Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Síða 11
Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Fréttir 11 OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta HEILSU- SPRENGJA 20% afsláttur Grænn apríl í Lifandi markaði G il d ir f rá 3 . - 1 0 . a pr íl 2 01 4 Borgartún 1 Fákafen 1 Hæðasmári www.lifandimarkadur.is „Fólk getur ekkert flutt til Grindavíkur“ n Íbúar á Þingeyri uggandi yfir flutningi Vísis n Framkvæmdastjórinn segir tímann nægan M ikill hiti var í fólki á íbúa­ fundi sem haldinn var í félagsheimilinu á Þing­ eyri á miðvikudagskvöld. Tilefni fundarins var sú ákvörðun útgerðarfyrirtækisins Vísis að flytja starfsemi sína á Þingeyri, og víðar á landinu, til Grindavíkur. Fyrir­ tækið tilkynnti um þetta í lok mars en í tilkynningu frá fyrirtækinu seg­ ir: „Áform stjórnenda Vísis eru að færa allan tækjabúnað fyrirtækisins á einn stað. Þannig verður sveigjanleiki í starfseminni meiri og framleiðni eykst því auðveldara verður að stýra framleiðslunni í verðmætustu afurða­ flokka hverju sinni og bregðast við kröfum erlendra fiskkaupenda. Fyrir­ tækið telur Grindavík kjörinn stað fyr­ ir fiskvinnsluna meðal annars vegna nálægðar við alþjóðaflugvöll og út­ flutningshöfn.“ „Sjávarútvegurinn er grunnurinn“ Áform fyrirtækisins hafa verið harð­ lega gagnrýnd og það heyrðist meðal annars vel á fundinum í gær. Á með­ al þeirra sem tóku til máls var Gunn­ hildur Elíasdóttir, formaður Verka­ lýðsfélagsins Brynju á Þingeyri. „Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni hjá stéttarfé­ laginu þegar svona staða kemur upp hjá verkafólkinu. Grunnstoðirnar eru ekki sterkar og ein af þeim er sjávar­ útvegurinn. Það er talað um ferða­ mannaiðnað, en sjávarútvegurinn er grunnurinn að öllu hér. Ég held ég geti fullyrt það að fiskveiðistjórnunarkerfið er rótin að öllum þessum vandræðum. Kannski þykir einhverjum það þvælin tugga, en það er bara staðreynd,“ segir Gunnhildur í samtali við DV. Enn einn löðrungurinn Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi al­ þingiskona svæðisins, tekur und­ ir þessi orð Gunnhildar. „Þörfin á því að breyta kvótakerfinu og um­ gjörðinni um sjávarútveginn er mik­ il. Þessi atburður er enn ein áminn­ ingin um það að það er ekki hægt að búa við óbreytt kvótakerfi, sem felur í sér að atvinnulífið í heilu byggðarlagi er eins og fjöregg í höndunum á ein­ um atvinnurekanda. Þegar hann fer skilur hann byggðarlagið eftir í blæð­ andi sárum. Fólk getur ekkert flutt til Grindavíkur og farið að vinna hjá Vísi, það getur ekki losnað við eignirnar sínar. Það situr eftir með verðlausar eignir, fjölskyldu sína og allt sem er bundið byggðarlaginu. Þetta er enn einn löðrungurinn sem sýnir hvílíkar hörmungar geta hlotist af óbreyttu kvótakerfi,“ segir Ólína. „Ég vil vera hér áfram“ Starfsmaður Vísis á Þingeyri, Davíð Davíðsson, tók til máls og fundinum og í samtali við DV lýsir hann þung­ um áhyggjum af stöðu mála. „Ég var helst að gagnrýna þá aðstoð sem þeir hafa fengið við að koma starfseminni hér upp. Á fundinum sem haldinn var með starfsmönnum í fiskvinnsl­ unni var rætt um flutning starfsfólks­ ins og ég spurði hvað húsnæði kost­ aði í Grindavík. Miðað við verðið hér á Þingeyri þá er það mun hærra og við fáum ekki greiðslumat á