Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Qupperneq 43
Minning | 43Jólablað 21.–27. desember 2011 Ó lafur fæddist á Grund í Glerárþorpi á Akureyri en ólst upp í Garðshorni í Glerárþorpi, í Hlíðunum í Reykjavík og í Kópavog- inum. Hann gekk í Hlíðaskólann, lauk gagnfræðaprófi frá Víghóla- skóla í Kópavogi, stundaði nám við Handíða- og myndlistaskóla Ís- lands í tvö ár og síðan við Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk þaðan tónlistarkennaranámi 1974. Ólafur stundaði tónlistar- kennslu í Kópavogi á árunum 1974–82 og 1992–93, var dagskrár- gerðarmaður og framleiðslustjóri við tónlistardeild RÚV á Rás 1 og Rás 2 1982–90, stýrði tónlistarþátt- um í ríkisútvarpinu um langt árabil, var dagskrárstjóri á Aðalstöðinni 1990 –92, og var blaðamaður, ljós- myndari og starfaði við umbrot og hönnun, á Vikublaðinu – Helgar- póstinum á árunum 1992 –97. Ólafur var þekktastur fyrir að vera einn af þremenningunum í Ríó Tríóinu sem hann lék og söng með í meira en fjörutíu ár. Hann lék auk þess með ýmsum öðrum hljómsveitum frá 1962, t.d. Rokk- unum, Kuran Swing, Mannin- um sem aldrei sefur, South River Band, HonyNut og fleirum. Með Ríó Tríóinu og þessum hljómsveit- um lék hann inn á tugi hljómplatna og gerði einnig tvær plötur í eigin nafni. Þá var hann upptökustjóri og vann við gerð fjölda sjónvarpsþátta af ýmsu tagi. Ólafur stofnaði Þúsund þjalir ehf. - umboðsskrifstofu listamanna, 1997, og starfrækti hana um árabil. Hann var mikill djassunnandi, var frumkvöðull að stofnun þess sem nú er Djasshátíð Reykjavíkur og átti þátt í stofnun Léttsveitar Ríkisút- varpsins. Fjölskylda Ólafur kvæntist 24.10. 1970 Bryn- hildi Sigurðardóttur, f. 29.4. 1949, d. 11.8. 1994. Synir þeirra eru Þorvarður Dav- íð og Þórður Daníel, f. 30.4. 1979. Dóttir Þórðar er Brynhildur Nadía, f. 2.10. 2008, en sambýliskona Þórðar er Sandra Sigurgeirsdóttir, f. 1.7. 1986, og dóttir hennar er Erla Talía Einarsdóttir. Ólafur kvæntist 8.7. 2000, seinni konu sinni, Dagbjörtu Helenu Ósk- arsdóttur, f. 1.12. 1963. Foreldrar Dagbjartar eru Anna Magdalena Leósdóttir, f. 7.3. 1945, og Eyvindur Óskar Benediktsson, f. 27.4. 1941. Sonur Dagbjartar og uppeldis- sonur Ólafs er Óskar Harðarson, f. 22.9. 1990. Systkini Ólafs eru Jóhann Theo- dór, f. 2.4. 1936; Björg, f. 30.4. 1938; Ólafur Tryggvi, f. 25.9. 1946, d. 25.6. 1949; Helgi Sigurður Sigvaldi, f. 25.9. 1946; Kormákur Þráinn Braga- son, f. 24.11. 1955. Ólafur var sonur hjónanna Helgu Sigríðar Sigvaldadóttur, f. 3.6. 1914, d. 22.12. 1986, og Þórðar Halldórs Ólafssonar, f. 10.7. 1909, d. 3.6. 1953. Ólafur var jarðsunginn frá Hall- grímskirkju 13.12. sl. Ólafur Tryggvi Þórðarson Tónlistarmaður f. 16.8. 1949 – d. 4.12. 2011 Andlát Merkir Íslendingar Þ orsteinn fæddist að Hurðarbaki í Kjós en flutti á öðru ári að Hóla- brekku við Skerjafjörð þar sem for- eldrar hans bjuggu síð- an. Á þeirri torfu hafa ýmsir meðlimir stórfjöl- skyldunnar búið síðan, s.s. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og syst- ursonur Þorsteins. Þorsteinn var hins vegar síðar meir lengi búsett- ur á Laufásvegi 4. Foreldrar Þorsteins voru Ög- mundur Hansson Stephensen og k.h., Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Ög- mundur var sonur Hans Stephensen, bónda á Hurðarbaki í Kjós, bróður Sigríðar, ömmu Helga Hálfdanarson- ar þýðanda og langömmu Hannesar Péturssonar skálds. Hans var einn- ig bróðir Mörtu, langömmu Sigurð- ar Pálssonar skálds. Móðir Hans var Guðrún, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Önnur syst- ir Guðrúnar var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar ráðherra, föður Vilmundar ráðherra, Þorsteins heimspekings og Þorvaldar prófessors. Fjórða systirin var Sigríð- ur, langamma Önnu, móður Matth- íasar Johannessen skálds og fyrrv. Morgunblaðsritstjóra. Ingibjörg var systir Péturs verk- stjóra, langafa Helga Péturssonar, í Ríó Tríóinu og fyrrv. borgarfulltrúa. Ingi- björg var dóttir Þorsteins, b. á Högna- stöðum í Þverárhlíð, bróður