Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Síða 54
54 Lífsstíll 21.–27. desember 2011 Jólablað
Borð minninganna
n Ólöf Jakobína Ernudóttir hvetur til endurnýtingar og endurmats
F
yrr í vetur var opnuð jólasýning
Hönnunarsafns Íslands. Sýning-
arstjóri er Ólöf Jakobína Ernu-
dóttir, fyrrverandi ritstjóri Húsa
og híbýla. Ólöf sýnir á sýningunni
fjölbreyttan norrænan borðbúnað og
stóla. „Við höfum leitað fanga á heim-
ilum fólks og víðar og sett saman á
skemmtilegan hátt – gamalt í bland
við nýtt, stál í bland við silfur, kristal
í bland við gler og kunnuglega hluti í
bland við framandi. Norræn jól snúast
að miklu leyti um hefðir og hátíðleika.
Við höldum gjarnan í fjölskyldusiði
þar sem matargerð og borðhald leika
stærsta hlutverkið. Á hátíðarborð-
inu á hver hlutur sinn sess og öllu er
tjaldað til.“
Á sýningunni má meðal annars sjá
diska, glös, hnífapör og ílát sem hönn-
unarsagan hefur skilgreint sem fram-
úrskarandi hönnun
og er orðin þekkt
víða um heim. Ólöf
segir marga þess-
ara hluta ekki hafa
hlotið þann sess í
hugum okkar að
þeir eigi heima á
hátíðarborðinu.
„Þetta þykir mörg-
um óvenjulegt en
þetta borð minn-
inganna, eins og
ég kalla það, á að
leiða hugann að
endurnýtingu og
vissu endurmati,
það neitar því
enginn að slíkt á
einkar vel við á
okkar tímum.“
É
g er 29 ára. Mér finnst mikil-
vægt að það komi fram í upp-
hafi þessa pistils. Því þó ein-
hverjir vilji meina að aldur sé
afstæður þá skiptir hann stundum
máli.
Ég og 27 ára gömul vinkona mín
hittum tvo unga menn á barnum
um daginn. Annar þeirra bar það
með sér að vera yngri en við en
hinn var á óræðum aldri. Sem er
alltaf óþægilegt.
Ég skrapp á salernið og þegar
ég kom til baka var andrúmsloftið
við borðið frekar þrúgandi og vin-
konan virtist í uppnámi. Annar
ungu mannanna hafði spurt hana
um aldur. Honum varð
víst mikið um við
svarið, svelgd-
ist á bjórnum og
hrópaði: „27 ára!“
yfir allan stað-
inn. „Ertu svona
gömul?“ bætti hann
við vinkonunni til
mikillar gremju. Hún hefur
notað hrukkukrem í baráttunni
við elli kerlingu frá því að hún var
14 ára gömul. Maður getur því rétt
ímyndað sér geðshræringuna sem
hún komst í yfir því að einhverjum
fyndist hún gömul. Ungi maðurinn
var 21 árs. Hann spurði mig líka um
aldur. „29 ára!“ Það var einmitt það.
É
g spurði hann hvort félagi
hans, þessi á óræða aldrinum,
væri ekki eldri. „Nei, við erum
æskuvinir,“ var svarið. Ókei, þá
var það afgreitt. Þeir voru ungir, við
vorum gamlar. Tilvonandi eigin-
maður minn var augljóslega ekki
við þetta borð. Skömmu síðar komu
brakandi ferskar, tvítugar nýstúd-
ínur með hvíta kolla aðvífandi og
mennirnir misstu áhuga á gömlu
konunum. Við vorum
sosum hvort eð
er líka búnar að
missa áhugann á
þeim. Alltof mik-
ið lambakjöt.
Þ
að er reyndar
í gildi ákveðin regla um hve
langt má seilast í lambakjöt-
ið. Maður deilir sínum eigin
aldri með tveimur og bætir svo við
sjö. Í mínu tilfelli er útkoman 21,5.
Á stærðfræðiprófi fengi ég rétt fyrir
að námunda þessa tölu að 22, en
vitur 21 árs gamall maður sagði mér
að það ætti ekki við þessa reglu.
Það á víst að námunda niður á við.
Ég gladdist yfir því. Samkvæmt
þessum útreikningum hefðu ungu
mennirnir á barnum rétt sloppið.
