Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Síða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Síða 53
Ljósadýrð og fágætt skraut Á sta Kristrún Ragnarsdóttir námsráðgjafi segist hafa safn- að jólaskrauti í fjöldamörg ár og eigi heilu fermetrana af því. „Ég held að í kössum mælt eigi ég um sjö fermetra af jólaskrauti,“ segir hún og skellir upp úr. Margt af því hefur hún fengið frá Bandaríkj- unum, Frakklandi og Noregi. „Ég hef alltaf verið afar veik fyrir fallegu jóla- skrauti. Í Bandaríkjunum er hægt að kaupa jólaskraut árið um kring og oft þurfti Valgeir að toga svona í hálsmálið á mér þegar ég var í sem mestum ham. Það er nú erfitt að stöðva mig þegar ég sé fallegt jóla- skraut og það sést best á þeim hlut- um sem ég hef sankað að mér.“ Jóla- skrautið fær að njóta sín hjá þeim Ástu og Valgeiri í NemaForum þar sem þau reka ráðgjafar- og veislu- þjónustufyrirtæki. Í Nema Forum hafa Ásta og Valgeir raðað búslóð sinni á fallegan hátt og stemningin er í senn hátíðleg og heimilisleg. „Við höfum haldið jólaveislur, fólki líður vel í þessu umhverfi og ég nýt þess að skreyta hér allt hátt og lágt. Rétt eins og heima hjá mér. Hér rúmast allt það jólaskraut sem ég á,“ segir hún og hlær. Athygli vek- ur fallegur glerskápur. „Þessi gler- skápur var alltaf heima hjá okkur og við kölluðum hann árstíðarskápinn. Inn í þennan skáp setti ég öll helstu jóladjásnin og ljós með.“ Heima hjá Ástu og Valgeiri hafa þau nú þeg- ar skreytt jólatréð. „Við ákváðum að vera ekkert að bíða eftir honum Þor- láki. Ég skreytti tréð með fallegum englahöfðum og könglum. Svo efst á trénu eru tveir forláta silfurengl- ar. Annan fékk ég frá litháískri konu sem ég aðstoðaði um daginn við að safna jólagjöfum fyrir munaðarlaus börn í Litháen.“ Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson: Eiga sjö fermetra af jólaskrauti Veik fyrir fallegu jólaskrauti Ásta Kristrún keypti mikið af skrauti þegar hún bjó í Bandaríkjunum þar sem það er til sölu árið um kring Þykir vænt um engilinn Ásta Kristrún við englum prýtt jólatréð Lífsstíll 53Jólablað 21.–27. desember 2011 Jólatilboð Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk voruhusid.is Sími 823 9448 Frí heimsending GPS sportúr með púlsmæli, kaloríubrennslu ofl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.