Hjálms, alþm. í Norðtungu, langafa Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþm. og Ingi- bjargar, móður Jóns Steinars Gunn- laugssonar zhæstaréttardómara. Móðir Þorsteins var Ingibjörg, syst- ir Sigvalda, afa Sigvalda Kaldalóns tónskálds og Eggerts Stefánssonar söngvara. Annar bróðir Ingibjargar var Bjarni, afi Bjarna Þorsteinssonar tónskálds og langafa Gunnars í Þórs- hamri, föður Þorsteins, leikara, arki- tekts og fyrrv. leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur. Þorsteinn Ö. lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1925. Þar smitaðist hann af leiklist- arbakteríunni en á námsárum hans þar höfðu skólaleikirnir frá tíð gamla Latínuskólans, Herranótt, nýlega ver- ið endurreistir. Þrjú síðustu ár sín í menntaskóla tók Þorsteinn mikinn þátt í þessu leiklistarstarfi, hafði um- sjón með leikjunum og sá um fram- kvæmdastjórn, auk þess sem hann lék stór hlutverk tvö síðustu árin. Þorsteinn hóf nám í læknadeild Háskóla Íslands en féll ekki nám- ið enda með hugann við leiklistina. Næstu árin lék hann nokkur hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Reykja- víkur annál en stundaði annars þýð- ingar, skrifstofustörf og fleira. Þorsteinn fór til Danmerkur og stundaði þar leiklistarnám við Kon- unglega leikhúsið í Kaupmannahöfn 1934–35. Eftir heimkomuna varð hann þulur við Ríkisútvarpið sem þá hafði tekið til starfa fáeinum árum áður. Jafn- framt leikstýrði hann eða lék í útvarpsleikritum sem þá voru flutt einu sinni til tvisvar í mánuði. Þá sá Þorsteinn tvisvar um barnatíma í Ríkisútvarp- inu, fjögur ár í senn. Eftir að Þorsteinn hætti þular- störfum, 1946, tók hann við umsjón útvarpsleikritanna, sem þá orðið voru flutt einu sinni í viku, og var hann eftir það leiklistarstjóri Rík- isútvarpsins þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Sem leiklistarstjóri Ríkisútvarps- ins fékk Þorsteinn snemma Lárus Pálsson sér til samstarfs, sem lék og leikstýrði fyrir Ríkisútvarpið um ára- bil. Þessir tveir snillingar Thalieiu, voru báðir vel meðvitaðir um þá stað- reynd að útvarpsleikrit eru sérstök listgrein sem útvarpið hafði skap- að og sem þurfti að þróa með það í huga. Útvarpsleikritin voru því unnin af miklum metnaði eins og svo marg- ar perlurnar úr þeim handraðanum bera með sér. Þorsteinn lék fjölda hlutverka hjá Ríkisútvarpinu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur og nokkur hlutverk sem gestur Þjóðleikhússins. Af fjölda hlutverka Þorsteins hjá Leikfélagi Reykjavíkur má nefna Browningþýð- inguna undir leikstjórn Gísla Hall- dórssonar en fyrir hlutverk sitt þar var Þorsteini einróma veittur silf- urlampinn, verðlaun Félags gagn- rýnenda. Þá lék hann pressarann í Dúfnaveislunni undir leikstjórn Helga Skúlasonar og voru Þorsteini veitt sömu verðlaun fyrir það hlut- verk. Eftir að Þorsteinn lét af störfum lék hann í leikritinu Stundarfriði eftir Birgi Sigurðsson sem sýnt var lengi í Þjóðleikhúsinu og síðan sent utan og sýnt víða í Evrópu við góðan orðstír. Þorsteinn var í hópi ástsælustu leikara þjóðarinnar um langt ára- bil enda var hann af Alþingi kjörinn í heiðurslaunaflokk listamanna árið 1988. Kona Þorsteins var Dóróthea Guðmundsdóttir Breiðfjörð og eign- uðust þau fimm börn: leikkonurn- ar Guðrúnu og Helgu, Ingibjörgu kennara, og Stefán og Kristján, tón- listarkennara og hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Systkini Þorsteins eru öll látin en þau voru Hans, múrarameistari í Reykjavík og síðar í Neskaupstað; Kristján, dó í frumbernsku; Sig- ríður, húsfreyja í Hólabrekku; Stef- án, prentari í Reykjavík og formað- ur Hins íslenska prentarafélags og Menningar- og fræðslusambands alþýðu; Guðrún, uppeldisfræðingur og húsmóðir í Reykjavík, móðir Ög- mundar ráðherra; Einar, formaður Landsambands vörubifreiðastjóra. Þorsteinn Ö. Stephensen Leikari og leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins f. 21.12. 1904 – d. 12.11. 1991 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.