Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Side 40
40 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 21.–27. desember 2011 Jólablað B enedikt fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1951 og leiklistarprófi frá Central School of Speach Training and Dramatic Art í Royal Albert Hall 1954. Benedikt starfaði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og síðan Þjóðleikhús- inu til 1991, lengst af sem leikstjóri. Þá starfaði hann í eitt ár við leik- stjórn í Danmörku þar sem hann var fyrsti aðstoðarleikstjóri Eriks Ball- ing, auk þess sem hann setti upp verk í Noregi. Benedikt bjó síðan um skeið á Englandi og starfaði þá með svonefnda frjálsa leikhópa. Benedikt er almennt álitinn með fremstu leikstjórum þjóðarinnar. Hann leikstýrði á sjötta tug leik- verka fyrir Þjóðleikhúsið. Má þar nefna Nashyrningana, eftir Ionesco; Húsvörðinn, eftir Pinter; Hamlet og Þrettándakvöld, eftir Shakespeare, og söngleikina My Fair Lady, Fiðl- arann á þakinu, Gæja og píur, Vesa- lingana, Oliver og Söngvaseið. Þá hefur Benedikt leikið í nokkr- um íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsleikritum. Hann var m.a. aðstoðarleikstjóri og framkvæmda- stjóri kvikmyndarinnar 79 af stöð- inni. Fjölskylda Kona Benedikts er Erna Guðmunds- dóttir Geirdal, f. 2.3. 1932, húsmóð- ir. Hún er dóttir Guðmundar Geir- dal, skálds á Ísafirði, og Vilhelmínu Steinu Pétursdóttur húsmóður en þau eru bæði látin. Benedikt kvæntist 1962 Valgerði Kristjánsson, f. 22.4. 1939, söngkonu og kennara. Þau skildu. Synir Benedikts og Valgerðar eru Einar Benediktsson, f. 29.10. 1962, BS í fjölmiðlafræði, borgarfulltrúi, lagahöfundur og fyrrv. söngvari Syk- urmolanna, kvæntur Sigrúnu Guð- mundsdóttur ballettdansara og eiga þau þrjá syni; Árni, f. 24.4. 1964, bú- fræðingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík, en kona hans er Lilja Gissurardóttir og eiga þau þrjú börn. Systir Benedikts er Þórdís, f. 19.9. 1933, húsmóðir í Garðabæ, en mað- ur hennar var Einar Elíasson Siem- sen forstjóri sem er látinn og eign- uðust þau eina dóttur auk þess sem Þórdís á þrjá syni frá fyrra hjóna- bandi. Foreldrar Benedikts voru Árni Benediktsson, f.10.3. 1897, d. 13.3. 1967, skrifstofustjóri ÁTVR og síð- ar forstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, og k.h., Jóna Kristjana Jó- hannesardóttir, f. 21.7. 1911, d. 10.6. 1956, húsmóðir. Ætt Systir Árna var Þórhalla en bræður hans voru Guðmundur, gullsmiður á Seyðisfirði, og Halldór, b. á Hall- gilsstöðum á Langanesi. Þau voru börn Benedikts, b. á Hallgilsstöð- um Árnasonar, frá Landamóti í Kinn Bjarnasonar, og Arnþrúðar Guð- mundsdóttur, b. á Hallgilsstöðum Björnssonar. Jóna Kristjana var systir Líneyjar rithöfundar. Jóna Kristjana var dótt- ir Jóhannesar Baldvins, stúdents og óðalsb. á Laxamýri, bróður Jóhanns Sigurjónssonar skálds og Snjólaug- ar, móður Sigurjóns, fyrrv. lögreglu- stjóra í Reykjavík, og