Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Page 15
Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Fréttir 15
Hjallahraun 2 - 220 Hfj.
s. 562 3833 - 852 4556
www.asafl.is
asafl@asafl.is
FPT bátavélar frá 20-825 hö.
Misnotkun sparisjóðanna
n Skýrslan um sparsióðina gefin út n Lýsingar á grófri misnotkun á sparisjóðunum n Varfærnar ályktanir dregnar í skýrslunni og nafnaleynd viðhöfð
Á
þeim fundi hefði Hreiðar
Már „hreinlega [beðið Jón
Þorstein] um að hætta
þessu“. Jón Þorsteinn gerði
sér grein fyrir því að göm-
ul viðskipta- og vinatengsl væru á
milli Hreiðars Más og Guðmundar
Haukssonar, sparisjóðsstjóra Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis,“
segir í skýrslunni um sameiningar-
viðræður sem áttu stað á milli Spari-
sjóðs vélstjóra og SPRON. Ummæli
eru höfð eftir Jóni Þorsteini Jóns-
syni, þáverandi formanni stjórnar
Sparisjóðs vélstjóra.
Þar lýsir Jón Þorsteinn þeirri
tilfinningu sinni að Guðmund-
ur Hauksson og Hreiðar Már Sig-
urðsson, forstjóri Kaupþings, hefðu
unnið að því saman að reyna að
haga sameiningu sjóðanna þannig
að hún væri sem hagkvæmust fyrir
SPRON. Vitnaði hann til vinasam-
bands Hreiðars Más og Guðmundar
í því sambandi.
Ein stærsta og afdrifaríkasta
ákvörðunin í sparisjóðakerfinu á
árunum fyrir hrun var sú ákvörðun
að stofna fjárfestingafélagið Kistu
utan um hlutabréfaeign nokkurra
sparisjóða í Exista, stærsta hluthafa
Kaupþings. Nokkuð er fjallað um
þessa ákvörðun í skýrslunni. Með
henni voru hagsmunir Kaupþings
og sparisjóðanna tengdir saman.
Guðmundur, sem hafði verið for-
stjóri Kaupþings, var lykilmaður í
þeirri ákvörðun þar sem SPRON var
stærsti hluthafi Kistu.
Um tengsl Sparisjóðs Reykjavík-
ur við Kaupþing segir meðal annars
í skýrslunni: „Frá því sparisjóðirn-
ir fjárfestu í Kaupþingi hf. árið 1986
voru töluverð eignarhaldsleg og
stjórnunarleg tengsl milli þeirra, þó
hluti sparisjóðanna ætti í litlu sam-
starfi við aðra um eignarhald í fé-
laginu.“ Þessi tengsl sparisjóðanna
við Kaupþing endurspegluðust vel í
fjárfestingunni í Kistu. Ein birtingar-
mynd tengslanna var svo lánveiting
upp á tvo milljarða króna til Exista
30. september 2008. Sparisjóður-
inn var stór hluthafi í Exista í gegn-
um Kistu og því mikilvægt fyrir sjóð-
inn að treysta stöðu Exista á erfiðum
tíma í miðju bankahruni.
Orðrétt segir um lánveitinguna
til Exista í skýrslunni: „Exista hf.
var fjárfestingarfélag sem var
að stærstum hluta í eigu Bakka-
bræðra Holding B.V. og Kistu – fjár-
festingarfélags ehf. Erlendur Hjalta-
son, stjórnarformaður Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis, var ann-
ar tveggja forstjóra Exista hf. og átti
eignarhlut í félaginu. Þá var Guð-
mundur Hauksson, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn-
is, í stjórn Exista hf. og átti jafnframt
eignarhlut í félaginu.
Á stjórnarfundi sparisjóðsins 30.
september 2008 var lögð fram beiðni
um heimild stjórnar til að lána 2
milljarða króna til Exista hf. Eftir-
farandi var bókað á fundinum:
Áður en þessi liður var tekinn til
umfjöllunar vék Erlendur Hjalta-
son af fundi. Óskað var eftir heim-
ild stjórnar til lánveitingar til Ex-
ista að upphæð 2 ma.kr. í 30 daga.
Áhætta vegna Exista er þá tæplega
2,5 ma.kr., sem er 20% af CAD hlut-
falli. Þetta var samþykkt.
Samdægurs veitti Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis Exista hf.
2 milljarða króna peningamarkaðs-
lán með gjalddaga 31. október 2008.
Þá lagði dótturfélag Exista hf., Vá-
tryggingafélag Íslands hf., 2 millj-
arða króna peningamarkaðsinnlán
inn í Sparisjóð Reykjavíkur og ná-
grennis hf. með sama upphafs- og
lokadag og lánið til Exista hf. Pen-
ingamarkaðsinnláni Vátryggingafé-
lags Íslands hf. var breytt í almennt
innlán á gjalddaga þess, 31. október
2008. Ekki kom til uppgjörs á láninu
í lok október 2008, heldur var það
framlengt. Hinn 30. október 2008
var tilkynnt um afskráningu Ex-
ista hf. úr Kauphöll Íslands. Á fundi
endurskoðunarnefndar Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis 6. janúar
2009 kom fram að þegar umrætt lán
var veitt, höfðu íslensk stjórnvöld
lýst því yfir að gripið yrði til aðgerða
til að verja bankakerfið og að ekki
væri gert ráð fyrir að aðrir bankar
en Glitnir yrðu fyrir skakkaföllum.
