Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Page 20
Helgarblað 11.–14. apríl 201420 Fréttir Edda Heiðrún segir frá því í Ham- skiptunum að hún hafi fengið Þórar- in Eldjárn rithöfund til að „búa til nokkurs konar ljóð um ævi Björgólfs og Þóru“ sem leikritið byggði á. Þórar- inn segir að aðkoma hans að sýn- ingunni hafi ekki verið mikil heldur hafi hann einungis tengt saman sen- ur úr lífi þeirra hjóna sem fjölskyldan hafði búið til. „Börn og tengdabörn gerðu sketsa úr lífi familíunnar með ýmsum prívathúmor. Ég samdi út frá þessu texta í bundnu máli sem sögu- maður flutti til að tengja senurnar saman.“ Þórarinn segir að einungis hafi verið um að ræða litla vinnu fyrir sig: „Þetta var bara örlítið textadót.“ Inntakið í verkinu var því komið frá fjölskyldu þeirra hjóna. Lék föður sinn Þá er greint frá því í Hamskiptunum að Pálmi Gestsson leikari hafi verið fenginn til að taka þátt þar sem hann hafði með góðum árangri hermt eft- ir Björgólfi í Spaugstofunni og við fleiri tækifæri. Björgólfur Thor lék föður sinn þegar hann var ungur og Pálmi túlkaði hann eftir að árin höfðu færst yfir. Kristín Ólafsdóttir, eiginkona Björgólfs, tók sömuleið- is þátt í sýningunni, sem og Bent- ína. „Þau léku öll hlutverkin sjálf og langaði með því að gleðja Björgólf og Þóru á þessum tímamótum,“ segir Edda Heiðrún en að hennar sögn var um að ræða „nokkurs konar þakkar- gjörð barnanna fyrir samstöðu þeirra í gegnum tíðina“. Að sögn Eddu Heiðrúnar var inn- takið í sýningunni, sem var um 40 mínútna löng, „samdráttur og samlíf Björgólfs og Þóru“. Pálmi Gestsson segir aðspurður um sýninguna að um hafi verið að ræða smámyndir úr lífi þeirra hjóna. „Þetta var lífshlaup þeirra hjóna ef ég man rétt, allt frá því þau giftu sig. Þetta voru einhverj- ar persónulegar myndir úr þeirra lífi; myndir sem ég þekki ekki vel […] Þetta var ósköp saklaust og fallegt hjá þeim.“ „Það var svo gaman“ Í dag segir Björgólfur að það hafi verið ánægju- legt að vera til á ár- unum fyrir hrun. „Ég er ánægð- astur með að hafa feng- ið þátt í þeim óvenjulegu breytinga- tímum sem voru á þessum árum á flestum sviðum. Bæði í fyrirtækjarekstri og eins í menn- ingarlífinu. Það var ákaflega já- kvætt hugarfar á þessum tíma. Þetta var afskap- lega vinsamlegt og það var ánægju- legt að vera til.“ Þess má geta að á þessum árum hafði Björgólfur mikil ítök í lista- og menningarlífi landans. Vorið 2004 átti hann til að mynda frumkvæði að samstarfi við íslenska listamenn um starfsemi í byggingunni Brautarholti 1 sem Björgólfur lagði listafólkinu til. Í samstarfi við galleríið Kling og Bang opnaði Landsbankinn Klink og Bank, þar sem 160 listamenn höfðu síðan vinnuaðstöðu fram til ársins 2006. Dagblaðið Nei greindi síðar frá því að Ásgeir Friðgeirsson, aðstoðar- maður og upplýsingafulltrúi Björg- ólfs, hafi haft milligöngu um það að stöðva fyrir hugaðan listrænan gjörn- ing Snorra Ásmundssonar, mynd- og gjörningalistamanns, við opnun vinnustofanna, og stöðva í kjölfarið umfjöllun DV um málið. Snorri stað- festi þetta. Hann hafði ætlað að fremja gjörn- inginn við opnun Klink og Bank og átti Björgólfur einnig að vera við- staddur opnunina og taka þátt í gjörningi listamannsins. Björgólf- ur hafði hins vegar ekki áhuga á því og því voru send skilaboð til Klink og Bank: Samstarfið við listamennina gæti verið í hættu ef Snorri tæki þátt í opnuninni. Í Hamskiptunum er haft eftir Björgólfi að honum hafi fund- ist eins og nýir tímar væru að ganga í garð á þessum árum: „Það var svo gaman, svo mikil jákvæðni, svo mik- il gleði. Eins og það væru nýir tímar sem við værum að taka þátt í og svo mikill kraftur var í samfélaginu. Þegar ég segi það, þá ég við á öllum sviðum.