Ingibjargar, móður Magnúsar Magnússonar, dagskrárgerðarmanns á BBC, rithöf- undar og rektors Edinborgarháskóla, föður Sallýjar og Önnu Snjólaugar hjá BBC. Jóhannes Baldvin var sonur Sigurjóns, dbrm. og óðalsb. á Laxa- mýri Jóhannessonar, b. á Laxamýri, ættföður Laxamýrarættar, bróður Jóns í Sýrnesi, langafa Jónasar frá Hriflu. Jóhannes var sonur Krist- jáns, b. á Halldórsstöðum í Aðaldal Jósepssonar, b. á Kasthvammi í Að- aldal Tómassonar, bróður Jónasar í Hvassafelli, afa Jónasar Hallgríms- sonar. Móðir Kristjáns var Ingibjörg Hallgrímsdóttir, systir Ólafar, ömmu Hólmfríðar Indriðadóttur skáld- konu, sem var amma Guðmundar, skálds á Sandi, og Sigurjóns, skálds á Laugum, Friðjónssona. Ingibjörg var einnig systir Gunnars, pr. á Laufási, afa Tryggva Gunnarssonar banka- stjóra og langafa Hannesar Haf- stein ráðherra. Móðir Jóhannesar var Sesselja Bergsdóttir, pr. á Nesi í Aðaldal Magnússonar og Sigríð- ar, systur Ingibjargar, ömmu Brynj- ólfs Fjölnismanns, Péturs biskups og Jóns dómstjóra Péturssona. Móðir Sigurjóns var Sigurlaug Kristjáns- dóttir. Móðir Jóhannesar Baldvins var Snjólaug Guðrún, langamma Stefáns Gunnlaugssonar, fyrrv. bæj- arstjóra í Hafnarfirði, föður Guð- mundar Árna sendiherra. Snjólaug Guðrún var dóttir Þorvalds, ættföð- ur Krossaættar Gunnlaugssonar og Snjólaugar, systur Hólmfríðar, lang- ömmu Björns Th. Björnssonar list- fræðings. Benedikt Örn Árnason Leikstjóri í Reykjavík 80 ára á Þorláksmessu 21. desember 40 ára Ash Kumar Gurung Blöndubakka 20, Reykjavík Bjarni Hrafn Ívarsson Gerðhömrum 19, Reykjavík Bjarni Viggósson Þinghólsbraut 39, Kópavogi Svavar Konráð Sigurðsson Laufengi 6, Reykjavík Eiríkur Auðunn Auðunsson Klukkurima 37, Reykjavík Steinunn Þorleifsdóttir Fjallalind 19, Kópavogi Lilja Björk Arnardóttir Hofakri 5, Garðabæ 50 ára Ragnhildur Vestmann Mararbyggð 37, Ólafsfirði Þór Stefánsson Engjavegi 87, Selfossi Þórunn Friðjónsdóttir Miðvangi 41, Hafnarfirði Hugrún Magnúsdóttir Vigur, Ísafirði Margrét Kristjánsdóttir Neðri-Brunná, Búðardal Anna Margrét Elíasdóttir Kjarrhólma 34, Kópavogi 60 ára Sóley Sturludóttir Holtateigi 1, Akureyri Kristín Þuríður Matthíasdóttir Kleifargerði 2, Akureyri Sigþrúður Ármannsdóttir Breiðvangi 6, Hafnarfirði Árni Ásmundsson Norðurvöllum 22, Reykjanesbæ Anna Ingibjörg Flosadóttir Eskihlíð 14, Reykjavík Margrét Hilmarsdóttir Ljósheimum 6, Reykjavík Þórður K. Magnússon Heiðarhvammi 8h, Reykjanesbæ 70 ára Kristín R. Guðnadóttir Kúrlandi 25, Reykjavík Þorleifur Hauksson Bauganesi 4, Reykjavík 75 ára Karl Gunnar Marteinsson Strembugötu 25, Vestm. Einar Eysteinsson Broddanesi 2, Hólmavík Kristinn G. Jóhannsson Lönguhlíð 7d, Akureyri Ragnar Ingi Haraldsson Hrannarstíg 18, Grundarfirði 85 ára Gestheiður G. Stefánsdóttir Skálholti 11, Ólafsvík Gísli J. Eyland Víðimýri 8, Akureyri 90 ára Ragnheiður Pétursdóttir Sléttu 2, Akureyri 95 ára Helena Halldórsdóttir Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík 22. desember 30 ára Dorota Ewa Zolich Háengi 10, Selfossi Piotr Radoslaw Lapus Hamraborg 7, Kópavogi Ólafur Björnsson Álfheimum 19, Reykjavík Kári Páll Óskarsson Laufásvegi 71, Reykjavík Hrafnhildur Kristjánsdóttir Kolbeinsmýri 9, Seltj. Sverrir Brynjar Berndsen Grettisgötu 82, Reykjavík Sif Sigurðardóttir Kotárgerði 26, Akureyri Óskar Sindri Atlason Stórateigi 21, Mosfellsbæ Magnús Örn Friðriksson Holtateigi 20, Akureyri Egill Tryggvason Víðimel 32, Reykjavík Donna Ýr Kristinsdóttir Illugagötu 56, Vestm. Ástrós Björk Viðarsdóttir Hamravík 56, Reykjavík Arnar Freyr Theodórsson Þrastarási 14, Hafnarfirði Arnar Ingi Richardsson Dvergabakka 16, Reykjavík Anna Karen Sigurjónsdóttir Leynisbraut 6, Grindavík 40 ára Anna Izabela Górska Hvassaleiti 64, Reykjavík Adrian Lopez Guarneros Neðstaleiti 2, Reykjavík Johanna Maija-Liisa Segler Gauksrima 19, Selfossi Karl Pétursson Skálatúni Fögruhlíð, Mosfellsbæ Elín Birna Bjarnadóttir Njálsgerði 5, Hvolsvelli Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir Bauganesi 16, Reykjavík Karl Ægir Karlsson Vesturgötu 46a, Reykjavík Aðalsteinn Líndal Gíslason Álftahólum 6, Reykjavík Íris Björg Sigmarsdóttir Túngötu 4 Hvanneyri, Borgarn. Þórunn Selma Benediktsdóttir Asparfelli 8, Reykjavík Guðmunda Sif Davíðsdóttir Tröllateigi 19, Mosfellsbæ Ragnar Guðmundsson Stekkholti 9, Selfossi 50 ára Krzysztof Jan Janikula Engihjalla 9, Kópavogi Miroslaw Uscilowski Völusteinsstræti 17, Bolungarvík Einar Ófeigur Björnsson Lóni 2, Kópaskeri Helgi Ragnarsson Nökkvavogi 40, Reykjavík Einar Páll Garðarsson Jöklafold 12, Reykjavík Hrafn Sveinbjarnarson Starhólma 6, Kópavogi Elín Hildur Jónsdóttir Uppsalavegi 19, Húsavík Ágústa Guðrún Gylfadóttir Heiðarbóli 29, Reykjanesbæ Gunnlaugur A. Björnsson Akurvöllum 1, Hafnarfirði Kristjana St. Jóhannesdóttir Stóra-Búrfelli, Blönduósi 60 ára Baldvin Gunnlaugur Heimisson Skúlagötu 10, Reykjavík Þórunn Ingibjörg Reynisdóttir Fannafold 30, RVK Ragnheiður Þórarinsdóttir Lyngheiði 23, Hveragerði Kolbrún Þórarinsdóttir Faxatúni 22, Garðabæ Björn Halldórsson Maríubaugi 121, Reykjavík Helgi Hafnar Gestsson Bjargarstíg 3, Reykjavík 70 ára Sigríður S. Rögnvaldsdóttir Sólheimum 27, Reykjavík Páll Jónatan Pálsson Melteigi 4, Akranesi Sigurður Haraldsson Fiskakvísl 1, Reykjavík Sigurður Pálsson Hátúni 10, Reykjavík Dagný Jónsdóttir Goðheimum 24, Reykjavík Erla Ófeigsdóttir Erluhólum 6, Reykjavík Erna Guðnadóttir Álftahólum 8, Reykjavík 75 ára Ragnhildur Þorsteinsdóttir Úlfsstöðum 1, Reykholt í Borgarfirði Katrín Sigurjónsdóttir Sóleyjarima 15, Reykjavík Ólafía Guðlaug Þórhallsdóttir Safamýri 54, Reykjavík Ingólfur H. Ámundason Þrastahrauni 8, Hafnarfirði Ingólfur Ármannsson Furulundi 3c, Akureyri Aud Aune Björnsson Þórustíg 2, Reykjanesbæ Einar Kristjónsson Engihlíð 16f, Ólafsvík 80 ára Ragnar Lundborg Jónsson Brúsastöðum, Selfossi Ólafur Helgi Grímsson Sautjándajúnítorgi 7, Garðabæ 85 ára Björn Þór Pálsson Laufási 