Endurskoðunarnefndin taldi því
eignir Exista hf. vera traustar. Einnig
kom fram á fundinum að þetta hefði
verið „óheppileg lánveiting“. 134
Lagt var 1,6 milljarða króna fram-
lag í sérgreindan afskriftareikning
vegna skuldbindinga Exista hf. í lok
árs 2008. Lánið var aftur framlengt
29. janúar 2009, með gjalddaga 16.
mars 2009 og 22,5% vöxtum, en lán-
ið var enn útistandandi í júlí 2009.
Exista hf. og tengdir aðilar voru
ekki á meðal stórra áhættuskuld-
bindinga hjá sparisjóðnum sam-
kvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins
nr. 216/2007, og var því ekki tilkynnt
um fyrirgreiðslur til félagsins í skýr-
slum sparisjóðsins til Fjármála-
eftirlitsins. Heildarskuldbinding
Exista hjá Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis nam 2,5 milljörðum
króna í lok árs 2008 og var sérgreint
afskriftaframlag 1,6 milljarða króna
31. desember 2008.“ n
Guðmundar þáttur
Haukssonar
S
jóðurinn var í lausafjárvanda
og þurfti að fá fjármagn inn
á bækur sínar. Í því augna-
miði var stofnaður reikning-
ur í Sparisjóði Keflavíkur og
runnu skattgreiðslur frá sveitarfélög-
um inn á hann. Að öllu jöfnu hefðu
þessir fjármunir átt að renna inn á
reikning ríkisins í Seðlabanka Ís-
lands. Í skýrslunni um sparisjóðina
fetta höfundarnir fingur út í þessa
ákvörðun.
Orðrétt segir um málið í skýrsl-
unni: „Í október reyndu hagsmunaað-
ilar og sveitarfélögin á Suðurnesjum
að styrkja sparisjóðinn eftir fremsta
megni. Þannig færði Grindavíkur-
bær þriggja milljarða króna innlán
til Sparisjóðsins í Keflavík frá ein-
um af föllnu viðskiptabönkunum og
Reykjanesbær hugðist leggja andvirði
nýrrar skuldabréfaútgáfu í sparisjóð-
inn sem innlán en skuldabréfið var
síðar nýtt sem trygging fyrir daglán-
um frá Seðlabanka Íslands, sbr. um-
fjöllun hér aftar.
Innlán frá ríkissjóði var tilkom-
ið vegna greiðslu fjármagnstekju-
skatts sveitarfélaga á Reykjanesi af
söluhagnaði eignarhluta þeirra í HS
Orku sem þau áttu að standa skil á í
lok nóvember. Þessar greiðslur hefðu
átt að koma af reikningum sveitarfé-
laganna í sparisjóðnum en á þessum
tíma átti sparisjóðurinn í alvarlegum
lausafjárvanda og gat ekki skilað fénu
til Seðlabanka Íslands eins og honum
bar að gera.
Í október 2008 leitaði sparisjóður-
inn til fjármálaráðuneytisins og fór
þess á leit að ríkissjóður Íslands stofn-
aði sérstakan innlánsreikning hjá
Sparisjóðnum í Keflavík til að taka
á móti skattgreiðslum frá sveitarfé-
lögunum. Vænt útflæði úr sparisjóðn-
um í nóvember og desember 2008
vegna fjármagnstekjuskattsins var
tæpur milljarður króna. Lausafjár-
staða sparisjóðsins 31. október 2008
var hins vegar ekki nema tæpar 255
milljónir króna samkvæmt lausa-
fjárskýrslu. Því var ljóst að sjóðurinn
stefndi í lausafjárþurrð og yrði ekki
rekstrarhæfur ef til útgreiðslunnar
kæmi.
Fjármálaráðuneytið heimilaði
stofnun reikningsins að höfðu sam-
ráði við Seðlabanka Íslands og gaf
Fjársýslu ríkisins fyrirmæli um að
setja sig í samband við sparisjóðinn
30. október 2008. […]
Í skýrslu fyrir rannsóknarnefndinni
vegna málsins kom fram að fjár-
málaráðuneytið hefði metið stöðu
sparisjóðsins þannig að um lausa-
fjárvanda væri að ræða en ekki eigna-
vanda. Opinber pólitískur vilji hefði
staðið til þess að halda sparisjóða-
kerfinu gangandi og því hefði verið
ákveðið að grípa til þessarar ráðstöf-
unar til að brúa bilið þar til viðvar-
andi lausn á lausafjárvanda spari-
sjóðsins lægi fyrir. Seðlabanki Íslands
hafði þegar gengið eins langt og heim-
ildir bankans leyfðu í lánveitingum
til sparisjóðsins. Ríkissjóður stofnaði
reikning hjá Sparisjóðnum í Keflavík
vegna þessa og barst fyrsta greiðsla
inn á reikninginn 28. nóvember 2008.
Í lok nóvember 2008 átti Sparisjóður-
inn í Keflavík laust fé sem nam 79,4
milljónum króna, að meðtöldu því fé
sem ríkissjóður átti á reikningum hjá
sparisjóðnum og greitt hafði verið inn
28. nóvember sama ár. Þeir fjármun-
ir hefðu að öllu réttu átt að greiðast til
Seðlabanka Íslands.“ n
Lífi haldið í Sparisjóðnum í Keflavík
Breytt út frá venju Íslenska ríkið
stofnaði reikning í Sparisjóði Keflavíkur.
Árni Mathiesen var þá fjármálaráðherra.