hlutum Hann segist hafa dálæti á göml- um hlutum og lesa mikið. „Ég hef gaman af alls konar svona, göml- um hlutum og bókum. Mér finnst gaman að skoða hvernig hlutirn- ir voru. Ég les voða mikið, það er svona mín stund á kvöldin áður en ég fer að sofa. Ég er að lesa alls konar, til dæmis Einar Ben. Ég fer til Braga bóksala og finn bækur þar. Ég fann til dæmis hjá honum við- talsbækur sem Matthías Johann- essen gerði og þar koma alls kon- ar prinsar fyrir, Steinn Steinarr og fleiri góðir. Það er fyrst núna sem ég hef gefið mér tíma til að grúska í þessu, eða ég gef mér ekki tíma, ég geri það bara áður en ég fer að sofa,“ segir Raggi og hlær sínum einstaka hlátri og bætir svo við: „Ég hef reyndar farið að sofa í 77 ár núna, svoleiðis ég hefði nú getað gert þetta fyrr.“ Týndi bílunum úti um allan bæ Raggi er mikill bílaáhugamaður og rak í nokkur ár bílaleigu. „Rugluð- ustu bílaleigu á Íslandi,“ eins og hann lýsir henni. „Ég var ekki með skrif- stofu og ekki neitt. Ég var bara með þrjátíu og eitthvað bíla bara hing- að og þangað um bæinn. Svo var ég bara með GSM-inn og lyklana á mér,“ segir hann skellihlæjandi af sínu ein- staka kæruleysi. „Helle keyrði á eftir mér þegar ég var að sækja bílana. Hún hefur tvisvar keyrt á og í bæði skiptin var það aftan á mig því ég stoppaði úti á miðri götu, vissi ekki hvert ég var að fara,“ segir Raggi og brosir út í annað. Bílaleiguna rak hann í hátt í áratug. „Þetta hékk svona. Ég var að þessu í átta ár. Það voru yfir þrjátíu bílar þegar mest var. Svo týndi ég þeim. Ég var alltaf að týna þeim,“ segir hann hlæj- andi og rifjar upp eina sögu því til staðfestingar. „Einu sinni var strákur sem tók bíl hjá mér og átti að gera við hann. Svo þegar það voru liðnar þrjár vik- ur hringdi ég og spurði hann hvort enn væri verið að gera við bílinn og þá sagði hann: Ertu vitlaus? Hann var hérna í hálfan dag! Ég sagði þá: Hvað segirðu? Hvar er bíllinn? Og strákur- inn spurði mig á móti: Ertu búinn að týna einum enn? Ég sagðist ekki hafa hugmynd um það. Svo gróf ég upp strákinn, hringdi til Ísafjarðar þar sem hann var að vinna í frystihús- inu og spurði hvort hann væri á bíln- um fyrir vestan. Bílnum? sagði hann. Ertu vitlaus, maður, þú sagðir mér að fara með hann niður í Heklu og setja lykilinn undir mottuna og skilja hann eftir, sagði strákurinn. Heyrðu, þá hafði bílinn verið þar í þrjár vikur,“ segir Raggi skellihlæjandi. Fær aldrei leiða Raggi Bjarna er sko langt frá því að vera sestur í helgan stein. Hann segist aldrei verða þreyttur á því að syngja og koma fram. „Ég get ekki fengið leiða á þessu, það er ekki hægt. Mér finnst jafn gaman að þessu í dag og þegar ég byrjaði. Ég er jafn spenntur fyrir þessu og þá.“ Raggi er oft að skemmta á nótt- unni og finnst það ekki mikið mál. „Ég verð kannski stundum þreyttur þegar ég er að spila með Millunum og þarf að skipta um föt klukkan eitt að nóttu en ég hef bara gaman af því. Ég kalla þetta ekki þreytu, ég kalla þetta leti. Og ég segi oft við sjálfan mig: Æ, góði besti, hættu þessari leti. Það er ekkert að þér,“ segir hann brosandi og telur svefn skipta miklu máli. „Ég passa voða vel að sofa almennilega, ég þarf helst að sofa átta tíma á dag og hef alltaf reynt að gera það. Ég er ekk- ert endilega að passa röddina, mér finnst bara óþægilegt ef ég sef lítið. Ég held að hvíld sé voðalega nauð- synleg fyrir alla, alveg sama í hverju þú ert.“ Raggi segist munu syngja svo lengi sem röddin leyfi honum það. „Hún hefur haldist og ef hún heldur áfram að gera það þá syng ég örugg- lega eitthvað áfram, eins lengi og ég get,“ segir hann brosandi. Raggi er spenntur fyrir jólun- um en þeim verja þau hjónin sam- an með syni sínum og barnabörn- um. „Við erum hjá stráknum okkar yngsta á aðfangadag. Hann býr suð- ur í Keflavík og við förum þangað og ekkert vesen. Síðan förum við í fjöl- skylduboð og höfum það gott sam- an,“ segir Raggi fullur tilhlökkunar fyrir jólahátíðinni. „Þetta voru yfir þrjátíu bílar þegar mest var. Svo týndi ég þeim. Ég var alltaf að týna þeim. „Við höfum eflaust rifist einhvern tím- ann og pönkast eins og gengur í hjónaböndum. En mér finnst þetta bara indælt og er voða happí með þetta. Ballerínan og söngvarinn Hjónin kynntust í Danmörku og hafa verið gift í yfir fjörutíu ár. mynd eyþór árnaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.