þessum launum sem við erum á. Hingað hafa flutt fjölskyldur til að vinna hjá Vísi, sumar fyrir stuttu síðan, hvað eiga þær að gera? Sjálfur vil ég vera hér áfram,“ segir Davíð. Áttu góðan fund með bæjarstjóranum „Við höfum ekki kannað verðsaman­ burð á húsnæði á Þingeyri og Grinda­ vík. Hins vegar hefur það verið gert vegna Húsavíkur og samanburður­ inn þar var ekki óhagstæður þeim sem velja það að flytja sig um set,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, fram­ kvæmdastjóri Vísis. „Í tilkynningunni okkar segir að við ætlum að vinna með því fólki, sem hefur fasta bú­ setu, að nýjum störfum. Það er margt í gangi sem við erum að vinna að og við áttum mjög góðan fund með bæjar­ stjóranum og formanni Atvinnu­ þróunarfélags Vestfjarða á föstu­ daginn síðastliðinn. Þar voru lagðar ákveðnar línur og við ætlum að vinna að því næstu mánuði, við vorum sæmilega bjartsýnir á það sem er þar í spilunum,“ segir Pétur. Einhverrar óá­ nægju gætti meðal fundargesta á mið­ vikudagskvöld vegna þess að ekki var hægt að segja frá því hvað hefði komið út úr fundinum með bæjarstjóranum og formanni Atvinnuþróunarfélags­ ins. Pétur segir að ekki hafi verið tíma­ bært að segja opinberlega frá þeim verkefnum um rætt var um. Nægur tími væri til stefnu enda ár í að flutn­ ingar frá Þingeyri verði að veruleika. „Spyrjum að leikslokum“ „Ég hvet fólk á Þingeyri til að vera ró­ legt, það er ákveðin vinna í gangi og við höfum eitt ár til stefnu. Um leið og við höfum eitthvað í höndunum þá verður sagt frá því. Ég vill hins vegar ítreka það að við vitum að starfsfólkið skiptist í tvo hópa, þá sem eiga auðvelt með að færa sig um set og hins vegar þá sem eiga mjög erfitt með það. Verk­ efnið er, og ég vil að fólk trúi því, að vinna með þeim hópi,“ segir Pétur. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki samfélagslegri ábyrgð sinni. „Ég hef sagt það áður að samfélagsleg ábyrgð felst ekki í því að reka eitthvað sem ekki gengur heldur að gera nauðsynlega breytingar í sátt við samfélagið og fólkið sem vinnur hjá þér. Fyrir mér er ekki greinar­ munur á því að stór tæknifyrirtæki færi sig um set, hvort sem það er á milli landa eða innanlands, og bjóði sínu starfsfólki að fylgja með. Alveg eins erum við að bjóða okkar sér­ hæfða fiskvinnslufólki að fylgja okk­ ur,“ segir Pétur. Hvað með þá gagn­ rýni að fyrirtækið hafi fengið meðgjöf í formi byggðarkvóta? „Við erum bún­ ir að skila þeim byggðarkvóta aftur inn í samfélagið. Hins vegar skal spurt að leikslokum hvernig við förum frá þessum stöðum, verði af þessu. End­ anleg ákvörðun verður tekin í lok apr­ íl og við vitum af okkar samfélagslegu ábyrgð. Að okkar mati erum við ekki að bregðast henni,“ segir Pétur Haf­ steinn. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Vel mætt Ríflega 100 manns mættu á íbúafundinn á Þingeyri á miðvikudagskvöld. Mikill hiti var í fólki, en umræðuefnið var áætlun Vísis um að flytja starfsemi fyrirtækisins til Grindavíkur. Mynd RóbERt REyniSSon Kvótakerfið er ástæðan Ólína Þorvarðardóttir tók til máls og segir að málið sé áminning um að breyta þurfi kvótakerfinu. Mynd RóbERt REyniSSon „Ég hvet fólk á Þingeyri til að vera rólegt. „Þetta er enn einn löðrungurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.