11, Egilsstöðum Einar Bárðarson Skerjavöllum 8, Kirkjubæjarklaustri 90 ára Jóhannes G. Jóhannesson Laugarbrekku 13, Húsavík Svava Sigurðardóttir Ásgerði 1, Reyðarfirði Á Þorláksmessu 30 ára Boguslaw Jan Kozuch Strandgötu 5, Patreksfirði Jóhanna Þórarinsdóttir Breiðuvík 27, Reykjavík Hafsteinn Daníel Þorsteinsson Tröllakór 18, Kópavogi Sveinn Jakob Pálsson Æsufelli 6, Reykjavík Haraldur Björnsson Frostafold 63, Reykjavík Frosti Sigurðsson Snjóholti, Egilsstöðum Óskar Sæmann Axelsson Vesturhúsum 4, Reykjavík Guðrún María Jóhannsdóttir Klukkubergi 29, Hafnarf. Brynjar Pálsson Sólbrekku 8b, Egilsstöðum Bragi Bragason Guðrúnargötu 3, Reykjavík Bjarki Ingason Miðstræti 20, Neskaupstað Eiríkur Jónsson Njálsgötu 2, Reykjavík 40 ára Anna Ólafsdóttir Rekagranda 2, Reykjavík Bergþór Ingi Þráinsson Starengi 108, Reykjavík Sigríður Lóa Gissurardóttir Efstu-Grund, Hvolsvelli Áslaug Guðmundsdóttir Vesturbergi 124, Reykjavík Gunnhildur Sveinsdóttir Hæðargarði 44, Reykjavík Rannveig Þórisdóttir Ólafsgeisla 57, Reykjavík Kristinn Geir Friðriksson Suðurgötu 121, Reykjavík Ásdís Pétursdóttir Ólafs Tómasarhaga 44, Reykjavík Sonja Magnúsdóttir Skógarhlíð 5, Hafnarfirði Hulda Ragna Valsdóttir Kópavogsbraut 20, Kópavogi Sólveig Elín Þórhallsdóttir Helgamagrastræti 17, Ak. Rúna Magnúsdóttir Glitvöllum 21, Hafnarfirði 50 ára Úlfur Heiðar Marinósson Hvammi 1, Þórshöfn Sigrún Böðvarsdóttir Prestsbakka, Kirkjubæjarklaustri Jónína Sigríður Pálsdóttir Laugavegi 40a, Reykjavík Freyr Njarðvík Hátúni 10, Reykjavík Dagný Petra Gunnarsdóttir Ásgarði 3, Neskaupstað Guðný Sigurðardóttir Urðartjörn 9, Selfossi Björn Bergsteinn Guðmundsson Kópavogsbr. 104, Magnús Hreinsson Leysingjastöðum, Blönduósi Lúther Sigurðsson Skógarási 5, Hafnarfirði Aðalsteinn Gíslason Holtagerði 3, Húsavík Íris Gunnarsdóttir Látraseli 5, Reykjavík 60 ára Ryszard Cieslewicz Hverfisgötu 57, Reykjavík Gunnar H Hall Barðastöðum 71, Reykjavík Þóra Björg Ágústsdóttir Gullsmára 3, Kópavogi Magnús Magnússon Neshaga 5, Reykjavík Þórdís G Stephensen Hverafold 96, Reykjavík Árni Árnason Bárugötu 12, Reykjavík Sigþór Hákonarson Arnarási 1, Garðabæ Hjalti Jósefsson Melavegi 5, Hvammstanga Egill Bjarnason Richardshúsi, Akureyri Katrín Hermannsdóttir Vættagili 19, Akureyri Soffía Jónasdóttir Álfaskeiði 82, Hafnarfirði Valgarð Stefánsson Hraunbæ 51, Hveragerði Hermann Kristjánsson Illugagötu 46, Vestmannaeyjum 70 ára Trausti Guðlaugsson Víðivangi 7, Hafnarfirði Oddfríður Lilja Harðardóttir Hörðalandi 16, Reykjavík Jensína Sigurborg Jóhannsdóttir Hlynsölum 1, Kópavogi Óskar Axelsson Baughóli 38, Húsavík Jón Sæmundsson Byggðavegi 107, Akureyri Sólveig Hugrún Ólafsdóttir Árstíg 15, Seyðisfirði Guðbjörg Pálmadóttir Foldahrauni 42f, Vestm. Heiðrún Sigurjónsdóttir Grettisgötu 71, Reykjavík Ólafur Árnason Laugateigi 16, Reykjavík 75 ára Tryggvi Árnason Garðsstöðum 58, Reykjavík Kristján Vigfússon Bakkastíg 3b, Eskifirði Erling Auðunsson