Svipuð regla gildir upp á við. Þá
dregur maður sjö frá sínum eigin
aldri og margfaldar með tveimur. Í
mínu tilfelli er útkoman 44. Aldurs-
bilið sem ég get unnið með er því
23 ár, sem er vel. Það er ágætt að
hafa gott svigrúm í þessu málum. Í
ljósi þess að ég fékk að heyra það í
sumar að ég yrði nú að fara að slá af
kröfunum, komin á þennan aldur.
Auðvitað á maður að gera það, en
ekki hvað?
Þ
rátt fyrir að hafa reynt að slá af
kröfunum alveg frá því í sumar
hefur mér ekki enn tekist að
finna vænlegan mann til að
taka með mér í jólaboðin. Ætt-
ingjarnir geta því grillað mig með
týpísku „hvenær ætlarðu að ná þér
í mann“ spurningunum aftur þetta
árið. Það koma þó vonandi jól eftir
þessi jól og nú hef ég heilt ár til að
ná settu markmiði. Hver veit nema
ég bjóði fjölskyldunni upp á grillað
lambakjöt að ári.
Lambakjöt
á jólunum
Sólrún Lilja
Ragnarsdóttir skrifar
Líf mitt
í hnotskurn
Nokkrir kunnir Íslendingar og þekktir
fagurkerar brugðu brutu venjur fyrir
blaðamann DV og skreyttu jólatréð án
þess að bíða eftir heilögum Þorláki. Hver
og einn þeirra lýsti svo aðferðunum og
því hversu mikinn tíma skreytingarnar
tóku. Svöruðu spurningum um ljótt jóla-
trésskraut og hvort deilur hafi kviknað
milli fjölskyldumeðlima um útkomuna.
Skreytt með frjálsri aðferð
B
ræðurnir Óttar og Sverrir Norðfjörð skreyttu jólatréð
á heimili Sverris eina kvöldstund í desember. Sverrir
er rafmagnsverkfræðingur og Óttar Martin er rithöf-
undur og því segir Óttar að fari saman óhemju mik-
il nákvæmni og útreikningar fræðingsins og fagurfræði og
„frjálsar aðferðir“ rithöfundarins.
„Skrautið kemur héðan og þaðan og við styðjumst við
svokallaða „frjálsa aðferð“, þar sem hver fjölskyldumeð-
limur setur skraut á tréð í sinni hæð,“ segir Óttar.
Aðspurður hvort það sé ljótt jólaskraut á trénu svarar
Óttar því neitandi en eitthvað af skrautinu hafi reyndar
skemmst en samt fengið sinn stað á trénu. „Skreytingarn-
ar tóku eina kvöldstund,“ segir Óttar og segir þá bræður
afar sátta við útkomuna. En kviknuðu deilur við aðra fjöl-
skyldumeðlimi meðan tréð var skreytt?
„Já,“ segir Óttar. „Hver fengi að setja toppinn á og hve-
nær tréð væri beint.“
Humar Linduson Eldjárn
A
ri Eldjárn og Linda Guðrún Karlsdóttir búa í Vesturbænum og hafa fyrir löngu skreytt
tréð á heimilinu sem er óvenju fallegt í ár og skreytt þremur humrum.
„Yfirleitt reynum við að finna smátt og ófrítt tré sem enginn annar myndi vilja taka
að sér. Tréð í ár er reyndar óvenjufallegt en almennt finnst okkur skemmtilegra að
skreyta misheppnuð tré því þá er maður að vinna góðverk. Skrautið er mikið til úr Tiger og
hjörtu eru áberandi. Þemað okkar í ár er „Humar og kærleikur“ og prýða þrír humrar tréð.
Einn heitir Humar Linduson Eldjárn og hefur búið hjá okkur í rúm tvö ár, annar er nafnlaus og
nýfluttur inn en sá stærsti heitir Gunnar Humar og situr á toppnum, enda elstur og vitrastur.
Skreytingarnar tóku sex klukkustundir og reyndu á kærleikann. Ég er mjög sáttur við útkom-
una og veit ekki hvernig við eigum að toppa þetta á næsta ári.“
Falleg samsetning Hvít jól í Hönnunarsafni Íslands.
Studdust við
„frjálsa aðferð“
Humarjól Ari Eldjárn og Linda skreyta jólatréð með humrum.
Rafmagnsverkfræðingur og rithöfundur skreyta tré
Bræðurnir Óttar Martin Norðfjörð og Sverrir Jan Norðfjörð.