“ Það hafi að hans mati ekki bara verið í viðskiptunum, „heldur líka í íþróttum og menningarlífinu, þetta náði yfir allt þjóðfélagið, þessi jákvæðni og gleði.“ Mætti á opnun Hörpu Það vakti mikla athygli þegar Björg- ólfur mætti á opnunarhátíð tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu ásamt eiginkonu sinni þann 13. maí 2011, en þar sagði hann að framtíð Íslands væri björt: „Ísland rís úr sjó aftur.“ Björgólfur kom upphaflega að fjár- mögnuninni á Hörpu en eftir efna- hagshrunið og hans eigið persónu- lega gjaldþrot þá varð ekkert af því að hann gæfi Íslendingum bygginguna eins og til stóð á sínum tíma. Aðspurður sagðist hann mjög ánægður með að hafa verið boðið á opnunarhátíðina: „Já já já, ég er ánægður að vera á gestalista og hún er bara flott stemningin,“ sagði hann og bætti við: „Þetta er gleðistund!“ Ekki voru allir sáttir við að Björgólfi hefði verið boðið en Birgitta Jónsdóttir, þá- verandi þingkona Hreyfingarinnar, sagðist næstum því hafa hætt við að mæta á opnunina þegar hún frétti að Björgólfi hefði verið boðið. Viðbrögð hennar voru lýsandi fyrir viðhorf margra Íslendinga á þessum tíma sem voru óánægðir með Björgólf og aðra fyrrverandi útrásarvíkinga fyrir að hafa stuðlað að hruni íslenska fjár- málakerfisins á einn eða annan hátt. Gjaldþrotaskipti á næsta leyti Gjaldþrot Björgólfs skiptir tugum milljarða. Fram hefur komið í fjöl- miðlum að heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabú hans nemi rúm- lega hundrað milljörðum króna. Skilanefnd Landsbankans er langstærsti kröfuhafinn með kröfur upp á rúmlega sjötíu milljarða króna. Sveinn Sveinsson, skiptastjóri þrota- bús Björgólfs Guðmundssonar, seg- ir í samtali við DV að senn fari að sjá fyrir endann á skiptum í þrota- búinu. Talar hann um vik- ur í því samhengi en þó hafa skiptalok ekki verið auglýst. Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun árs 2010 að vonir væru helst bundnar við að eignir finnist í fé- lagi Björgólfs á Kýp- ur, Bell Global Investment. Bell Global hélt utan um hlut Björgólfs í Bravó-bruggverksmiðjunum í Rúss- landi á sínum tíma og átti helmings- hlut í Samson, eignarhaldsfélagi Landsbankans. Samson var stofnað af feðgunum árið 2002 í aðdraganda einkavæðingar Landsbankans. Í upp- hafi og lengst af var eini tilgangur fé- lagsins að halda utan um hlutabréf í Landsbanka Íslands en á árunum 2005 og 2006 hóf félagið hins vegar að fjárfesta í öðrum verkefnum. Gjaldþrot Samson er á stærð við persónulegt gjaldþrot Björgólfs sjálfs. Morgunblaðið greindi frá því í haust að kröfur í þrotabú Samson næmu um 77 milljörðum. Helgi Birgisson, skiptastjóri búsins, sagðist í samtali við blaðið ætla að eignir í búinu væru um fimm til sex milljarðar. Meðal eigna eru hlutabréf í Eimskipum og kröfulýsing í þrotabú Landsbankans í Lúxemborg. Stærsta eign búsins var eignarhald í Landsbanka Íslands hf., en hluturinn var metinn á 78 millj- arða árið 2007. „Í mikilli sjálfsskoðun“ Þrátt fyrir að Björgólfur eldri sé eignalaus og gjaldþrota er hann varla á flæðiskeri staddur. Sonur hans, Björgólfur Thor, stefnir hrað- byri að því að verða ríkasti maður Ís- lands. Viðskiptablaðið greindi frá því í október að hlutir Novator og Björg- ólfs Thors hefðu hækkað um tug- milljarða í verði mánuðina á undan samhliða góðu gengi Actavis. Hlutur Novator, eignarhaldsfélags sem er að mestu í eigu Björgólfs Thors, í lyfja- fyrirtækinu Actavis hafði þá hækkað um tæp 45 prósent frá því að hann var afhentur í maí 2013. Novator á um fimm milljónir hluta í Actavis í gegn- um félagið NDS. Virði hlutanna nam þá um 92 milljörðum króna. Björg- ólfur Thor mun hins vegar ekki geta selt hlutina fyrr en vorið 2015. Þó gætu draugar fortíðar far- ið að minna á sig hvað úr hverju. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fer fyrir hópmál- sókn gegn Björgólfi Thor til að leiða fram upplýsingar um eignarhlut Björgólfs í Landsbankanum fyrir hrun. Vitnaleiðslur hófust í nóvem- ber en að sögn lögmanns Vilhjálms, Jóhannesar Bjarna Björnssonar, lauk þeim fyrir um þremur vikum. Hann segir að nú sé verið að leggja mat á þau gögn sem komu fram í skýrslu- tökum. Á næstu vikum verði metið hvort tilefni sé til að fara með málið lengra. Hvað sem öðru líður segir Björgólfur Guðmundsson nú að hann noti tímann til þess að vinna í sjálfum sér: „Ég er í mikilli sjálfs- skoðun og rækta sjálfan mig í ákveðnum félagsskap. Ég nýt annarra hluta en ég gerði þá.“ Ef það er eitthvað sem hann hafi lært sé það að líf- ið sé fallvalt: „Maður lærir að lifa einn dag í einu. Ég fer líklega ekki í marga hluti hér eftir; ég nýt lífs- ins á rólegri hátt.“ Ljóst er að ýmislegt hefur breyst í lífi Björgólfs frá því hann stóð á stóra sviðinu og leikhúsgest- ir klöppuðu ákaft fyrir honum. n Hæðir og lægðir Björgólfs 1941 Björgólfur fæðist. 1961 Útskrifast úr Verzlunarskóla Íslands. 1965 Eignast Dósagerðina hf. 1977 Verður fram­ kvæmdastjóri Hafskipa. 1985 Hafskip verður gjaldþrota. 1986 Björgólfur handtekinn á heimili sínu og færður í gæsluvarðhald vegna Hafskips­ málsins. 1993 Björgólfur fer ásamt Björgólfi Thor og Magnúsi Þorsteinssyni til Rússlands þar sem þeir eiga síðan og reka bruggverk­ smiðjuna Bravó. 2005 Björgólfur sæmd­ ur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. 2006 Björgólfur kaupir West Ham í félagi við Eggert Magnússon. 2011 Björgólfur birtist á opnun Hörpu þar sem hann segir að framtíð Íslands sé björt. 2014 Það styttist í endann á skiptum í þrotabúi Björgólfs. 2008 Hlutabréf í Eimskip falla um 90 pró­ sent á fyrstu níu mánuðum ársins. Banka­ hrunið ríður yfir og Lands­ bankinn er þjóðnýttur. 2009 Björgólf­ ur úrskurðaður gjaldþrota. 2000 Tveir yfir­ menn helsta samkeppnis­ aðila Bravó í Pétursborg eru myrtir. 2002 Heineken kaupir Bravó. Feðgarn­ ir koma heim og kaupa ráðandi hlut í Lands­ bankanum þegar bankinn er einkavædd­ ur. Björgólfur er valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi hjá tímaritinu Frjálsri verslun, Viðskipta­ blaðinu, Stöð 2 og DV. 2004 Björgólfsfeðgar kaupa stóran hlut í Eimskipum. 1991 Dæmdur í tólf mánaða skilorðsbund­ ið fangelsi fyrir Hæsta­ rétti Íslands. Settu upp sýningu Börn Björgólfs Guðmundssonar fengu Eddu Heiðrúnu Backman til þess að setja upp leiksýningu í Þjóðleikhúsinu um foreldra þeirra. Þórarinn Eldjárn skrifaði verkið og Pálmi Gestsson lék Björgólf. Þá reyndi Björgólfur Thor fyrir sér á stóra sviðinu þegar hann túlkaði föður sinn á yngri árum. Á góðum degi Björgólfur og Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, á góðum degi þegar allt lék í lyndi. „Ég fer lík- lega ekki í marga hluti hér eftir; ég nýt lífsins á rólegri hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.