Löngubrekku 32, Kópavogi Þorleifur Finnjónsson Vogagerði 28, Vogum Örn Viðar Einarsson Faxastíg 4, Vestmannaeyjum 80 ára Ásdís Jónína Magnúsdóttir Suðurhlíð 38a, Reykjavík Andrés Jón Ásgeirsson Holtabyggð 6, Hafnarfirði 90 ára Elín Ágústa Jóhannesdóttir Miðleiti 3, Reykjavík Afmælisbörn helgarinnar Til hamingju! J óhanna fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hún var í Snælandsskóla, stund- aði nám við Menntaskól- ann í Kópavogi og lauk það- an stúdentsprófi 2001, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan prófum sl. haust. Þá hefur Jóhanna stundaði söngnám. Jóhanna hefur starfað hjá Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins frá því í maí 2001. Jóhanna æfði og keppti í körfu- knattleik með Breiðabliki á ung- lingsárunum. Hún æfir nú og keppir í golfi fyrir GKG. Fjölskylda Systkini Jóhönnu eru Bjarni Georg Einarsson, f. 28.1. 1973, starfsmað- ur við Álverið í Straumsvík; Guð- rún Ólöf Einarsdóttir, f. 7.4. 1974, starfsmaður við skjalasafn Land- spítalans; Guðbjörg Sigríður Ein- arsdóttir, f. 3.6. 1980, lögreglukona. Foreldrar Jóhönnu eru Alda Breiðfjörð Indriðadóttir, f. 22.3. 1946, húsmóðir í Kópavogi, og Ein- ar Bjarnason, f. 13.3. 1952, starfs- maður hjá Olíudreifingu. A rnar fæddist í Keflavík en ólst upp í Njarðvík. Hann stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, lauk sveinsprófi í rafvirkj- un 1981 og prófi í rafiðnaðarfræði frá Tækniskóla Íslands 1991. Arnar starfaði hjá Rafverkstæði IB í Njarðvík 1976–97 með smáhléum, starfaði hjá Brunnum hf. í Hafnarfirði 1997–2000, hjá SRS sf. 2000–2001 og hóf vinnu hjá Raftæknistofunni hf., nú Verkfræðistofan Efla, 2001 og er í forsvari fyrir útibú Efla í Reykja- nesbæ. Arnar starfaði í JC 1983–86, hefur setið í nokkrum nefndum á vegum Njarðvíkurbæjar og Reykjanesbæj- ar. Hann er í Kiwanisklúbbnum Keili og var forseti hans 2000–2001, hefur verið umdæmisféhirðir og svæðis- stjóri Ægissvæðis. Helstu áhugamál eru veiðar af ýmsum toga og útivist. Fjölskylda Arnar kvæntist 20.7. 1985 Önnu Birnu Árnadóttur, f. 29.10. 1958, bók- ara hjá Isavia. Hún er dóttir Árna Júlíussonar, fyrrv. símaverkstjóra, og Valgerðar Sigurðardóttur, fyrrv. póst- afgreiðslumanns. Synir Arnars og Önnu Birnu eru Árni Júlíus, f. 28.11. 1988; Halldór, f. 11.11. 1991; Róbert Ingi, f. 08.10. 1997. Systkini Arnars eru Elín Jóhanna Livingston, f. 14.1. 1956, húsmóðir í Flórída; Ragnhildur Helga, f. 22.2. 1965, skrifstofumaður í Reykja- nesbæ; Brynja, f. 1.4. 1969, banka- starfsmaður í Reykjanesbæ; Guð- mundur Þórir, f. 2.4. 1974, rafverktaki í Reykjanesbæ. Foreldrar Arnars: Ingólfur Bárðar- son, f. 9.10. 1937, rafverktaki í Njarð- vík, og Halldóra Jóna Guðmunds- dóttir, f. 31.12. 1937, húsmóðir. Jóhanna Ásgerður Einarsdóttir Aðalfulltrúi hjá LSR Arnar Ingólfsson Rafiðnfræðingur í Reykjanesbæ 30 ára á fimmtudag 50 ára á fimmtudag DV1112167842

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.